Vísir - 23.01.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 23.01.1916, Blaðsíða 2
I t» V I SI R Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er ocin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur irá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað. inng frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá tí. 1—3. Sími 400.— P O. Box 367. Skýrsla Hamiltons. —o— Stopford hershöfðingja kent um hve illa tókst víð Suvla-flóa. í öndverðum ágúsimánuði í sumar gerðu Bretar allsherjará- hlaup á Gallipoliskaga, settu þeir lið á land norðan við Suvla-flóa og hugðust að taka fjallgarðana á miðjum skaganum. — Áhlaup þetta mistókst og hefir Asquith forsætisráðherra sagt að það hafi verið einhver mestu vonbrigði sem hann hafi orðið fyrir í þess- um ófriði. Pað komst fljótt í hámæli að yfirforingja Suvla- liðsins væri um að kenna hve illa tókst til. Ekki var hann þó nefndur á nafn í enskum blöð- um. — í haust var yfirhershöfðingi Gallipolihersins, Sir Ian Hamilton, kvaddur heim til Englands til að gefa skýrslu um Ieiðangurinn.— Er sú skýrsla ný útkomin. Skýrir Hamilton frá að áhlaup hafi verið gerð á þrem stöðum í senn; suður á skagatánni, frá Anzac og hjá Suvla-flóa. Árásin suður á tánni var að eins gerð líl málamynda til að villa Tyrkj- um sjón. Aðaláhlaupið var frá Anzac, þar sem Ástralíu og Nýja- Sjálands-herinn var til sóknar, en samhliða honum átti landgöngu- liðið hjá Suvla-flóa að sækja fram. Pví hefir áður verið lýst hér í blaðinu að Anzac-herinn náði Sari Bar tindunum á sitt vald eftir þriggja daga froekilega sókn, en gat ekki haldist þar við vegna þess að Suvla-herinn fyrir norðan komst aldrei jafnlangt fram og honum var ætlað. Sir Ian Hamilton var úti í eynni Lemons og stjórnaði á- hlaupunum þaðan. Hann varð þess brátt var að ekki var alt með feldu hjá Suvla-flóa. Liðið hafði gengið á land aðfaranótt 8. ágúst. Hafði landgangan tekist all-vel. Komu Bret ir þar Tyrkj- um að óvörum og náðu næsta dag á sitt vald strand- lengjunni og hæðunum þar fyrir ofan. En Hamihon viidi að liðið V[í S1 R hefði verið látið sækja lengra fram og kennir Stopford hers- höfðingja að það var ekki gert. Pess ber að gæta að um nótt- Ina hafði lent í handaskolum að koma nægu vatni á land, en daginn eftir var mjög heitt og varð l.ðið því brátt aðframkomið af þreytu og þorsta. Hafði það ekki verið í orrustu fyr. Foringj- ar herdeildanna voru þvf mjög ófúsir til framgöngu fyrr en liðið hefði hvílt sig og aflað sér vatns. Lét Stopford það eftir þeim og gaf út skipun um að hersveit- irnar skyldu ekki ráðast framan að skotgröfum Tyrkja heldur reyna að komast fyrir þær. Bar Stopford það fyrir sig að hann hefði ekki fallbyssur til að styrkja framsókn liðsins. Skipun þessi varð orsök þess að svo mátti heita að framherinn héldi kyrru fyrir. Segir Hamilton að það hafi verið óafsakanleg yfirsjón af Stop- ford að senda ekki lið fram til áhlaups þótt þreytt væri. Pví alt hafi verið undir því komið að nota vel morguninn meðan Tyrk- ir voru óviðbúnir. Hamilton brá þá við og fór sjálfur til Suvla, höfðu honum komið njósnir um að Tyrkir sendu hjálparlið hvaðanæfa af skaganurn til Suvla. Hann kom þangað laust er áliðið var dags og hitti Hammersley foringja 11. I herdeildar að máli og benti hon- um á að Tyrkir mundu geta skipað nógu liði til varnar á hœðirnar fyrir ofan herdeild hans ef þœr væru ekki teknar þegar í stað. Var klukkan þá orðin 6. Vildi Hamilton að herdeildin yrði látin hefja atlögu þá um kveldið eða nótlina. En Ham- mersley kvað ógerning að breyta skipunum þeim sem hann hefði áður gefið úr því svo áliðið væri dags og hersveitirnar ekki við því búnar að gera áhlaup um nóttina. Hamilton fékk þó að vita að ein hersveit (brigade) mundi við því búið að sækja fram þegar. Gaf hann þá sjálfur skipun um að sú hersvteit skyldi gera áhlaup á hæðirnar eins fljótt og hún gæti því viðkomið. Pað drógst þó til kl. 4 næsta morg- un að hersveitin legði