Vísir - 08.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 08.01.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá tí. 1—3. Simi 400.— P. O. Box 367. 03 5)úxw, gufuhreinsað, lykiarlaust. Tilbúinn Sængurfatnaður. Ófriðurinn. Það hefir verið auðlesið úr skeytum þeim, sem hingað hafa borist frá ófriðnum, að hvorki rekur né gengur. Og það stað- festist af útlendum blöðum, sem hingað hafa komið með síðustu skipum. Fyrir skömmu barst sú fregn hingað í símskeyti, að Pjóðverj- ar vœru að undirbúa sókn á vesturvígstöðvunum, en síðan hefir ekkert um það heyrst. í enskum biöðum er talað um þann orðasveim, að hann sé til orðinn í hlutlausum löndum, en gersamlega ástæðulaus. Þykjast bandamenn halda Þjóðverjum svo rækilega í skák að vestan, að ekki komi til mála, að þeim geti komið til hugar að fara að sækja þar á f alvöru. Afleiðingin hlyti að verða sú, að þeir yrðu að hörfa undan, í atað þess að vinna á. Frá Eússum er ekki annað að frétta en það, að þeir virðast alveg vera fallnir frá því að senda her gegn Búlgurum. Hafa þeir líklega engu tauti getað komið við Rúmena. Her þann sem þeir höfðu á landamœrum Rúmeníu hafa þeir sent gegn Austurríkis- mönnum norðan til í Bessarbíu og sækja nú þar á af kappi. — í norð-vestur-Rússlandi er alt f dái og er þar beðið vorsins tfl frekari aðgerða. Þykjast Rúss- ar þá munu sœkja í sig veðrið og keyra Þjóðverja úr landi. Kvarta Þjóðverjar yfir vistinni í Rússlandi og vegieysunum og hafa ekki haft við að byggja járnbrautir til að flytja eftir vistir og aðrar nauðsynjar, sem þeir verða því víða að flytja á hestvögnum yfir fen og for- æði, sem menn og málleysingjar sökkva í þegar þýtt er, en geta varla fótað sig á í frostum. En landsfólkið eltir þýsku hermenn- ina og snýkir af þeim matvæli. A Balkan þýkjast miðveldin og Búlgarar hafa unnið glæsi- Jegan sigur á her bandamanna. Ferdinand Búlgarakeisari hefir lést því með háfleygum orðum, hve hraustlega þegnar hans hafi barist og hvert afrek þeir hafi unnið, er þeir ráku heri stór- veldanna, Breta og Frakka aftur inn í Grikkland. — Ekki er laust við að skopast sé að þessu f enskum blöðum. — Bandamenn þykjast ekki hafa verið reknir út úr Makedóníu heldur hafi þeir »œtlað ofan hvort sem var«. — Markmið landgönguhersins hafi verið að koma Serbum til hjálp- ar, er þeir voru í Babunaskörð- unum. Hefði það tekist mundu þeir hafa haldið velli fyrir Búlg- urum og bandamönnum þeirra sem sjá megi af orustum þeim, sem staðið hafa þar og af því, hversu hraustlega herinn braust norður Vardardalinn, alla leið til Krivolak og komst á hlið við Serba. En er Serbar urðu að halda undan úr Babunaskörðun- um, hafi þeim verið ómögulegt að sameinast þeim, og er Serbar voru hraktir út úr landinu, h?fi her bandamanna að svo stöddu ekki átt neitt erindi í Makedóníu og þess vegna að sjálfsögðu haldið undan aftur til Saloniki. Kosningarnar á Grikklandi fóru fram með kyrð og spekt. Veni- zelos tók engan þátt í þeim né hans menn. All-mikinn viðbúnað virðast Tyrkir og Þjóðverjar hafa í Litlu- Asíu til undirbúnings herferð til Egiftalands. — Talið er að þeir muni ætla til þeirrar herferðar 300 þúsund tyrkneskra hrrmenn undir forustu þýskra herforingja. Ekki óttast Bretar herferð þessa, þó að þeir telji engan efa á því að Þjóðverjum sé hún full alvara og að þeir muniHeggja alt kapp á að ná höggstað ᣠerfðafjanda sínum, Bretanum í Egiftalandi. Þjóðverjar eiga yfir eyðimörk að sækja og verða að síðustu að fara yfir bersvæði algerlega. varn- arlausir gegn -stórskotum Breta. Bretar hafa nægan tíma til að búa um sig, grafa skotgrafir með- fram Súez-skurðinum langs og þvers og geta haft allan viðbún- að eins og á vígvellinum í Frakk- landi, þar sein sækjandinn getur ekkert unnið á nema með ofur- efli liðs'’og skotfæra svo miklu, að fyrirsjáanlegt virðist vera að þessi för Þjóðverja og Tyrkja hljóti að verða hin versta for- sending. Frá bæjarstj órnarfundi 6. jan. Brunamál. Stjórn hinna almennu brunabóta- félaga danskra kaupstaöa, hefir skrifað bæjarstjórninni og las borgar- stjóri upp bréfið á fundinum. í bréfi þessu er það sett sem skilyrði fyrir að fél. haldi áfram vátryggingu á húsum í Reykjavík, að eldvarnar- ráðstafanir verði auknar. Sumt af þvf sem fariö er fram á, hefir bæjarstjórnin þegar gert ráðstafanir um, slönguturn og kaup á mótor- dælu. En þriðja aðalatriöið, sem krafist er, er bygging vatnsgeymis á Rauðarárholtinu. — Það kom í ljós í brunanum í vor, að straum- krafturinn í valnsleiðslu bæjarins er ekki nógu mikill til þess að henn- ar verði full not við