Vísir - 02.01.1916, Page 2

Vísir - 02.01.1916, Page 2
V ÍSIR 3. janúar verður Vöruhúsið lokað vegna vöru-uppíalningan ViSIR Afgreiösla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá A.öalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá ki. 1-3. Sími 400.— P. O. Box 367. ÍDútiti, ^ j gufuhreinsað, lyktarlaust. 1 Tilbúinn Sængurfatnaður. Frá Isonzo. fatt heyrist frá ítölum og finst mörgum sem þeir muni hafast Iítt aö. Þeir hafa nú barist við Austur- ríkismenn við Isonzo-fljótið í marga mánuði, en Iítið unnið á. En var- lega skyldu menn fara í því, að bregða þeim um dáðleysi, því þess ber að gæta, aö þeir sem sækja eiga fram, verða að leggja feiknamikið í sölurnar til að vinna lítið eitt á. Ætti mönnum að vera það Ijóst af því, hve litlar breytingar hafa orðið á vígstöðvunum í Frakklandi nú um langan tíma, og efast þó engínn utn, að þar hafa báðir partar fullan hug 4 því að yfirbuga mótstöðumenn- Íná. Þýska blaðið Lokal-Anzeiger hefir það eftir liðsforingja einum hlut- lausrar þjóðar, sem komist hafði til fremstu varnarlínu Austurríkismanna við Isonzo, að orustur þær er hann haföi verið viðstaddur þar, liafi ver- ið ógurlegri en unt sé að hugsa sér. Þar er barist nótt og dag. ítalir fórna þúsundum á þúsundir ofan í stöðugum æðisgengnum á- hlaupum. — Kvöld eitt var tilkynt að fjórar þúsunair dauðra og særðra ítala Iægju rétt fyrir framan stöðvar tveggja herfylkja. Liðsforingjar fóru til vetvangs og sáu líkin í hrúgum í nokkurra faðma fjarlægð frá stöðv- um Austurríkismanna. Loftið var mettað af viðbjóðslegri rotnunar- fýlu. Hermennirnir forðuðust að tala til þess að komast hjá því að opna munninn í þessu andstyggi- lega andrúmslofti. btunur hinna særðu heyrðust, en hjúkrunarliðið þorði ekki að fara þeim til hjálpar gegn stórskotahríð ílala. Hið hræðilegasta af öi!u hafði þó verið að sjá það, þegar sprengi* kúlum ífala, sem ekki náðu yfir í skotgrafir Austurríkismanna laust nið- ur í þessa kös af særðum og dauð- um mönnurn. NagSaþjöiIo. Þessi einkennilega smásaga er sögð í þýsku blaði: Ófriðurinn breytir skoðunum manna á ýmsum hlutum. Her- manni einum, sem kom særður heim af vígvellinum, segist svo frá, að hann hafi allaf haft óbeit á nagla- þjölum og talið notkun hennar hinn argasta uppskafningshátt. Kvaðst hafa haft óbeit á mönnum, sem ekki hefði annað með tímann að gera en að sverfa neglur sínar. En nú væri skoðun hans á þessu orðin gerbreytl; það atvikaðist þannig: Herfylkið sem hann var í, var statt í skógi einum og hafði verið skipað að halda kyrru fyrir, þar til aðrar skipanir væru gefnar. Er það all-hörð skipun þegar svo stend- ur á, að orustan geisar utan við skóginn. Timinn líður, Herfylkiö liggur á jörðinni reiðubúið til að gera á- hlaup. öamlir trjástofnar klofna og sundurskoínar greinar falla til jarðar. En herfylkið hreyfirsig ekkí. Sprengi- kúiurnar nálgast. Hermennirnir víkja sér undan, þegar þeir sjá trjástofn vera að falla. Það er allt og sumt. Skipun herforingjans gefur þeim ekki meira svigrúm. Hermenn og fallnir trjástofnar liggja þarna hlið við hlið. Kúlnaélið þéttLt. Við og við heyrast stunur og hljóð frá mönnum, sem hafa særst. En það breytir engu: Liggið kyrrir og bíðið óvinanna, þannig hljóðar skipunin. Enn syrtir kúlnajelið. Liðsfor- inginn fer alt í einu að leita ívasa sínum. Að hverju skyldi hann vera i að leita. Allir horfa á hann. Þá tekur hann að ganga á milii manna, eins og ekkert sé um að vera, gerir að gamni sínu og — sverfir negl- ur sínar með dálíiilli naglaþjöl. — Herrnennirnir trúa varla þó þeir sjái; Hann horfist þarna í augu við dauðann, þessi ungi spjátrungur og sverfur neglur sínar! Jæja, það tekur því þá ekki fyrir okkur hina, t | að vera hræddir. Það er ótrúlegt, hverju svona vesöl naglaþjöl getur komið til vegar