Vísir - 26.08.1915, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1915, Blaðsíða 3
V l S 1 K sviíaxv o§ &ampa\nn. S'tm \$ö. JBátvu sem 5e* \ toutv ósliast Ul liaups uú \>e$av« 3<lá veva l>túlia%uY, Afgr. v. á. Alls konar iónaðar-yerkfæii. Nýr verðlisti með mynd- um, ný-útkominn, sendist ókeypis. Innanliúss- & millilofts- pappi, veggpappír og pappír til að límá á rúður, íæst í ^eggjci&uísvevslun Sv. Sótvssouav & C»o. 2 tegundir af Fiðri fást í verslun vauúaB ða suotuvt, úetstv aust- uv^œuum osliasl feev^pt uú \ie§av. Afgr. vísar á. A. Nielssonar, Hafnarfirði. 5&est a*5 au^sa v "Ovsv, ^e^uv £ a x afbragðs-góður, frá Hvanneyri, fæ«t daglega á 1 kr. og 1,10 kr. pr. V2 kgr. í Matardeildinni í Hafnarstræti.Sími211 Scáturfélag Suðurlands. Síearin- Kerti besta tegund, nýkomin í verslun G-nðm. Olsen, Dei kgL octr. Orandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar o. fl. Skrifstofutími 8-12 og 2-8 Austurstr. N. B. Nielsen. Prentsm. Gunnars Sigurðssonar. Þeim til þæginda, sem koma hestum sínum til göngu í Bessastaðanes á kom- andi hausti, verður tekið á móti hestunum á Laugavegi 70, nœst- komandi Iaugardag og þar eftir á hverjum mánudeg' kl. 4-6 e.h. Bessastöðum 23. ág. 1915. Geir Guðmundsson. Reykið að eins Chariman og Vice-Chair Cigarettur. Fást hjá öllum betri verslunum. ... n------- Bogi Bíynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi) Skrifstofu tími frá kI.12-1 og 4-6 e. h. Talsfml 2501 ^ewúvð avx^svtv^av ttmatvtega. *3Caupv5 *ól Jtá 6t^ev5vtvtvv S^&tta$v\mssox\. §vmv 0 Urskurður hjartans Eftir Charles Garvice. Frb. »Já, eg ímynda mér, að þetta verði mér nægileg lexía«, sagði Veronika og leit niður á fótinn, sem læknirinn var að leggja kalda bakstra við með hinni mestu ná- kvæmni. »Eg vona að eg verði ekki lengi hölt, Dr. Thorne?* »Hölt!« Honum óaði við þvf orði í sambandi við hina tignu mey á Lynne Cort. »Ó, nei, kæra, unga frú mín, það er undir yður sjálfri komið. Hvíld, hvíld, það er besta ráð við liðskekkju. Eg ætla að koma aftur í kvöld og sjá, hvernig yður líður. Munið þér nú, eg bið yður um það. Hvíld — fnllkomin hvíld.« »Þessi ungi maður hefir stytt legutímann fyrir Miss Denby, að minsta kosti um viku«, sagði hann viö jarlinn, þegar þeir gengu nið- ur stigann. »Ef hann hefði ekki tekið af henni skóinn, eða ef hann hefði leyft henni að stíga á fótinn, þá hefði bóigan orðið miklu alvar- legri. Hver segiö þér að hann sé? Eg man ekki nafnið.« »Hm, nýr skógarvörður«, svar- aði jarlinn. »Laglegur, ungur mað- ur, sem er í uppáhaldi hjá Miss Denby. Þér eruð viss um, að það sé einungis liðskekkja? Þér ætlið að líta hingað inn í kvöld, alveg 'áreiðanlega?« Veronika losaði sig við Goodwin svo fljótt sem auðið var. Hún hall- aði sér aftur á bak, lokaði augun- um rifjaði upp fyrir sér það, sem við hafði borið þenna dag, Hún fann til brunaverkjar víðar en í fætinum — henni fanst hún öll vera að brenna. Einhver tilfinning, sem hún ekki gat gert sér vel grein fyrir, orsakaöi það. Hún blygðað- ist sín svo mjög og fann til sárrar iðrunar. Hún hafði leyft Ralph að bera sig — hann hafði haldiö á henni í fanginu tvisvar sinnum þenna dag — en þaö, sem verra var, hún hafði — það var ómögulegt að neita því — slegið staupum saman við hann — það var ekki hægtað nefna það öðru nafni — eins og hann væri jafningi hennar. Annað var þó ennþá verra. Hún hafði viðhaft alla kvenlega klæki til þess, að vinna virðingu hans, til þess að vekja aðdáun hans á sér. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir þessu, meðan hún kendi mests sársauka og meðan þakklætið var efst á baugi hjá henni. En nú, þegar hún var komin burt frá honum, fann hún þetta til fuls. Hún játaði það með sjálfri sér, að hún hafði ekki orðið móðguð, ekki veitt viðnám, þegar h.unn iók utan um hana, Hún hafði fundið til gleði yfir því, að hafa hann hjá sér. Rödd hans hafði hljó nað sem tónlist í eyrum henn- ar, einkum þó þegar hann varð utan viö sig af því, að hún horfði á hann eða brosti til hans. Henni hafði ekki leiðst eftir vagninum, hafði meira að segja leiðst það, að hann kom svo fijótt, þrátt fyrir kvölina, sem hún hafði í fætinum. Og svo haföi hún freistað hans, boðið honum, eiginlega neytt hann til þess, að taka hana á arma sína aftur. »Æ, eg kann ekki að skammast mín! Stolt! Eg er ekki stoltari en beiningakona«, stundi hún upp. »Að láta svo lítið að daðra — já, eg daðraði við hann — við — við — skógarvörð! Var eg aö verða brjáluð eða hvað? En hvað hann var sterkur — og þó svo prúð- niannlegur. Og svo dæmalaust nær- gætinn. Það var hann, sem beið með óþolinmæði eftir vagninum. Og eg hagaöi mér eins og ein- hver — Fanny Mason. Eg notaði mér stöðu mína, hjálpsemi hansog kurteisi, eg 1 é t hann dást að mér — og — og — eg á ekki skiiið að vera annað — að minsta kosti hér á Lynne Court — annað en vinnukona. Já, það er mín rétta staða, því að eg hefi hegðað mér eins og að eg væri það. Ef eg hefði verið vinnukona, þá hefði hann máske tekið daðri mínu, því að eg gaf honum undir fótinn. Eg gerði það, gerði það, gerði það!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.