Vísir - 22.08.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 22.08.1915, Blaðsíða 4
V 1 S 1 R Bæjarfréttir. Framh. frá 1. síðu. I ! »Sterling« fór í gær. Til Vestmannaeyja : fóru þingmennirnir: Karl Einars- | son, Magn. Pétursson og Stgr. Jóns- j son, til þess að athuga höfnina í Eyjunum, ennfremur Þór. Kristjáns- son verkfr., Olsen umboðssali o. fl. Til Khafnar fóru: Chr. Popp og fjölskylda hans, alfarin, stúdentarnir: Helgi Tómasson, Sig. Leví, Þorv. Árnason og Héðinn Valdemarsson. Kolin. EÚirtektarverð eru símskeytin frá Matth. Þórðarsyni, sem birt eru hér í blaðinu, um kolaútfl. frá Bretlandi. i — En ekkert nýtt um ísl. kolin. Húsaleigukvittanir í mjög handhægum litlum heft- um, 12 blaða, hafa nýlega verið prentaðar og fást í prentsm. Gunn- ars Sigurðssonar. Hafnarumsjónin. Um þann starfa sækja: skip- stjórarnir Friðrik Björnsson, Hjalti Jónsson og þorsteinn Júl. Sveins- son, Guðm. Jakobsson, trésm, og Jóhann P. Jónsson sonur Jóns á Vífilsstöðum. Hann er útlærð- ur skipstjóri og nú í sjóliði Dana. Eva Blytt hefir haldið fyrirlestra sína undanfarin kvöld í Bárubúð fyrir troðfullu húsi. Láta menn yfir- leitt vel af þeim, en margir kvarta yfir því, að þeir hafi ekki skilið norskuna. Guðm. Kamban ætlar að lesa upp leikrit sitt, „Konungsglímuna" á þriðjudags- kvöldið í Bárubúð. — Varlegast að tryggja sér aðgöngumiða. ,Guðspekis’~ fyrirlestrarnir. Hér hefir verið á ferðinni, eins og menn vita, norsk kona, Eva Blytt að nafni, og hefir hún haldið 3 fyrirlestra um »guðspekis« efni undanfarin kvöld. Aðsókn hefir verið mikil — enda aðgangur ó- keypis — og þarf menn sfst að furða á slíku hér í þessum bæ, þar sem það, sem er ólíku magnaðra en hinar meinlausu og næsta óá- kveðnu dulhugmyndir »guðspek- inga< svokallaðra, þrífst og dafnar með afbrigðum, svo sem hindur- vitni allskonar og römm draugatrú, sem nú gengur Ijósum Iogum hér bæði í kirkjum og heimahúsum. Þeim, sem nokkuð vissu um »guð- spekis«-stefnuna áður, var víst harla lítill gróði að fyrirlestrum þessum; kona þessi hafði ekkert nýtt að færa, svo sem varla var von. Hún talaði stillilega og látlaust, en ef menn hafa ekki vitað það áður, þá hafa menn víst komist að raun um það eftir þessa lestra, hversu kenningar þessar eru fádæma sundurlausar og á reiki. Fyrir þekkingarinnar, skyn- seminnar, rökfræðinnar dómstóli standast þær vitanlega ekki, fremur en önnur trúarbrögð eða átrúnað- ur. Þess er ekki að vænta. Hér skal þó ekki neitt farið út í það, að gagnrýna þessar kenningar, því að það yrði mikils til of langt mál og enda þýðingarlaust. Að eins skal bent á, mönnum til athugunar framvegis — að sé fólki »boðið upp á« slíka fyrirlestra sem þessa, er gersamlega marklaust að vera að myndast við að »leyfa« spurningar út í efnið, því að það getur, eins og glögglega sýndi sig hér, aldrei orðið annað en »húm- búg« I Slíkar spurningar, öldungis í sama anda og fyrirlesturinn (öðru- vísi var »leyfið« víst ekki meint) eru óhugsandi nema meðal t r ú - a ð r a af sama sauðahúsi. En þar sem öllum almenningi er op- inn aðgangur, réttlátum og ranslát- um, sauðunum og höfrunum, þar hljóta þær að leiða til umræðu og misklíðar. Það er svo ofureðlilegt, að engan þarf að furða á því. í slíkum tilfellum sem þessum verður því að vera eitt af tvennu : Annaðhvort frjálsarum- ræður eða alls engarat- hugasemdir eða spurn- i n g a r, þar sem ganga verður að því vísu, að menn séu mjög ósam- mála um þessi atriði. Dæmin sýndu við þessa fyrirlestra, að þótt til þessara sarnkoma væri stofnað með fullri »kurteisi«, þá syndguðu bæði spyrjendur (einkum Páll Guðmunds- son úr kristil. unglingaféiagi) og forstöðumaður (Jón Jónsson dócent) gegn þeim reglum mjög svo á- þreifanlega. G. Sv. Nýjar Kartöflur nýkomnar til & C.O. Hafnarstr. 4. Sími 40. Bogi Brynjóifsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi.) Skrifstofutími frákl. 1-2 og 4-6 e. h. Talsíml 2501 Dei kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. % Oskeiflar tóiar KJÖT-ogl ÍSlLDAR-g tunnur kaupir versl. PEAES- SÁPAN PRÆGrA, fæst í versl. V O N, Laugavegi 55. Sótskvussápa, S&^uspætvu oo^ Sóó\. Ódýrasí í versl. Y 0 N, hVfi. 55. Rjóltóbak Br. Br, pr. l/2 kgr. kr. 2,40 í versL Yon Laugavegi 55. Sykurkaup eru áreiðanlega best í versl, VON, Lvg, 55, Góður brúkaður handvagn óskast tll kaups. Snúið yður til O. J. Havsteen umboðssala, Ingólfsstræti 9. KAUPSKAPUR H æ s t verð á ull og prjónatusk- um er í »Hlíf«. Hringiö upp síma 503. Morgunkjólar fást altaf ó- dýrastir í Grjótagötu 14 niöri. Einnig í Doktórshúsinu við Vest- urgötu. í Bókabúðinni á Laugaveg 22 fást brúkaðar bækur, innlendar sein erlendar, fyrir hálfvirði. G ó ð trérulla og brúkaður ofn fæst með góðu verði. Afgr. v. á. N ó t u r fyrir Píanó og Orgel, til sölu með tækifæris verði hjá Þorsteini Sigurðssyni Laugaveg 22. Húsaleigukvittanabækur fást í Prentsm. Gunnars Sigurðss. HÚSNÆÐI 2 I í t i 1 h e r b e r g i, án hús- gagna, óskar einhleypur maður eftir frá 1. sept, eða okt. í Austurbæn- um. Afgr. v. á. E i 11 stórt herbergi móti sól til leigu fyrir einhleypan. Laufásv. 38 E i 11 herbergi fyrir eihleypan helst í kjallara, óskast 1. okt. Jón Sigurðsson Laugaveg 54. Sími 197. V I N N A S t ú 1 k u vantar frá 1. sept. Afgr. vísar á. Innanhússtúlka og ungl- ingur til gæta barns óskast nú þeg- | ar. Afgr. v. á. Vátryggingar. Vátryggið tafalaust gegn eldi, vörur og húsmuni hjá The Britr hish Dominion General Insur- ance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason. LEIGA G o 11 p i a n o óskast til leigu um lengri tíma. Afgr. v. á. [ TAPAÐ — FUNDIÐ j L y k 1 a r töpuðust í gærkveldi. 1 Skilist á afgr. Vísis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.