Vísir - 31.12.1915, Page 2

Vísir - 31.12.1915, Page 2
VfSI R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel teland er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Iiingangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 1—3. Sími 400— P. O. Box 367. JÆuv 0$ íðtttWV, gufuhreinsað, lyktarlaust. Tilbúinn|Sængurfatnaður. Danskir seðlar í Svíþjóð. Mönnuai kom það undarlega fyr- ir í fyrstu, er það fréttisf, að Norð- urlöndin 3, Danmörk, Noregur og Svíþjóö voru hætt að taka gilda bankaseðla hvers annars án affalla, Danir höfðu auðvitað gengið á und- an með góðu eftirdæmi, er þeir neituðu að taka við seðlum Lands- bankans okkar. — En það þótti þó Dönum íllar aðfarir, er Svíar gerðu þeirra seðlum sömu skil. Danir halda því fram, sumir hver- ir, að Svíar hafi með þessu brotið gegn samningi þeim, sem gerðnr var milli landanna árið 1873, um að mynt þeirra skyldi jafngild í öll- um löndunum. En Svíar benda á það, að samningurinn nefni gull^ silfur og koparmynt og nái því ekki nokkurri átt, að hann nái til banka- seðla, allra síst þegar þeir eru óinn- leysanlegir með gullmynt, eins og nú á sér stað. Að vísu hafi danskir seðlar verið látnir gilda sem sænsk- ir þar í landi, en til þess hafi Sví- um ekki borið nein skylda. En hvers vegna vilja Svíar þá ekki halda þessu áfram? Danskir seðlar hafa gengið manna á milli í Svíþjóð eins og sænskir* og engum dottið í hug að amast við þeim. En Ríkisbankinn sænski heflr sent alla danska seðla, sem honum hafa borisf, til Danmerkur. Og á ^öustu tíu árum hefir fúlga sú, sem hann hefir sent árlega vax- ið úr 20 milljónum upp í 36 mill- jónir, en á sama tíma hefir upphæð sænskra seðla, sendra frá Danmörku lækkað úr 17 milljónum niður í hálfa aðra milljón. Svíar amast nú við dönskum seðl- j um vegna þess, að þeim þykir það nú sýnt, að miklu meira séafþeim í umferö í Svíþjóð en af sænskum seðlum í Danmörkn, en þarafleið- ir, að sænski ríkisbankinn fær ekki notið seðlaútgáfuréttar síns fyrir þess- um dönsku seðlum. — En auk þessa þykir þeim þessi mismunur á seðla- flutningnum bera þess vott, að Dan- ir séu að komast í skuld við sig, sem fari sívaxandi. Mismunurinn á út og aðfluttuin vörum milli land- anna sé þeim í hag, en í stað þess að borga hann í gulli eða verð- bréfum, borgi Danir hann með seðl- um. Reikningsmismunur tveggja landa kemur venjulega fram á þann hátt, að þegar bankarnir gera upp sín á milli, þá kemur í ljós', að annað landið á meiri kröfur á hitt í ávís- unum og víxlum. Þenna mismun verða bankar að borga í gulli, eða verðbréfum eða taka lán og borga af því vexti. En Danir borga Sví- um með seðlum, sem þeirauðvitað hafa ekki bórgað neina vexti af. Danskl þjóðbankinn hefir tekið dálítið gjald fyrir að gefa út ávís- anir til Svíþjóðar. Gjaldið er að eins l%o> en Svíar segja að það nægi til þess, að danskir kaup- menn kjósi heldur að senda seðla; bankinn stuðli þannig að því að seðlarnir séu misbrúkaðir, en það hefni sín nú, er sænskir bankar fella dönsku seðlana í verði. En Svíar ætlast til, að af þeirri ráð- stöfun leiði, að Danir sjái sig til knúða að borga með ávísunum í stað Seðla. Mjólkín og verð hennar Grein sem birtist í Morgunbl. fyrir nokkru, gefur mér tilefni til að skrifa þessar línur. Auðvitað hefi ég séð þetta rugl í fleiri Morgunblööuni, en ég hefi staðið í þeirri meiningu að ef engin svaraði því, mundi það taka enda, en því er ekki að heilsa. Það vekst ætíð einhver upp til að hnýta í þessa mjólkurframleiðendur, og það á lubbalegasla hátf; en fæst- ir, sem um þetta háa verð mjólk- urinnar rita og ræða, hafa hugmynd um, hve mikil nauðsyn er á að hafa mjólkina í þessu verði, eða þeir gjöra það þá gegn betri vit- und. Þessu til sönnunar set eg hér dæmi. Það er gjört ráð fyrir í Búnaðar- riti íslands, ef eg man rétt, að með- alkýrnyt sé um árið 2200 pottar, eða 2100 pt., en eg ætla nú að taka hærri töluna. Þessir 2200 pt. gjöra nú með þessu verði (22 a.) kr. 484,00. Til þess að kýrin geti gjört þetfa mjólkurmagn verður hún að fá 14 pd af töðu í mál f 240 daga á 4yg eyri = kr. 302,40. Hagatollur að sumrinu í fjóra mán- uði nemur kr. 16,00. Eg ætla ekki að telja annað til á þessum reikn- ingi, því þetta nægir til að sýna, að mjólkurverðið er ekki of hátt. (Mismunur kr. 165,60). Af þessum kr. 165,60 á mjólkurframleiðandi að gjalda allar skyldnr og skatta, fæða sig m. m. og ótalinn kostn- aður við að koma vörunni á mark- aðinn, sölulaun á henni, ílát, efni til að hreinsa þau o. fl. o. fl., sem ótalið er, en getur komið á sjónar- sviðið, ef óskað er eítir því, en eg vona nú að þessir góðu herrar sjái á þessu, þó ekki sé í stæiri stýl, að við erum vel að því komnir að fá þetta fyrir mjólkina okkar, og