Vísir - 09.08.1915, Blaðsíða 4
v ii> I R
Ræða
Bjarna Jónssonar frá Vogi um
kenslu í hagnýtri sálarfræði
við Háskólann.
Eg vona, að hv. þm. reiðist
mér ekki, þótt eg rifji
upp fyrir þeim það, sem þeir auð-
vitað vita, og vita sjálfsagt betur
en fávís kennari í gömlu málunum
og óþarfur að dómi vísindamann-
anna í Gufudalshreppi og annara
jafnsnjallra.
Hér liggur fyrir frumvarp um há-
skólakenslu í hagnýtri sálarfræði.
Þá er t'yrst vert að rifja það upp,
hvað sáiarfræði er. Verð eg þá
fyrst að geta þess, að nú norfir alt
öðru vísi við en áður, meðan Hegel
og fylgifiskar hans vildu láta atlar
gagnstæður og mótsagnir sameinast í
»hærri einingu«,meðan enginnnefndi
s á 1, nema hann ætti við ódauðlegan,
andlegan hluta mannsins, sem ætl-
aður væri til að erfa sáluhjálpina
eða þá færi í þann eld, sem slokkn-
ar ekki. Nú fæst s á 1 a r f r æ ð i
aö eins við rannsókn á vitund-
arlífi manna f þessu lífi, eða
með öörurfi orðum meðvitund
þá, sem er samfara lífi og starfi
Iíkamans. Hitt er ekki verk sálar-
fræðinnar að rannsaka, hvort sú
vitund, sálin, deyi um leið og lík-
aminn, eða ekki. Það er verk heim-
spekinnar, en heimspeki kallast sú
fiæðigrein, sem reynir að finna rök-
studda iífs- og heimsskoðun. Hún
byggir á öiium greinum mannlegr-
ar þekkingar, þar á meðal á sálar-
íræðinni. Margir munu, ef til vill
halda, að mér hafi orðið mismæli,
er eg greindi svo skarpt heimspek-
ina frá sálarfræðinni, en það er þó
ekki. Því að sáiarfræðin er nú
ekki lengur leikvöllur ímyndunarafls
og hugarburðar eða draumkendar
vonir og spádómar um annað líf.
Nei, nú hefir hún fengið þá eðli-
legu stefnu að rannsaka uppruna og
eðli vitundarinnar og samband henn-
ar við þann lifanda líkama, sem
hún býr í. Hún er því orðin ein
grein náttúrufræðinnar, enda reyna
menn nú að haga rannsóknum sín-
um um þau efni svo, að farið sé
eftir sömu rannsóknarlögum sem
tryggileg eru talin í öörum grein-
um náttúrufræðinnar.
En einmitt þess vegna geta nú
allir verið sammála um, að rann-
sókn og þekking á sálarlífi manna
sé eitt af því, sem er nauðsynlegast
af öllu, Rétt er nú að skifta nátt-
úrufræðinni í tvær höfuðgreinir:
fræðina um alt það, sem er fyrir
utan vitundina, umheiminn, og fræð-
ina um vitundina sjálfa. Tengilið-
ur þar á milli er líkaminn og sú
fræði, sem þar um fjallar, t. d.
læknísíræði.
Einn heldur, að sálin sé ódauð-
leg, sjálfstæð vera, annar heldur
hana margskifta og suma hluta henn-
ar dauðlega, aðra ódauðlega, eins
og t. d. Plato. Þriðji heldur hana
einskonar afltegund, í ætt við raf-
magnsstrauma eða geisla, búandi í
efninu eða efnið í henni. Þó geta
þeir allir verið sammála um gagn-
semi og nauðsyn þeirrar vísinda-
Símskeyti
frá
fréttaritara Vfsísi
Khöfn 9. ágúst 1915.
Þjóðverjar og Austurríkísmenn hafa umkréngt
síðasta Weichsel-vfgið, Nowogeorgiewsk tÞjóðverjar
eru komnir yfir Austur-Weichsel
Atvínna,
Nokkrir menn geta énn þá fengið góða atvinnu fram í október.
Afarháti kaup!
Finnið mig í kveld kl. 8—10. Þeir ráðnu fara norður á morgun.
9
Olafur Gísiason,
Kárastíg 13.
E.s. POLLUX
fór frá Færeyjum í dag áleiðis hingað.
Kemur við á Austfjörðum.
Jt\c.
greinar, sem vér nefnum sálarfræði,
þó geta þeir stundað hana aliir
með sömu vísindanákvæmni og að-
ferðum. Af því að rannsóknin er
um það, hvernig vitund starfar í
lifanda líkama, hvert eðli eða aldur,
sem hún annars kann að hafa.
Þótt allir þessir menn hafi ger-
ólíkar skoðanir á »sáP, þá geta þeir
samt aliir tekið undir með Bjarna :
Þótt tungla teljir klasa,
er tindra um himiribaug,
og getnaðarlimu grasa
og grastegundiiví*haug,
vitir a!t, ei varðar mig:
Þann eg kalla þekkja íítt,
sem þekkir ei sjálfan sig.