stórbruna, er mjög mikið vatn þarf að nota. Úr þessu á að bæta með því að byggja þenna vatnsgeymi; ef bruna ber að höndum verður vatninu úr honum hleypt í vatnsleiöslupípur bæjarins og við það á straummagnið að vaxa svo að dugi. Hækkun brunabótaiðgjalda, Annað er það sem farið er fram á í bréfi þessu. Það er að hús bæjarins verði flokkuð eftir því hve mikil brunahætta stafar af þeim eða hversu hætt er við að f þeim kvikni. í fyrsta flokki eiga að vera öll steinhús og hús sem múruð eru í binding. í öðrum flokki timburhús, sem klædd eru utan á alla vegu með járni eða öðru álfka eldverjandi efni. í þriöja flokki þau hús, sem að einhverju leyti er ábótavant i því efni. í fyrsta flokki eiga iðgjöldin aö haldast óbreytt eins og þau nú eru. í öðrum flokki eiga þau að hækka um sem svarar 8 aurum af hverj- um 100 krónum í virðingarverðinu en í þriðja flokki um 14 aura. í þriðja flokki eru tiltölulega fá hús í bænum og nú ekki leyft að byggja nein slík hús. Hækkun sú, sem áætlað er að veröi á allri iðgjaldagreiðslu bæjar- ins árlega nemur um 4000 krónur. Árið 1914—’15 (reiknað frá 1. apríl) námu iögjöldin öll um 11400 krónur. Ástæöan til þessarar hækkunar er sú, að brunabótafél. kvaðst hafa tapað um 300 þús. króna á Reykja- vfk — það er að segja, reikning- arnir stóðu þannig í vor þegar brann hér, að enginn afgangur var af iðgjöldum undanfarinna ára upp í tjón það sem varð við brunann 25. apríl s. 1. Frá því 1874, er fél. tók að sér að vátryggja bæinn, hafa tekur og gjöld Reykjavíkur- vátrygginga staöist nokkurn veginn á. Þaö þykir eiga illa við, að Reykjavík veröi beinn ómagi á dönsku kaupstöðunum og þessi 4000 króna árlega hækkun á að vera til að koma í veg fyrir það f framtíðinni. Og eftir þvf sem bærinn vex verða líkur meiri til þess, að hann borgi eitthvað af þessum 300 þús. króna, en nokk- uð langt verður þangað til, ef gera á ráð fyrir því að gamla iðgjalda upphæðin étist upp, þvf að vext- irnir einir af þessum 300 þús. nema 12 þús. króna árlega með 4%- — En þó að eldvarnarráð- stafanir hafi verið og verði auknar að mun, má varla gera ráð fyrir að minna tjón verði af eldi í fram- tíðinni en orðið hefir undanfarin ár, að undanteknum brunanum í vor, því að eftir því sem meira byggist í bænum og þéttbýlla veiður eykst brunahættan. T I L M I N N IS: Baðhúsið opið v, d. 8-8, Id.kv. lil 11 Borgarsiskrifit. í brunastðð opín v. d 11-3 Bsejarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Aim. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landsslminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans . Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og háislækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Krókur á móti bragði. En þó að*-[bæjarstjórninj sam- Þykti þessar kröfur, og þætti þær í alla staði sanngjarnar, þá fór hún þó fram á, að smá hús, járnvarin, alt að 10 þús. króna húsum, yröu talinn f sérstökum flokki og lögð á þau eitthvað’£lægrijiögjöld en önnur hús í öðrum flokki. Taldi brunamáhnefnd þá ástæðu til þessa, að af slíkum húsum stafi miklu minni brnnahætta en af stórum timburhúsum, auöveldara að verja þau og aö slökkva eld í þeiro. En auk þess hafði brunamála- nefnd athugað það, að Reykvíkingar hafa frá upphafi verið látnir greiða aukagjald til vátryggingarfél. vegna þess að ekki væri nein vatnsveita í bænum. Gjald þetta er aöeins 2 aurar af hverjum 100 krónum virð- ingarverðs og er Iagt á auk reglu- lega iðgjaldsins í öllum þeim kaup- stöðum, sem í þessum félagsskap eru og ekki hafa viðurkenda vatns- veitu. — Borgarstjóri kvaðst hafa minst á þetta gjald við umboðsm. vátryggingafél. sem hingað kom í vor og hefði hann ekki tallð ólík- legt að hægt yröi að fá því létt af, er vatnsgeymirinn væri kominn. Jón þorláksson bar fram tillögu í þá átt, að farið yrði fram á að þetta gjald félli niður og var hún samþykt. En ef fél. felst á það, þá er áætlað að iðgjöldin lækki uin sem næst 2400 kr. og verður hækkunin frá því sem nú er þá aðeins um 1600 krónun. Tryggvi Ounnarsson vakti máls á því, sem hann hefir oft vakið máls á f bæjarstjórninni, að óhæfi- legt væri að láta alla bæjarbúa kosta að jöfnu eldvarnirnar, hvort sem þeir væru húseigendur eða ekki. Vildi Iáta Ieggja aukagjald við vá- tryggingariögjöldin, t. d. 1%0, sem rynni í sérstakan brunabótasjóð og yrði varið til viöhalds og aukn- ingar slökkvitækja o. þ. h., en ekki láta taka slíkan kostnað af öllum bæjarbúum jafnt með aukaútsvörum hvort sem þeir væru húseigendur eða ekki. ( Frh. á 4. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.