Vísir - 12.11.1915, Blaðsíða 2

Vísir - 12.11.1915, Blaðsíða 2
V I S 1 R VISI R Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá i Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá j kl. 1—3. j Sími 400.— P. O. Box 367. Hve latigvinn verður styrjöldin ? Frarnhald. Og þó að styrjöldin stæði í 4 ár, þá mundu samt þeir, sem hafa kynt sér veraldarsöguna, ekki telja hana langvinna, því það er fyrst síð- ustu áratugina að styrjaldir eru farnar að gerast skammvinnar. Nítjanda öldin byrjaði með 14 ára styrjöld, en sú styrjöld var byrjuð átta árum fyrir aldamótin. í byrjun átjándu aldar var spánska erfðastríðið og stóð í tólf ár; á þeirri öld var sjö ára stríðið háð og frelsisstríð Banda- ríkjanna, sem líka stóð í 7 ár. Á sextándu og sautjándu öld var oftarófriðuren friður í Norðurálfunni og styrjaldirnar þá afar langvínnar. Svo sem t. d. 30 ára stríðið, trúar- bragðastyrjöldin á Frakklandi og frelsisstn'ð Hollendinga, sem heita mátti að stæði frá 1568 til 1648 að undanskildum 12 ára tíma. Á 14. og 15. öld áttu Frakkar og Englendingar í ófriði í hundrað ár. Mun engum detta annað í hug en að þessi ófriður verði skamvinnur í .amanburði við þá styrjöld. Styrjaldir hafa verið háðar af meira kappi á síðari árum en fyr á dögum og þess vegna hafa þær staðið skemur. Ef þær væru háðar með sama sniði og á miðöldunum, gætu þær enn þá staðið yfir svo tugun ára skifti. í þá daga höfðu þjóð- höfðingjar því nær eingöngu mála liði á að skipa og sjaldan mikinn her, og þess vegna gátu styrjaldir þeirra tíma staðið marga mannsaldra. Á þessu varð breyting með stjóin- byltingunni á Frakklandi og á ríkis árum Napoleons mikla. Þá var her- þjónustuskylda leidd í lög og úr því tóku styrjaldirnar að styttast. Það varð að sjá hernum fyrir vopn- um vistum og klæðum, þó að ekki þyrfti að gjalda mála. Því fleiri menn sem sendir voru til vígvallar- ins, því styttri tíma gat ríkið séð hernum fyrir nauðsynlegum útbún- aði. í fljótu bragði virðist þessi regla ekki hafa átt heima um Frakk- land á ríkisstjórnarárum Napoleons. Hann hafði ætið mikið lið undir vopnum og varð aldrei skotaskuld úr því aö sjá því fyrir vopnum og vistum svo árum skifti. En hann BwaBmiLiiiiii ■—mmfnnipt Reinh. Andersen Bankastræti 9. Mikið úrval af nýmóðis fafaefnum er seljast afaródýrt. Pljót afgreiðsla. Vönduð viuna. Borðstofuhúsgöp úr eik, mjög vönduð, fást nú með tæKifærisverði. Afgr. vísar á. kvaddi menn til herþjónustu úr þeim löndum, sem hann lagði undir sig, og lét þær þjóðir, sem voru í bandalagi við hann lána sér herlið og sjá því fyrir vistum og vopnum. Af þeim ástæöum varð stöðugt að leggja undir sig ný lönd. Herinn mikla, sem hann fór með lil Rúss- lands, hafði hann að nokkru leyti dregið saman á þennan hátt. Síðan þjóðirnar tóku upp her- þjónustuskyldu eiga þær meira í húfi en áður, ef til ófriðar dregur, en styrjaldirnar standa skemur. Þær þjóðir sem búa á meginlandi Ev- rópu, áttu einkis annats úrkostar, en að taka upp landvarnarskyldu, úr því ein þeirra hafði gert það. Annars gátu þær átt á hættu að verða ofurliði bornar í fyrsta á- hlaupi. Um Englendinga er öðru máli að gegna. Þeir voru og eru einvaldir á sjónum og þurftu því ekki að óttast að óvinaher gæti ráðist á þá. Þeir geta ef þeirvilja sent allan landher sinn heiman að, en ef þeir gera það, verða þeir að sigra áður mjög langur tími líður sökum þess hve herkostnaðurinn er mikill. Þeir geta t. d. ekki haldið áfram að berjast í 22 ár (eins og þeir