Vísir - 12.10.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 12.10.1915, Blaðsíða 2
VISIR ingjarnir höfðu þegar ákveðið hve- nær keisarinn skyldi halda innreið sína i höfuðborgina. Hvorki Þjóðverjum né hlutlaus- um þjóðum virtist neinn vafi á að Frakkar mundu bíða ósigur. Þýzka hernaðaráætlunin ætlaði að rætast, eins og herfræðingarnir í Berlín höfðu undirbúið hana og fyrirhug- að. 6. sept., hinn ógleymanlega dag, sendi yfirhershöfðinginn JofTre, hernum sína frægu skipun, er verða átti til þess að breyta horf- unum. Nokkrar óviðjafnanlegar línur, gagnorðar og einfaldar nægðu til þess að snúa rás viðburðanna Frökkumíhag. Allir Frakkar ættu að kunna þessa skipun utan að. „Núna, þegar sú orusta verður háð, sem heill landsins er komin undir, er áríðandi að minna alla á, að nú er eigi tími til að líta undan; það á að verja öllum kröftum til þess að ráðast á og hrekja óvinina burtu. Herflokkur, sem ekki getur sótt fram lengur, á, hvað sem það kostar, að halda velli, og láta brytja sig niður á staðnum, heldur enaðhopa: Eins og nú er komið, verður ekkert þrekleysi þolað.“ Við þetta ávarp yfirhershöfð ingjans óx hermönnum vorum hug- ur, og þeir þustu áfram. Þjóðv. um kemur þetta á óvart og þeir stað-næmast um leið og þeir verða fyrir þessari óvæntu árás. Það er orustan við Marne, sem þá byrj- ar og stendur í 6 daga. 12. sept. var unninn sigurinn við Marne. Það er ekki nógsamlega hægt að víðfrægja þennan sigur; hann á ekki sinn líka í mannkynssög- unni, bæði vegna heraflans sem þar barðist og afleiðinga hans. Það var ekki úrslita-sigur, eins og sigurinn við Austerlitz, Jena eða Waterloo, þar sem stríðið nú hélt áfram og heldur enn þá áfram, en hann hafði siðferðislega þýð- ingu, sem lét vissuna um sigur flytjast frá einum vígvellinum til annars, ef svo má að orði kom- ast. Á þessu afmæli, er vér skrif- um þessar línur þegar hardaginn heldur áfram á hinu geysilega víg- svæði, milli þúsunda hermanna, með áfergju sem virðist aukast eftir því. sem tíminn líður, skín sigurinn við Marne með sama ljómanum og er altaf aðalatburð- ur ófriðarins. Herkænskan og hernaðarskipu- lagið áttu sinn mikla þátt í þessu eins og vér munum sýna fram á. Hann hefir eins og allir aðrir sigr- ar verið ávöxtur heppilegrar hug- kvæmni, snjallrar herstjórnar og ósveigjanlegrar framkvæmdar. Hann var ekki tilviljunar happ. Hafi hamingjan snúist í lið með þeim hinna tveggja andstæðinga, er í upphafi virtist sigurvana, ])á veldur því það, að víggildi her- anna hvers um sig liefur, eins og vér höfum drepið á í fyrri frásögn vorri, alt í einu breyzt fyrir ihlutun þessara dularfullu krafta, sem heimspekingarnir rétlilega telja óvegandi, og fram- sýni mannanna og rök hlutanna ná engum tökum á. Vér getum aldrei ságt nógu oft, að sig- urinn við Marne er „symbolskur". Við hernaðar-afrekið hefir hann lengt allar þjóðminningar þess lands, sem er forvörður þess sem Norðurálfu-menningin á elzt og bezt í skauti sínu, svo og alla mannkosti kynstofns og alt það þrek þjóðar er staðist hefir raun- ir öld eftir öld, og hjá öðrum þjóðum hefir vakið bæði aðdáun og öfund. Hann hefir ósjálfrátt, ef svo má að orði komast, leist úr læðingi, allan hinn siðferðislega kraft, er safnast hefir í sál frönsku þjóðarinnar; hann hefir á svip- stundu sannað á ný yfirburði her- foringja og hermanna, yfirburði sem eiga rót sína að rekja til hinna fegurstu og glæsilegustu hernaðar-endurminninga. [Framh.] fclenzk uli tii Þýzkalands. Menn hafa þóst vita það með vissu, að ullin okkar mundi fyr eða síðar fara til Þýzkalands. Það þótti óhugsandi að með öðru móti væri unt að fá fyrir hana það geypiverð, sem á henni var í sumar. Og þó að Danir bönn- uðu allan ullarútflutning frá sér, ])á þótti ólíklegt, að ekki færi eitt- hvað eða jafnvel megnið af ull- inni, unnið eða óunnið, suður fyrir landamærin. Nú er sagt frá því í dönskum blöðum, að Þórarinn Tulinius hafi flutt um 2000 balla af ull til Þýzka- lands. — Fyrst