Vísir - 22.08.1915, Blaðsíða 2
V l 5 I R
kaffi og sykur,
od^ta^ \ ^estw&ætwm í vevst.
á Vesturgötu 50.
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Vallarstræti.
Skrifstofa á sama stað, inng frá
Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 5-6.
Sími 400.— P. O. Box 367.
Bláber, sveskjur,
gráfíkjur og margt fl. gott*
fæst í versluninni HLÍF,
(Orettisg. 26).
Brunabótaíélag íslands.
Á þinginu 1907 voru samþykt
lög um stofnun brunabótafélag ís-
Iands, og landsstjórninni falið að
sjá um að þau kæmist til fram-
kvæmda, en úr því hefir ekki orð-
ið enn.
Nú liggur fyrir þinginu frv. til
laga um breyting á lögum þessum
og er farið fram á að þeim verði
komið í framkvæmd þegar í stað.
— Enda er sannarlega kominn tími
til þess.
Nefnd sú, sem kosin var í mál-
inu í neðri deild, eða meiri hluti
hennar, fer um það þessum orðum
í nefndaráliti sínu :
Nefndin hefir athugað frv. ná-
kvæmiega, og enginn verulegur á-
greiningur hefir oröið um það, að
málið sé svo mikils vert, að nauð-
syn beri til, að koma því til fram-
kvæmda sem allra fyrst. Þó hefir
háttv. þingm. Vestur-Skaftfellinga
ekki viljaö vinna að framgangi þess
á þeim grundvelli, sem meiri hlut-
inn vill byggja á. Oss er enn ekki
kunnugt um hverja leið hann telur
heppilegasta, en væntanlega gerir
hann grein fyrir því í minni hluta
áliti sínu.
Það mun vera mjög eindregið á-
lit þjóðarinnar, að það ástand, sem
vér nú eigum við að búa sé alls
ekki við unandi, að því er snertir
vátryggingar á húseignum og lausa-
fé|utan Reykjavíkur.
Vátryggingargjaldið mun vera iil
jafnaðar sem næst 1 % af húseign-
um og lausafé víðast hvar á Iand-
inu, annarstaðar en í Reykjavík. Þetta
gjald er að minsta kosti helmingi
hærra en það ætti og þyrfti að vera,
og má meðal annars marka það af
því, að Reykjavíkurbúum hefir, með
skynsamlegum ráðstöfunum, tekist
að ná svo góðum samningum að
vátryggingargjaldið, sem þeir greiða,
mun ekki vera meira en sem svar-
ar móls við það, sem menn
annarstaðar á landinu verða að greiða
af eigum sínum. Þrátt fyrir þetta
lága brunabótagjald og stórbrunann,
sem varð hér í Reykjavík síðastliðið
Fernisolfa og Kíttií
Nýkomið í verslunina „HLÍF“,
(Grettisg. 26)
vor, mun félagið þó ekki hafa tap-
að á viðskiftunum við Reykjavík,
Þegar nú þess er gætt, að sam-
eiginleg brunahætta er hvergi á iana-
inu eins mikil og í Reykjavík, vegna
þétttbýlis og gasnoktunar, þá verð-
ur það augljóst, að úr því að útlent
félag getur tekið að sér vátrygging
fyrir sem næst 1/i% a* vátrygging-
arupphæðinni þá muni þau félög,
sem nú taka 1% ‘ vátryggingar-
gjald, af húsum utan Reykjavíkur,
græða stórfé á þeim viðskiftum,
Það virðist ekki ógætilega áætlað,
að innlent brunabólafélag gæti vá-
trygt fyrir V^o/o að jafnaði án þess ;
að eiga nokkuð verulegt á hættu.
Hversu afarmikið fé myndi sparast
við þetta, má fara nærri um með
því að athuga útdrátt þann úr síð-
usta landhagsskýrslum, sem prent- i
aður eru á eftir1).
Það er einnig önnur hlið þessa :
máls, sem þingið að sjálfsögðu verð- i
ur að taka mikið tiliit til, nefnilega |
sú stefna, að stofnsetja hér á landi
sem flest þjóðnýt fyrirtæki, sern miða
að því, að gera þjóðina sem óháð-
asta hinu útlenda peningavaldi, sem
að sjálfsögðu situr sig ekki úr færi
að hagnast sem mest á viðskiftun-
um við oss, þegar það er sjáanlegt,
að vér eigum ekki annars úrkosta
en að sæta hverjum þeim kjörum,
sem í boði eru, jafnvel þótt þau
séu allsendis óaðgengileg, eins og á
sér stað í því efni, sem hér um
ræðir.
Ótti sá sem kom fram hjá minni-
hlutanum út af því, að lögin gera
ráð fyrir, að landssjóður ábyrgist
með takmarkaðri upphæð, að félagið
standi í skilum, virðist ekki á mikl-
um rökum bygður, þegar þess er
gætt, að ekki er til þess ætlast, að
landið leggi fram neitt verulegt fé,
heldur hitt, að þá upphæð, sem
kynni að verða tekin að láni er fé-
laginu ætlað að endurgreið svo fljótt,
sem hagur þess leyfir.
Ef svo yrði litið á, að varhuga-
vert sé að ráðast í þetta, vegna þess
að brunar hafa orðið nokkuð tíðir
hér á landi, þá er því að svara, að
útlendu félögin hafa þó ekki viljað
tapa þessum viðskiftum, og annað
hitt, að ástandið nú er alls ekki
sambærilegt við það, sem áður var.