gerðu um næst síðustu alda- mót) þegar herkostnaðurinn er orð- inn 4—5 ir.ilj. sterlingspd. á dag. Ingólíur og fáninn. Víst er það rétt, að flutninga- báturinn Ingólfur sýndi fyrstur allra skipa íslenska fánann nýja á ferð þeirri, er farin var sunnudaginn 20. júní (ekki 4. júlí eins og sagt er í grein þeirri í Vísi, sem Morgunbl. vitnar í). K. F. U, M. leigði bátinn, var skemtiferð farin upp á Akranes og þótti það mikil viöbót við hátíðina, að sigla i fyrsta sinni undir hinum nýja fána. Þetta var 20. júní, en I 28. júní var fáninn dreginn á stöng , á e/s »Goðafossi«. Þeir sem vilja eignast stöng þá, er fyrst bar hinn nýja lögboöna fána íslands á sjón- um, verða því að snúa sér tii gufu- bátsfélagsins hér við Faxaflóa. Kuntiugur. Þýska bíaðið. Það hefir veriö sagt, að hér í i bænum hafi um skeið verið gefið I út enskt blað. — Nú má telja víst að annað sé farið af stokkunum ekki minna þýskt. Að vísu var allgætilega af stað farið, en nú þyk- ir mönnum þó úr hófi keyra hiut- drægni þessa blaðs. Er hún ekki einkennilega barna- ieg sú tilgáta þessa þýska blaðs- snepils, — að Kitchener lávarður, hermáiaráðherra Breta, muni hafa tekist' ferð á hendur suður á Balk- 1 an til þess að kynna sér ástandiö, og að Bretar muni nú fúsari til friðargerðary er þeir hafi átt kost á því að kynna sér ástandið af eigin sjón! Eöa hvað er það sem blað þetta veit um ástandið, sem líklegt er aö Bretar þurfi að senda mann suður á Balkan til þess að sjá?— Hvaða fréttir eru það sem hingað hafa borist, en Bretar vita ekkert um og TIL MINNIS; Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id kv. til 11 Borgarst skrifát. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 . og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alni. samk.sunnd.8Vj siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Útlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið lVj-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans í Kirkjustræti 12 j Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. þurfa að senda mann langar Ieiöir til að fá vitneskju um ? Þá get eg ekki orða bundist yfir því, að það er eins og blaðið fagni því, að Grikkjakonungur muni hafa gríska herinn alveg á sínu bandi á móti þinginu. — Er það ekki svívirðilegt að neyta þess bragðs gegn þingfrjálsri þjóð? Ef þetla væri svo, þá væri hér um að ræða stjórnarfarslegt ódæðijað taka völd- in af löggjafarþinginu með her- valdi. — En einkar barnaleg er þessi getgáta líka. Þvf ekki er lík- legt að herinn í heild sinni sé á öðru máli en þjóðin. Hitt erann- að mál, að konungur hefir e. t. v. meiri hluta ráðandi manna í hern- um á sínu bandi, og er það ekkert undarlegt, þar sem það er vitan- legt, að konungur ræður því, hverj- ir með völdin fara í hernum. Sannleikurinn er sá, að alt út- lit er fyrir það, að Grikkjakonung- ur sé að beita ofbeldi við þing og þjóð og þá um leið herinn. Eg veit að Vísir vill síst halla réttu máli í þessum efnum, enda er hann sjálfstæðasta blað þessa bæjar. En eg vænti þess, að hann flytji þessar athugasemdir, einmitt vegna þess hve ófyrirleitnislega þýska blað- ið hallar réttu máli. 11. nóv. 1915. Vinur bandamanna. * * * ATHS. Vísir hefir ekki viljað neita þess- um athugasemdum upptöku, þó þær séu með köflum all hvassorðar. — Annars veit hann ekkert um »þýska blaðið«, en þykir rétt að gefa þvf tækifæri til að gera hreint fyrir sín- um dyrum. R i t s j.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.