var haldið að hér væri um lagabrot að ræða, og var þó ekki farið neitt í laun- kofa með útflutninginn. En það upplýstist fljótt, að Tulinius hafði fengið leyfi dönsku stjórnarinnar til að ílytja út ullina. Það má telja það víst, að Dan- ir hafi lagt á þetta útflutningsbann, aðeins til þess að geðjast Eng- lendingum og til þess að koma i veg fyrir að þeir gerðu upptæka ull þá, sem flutt var héðan. Og það þykir sumum dönskum blöð- um allóvarlegt af stjórninni, að veita þessar undanþágur. Eftir því sem „Kristilegt dag- blað“ segir frá, þá er ekki leyft að flytja út ull, sem Bretar hafa lagt haft á („er behæftet med eng- elsk ldausul“). En Tulinius hefir komið þessari ull sinni til Dan- merkur, án þess að Bretar gætu „klausulerað“ (!) hana. En ólíklegt er að Bretar taki slíkar lögskýringar fyrir góða vöru. Þá virðist önnur skýring, sem Kr. dagbl. hefir eftir öðru blaði, en telur hina mestu fjarstæðu, sem sé, að þetta danska útflutnings- bann nái ekki til islenzkrar ullar. Því að ef t. d. Tulinius hefir selt ullina þýskum, áður en hún fór héðan, þá er óliklegt að útílutnings- bannið nái til hennar. Félagsprentsmiðjan. róínr og hvítkál er hczt að kaupa í isr y-ixöirn.., f EimskipaföL Islands Þeir hér í bœnum og nágrenni, sem keypt hafa hluti í H.f. Eimskipafélagi Islands eftir brunann þ. 25. apríl, gúta fengið hlutabréf sín á skrifstofu íélagsins (Hafnarstræti 16 uppi) gegn því að afhenda bráða- birgðakvittanir. Æskilegt væri, að hlutabréfin yrðu sótt sem fyrst. H.f. Eimskipafélag íslands. Ford Motor Cars Ford Bílar. Ford^Bílar eru orðnir heimsfrægir, þeir eru ðdýrir, þeir eru léttir, þeir eru storkir, í hlutfalli við hið afarl&ga verð Bom þeir eru esldir fyrir, — verð sem ongri annari Verksmiðju hefir tekist að byggja nokkru sinni Bila fyrir, enda hefir engin ein Bílteguud nokkru sinni náð jafnmikilli útbreiðslu, aem FORD-BÍLAR. Af hoDum var eelt síðaBtliðið ár okki færri en 808,213. FORD-BÍLAR eru yfir 1,000,000 í uœferð FORD-BÍLA er áætlað að biggja á Tiæsta ári 500,000 FORD-BILAR eru bygðir moð sératakri hliðsjón af vondum vegum, sveita vegnm eins og hér á landi, sem gerir þá nothæfasta allra Bila. FORD-BILAR eru þeir ódyruatu sem eun heíur lánast að byggja fyrir heims- markaðinn. FORD-BILAR eru þeir auðveldustu í notkun. FORD-BILAR eru þeir ódýrustu í notkun. FORD BILAR eru þeir léttustu í notkun, og koma þar af leiðandi nð fullum notum á vegurn sem ekki er hægt að koma öðrum Bílum við á. FORD-BILAR eru sterkir, þvi þair eru búuir til úr besta efni. FORD-BILAR eru þeir fyrstu Bilar sem bingað hafa flust og orðið hafa til gagno her á landi. FORD-BILAR eru þeir fyrstu og einu Bílar sem hafa sýnt og sannað að Bílar geta orðið bæði til gagns og glaði her á landi sem í öðrum löndum. , Af framan sögðu eru. FORD-BILAR bestir Bom fólksílntnins Bílar fyrir ísland, FORD-BILAR eru þeir einu sem geta aukið gleði og hamingju fjölekyldunnar. FORD-BILAR oru þeir einu sem gota vorið einka Bílar, og aukið á gleði og ham- ingju oiuka lífeins. En hvers vegna geta Ford Bílar alit þetta sem or kraftaverki næst? Af því að þair eru ódýrastir allra Bíla. Af því að eigendur þeirra ern best trygðir með allt sem til þeirra þarf. Af því að allir anka partar sem til þeirra þurfa, fast hér á landi. FOED-BILAR. Komnir her á höfn, fluttir beina leið frá Ameriku kosta eem her segir. TOURIJíO CAK 5 manna Bíll Kr. 2600.00 TOWN CAR 6 — — — 3300.00 RUNAUOUf 2 — — — 2200.00 CHASSIS óhúinn, til vörufiutnings burðarmagn 500 kg. — 1950.00 Aths. Vogna hiuna slæmu vega, sem ekki hafa burðatmagn til að bera þung hlösa, munu Fovd bílar reynaat beztir til vöruflutninga ckki síður en til fólks- flutnings. Verð þutta er miðað við, komnir á höfn hér, fluttir beina leið frá Amoriku Séu vaguarnir ekki fiuttir boiut og skift um skip er verðið rnikið hærra. Ford Bílariiir fást hjá f. stefAnsson aðalumboðsmannl Fordfélagsins hér á landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.