því get eg huggað þá með, að haldist þessi dýrtíð til Iengdar, verður hún sett upp í 25 a. líterinn. Ef hún ekki selst fyrir það verð, þá hættum við að framleiða hana, nema handa okkur sjálfum. Annars hefi eg ekki leyfi til að segja nema fyrir mig sjálfan. Mér er sama á hverju eg tapa, því ef eg hefði ekki fleira, þó lítið sé, að slyðjast við, væri mér ekki unt að frallileiða mjólk með þessu verði. Hvað snertir þessa útlensku mjólk, þá skal eg ekki fjölyrða um það gæðaverð, sem á henni er; hann veit belur um það en eg, þessi Hafnfirðingur, sem um þetta ritaði, en ekki vill skríða í dagsbirtuna; en það þykist eg vita, að kaupmað- urinn tekur af henni sinar prosent- ur sem annari vöru, er hann selur, o’g næringargildi hennar væri vert að athuga í samanburði við okkar mjólk, en hugsað gæti eg það, að þegar búið er að blanda 3 pelum af vatni saman við 1 pela af dósa- mjólkinni, að hún færl að þynnast til manneldis, hvort heldur væri handa börnum eöa fullorðnum. Maður þessi, hver sem hann nú er, óskar eftir að Reykvíkingar hefjist handa, að kaupa ekki mjólk- ina, og er það mannkærleiki út af fyrir sig, að láta sér ekki nægja að að fá góða vöru fyrir gott verð sjálfur, heldur láta aðra njóta þess líka. Ekki dytti mér í hug að lasta þetta, ef það lægi ekki í augum uppi að þessi hugsun hans er ekki eingöngu af þeim hvötum, heldur til að spilta fyrir þeim er framleiða mjólkina. Hann segir í þessu grein- arkorni sínu.að við munum ekki þola til lengdar að selja ekki mjólkina okkar, eða að minnsta kosti verða Iengi að ná því tapi upp aftur, en eg vildi leyfa mér að benda honum á, að vera okki að bera áhyggjur fyrir okkur. Mér virðist það ekki vera sam- kvæmt hans hugsunarhætti, að reisa okkur við, úr því við erum fallnir á annað borð. Heldur virðist mér hann bera kvíðboga fyrir því, að börnin þyrftu samt að hafaíslenska mjólk til fæðu. En hann heldur nú samt að óhætt sé að kvelja þau dálítinn tíma og allir veikir geti notað dósamjólk, eða eitthvað í stað hennar, svo segir hann að mjólkurframleiðendur mundu sjá sér hollast ’að selja hana með þessu verði eftir nokkra daga. En eg get nú ‘ sagt honum, að ef við sæum j okkur hollast að selja hana með þessu verði fyrir það þó hún yrði ekki keypt íyrir hærra verð en nú, þá mundu kaupendur ekki síður sjá sér hollast að kaupa hana eftir þessa nokkra daga, sem hann óá- kveðið til tekur. Það eru nokkrir mjólkurfranileiðendur, sem selja mjólkiua á 24 aura lít. og heyri eg ekki annað en hún gangi út, sem T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skrif.it. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn tii við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. PÓ8thúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahæíið. Hcimsóknart>ini 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. vonlegt er, því mjólkin, samanbor- in við annað fæði, er Iangsamlega ódýrust, og því sér fóikið sér fyrir bestu að kaupa hana; sem betur fer eru ekki allír svo blindir, að þeir sjái ekki þetta. Að endingu vildi eg mælast til þess, að þessi Hafnfirðingur gæfi upp nafn sitt ef hann ætlar aftur að skrifa um þetta efni, sem honum ætti ekki að vera of gott, það gæti þó orðið til þess að mjóikin yrði hækkuð enn meira. Þó hingað til hafi ekki heyrst neinar raddir um það hér á nesinu, þá mundu Álft- nesingar fara að rumska þegar farið væri að ræða þetta mál til hlítar. Helgi Oíslason. Brekku. ATHS.: Grein þesisi hefir orðið að bíða í nokkra daga, vegna þrengsla í blaðinu, en Vísi þykir þó réttara, að birta hana, vegna þess að að- allega er talaö um verð það, sem nú er á mjólk, en ekki 24 aura verðið. Og auk þess virðist grein- arhöfundur einkum beina máli sínu til Hafnfirðinga, en þar hefir ekki verið sett hámarksverð á mjólkina. Sigurlánið. 20 miljarðar. Trúin á fjárhag Frakka er afar- mikif um alla Norðurálfuna. Ljós sönnun þess eru undirtektir þær, sem ríkislán þeirra, sera þeir kalla sigurlánið, fær meðal margra hlut- lansra þjóða. Það má svo að orði kveöa að menn rífist um það 1 Frakklandi, að l^gja fé sitt í lánið. En þar er það auðvitaö heilög skylda hvers manns, að leggja það af mörk- um, sem hann getur. Enda ijfeldör Banque Francaise nú saman gullinu. — En það er ekki að eins í Frakk- landi, að menn leggja f lánið. í Englandi er gert ráð fyrir að sljórn- in leyfi að bjóða út 1200 miljónir franka og taliö víst að það muni gatiga allt út. En auk þess er lánið mjög eftirsótt bæði í Hollandi og Sviss og á Norðurlöndum er all- mikið fé Iagt í það. — Talið er víst að lánið muni verða 20 miljarðar franka og verður það þá stærsta ríkislán sem nokkurru sinni hefir verið tekið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.