Vísir - 13.02.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 13.02.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR Trr-rTTi'.yTísanrri VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstrseti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá U. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Loftskipaárásir Þjóðverja á París, England og Saloniki. Um mánaðamótin síðustu hafa Þjóðverjar heimsótt óvini sína á loft- skipum bæði í París, á Englandi og í Saloniki. Árásin á París var gerð þ. 29. og 30. janúar og var varpaö nokkr- um kúlum á útjaöra borgarinnar. Er talið að 20—30 manns hafi látið iífiö, en annar skaði sem varð af árásinni er metinn um 40000 sterl- ingspund. Miklu meira kvað að árás sem gerð var á England nóttina milli 31. jan. og 1. febrúar. í enskum blöðum er sagt að 7 loftskip hafi tekið þátt í árásinni og kastað niður yfir 300 sprengikúlum í Norfolk, Suffolk, Lincolnshire, Leicestershire, Staffordshire og Derbyshire og drep- ið 59 manns en sært 101. Þýskar fregnir segja að loftskipin hafi gert mikinn usla í Liverpool, Birkenhead, Manchester, Nottingham og Sheffield og eyðilagt þar margar verksmiðjur og önnur mikilsverð mannvirki. En ensk blöö segja að svo dimt hafi Kvennhetjan frá Loos. --- Frh. það áttu hermennirnir yðar að vita um. Eg ábyrgist einungis að enginn hafi skotið úr húsinu okkar“. þetta var of mikil dirfska, hershöfðingjanum mislikaði, snéri við mér bakinu og fór burt. Eg sá eftir hvað eg var keskin og hélt að nú værl úti um mig; eg var leidd inn í herbergi, þar sem fult var af hermönnum, en eg hélt höndunum fyrir andlitið og grúfði til að þeir skyldu ekki sjá framan í mig. Að hálfri stundu Hðinni kom liðsforingi og sagði að eg mætti fara heim, en eg mætti vita, að þeir hefðu gætur á mér. Eg var ekki lengi að koma mér heim. En friðurinn var ekki langur. Sömu nóttina vaknaði eg við, að barið var að dyrum. ,Hver þar ?“ spurði eg, en um og verndi siðmenninguna, ann- ars gera þær sig samsekar í ofbeld- isverkunum*. í svissneska blaðinu »Suisse< er sagt, að ef bandamenn skirrist við því eftir þetta að beita ölíum þeim glæpamannavopnum, sem óvinir þeirra hafa beitt, þá sýni þeir að þeir kunni ekki einföldustu hugs- unarreglur. Rússneskur Koepeniek. Rússneskir herfangar leika á þýska varðmenn. Margir kannast við þýska skó- smiðinn sem lék á yfirvöldin í bænum Koepenick og þóttist vera höfuðsmaður í hernum. — Hann varð heimsfrægur. Nýlega lék rússneskur herfangi á þýska varðmenn á líkan hátt. Níu rússneskir herfangar voru í vinnu á búgarði einum skamt frá jósku landamærunum. Þeim kom saman um að reyna að flýja yfir landamærin til Jótlands. En þar var ekki við Iambið að leika sér, því að þýskir hermenn héldu strangan vörð við landamærin. Lífið og sálin í æfintýrinu var ungur Rússi. Hann Iagði mjög stund á að lœra þýsku og eink- um þau orð, sem brúkuð eru í fyrirskipunum í hernum og tókst honum að ná nákvæmlega prúss- neska framburðinum á þessum orðum. Um kl. 2 um morguninn þ. 1. T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v, d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarstskrifjt. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst, Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjóm til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssíminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjómarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóömenjasafnið opiö sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. þ. m. kom Rússunum saman um að gera flóttatilraunina í skjóli myrkursins. Þeir Iögðu af stað, níu í hóp, undir forustm þess þýsku-talandi, og gengu í fylkingu beint til varðstöðvanna, með stafi við öxl í staðinn fyrir byssur. Þegar þangað var koniið og ekki voru nema nokkrar álnir til dönsku landamæranna, skipaði »foring- inn« sveit sinni að nema staðar, á þýsku. Síðan ruddi hann úr sér heilu syndaflóði af þýskum skipunum til varðmannanna þýsku og þeir gengu þegar í gildruna, héldu að þar væri komin varð- sveit sú er taka ætti við af þeim, flýttu sér að hlýða skipuninni og röðuðu sér til brottgöngu. Rússinn skipaði þeim svo að verið uppi yfir, að Þjóðverjar hafi ekki vitað hvar þeir voru og kastað kúlunum í blindni, hafi margar kúl- ur fallið niður uppi í sveitum, þar sem þær gátu ekkert tjón gert. í sama mund og árásin vargerð á England sveif þýskt loftskip yfir Saloniki og fengu Grikkir þá í fyrsta sinni að kynnast þessari nýtísku- hernaðaraðferö, varpaði loftskipiö 25 sprengikúlum á borgina á ýmsum stöðum. Varð allmikiö tjón að á- rásinni og Iétu 17 manns lífið en 28 særðust. 