Vísir - 17.11.1915, Side 4

Vísir - 17.11.1915, Side 4
V 1 S 1 R Danmörk °g ófriðurinn. þýsk blöð flytja þá fregn, eftir sænskum heimildum, að Englend- ingar muni vera að búa sig undir að ráðast á þjóðverja úr nýrri átt. Svíi einn á að hafa orðið þess áskynja, er hann var staddur í Englandi, að þar væri verið að undirbúa nýja liðsendingu, sem hvorki ætti að fara til Frakklands né suður um Miðjarðarhaf. Er þess getið, að mikið hafi verið rætt um það í frönskum blöðum, að nauðsynlegt væri að gera árás á Kielarskurðinn, lífæð þýska- lands. — En sú árás yrði að koma frá DanmÖrku. Vonandi er hér ekki um annað en flugufregn að ræða, og hálfur mánuður er síðan þetta var um- talsefni þýskra blaða. Kosningar í Suður-Afríku. Kosningar til sambandsþingsins f Suður-Afríku föru þannig að Bothaflokkurinn vann í 54 kjörd. Sambandsmenn unnu í 40 ______ Hertzogflokkurinn vann í 27 — Verkamenn unnu í 4 — og í 5 kjördæmum voru kosnir flokksleysingjar, sem þó voru tald- ir að hallast að Botha. Það sem einkennilegast þótti við þessar kosningar, var hve fá atkv. verkamannaflokkurinn hlaut. Höfðu menn búist við að hann mundi að minsta kosti koma 20 mönnum að. Þó að Botha hafi ekki fullkom- inn meiri hluta í þinginu, með sín- um flokksmönnum, þá situr hann samt áfram við völd, því að allir sambandsmenn (enski flokkurinn) fylgja honum eindregið. Allir ráðherrarnir nema einn.voru endurkosnir í sínum kjördæmum, þar á meðal Smuts, hermálaráð- herra í Pretoria. Á móti honum sótti verkamannaforinginn Potzuma sem Smuts og Botha létu flytja úr landi til Englands fyrir 2—3 árum. Hermálanefnd' í breska ráðuneytinu eiga nú 22 menn sæti og hefir mörgum þótt það of fjölment til að taka ákvarð- anir um hvernig hernaðinum skuli hagað. Ráðuneytið hefir hingað til sett nokkra af ráðherrunum í nefnd, sem fjallað hefir um allt sem að ófriðnum laut. Sú nefnd kvaddi sér til aðstoðar sérfræðinga, og áður en samsteypuráðuneytið tók við völdum, sátu í þessari nefnd menn úr andstæðingaflokki stjórn- arinnar. Nefnd þessi hafði ekkert 1 Jev Wi *\5e^ur- o§ \S* \i. m. YL & ¥\áde$\. C ZIMSEN. Hverfisgötu 41. Sími 399. r Odyrastu rúgbrauðin í bænum. Bakaríið á Hverfisgötu 41 hefir þegar lagt niður brauðaútibú sín, og ennfremur að gefa einstökum mönn- um »procentur«, til þess að geta fært að mun niður verð á brauðum sínum. Brauðin mæla með sér sjálf, eru þétt og góð, og að eins notað nauðsynlegt vatn í þau. Sama þyngd og áður. Sig. L (junnlaugsson * * afmarkað valdsvið og ákvarðanir hennar varð að bera undir allt ráðu- neytið. Nú hefir ráöuneytiö tekið ákvörð- un um að koma föstu skipulagi á þessa nefnd og eiga framvegis ein- ungis þrír eða fimm menn að eiga sæti í henni: Forsæíisráðherrann, hermálaráðherrann og flotamálaráð- herrann. Nefndin hefir daglega fundi með sér og ræður til Iykta öllum málum, sem hernaðinn snerta. Þó má hún ekki taka ákvörðun um nýjar herferðir, án þessaðleyla fyrst samþykkis alls ráðuneytisins. Púðursykur sérlega góður, 27 aura pr. x/2 kgr. ef tekin eru minst 5. kgr. fæst í Versl. ASBYRGI. Sími 161. Hverfisg. 71. Vetrarstúlku vantar mig. Hún þarf að vera þrifin og barngóð. Samúel Ólafsson. HVEITI, óviðjafnanlega gott, fæst með góðu verði í Versluninni á Frakkastíg 7. Sími 286. Ágætt Kaffi, 69 aura pr. l/2 kgr. þegar tekið er minst 5 kgr. fæst í nokkra daga í Versl. ÁSBYRGI. Sími 161. Hverfisg. 71. I TAPAÐ — FUNDIÐ E i g a n d i skóhlífarinnar sem var auglýst 4. nóv. vitji hennar á afgr. Þ ú sem tókst skóna á Lauga- veg 18 á mánudaginn var, þúskalt skila þeim þangað strax aftur, — Stúlkan sem sá þig þekkir þig aftur. KAUPSKAPUR Morgunkjólar, smekkleg- astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti). Morgunkjólar frá 5,50 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu viö Vesturgötu. Gamlar og nýjar bækur eru teknar til sölu í Bókabúðinni á Laugaveg 22. Orgel til sölu. Afgr. v. á. L í t i ö hús til sölu í Austur- bænum, liggur við 2 götur. A. v. á. Vísir 13. maí sl. kaupist háu verði í prentsm. Gunnars Sigurðs- sonar. G ó ð kýr til sölu nú þegar. A. v. á. N ý kvenkápa og silkikjóll er til sölu á Laugaveg 24. T i 1 s ö l u með tækifærisverði, beddi, stofuborð, 100 teg, bækur, stólar, stígin saumavél, rúmstæði, grammofón, kven- og karlmanns- skór nr. 41, götustígvél, úr, vegg- myndir, 100 teg. póstkort, kápa, föt, frakki, Jacketföt, stoppaðir fuglar, divanteppi, keðjur, servantur, söðull, 2 beisli, copíupressa, koffort, kom- móða, ferðateppi, o. m. fl. Sami kaupir flesta hluti tilheyr- andi landi og sjó. T h. Kjarval, Hótel fsland. nr. 28, kl. 4—7 síðd. (Gengið inn frá Aðalstræti). T i 1 s ö 1 u ofn með tækifæris- veröi, Semjið við Helga Thordar- sen, Þingholtsstræti 21, heima eftir kl. 6 síðd, S t ú 1 k a . óskar eftir vist fyrri dags. Uppl. Hverfisgötu 84, (uppi). Undirritaður gerir við katla, könn- ur bretti, bala, potta og margt fleira fljót viðgerð. Veghúsastíg 3. Einar Einarsson, blikksmiður. Yfirsetukona óskast nú þegar. Uppl. á Spítalastíg 6, niðri. Unglingsstúlka óskast í hæga vist í Vestmannaeyjum, frá þessum tíma til 14. maí næstkom- andi. Nánari upplýsingar gefur bighvatur Brynjólfsson Grettisgötu 17, B. Heima kl. 2—3 og 7—8. S t ú I k a vön öllum húsverkum, óskar eftir formiðdagsvist. Uppl. á Klapparstíg 1 A, í kjallaranum. S t ú I k a óskar eftir bakaríis- störfum eða á kaffihúsi. Tilboð merkt: »StúIka«, sendist afgreiðsl- unni. HÚSNÆÐI Gott herberði með húsgögnum til leigu fyrir einhl. á Hverfisg. 37. LE I G A Orgel óskast til leigu. A. v. á. H a r m o n í u m óskast til leigu. Uppl. hjá Lofti 81 Pétri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.