Þau hús hafa mjög fækkað, sem
mest hætta stafaði af, nefnilega tjarg-
1) Þ. e.: Skýrsla um virðingar-
verð á húseignum í kaupstöðum
eða kauptúnuni 1909. — Virðing-
verðið nam samtals kr. 9923572,00.
aðir trékofar með óvönduðum eld-
stæðum, sem stóðu þétt og óreglu-
lega, þannig að ef í einum kvikn- !
aði voru hinir í mikilli hættu. Nú !
er byggingum hagað á alt annan j
veg, annaðhvort er bygt með hæfi- I
legu miilibili milli húsa eða að hafð-
ir eru traustir eldvarnargaflar, sem
í flestum tilfellum varna því að eld-
urinn nái að útbreiðast. Hús eru
nú flest bygð úr steini og timbur-
hús nálega öll járnvarin; svo hefir
það og mikla þýðingu, að eldfæri
og Ijósfæri eru langtum tryggari og
betri en áður. Þá er á það að líta,
að víða í kaupstöðum og kauptún-
um eru nú komnar vandaðar vatns-
leiðslur, sumstaðar með brunahön-
um, með hæfilegu millibili, og ný-
tísku slökkvitólum.
Ennfremur má í þessu sambandi
nefna lög um brunamál nr. 85,22.
nóv. 1907, sem óneitanlega gefa
mikla trygging fyrir því, að alt eftir
lit verður mikið betra, og brunar
þar af leiðandi fátíðari.
Eins og lögin bera með sér, er
ekki ætlast til, að félagiö taki ábyrgð
á meiru en 2/s hlutum verðs, en
eigendum er skylt, að hafa ^/g hluta
eignanna í sjálfsábyrgð, og því bæj-
arfélagi eða sveitarfélagi, sem eigti-
in er í, er skylt að vátryggja l/6 hluta.
Þetta eru alt öryggisráðstafanir, sem
mjög mikla þýðingu hafa, svo að
brunar, af ásettu ráði, mega nærað
segja þar með heita útilokaðir.
Þá hefir nú með nokkrum rök-
um veriö sýnt, að brunahættan hér
á landi fer stöðugt minkandi, og að
áhættan er ekki meiri en svo, að
það virðist engin frágangssök fyrir
þingið, að ráða nú þessu máli til
lykta, enda rnun það álit margra
manna, að allur dráttur í þessu efni
sé ill-verjandi.
Fyrirspurn.
Mér væri þökk á því, ef »Vísir«
gæti frætt mig um það, hvernig
Leikfélagi Reykjavíkur líður. Félagið
fær árlegan styrk úr landssjóði og
bæjarsjóði.
Nú er búist við því, að þingið
samþykki fjárveitingu til félagsins.
En félagið hefir þó ekki svo mikið
viö þingið, að það hafi fyrir því,
að sýna því einn einasta sjónleik.
í fyrra sumar var heldur ekki
leikið fyrir þingið og hefir það
þó verið r.okkurn veginn föst venja.
Þetta er því undarlegra, þegar þess
TIL M I N N I S:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11
Borgarst.skrifst. í brunastöð opin v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 8‘/2 siðd.
Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl. 11-1.
Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3
Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9)
Helga daga 10-12 og 4-7
Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, síðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgðin 12-2 og 4-6.
Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d
Vífilsstaðahælið. Hcimsóknarb'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Alskonar sykur, 3 tegundir
kaffi og exportkaffið góSa
(kaffikannan), fæst í versl.
„ H L í F “, (Grettisg. 26).
er gætt, að undanfarna vetur hefir
félagið leikið 3 íslensk leikrit.
Eg minnist þess, að í vor var
getið um það í blöðunum, að sam-
komulag væri ilt í félaginu og að
einn besti leikandinn hefði sagt sig
úr því. En ef svo er, að félagið
sé að fara í mola og liíJar líkur til
þess, að það geti starfað framvegis,
nema þá þannig, að til lítillar upp
byggingar sé, þá væri það þess
vert, að þingið hefði gát á því, að
fleyja ekki fé í það.
Það er sjálfsagt, að þingið eigi
kost á því, í hvert sinn sem það
kemur saman, aö sjá eitthvað til
félagsins, því að annars veitir það
því styrkinn í blindni.
Það verður sömuleiðis að fá
vitneskju um það, hvort leikfélagið
er þannig skipað, að það geti hald-
ið uppi leikjum svo nokkur mynd
sé á því.
Borgarl.
Eg er í efa um það, hvað það er,
sem fyrirspyrjandinn vill fá svar
upp á. — Hann slær því föstu, að
þingið eigi að hafa eftirlit með því,
að félagið hafi þeim leikkröftum á
að skipa, að það geti orðið til upp-
byggingar. — En það virðist hann
óbeinlínis draga í efa. En ef hann
bygg'r það vantraust á félaginu á
þvf, að ekkert verður leikið í sum-
ar, þá er því þar til að svara, að
félagsskapur eins og Ieikfélagið stend-
ur auðvitað ekxi á svo föstum fót-
um, að til þess megi gera þá kröfu,
að það sé altaf viðbúið aö sýna
hvaða leik sem er. Aðalleikendur
í leikritunum gela fatlast eða for-
fallast svo að engin tök séu á því,
að sýna þau. — Auðvilað getur
fyrirspyrjandinn svarað þessu því, að
ef félagið standi svo völtum fótum
þá sé því meiri ástæða til þess að
þingið hafi eftirlit með því. — En
þá verðum við bara að lifa í von-
inni um þaö, að þingið geri það.
Ritstj.
Heiil maís, malaöur maís
og hænsnabygg!
Nýkomið t versl. „ H L í F “
(Grettisg. 26).