upp, en þá var það um seinan. Komu Tyrkir henni í opna skjöldu báð- um megin frá. Varð hún brátt að hörfa undan og létu Bretar þar margt manna. Segir Hamilton í skýrslunni að ef öll herdeildin hefði 3Ótt fram um kveldið eða nóttina þá mundi hún hafa getað -náð hæðunum á sitt vrld. Nœstu daga gerði herinn á- jj hlaup til að ná hæðunum en þá var alt orðið um seinan. Tyrkir höfðu þá dregið að sér lið og gátu varið þær. Síðan svifti Hamilton Stopford herstjórn 15. ágúst. Segir hann um yfirforingjana hjá Suvla yfir- leitt, að þeir hafi verið óvanir skotgrafahernaði, ekki þekt bar- dagaaðferð Tyrkja og sýnt hik þegar mest reið á að nota tím- an sem best. Sir Frederick W. Stopford, hershöfðingi sá er hér um ræð- ir, er Ó2 ára gamall af írskum f aðalsættum kominn. Hann hefir j verið í mörgum herferðum áður, í Suður-Afríku, Egyftalandi og | víðar, og hlaut þá lof hjá yfir- fori^gjum sínum fyrir drengilega framgöngu. Hann er nú heima á Engiandi og hefir verið skip- aður til að úthlula styrktarfé ekkjum fallinna hermanna. Hann hefir krafist þess að ákæra Ha- miltons á hendur sér verði rann- sökuð. Pykist hann ekki eiga eins mikla sök á óförunum og Hamilton vill vera láta, enda hafa blöð Breta bent á, að Hamilton sjálfur hafi ekki getað herinn til að sækja fram í tæka tíð. Enn- fremur benda þau á að vatns- skortur hafi dregið kjark úr því. Frá bæjarstjórnar- fundi 20. þ. m. Bygging Elöls. Lesið var upp byggingarbréf fyrir Eiði. Hefir Baldvini Sigurðs- syni verið leigð jörðin til 15 ára gegn 300 kr. afgjaldi árlega, og má hann borga af því alt að 200 kr. í jarðabótum. Eftir 5 ár hækkar Ieigan um 4% af fé því er verð- ur varið til umbóta á jörðinni eftir þann tíma. Sandtaka. Samþykt var að banna alla sand- töku í Vatnagörðum (inn við Laugar- nes) sökum skemda er hún getur valdið, nema með leyfi borgarstjóra og að þeir er sand taka þar borgi eftirlit með sandtökunni, Vatnsgeyml var samþ. að láta byggja í Rauðar- árholti á sumri komanda, 1000 teningsmetra að stærð og verja til þess alt að 20 þús. kr., er bæjar- stjórn taki að láni til að fram- kvæma verkið. Breyting á lánum. Samþykt að taka 600,000 króna lán I Veðdeild Landso. Lánið borg- T I L M I N N I S: Baðhúsið opið r. d. 8-8, Id.kv. til H Borgarst.skrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8VS síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1- Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið V/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið* vikud. kl. 2—3. ast út í bréfum, en Landsb. lánar 200 þús. kr. og íslandsbanki 300 þús. kr., en bankavaxtabréf að naín* verði 223 -f- 334 þús. kr. sett að handveði fyrir þeim lánum. Láp* inu á að verja tjl að borga 400 þús. króna skuld við hafnarsjóð, 6,600 króna skuld við brunabóta- sjóð. 70 þús. króna lán var ákveð- ið að taka á fjárhagsáætlun 1915 en er enn ótekið og 54 þús. á áætl. 1916 og loks 20 þús. H byggingar vatnsgeymis. Þetta eru samtals um 550 þús. krónur. Af veðdeildarláninu verða eftir 43 þús. krónur í bankavaxtabréfum upp í það sem bærinn þarf að fá fraffl yfir 500 þús. kr. Listaverk Einars Jónssonar. Lesið var bréf frá StjórnarráöinU, þar sem farið er fram á, aö bærinn leggi til lóð undir hús, sem byggj3 á yfir listaverk E. J., á klöppunum fyrir sunnan Skólavörðuna. Nefnd kosin tii að athuga málið: Sv. Bj., borgarstj. og Sighv Bjarnason. Dynamithús bæjarins leigt Aall-Hansen fy<"*r 40 kr. á ári, en hann gerir grein fyrir sprengiefnabirgðum bæj- arins um áramót og annast um af* hendingu á þeim ókeypis. Skemtigarður. Fram kom tilboð um lóð sunn- án við Tjörnina uudir fyrirhugað- an skemtigarö, fyrir 14 þús. kr. *-" Bæjarverkfræðing falið að mæla land það, er til garösins er áætlað áðuf en fullnaðarákvörðun er tekin un* kaupin. Mat á iöndum og lóðam. Fyrri umræða um reglur um m^ á lóðum og löndum í Reykjav*^ fór fram á þann hátt, að engi*111 tók til máls.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.