í ófriði. Taugarn- ar sem titruðu af spenningi verða rólegar, æðisgiampinn hverfur úr augunum. Og þó að járn- og tré- bútar fljúgi um loftið yfir höfðum þeirra, Iiggja hermennirnir kyrrir og hlýða skipuninni um að bíða óvin- anna. Loks er fótgöngulið óvinanna orðið þess fulltrúa, að allt kvikt hafi flúið úr skóginum undan hinni ægi- legu sprengikúlnahríð. Það heldur óhikað inn í skóginn, en þar tekur þá heríylkið þrautseiga á móti því með ákafri drepandi skothríð. Svíar og Bretar -:o:- Póstflutningar Svía teptir. Norsk blöð frá 17. og 18. des. segja þau tíðindi, að pakkapóstur, sem skipið »Ólafur helgi« hafði ineðferðis frá Bandaríkjunuin til Sví- þjóðar í desembermánuði hafi verið tekinn úr skipinu í Kirkwall og haldið þar eftir. Einnig hafa Bretar lagt hald á pakkapóst, sem eim- skipiö »Stockholm« hafði meðferð- is frá Svíþjóð til Bandaríkjanna. Þ. 16. des. var það samþykt í ríkisráði Svía, að mótmæla þessum aðförurr. Breta kröftuglega, að gera stjórn Bandaríkjanna viðvart um, hvar komið væri og að ráða yfir- pósfstjóininni til að kyrsetja vörur sem sendar væru í pakkapósti til Englands eða þaðan um Svíþjóð. Svíar kyrsetja enskar póstsend- ingar til Rússlands. Svíar láta verk fylgja orðum) og sýna að þeim er full alvara að þola ekki þennan yfirgang Breta. Pakka- póstur, sem sendur er frá Rúss- landi til Englands er lítils virði. En frá Englandi eru sendar ýmsar vörur í pakkapósti fil Rússlands um Svíþjóð, jafnvel 100 þús. pakkar á mánuði. Svíar hafa áður neitað gegnflutningi á bannvörum og eru sendingarnar því nokkru færri nú, en mikið er þó sent enn. Og þelta svar Svía verður Bretum því all- bagaiegt. Pakkapósturinn til Eng- lands er ætíð sendur um Oauta- borg, en frá Englandi venjulega um Noreg, og eru það um 1 000 pakkar daglega. — En samkvæmt úrskurði konungsins hefir póststjórn- in fuit vald til að kyrsetja allan enskán pakkapóst, þó að hann komi um Noreg eða Danmörku, lýtt þýskt lán Ríkisþingið þýska hefir veitt rík- iskanslaranum heimild til að taka nýtt ríkislán að upphæð 10 miljaröa rnarka. T I L MINNIS: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifit. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk.sunnd.8V2 slðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Nátturugripasafnið opið ll/a-2Va siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-t>. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Hindenburg um ófriðinn. Paul Goldman fréttaritari Neue Freie Presse í Wien hefir í því blaði birt viötai, sem hann hefirátt við Hindenburg hershöfðingja. Hin- denburg sagði: Fjandmenn vorir vilja ekki semja frið enn þá. Þeir eru ekki orðnir nógu meyrir. Vér veröum að þrengja betur að þeim, úr því að þeir vilja ekki viðurkenna fyrri sigra vora, En það er undarlegt að engin þess- ara þjóða virðist taka eftir því, að þær eru að eins aö fórna sjálfum sér fyrir Englendinga. En markmið vort er ekki að eins að halda í horfinu, heldur að vinna sigur. Hern- aðarlega er afstaða vor hin ákjós- anlegasta. Um hergögn Rússa sagði Hindenburg: Með varaliði því, sem Rússar nú hafa boðið út, geta þeir að eins fyllt skörðin í fylkingum sfnum, en ekki myndað neinar nýj- ar. Það er helber fyrirsláttur, er Rússar kenna ósigra sína hergagna- skorti. í Kowno fundum vér skot- færi í lirúgum. Þar var það ekkert annað en spilling hersins, sem olli uppgjöf borgarinnar. Hindenburg minntist hersveita Austurríkismanna með hjartnæmum orðum, og kvað það mundu gleðja sig óuniræðilega mikið, ef ítalir biðu eftirminnilegan ósigur fyrir þeim. Að endingu sagði hann: »Ófriður þessi skal ekki til Iykta Ieiddur fyr en þeir þrír aðitar, sem fyrst og fremst eiga sökina, England, Serbía og ítalia hafa fengið réltláta refsingu«.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.