Vísir - 30.11.1915, Blaðsíða 4

Vísir - 30.11.1915, Blaðsíða 4
V 1 S 1 R ManitoDa-hneykslið. Kelly, byggingarmeistari, sá sem féfletti mest Manitobafylki í samráði við stjórnina, að sagt er um freka 1 miljón dala, hefir nú verið hand- tekinn. Þegar hreyfing komst á málið, hafði hann í skyndi farið til Bandaríkjanna og neitaði að koma aftur til að bera vitni fyrir rann- sóknarnefndinni. Voru spæjarar þegar sendir á eftir honum og eltu þeir hann hvert sem hann fór. Er sagt að hann rnuni hafa haft í .hyggju að reyna að komast til Suð- ur-Carolínu í Bandaríkjum, þar eru lög svo meiniaus, að talið er ill- kleift að fá menn annara ríkja fram- selda, hvaða glæpi sem þeir hafa framið. En er hann var kominn til Chicago kraföist Manitobastjórn að fá hann framseldan og bar á hann: meinsæri, samsæri til að svíkja út fé og fá fé undír fölsku yfir- skyni. — Sagt er að Kelly hafi 8 málaflutningsmenn sér til varnarog að það muni taka ekki minna en 2 ár að fá hann framseldan. Lætur hann sem hann sé ofsóttur saklaus af pólitískum fjandmönnum sínum. | Nýkomið: | Klossastígvél spent filtfóðruð, í Karlm. vatnsleður-ristarskór, » ^ og feikn af alskonar karla- og kven-skófatnaði. H Sfcóveicsltttv H Viðskiftabannið. Svo er að sjá sem Grikkir hafi verið farnir að draga saman her hjá Saloniki, um miðjan. þ. m, og að bandamenn hafi ekki þósí öruggir um sig fyrir Grikkj- um. Mun það hafa verið orsök- in til þess að Kitchener var sendur suður á Balkan með svo mikilli skyndingu. Áður en Kitchener kom suður birti sendiherra Breta í Aþenu- borg grísku stjórninni svohljóð- andi yfirlýsingu. Sökum þess að gríska stjóin- in hefir gert ýmsar ráðstafanir \ sem snerta öryggi herliðs banda- \ manna, þá hafa stjórnir banda- , manna orðið ásáttar um að taka ; til ýmsra ráða er miða að því ; að hefta verslun og viðskifti við , Grikkland. i Þó að bandamann hafi tekið þessa stefnu, þá er það þó ekki ætlun þeirra að þröngva Grikk- landi til að ganga í ófriðinn. En þeir hafa orðið að taka tillit til ýmsra bendinga, sem þeir hafa fengið, um það að gríska stjórn- in ætlaði að gera ýmsar ráðstaf- anir sem kœmu í baga við yfirlýsingar þær sem hún hefir gefið bandamönnum. Bandamenn eru fúsir til að létta banninu af undir eins og öll vafamál eru útkljáð um þessi efni. — Skömmu síðar kom Kitchener til borgarinnar. Átti hann tal við Konstantín konung og forsætis- ráðherrann. Urðu þau málalok að Grikkir gengu að kröfum bandamanna, svo sem símað var hingað fyrir skemstu. Símfrétt. ísafirði í dag. Mótorbátarnir 2 úr Bolungavík eru ekki komnir fram enn og vantar einnig einn sexæring úr Aðalvík. Á bátum þessum voru : Guðm. Jakobsson, form. Hásetar: Hávarður Sigurðsson, gamall form., Jónas Benjamínsson, kvæntur mað- ur, Sigurður Sigurðsson, gamall maður, Kristján sonur han , Gutt- ormur Halldórsson, Sumarliði Guð- mundsson. Jón Tómasson, kvæntur, form. Hásetar: Angantýr Arason, gamall maður, Sveinbjörn sonur hans, Ein- ar Guðbjartarson, ungur maður, Kristján bróðir hans — Ásexæringi úr Aðalvík: form. Einar Benjamínsson, Jósep Gíslason, gamall maður, Sturla Benediktsson, kvæntur, 2 synir Árna í Skáladal og fósturs. Gutinars H. Sveinbjarnarsonar. Smásögur um tónsnillinga Spohr gerist hornleikari. Louis Spohr var ágætur Fiðlu- leikari og tónskáld. (Fæddur í Brunswich 1784,dó í Cassell859). Hann var maður einbeittur og lét sér fátt í augum vaxa, og gam- ansamur mjög. Um hann er sögð þessi saga: Árið 1808 voru ýmsir kon- ungar og aðrir þjóðhöfðingjar Norðurálfu saman komnir í Erfurt hjá Napóleon keisara. Hafði Napóleon viðbúnað mikinn til skemtunar hinum tignu gestum og lét undirbúa sýningar ýmsra frakkneskra sorgarleika; voru þar til fengnir bestu leikendur frá París, þar á meðal hinn heims- frægi leikrri Talma. þegar .Spohr frétti þetta, hugði hann gott til glóðarinnar að fá að sjá þessa leiki og leikendur, eink- um Talma; — konungana og keisarana var honum sama um. Hann tók sér því ferð á hendur frá Gotha til Erfurt, ásamtþrem- ur lærisveinum