Vísir - 22.11.1915, Page 3
V t 5 i K
\'
§&n\tas sítton o$ iiampaoín S'wú
Aukafundur
í Heilsuhælisfélaginu verður haldinn í
Bárubúð (uppi) mánudaginn
22« nóv. kl. 9 e. h.
Verður þar lagt fram til fullnaðaratkvæða frumparp til breyt-
inga á lögum félagsins. Þess er vænst að félagsmenn fjölmenni
á fundinn.
Reykjavík, 19. nóv. 1915.
S t j ó r ri i n .
‘Chairman’ og Vice Chair’
Cigarettur
eru bestar Hg^l
REYNI Ð ÞÆR
Þœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá
T. Bjarnason,
Umboðsversiun Templarasundi 3
Sími 513
Mest úrval af sæígæti
í Landstjörnunni.
Jólakort. Póstkort.
Nýkomið fjölbreytt úrval!
Blómiaukar,
margar tegundir og litir, m. a.: Præparerede Hyacinter.
NB. Undirbúnar til að blómstra á jólunum, er selt á
Laugavegi 10 (Klæðaverslun Guðm. Sigurðssonar).
É Váf ryggingar. lf
Vátryggið tafaiaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brit-
ish Dominion General Insur
ance Co. Ltd.
Aðalumboðsm. G. Gíslason
Sæ- og stríðsvátrygging.
Det kgl. oktr. Söassurance Komp.
M ðstræti 6. Tals. 254.
A. V. TULINIUS.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland.
Det kgl octr.
Brandassurance Comp.
Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur
alskonar o. fl.
Skrifst.tími 8-12og2-8 Austurstr. 1.
N. B. Nielsen.
Verslið við þá sem
auglýsa í Vísi
s jjögmenn il
Oddur Gíslason
yfirréttarmálaflutnlngsmaður,
Laufásvegi 22.
Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5.
Sími 26.
Bogi Brynjóifsson
yfirrjettarmálaílutningsmaður.
Skrifstofa Aðalstræti 6 (uppi )
Skrifstofu tími frá kl.12-1 og 4-6 e. h.
Talsími 250.
Pétur Magnússon
yflrdómslögmaöur,
Orundarstíg 4. Sími 533.
Heima kl. 5—6.
Prentsm. Gunnars Sigurðssonar.
Urskurður hjartans
Eftir
Charles Garvice.
Frh.
»Veronika var mér hygnari, eins
og eg sagði henni«, hélt jarlinn
áfram. Hversu hamingjusamlegt það
var, aö vegir ykkar skuli hafa mæst
og aö hugir ykkar skuli hafa fallið
saman. Ef eg hefði átt að óska, þá
hefði eg ekki getað kosið á aðra
konu, er eg framar hefði viljað þér
til handa. Og þetta er sönn ást —
hrein og fölskvalaus. Alveg eins og
í skáldsögu.* Hann brosti. En kald-
hæðnin var hortin úr brosinu og
Það ljómaði upp föla andlitið. »Eg
vona, að óþarft verði að draga
brúðkaupið á langinn. Eg óska
þess, að sjá þig hamingjusaman,
að sitja með börnin þín í knjátn
mér — eg hefi verið svo lengi
einmani. Giftingin verður að fara
fram tafarlaust.«
Orðin sj-df og hreimurinn er
þau voru töluð í, vakti Ralph af
draumum sínum. Hann horfði um-
hverfis sig í myrkva kiefanum Augu
jarlsins fylgdu aiignaráði hans eftir
og honum brá líka.
»Ralph, eg — guð fyrirgefi mér!
— eg er búinn að gleynia. Eg —
eg hélt að við sætum í lestrarsaln-
um á Court. Þú — þú ert fangi.
Þessi hræðilega ákæra. En það er
heimska.« Hann reyndi að brosa.
»Auðvitað verður sakleysi þilt leitt
í ljós. Það v e r ð u r að gera það.
Við næstu yfirheyrslu skulu þeir
sýkna þig. Eg — eg verð að sjá
að þeir geri það. Morð!« Hann
hló fyrirlitlega. »Eins og að þú
gætir drýgt svívirðilegt moað!«
Ralph þagði. Fullvissa föðursins
um sakleysi hans gekk houum að
hjarta. En hann vissi, að það gat
reynst torvelt að sanna það. Þögn
hans þokaði í burtu gleðibragðiuu,
er var yfir jarlinum og kvíðinn
færðist yfir andlit honum.
»Getur þú ekki varpað neinu
Ijósi yfir þetta mál, Ralph?« spurði
hann. »Mig — mig langar svo
mjög að sjá þig á Court — heima.
— Þar yrði svo margt að segja
þér, svo margt að gera fyrir þig.
Eg er gamalí og hrumur. Þú verð-
ur að taka við stöðu minni. Leigu-
liðarnir verða að koma upp að
Court og tala við þig. Það skal
verða almenn gleði — stórveisla.
Eg þarí aó leggja þetta ait upp í
hendurnar á þér. Og Veronika,
Ralpli!« Rödd hans titraði. »Eg
befi fundið þig og þó fæ eg ekki
að hafa þig hjá mér. Þú ert hér
í fangelsi og eg — guð hjálpi
mér! er hjálparvana. Geturþúvarp-
að nok'aru Ijósi yfir þennan sorgar-
leik, gert nokkuð til að ráða fram
úr þessum leyndardóm?«
Ralph hrisli liöfuðiö. »Nei, eg
er hræddur uni ekki«, mælti liann
ligt. Við getum aðeins beðið ró-
legir og þolinmóðir, treystandi þeim,
sem eru að hjálpa okkur. Þeir
munu gera alt er þeir geta.«
»Hvers vegna hafa þeir ekki upp
á þeim seka?« mælti jarlinn ákafur.
»Þeir ættu að geta sannað sakleysi
þitt og fært þér aftur frelsi.
Grunar þig nokkurn, Ralph ?«
Ralph hristi aftur höfuðið. »Nei«,
inælti hann. »Það er mér hulin
gáta. Eg hefi hugsað um þetta fram
og aftur — eg hefi nógan tínia
hérna — velt því fyrir mér á allar
lundir, en eg hefi ekki getað ráðið
gátuna. Selby hefir heldur ekki
getað ráðið fram úr þessu. Hefir
hann þó gert alt, er í hans valdi
stendur. Maðurinn var ókunnugur
hér um slóðir. Groser í „Hundin-
um og uglunni" — þar sem mað-
urinn bjó — veit ekkert um hann.
Burcliett — þú veist að hann vill
gera alt sem honum er unt — hann
getur einskis orðið vís. Whetstone
— Faðir!« — Hann mælti þetta
síðasta orð lágt og jarlinum brá,
Svo lagði haun hendina á höfuðið
á Ralph og horfði á hann með
djúpum innileik.
»Já, Ralph.«
»Viltu ekki segja Burchett — og
honum — það sem þú hefir sagt
viö mig? Þú vilt skýra þetta fyrir
þeim ?«
»Eg skal segja þeim alt, Ralph«,
mælti jarlinn alvarlega.