2 grískir hermenn voru meðal hinna dauöu. í Berlín voru fagnaðarlæti mikil út af loftskipaárásum þessum. Safn- a öist saman múgur og margmenni fyrir utan bústað Zeppelins greifa, til þess að hylla hann, en mönnum til mikillar sorgar var hann hvergi nærri, var staddur á vígstöðvunum. Hlutlausar þjóðir mótmæla, í blaðinu »EI Paist sem gefið er út í Madrid er farið þessum orðum um Ioftskipaárásir Þjóðverja: »Það er enginn munur á þeim og ofbeldisverkum stjórnleysingja. Vér verðum að mótmæla slíkum að- förum sem kröftulegast. Hlutleysi er annað en afskiftaleysi. Þjóðirn- ar geta ekki afskiftalaust horft á það að slík ofbeldisverk séu unnin gegn alþjóðareglum. Allar þjóðir Norður- og Vesturálfunnar eru siðferðislega skyldugar til að mótmæla af öllu afli. Það er samboðið sögu Spánar að mótmæla. Vér elskum Frakkland innilega, en hér er ekki um frænd- semi eða samhygð að ræða, heldur um að þjóðirnar mótmæli glæpun- svariö var mér óskiljanlegt og eg kallaði því eins og þjóðverj- ar höfðu kent mér: „Nicht conprend". Svolítil þögn og svo var barið fastar en áður. Mér datt í hug að eg væri víst álitin nokkurs konar fangi, sem aðeins hefði frelsi um stundarsakir. Eg þorði því ekki annað en að fara ofan og opna. Óbreyttur liðsmaður kom inn og þegar eg spurði hann hvað hann vildi svaraði hann „Edik“ Svarið var svo óvænt og hlægilegt að mér rann reiðin yfir að hafa verið vakin, en þá gekk maðurinn að mér og skildi eg þá undir eins hvað hann vildi mér. Hann var stór og sterkur og eg vissi hvílík hætta mér var búinn ef hann sæi á mér hræðslu. Eg þreif eldskörung úr járni, reiddi hann framan í hann og varð honum svo bilt við að hann hröklaðist út úr dyrunum ; en eg stóð eftir steinhissa á þessum hæga sigri. Klukkustundu seinna var aftur barið. Eg gægðist út og sá að þar voru komnir fleiri hermenn. Elnn þeirra kallaði á frönsku: „Opnið !* En eg svaraði: „Nei“. þeir ætluðu þá að brjóta upp hurðina, en þá opnaði eg glugg- ann og sagði í hálfum hljóðum eins og eg væri að vara þá við hættu: „Hér býr liðsforingi". þeir skunduðu þá burt. Eg segi þessi atvik sem dæmi um þá hættu sem konur voru í fyrir þessum kumpánum. Allan nóvembermánuð skorti okkur mjög mat. Kálmetið í garðinum var búið, ómögulegt að sópa saman meira mjöli í bakaríinu og við mundum hafa soltið ef við ekki hefðum átt dálítið af jarðeplum, sem við höfðum falið fyrir ræningjunum. Við og við fór eg út og leitaði í rústunum hvort ekkert ætilegt fyndist, og einu sinni var eg svo heppinn að finnadálítið af korni, en hvernig átti að mala það ? Bróðir minn sagði að gamni sínu: „þú verður að mala það í kaffi- kvörninni“. Mér fanst þetta reynandi, en það var svo seinlegt að eg gafst upp við það. Seinna neyddi hungrið okkur til að nota kvörnina. Við möl- uðum öll til skiftis og vorum heil- an dag aðJ fá svo mikið mjöl, að við gætum búið til nokkurskonar köku, sem þó var harla ólík hinu inndæla hvíta brauði, sem vlð vorum vön að borða. Fallbyssuskot heyrðust altaf en við vissum ekkert hvað var að gerast í kring um okkur og olli fréttaleysið og afkróunin okkur miklum sálarkvölum. þýskur læknir hafði tekið upp á því, að heimsækja okkur á hverj- um degi og þó að hann væri fremur kurteis, þá leiddist mér komur hans og samræður. Eg var að velta fyrir mér hví hann kæmi, en svo alt í einu varð mér það ljóst að hann vildi læra af mér frönsku, eða réttara sagt fullkomna sig í málinu, því hann beiddi mig að leiðrétta sig þegar hann segði eitthvað vitlaust. En eg verð að játa, að eg af skömmum mínum lét hann halda að hann talaði ágæta frönsku, þó

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.