hans. En þegar til Erfurt kom, fréttu þeir — sér til mikillar gremju— að engir fengju aðgang að leik. húsinu aðrir en þjóðhöfðingjarn- ir, hirðfólk þeirra og annað úr- vals-stórmenni; almenningi yrði ekki leyft að koma þar nærri. ' Nú vandaðist málið, — en Spohr lét sé hvergi bregða. Hann var nú komin þangað til að sjá og heyra til Talma, og því tak- marki s k y 1 d i hann ná, hvað sem það kostaði. Hann spurð- ist fyrir um hljóðfæraleikendurna, þá er spila áttu við leikana, hafði upp á fjórum þeirra og fékk þá til að lofa sér og lærisveinum sínum að spila í leikhúsinu í þeirra stað. þrír þessara manna voru fiðlu- og cello-leikarar, en sá fjórði hornleikari. þar var þrautin þyngri, því að hvorki Spohr né lærisveinar hans kunnu að leika á horn. Nú—jæja. Spohr varð að læra að leika á horn, — um annað úrræði var ekki að velja. Og hann tók með sér hljóðfærið, settist við að æfa sig og blés og blés allan daginn, og um kvöld- ið gat hann leikið hlutverk sitt sæmilega. Síðan fóru þeir félagar í leik- húsið og settust í sæti sín í hljóð- færasveitinni; sneri hún baki að stórmenninu, áheyrendunum, og var öllum bannað að líta þá átt, er þeir sótu. — Spohr hafði með sér spegil, setti hann á nótnastól sinn og sá þannig um allan salinn að baki sér. Úr því hann var nú kominn í leikhúsið á annað borð, fanst honum hann veröa að njóta alls þess, er þar væri að sjá. En brátt varð hann svo gagntekinn af því sem gerðist á leiksviðinu, að hann skeytti ekki um spegilinn og fekk hann ein- um lærisveinanna. þessi leikhús-skemtun varð Spohr hin ánægjulegasta, að öðru leyti en því, að þegar hann kom heim, 'voru varir hans aumar og stokkbólgnar eftir áreynsluna við hornið. Og þegar kona hans spurði hvernig á því stæði, að hann, á þessum stutta tíma sem hann hefði verið að heiman, væri orðinn eins og negri til munnsins, svaraði hann því mjög sakleysis- lega, að það mundi stafa af því, að hann hefði kyst ungu stúlk- urnar í Erfurt svo afar-míkið. — En þegar upp komst hið sama, varð af því hlátur mikill. KAUPSKAPUR i Morgunkjólar, smekkleg- ! astir, vænstir og ódýrastir, sömul. langsjöl og þríhyrnur eru ávalt til sölu í Garðastræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti). Morgunkjólar frá 5,50 7,00 fást hvergi ódýrari né betri en í Doktorshúsinu við Vesturgötu. Gamlar og nýjar bækur eru teknar til sölu í Bókabúðinni á Laugaveg 22. Morgunkjótar frá 4,00. Hvergi eins ódýrir og fallegir, og á Hverf- isgötu 67; þar er líka seldur als- konar fatnaður nýr og gamall á börn og fullorðna, Konsolspegill oskast keypt- ur nú þegar. A. v. á. P r i m a saltþorskur verður seldur á morgun og næstu daga í Hafnarstræti 6 portinu. Barnavagn og barnakerra í góðu standi til sölu. Uppl. á Lindargötu 9. V I N N A Vetrarstúlka, vönduð og vel innrætt, óskast nú þegar á gott heimili hér í bænum. A. v. á. S t ú 1 k a óskasl á gott hcimili í sveit. Uppl. á Grettisg. 8, uppi. U n g stúlka óskar eítir stöðu á Kaffisöluhúsi. A. v. á. V e t r a r-s t ú 1 k a óskast á fá- ment heimili í grend við Rvík. Hátt kaup. Uppl. Laugav. 59. Ó d ý r hreinsun og viögerö á reiðhjólum fæst hjá undirrituðum. Valdemar Kr. Guðmundsson, Lauganesspítala. 2—3 vana sjómenn vantar á mótorskip frá Akureyri, sem kemur hingað í janúar. Uppl. á Skóla- vörðustíg 4 B, niðri, kl. 5 7. S t ú 1 k a óskast fyrri hluta dags. Afgr. v. á. N o k k r i r menn geta fengið þjónustu. Uppl. á Njálsg. 29 B. TAPAÐ — FUNDIÐ 2 h ú n a r og gúttabergshring- ur af barnakerru hefir tapast. Góð fundarlaunv Afgr. v. á. Þvottaskinnhanskar gul- ir töpuðust síðastliðin sunnudag. Skilist á Vesturgötu 32. S v u n t a fundin. Vitjist á Bræðra- borgarstíg, 29. LEIGA O r g e 1 óskast til Ieigu. A. v. á. HÚSNÆÐI H e r b e g i til leigu fyrir hleypan mann Bakkastíg 9 ein- útb. S t o f a til leigu á besta stað í bænum. Afgr v. á. S t ú 1 k a óskar eftir herbergi með annari. Uppl. á Lindargötu 21, B. Prentsm. Gunnars Sigurðssonar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.