Frh,
Kýmni.
Sumt, tœplega alt.
»Eg hefi lesið það einhvers staðar
á prenti«, sagði Einar gamli, »að
einn þessara flugvélakumpána hafi
átt að segja, að alt, sem fuglinn
geti gert, geti maðurinn líka.« Það
heldur hann nú garmurinn, en þeg- í
ar einhverri mannlegri veru tekst að
hanga steinsofandi á trjágrein og
halda sér þar l'astri með löppun-
um, vildi eg mælast til aö kallað
yrði á mig og mér lofaö að sjá
það iíka.
A. : Hvers vegna ætli hann Hjálm-
ar hafi farið út úr kirkjunni áður
en ræðunni var lokið?
B. : Vitið þér ekki, að hann geng-
ur í svefni.
I
Þrjár tækiíærisvísur
tileinkaðar »Vísi«.
Bjargráðavisa.
Pau ein bjargráð bændur sjá
báginda í ári:
prófessóra fans að fá
fólkinu til að hlusta á.
Með því bót skal hverju fást við
fári.
önnur bjargráðavísa.
\ Sultar þegar særir kend
sonu Fróns og dœtur,
hagnýtan um sveitir send
með sálarfróðleik doktor Gvend
að hugga lýð, sem hungri mædd-
ur grætur.
Dýrtiðarvisa.
Döpur plágar dýrtíð Iand
; fyr’ dyrum neyð menn eygja.
Bændur hugsa: Gerir ei grand!
geti" auðgasl bœndasimá,
mega.aán>stríð við hungur heyja.
H a t i.
KAUPSKAPUR
H æ s t verð á ull og prjónatusk-
um er í »Hiíf«. Hringið upp síma
503.
Á b u r ö kaupir Laugarnesspítali.
Morgunkjólar fást altaf ó-
dýrastir í Grjótagötu 14 niðri.
Einnig í Doktórshúsinu við Vest-
urgötu.
Rósaknúppar til sölu. Af-
gr. v. á.
R ó n i r sjóvetlingar til sölu á
Baldursgötu 1.
L u n d i fæst e n n í Bröttug. 3.
Sími 517.
Skot, 6 m. m. í marghleypu
eða salonritíil, eru til sölu. A. v. á.
Til sölu
nýlegur kven-lijólliestur
Uppl. á rakarastofunni í Aust-
urstræti 17.
VINNA
| HUSNÆÐI
H e r b e r g i óskas7. til leigu,
helst með húsgögnnm. Uppl. gefur
Óskar Þorsteinsson rakari, Lauga-
vegi 38 B.
Lítið hús óskast til leigu 1.
okf., helst í austurbænum. Tilboð
merkt: »Lítið hús«, sendist afgr.
Vísis fyrir 15. ágúst.
Til leigu óskast frá 1. okt 1.
herbergi stórt eða 2 minni.
Anna Sigurðardóttir,
Veltusundi 3.
Gott húspláss,3 herbergi
og eldhús, óskast frá 1. okt., helst
í Austurbænum. Uppl. gefur Carl
Ólafsson ljósmyndari.
T v ö lítil herbergi, skemtileg
ásamt eldhúsi óskast til leigu frá
1. okt. næstkomandi. Afgr. v. á.
9 “ «
| TAPAÐ — FUNDIÐ %
S t ó r silfurbrjóstnál tapaðist á
Laugaveg eða Gréttisgötu. Finn-
andi vinsamlega beðin að skila
henni, mót fundarl. í Austurstr. 18.
F u n d i s t hafa dýr nefgleraugu.
Uppl. í Safnahúsinu.
6. þ. m. t a p a ð i s t grár kven-
skinnhanski úr Þingholtsstræti vest-
ur á Vesturgötu 23. í gær týnd-
ist karlmannsstafur nálægt nr. 50
við Bergstaðastræti. — Hvortveggja
skilist gegn fundarl. á Nýlendugötu
15 B, niöri.
P o k i með óhreinu taui hefir
verið skiiinn eftir í Austurstræti 18.
Réttur eigandi vitji hans sem fyrst
og borgi auglýsingu þessa.
28. f. m. tapaðist í laugun-
um blár murgunkjóll með svörtum
bekk. Skilist á Skólavörðstíg 33.
Vátryggingar,
Vátryggið tafalaust gegn eldi,
v'örur og húsmuni hjá The Britr
hish Domimon General Insur-
ance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslasotl*
Kaupakona óskast á gott
heimili skamt frá Rvík. — Uppl. á
Frakkastíg 9.
N e t fást ríðin á Laugarnesspítala.
K'aupakona óskast nú þegar.
Uppl. á Laugaveg 27 B, (uppi).
L E I G A
K
G o 11 heyhús og fjós fyrir 2
kýr eða 2 hesta fæst kigt á Spít-
alasííg 6, nú þegar.