Vísir - 06.03.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 06.03.1916, Blaðsíða 3
VÍSIR Frá Austfirðingamótinu 3. mars 1916. Þar var etið, talað, sungið og dansað. Ræður héldu: Halldór Jónasson frá Eiðum, Ólafur Frið- riksson ritstj. óg Jón Sveinsson sterki. Einnig las Ól. Friðriksson UPP kvœði eftir austfirskan bónda, Einar Friðriksson, sem staddur er hér í bænum. Er það á þessa leið: Saman öll vér söfnumst hér sœlla æskustöðva að minnast. Það sem nýtast í oss er Austurlandi helgum vér. Alt vort starf, sem ávöxt ber á við heiður þess að tvinnast. Saman öll við söfnumst hér s®lla æskuslöðva að minnast. Þig vér elskum, Austurland, eins og barnið góða móður, fjöll þín há, með hamraband, hóla, dali, urð og sand, björg, sem veður vinna ei grand, j vötnin, skóga, grund og rjóður. Þig vér elskum, Austurland, eins og barnið góða móður. * I Blómgist æ þín bygðin fríð, bœði af lands- og sjávargæðum. ; Þótt þér ógni ís og hríð, alt þitt verði að sigri stríð. ; Auðnusólin ár og síð um þig vefji gullnum slæðum. j Blómgist æ þín bygðin fríð, { bæði af lands- og sjávargæðum. ' sauðunum* og voru þar í þess- ■■ ar vísur: I Áttatíu árin stíf eg hef glímt við þetta líf, *, elskað mat og vín og víf. Austurland mín vagga var, var eg síðar hér og hvar, | en aldrei leið mér eins og þar. Hvergi fékk eg fínni svið og flotið sem var étið við það var fína feitmetið. Hvergi sá eg hákarlslim sem hinn er var á næstu rim, sárið hreint og hvítt sem brim. Hvergi fékk eg fyllri kút, fullar pytlur upp í stút stakk eg þá í einu út, Nú er komin önnur öld, einkum finst mér þó í kvöld sorgleg þessi syndagjöld. Aldrei sá eg eins og þar yndislegar meyjarnar, rjóðar eins og rósirnar. Pá var enn sungið og dansað fram í dögun. Viðst. ^ VátryggiÖ tafalaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General Insu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gíslason j Sæ- og stríðsyátrygging Þá kvað Ríkarður Jónsson ! Det kgl. oktr. Söassurance Komp »Endurminningar gamals aust- Aliðstræti 6, Tals. 254. ; firA * . .1 A. V. TULINIUS. | ings« með laginu »Se eg eftir j Aðalumboðsniaður fyrir fsland í Chairman og ViceChair Cigarettur Q&ST eru bestar, "W| REYNIÐ ÞÆR. Pœr fást í öllum betri verslunum og í heildsölu hjá T. Bjarnason, Umboðsverslun Templarasundi 3 Sími 513 3 velbygð hús óskast strax til kaups á góðum stöðum í bænum. Verð má vera frá 7000 til 12000 krónur. Tilboð með allra lægsta nettó verðl merkt: »Húsakaup nr. 47« leggist inn á skrifstofu þessa blaðs. Det kgl. octr. Brandassurance Comp. Vátryggir: Hús, húsgögn, vörur alskonar. Skrifstofutími 8—12 og 2—8. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Oddur Gíslason yfirréttarmálaflutnlngsmaOur Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 1 2 Bogi Brynjólfsson yfirrjettarmálaflutningsmaður. Skrifstofa Aðalsíræti 6 (uppi.) Skr ifstofutími frá kl. 12-1 og 4-6 e. h. Talsími 250. Pétur Magnússon yflrdómslögmaOur, Grundarstíg 4. Sími 533 Heima kl. 5—6. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 79 Trygð og slægð Eftir Guy Boothby. browne nótt, Frh. dreymdi margt þesst . sem járnbrautarlestin flutt °n Þvert yfir Frakkland. Fyrs p hann í sönghöiiinni í Coven Darden og hlustaði á Lohengrir og daðist að svipbrigÖUnum á and. htinu á Katrínu meðan hún hlust- aði á liina ágætu söngmenn. Er alt í einu var hann kominn i klettana hjá Merok og Katrín hékl a hamrabrúninni rétt fyrir neðar hann. Hann teygöi úr sér til aí ^V’a að bjarga henni, en hand eSgurinn var of stuttur. Má ejE ki hjálpa yður, sagði Maas. Oí 'nnilega þakklátur fyrir hjálpina °k Browne þessu tilboði fegini hendi. Þeir fóru svo aödragahan; upp, en alt í einu Iamdi Maas hann heljarhöggi í höfuðið. Við það slepti hann tökum á Katrínu og hún var að hrapa fram af brúninni, en þá vaknaði Browne. Hann var kófsveittur og skalf allur af hræðslu eftir drauminn. Hann varð andvaka í nær klukkutíma og hlustaöi á öll hljóöin, sem járn- brautarlestin vekur að nóttu til. Þá sofnaði hánn aftur og fór að dreyma um Katrínu. Og undarlegt var þaö, enn átti hann við Maas að eiga sem mótstöðumann. Þau voru nú stödd í blómgarði í Japan. Katrín stóð á trébrú og horföi nið- ur í vatnið, en Maas stóð við hlið hennar. Alt í einu brotnaði brúin og stúlkan datt í vatnið. — En þó að hún væri að drukna rétii Maas ekki út hönd né fingur til aö hjálpa henni, en var að fræða hana um, að ef hún druknaði, þá yrði ekkert úr fyrirætlunum hennar í Austur- löndum. Eftir þetta gat Browne ekki sofnað aftur. Morguninn var fagur. Ekki sást skýhnoðri á lofti. En Browne var hryggur í huga. Hann var að skilja við konuna sem hani\ eiskaði og átti ekki að fá að sjá hana í tvo mánuði. Þó hann væri kjarkmaður hinn mesti, þá verður þó að játa, að hann óttaðist þennan aðskilnað eins og bleyðan óttast höggin. En vægðar- laust hélt járnbrautarlestin áfram ferðinni og færði þau nær og nær ákvörðunarstaðnum. . Þegar þangað var kómið og þau höfðu snætt morgunverð á gistihöll einni, héldu þau til skips. Aldrei haföi Browne tundist Katrín eins yndisleg og hann varð hnugn- ari og hnugnari. Þegar þau voru komin á skipsfjöl, vísaði þjónn einn konunum til klefa þeirra. Það voru auðvitað bestu klefarnir á skipinu. Þeir voru miðskipa og hvor þeirra var í rauninni ætlaður fjórum farþegum. Á meðan gekk Browne á milli þjónanna og gaf þeim stórgjafir og ef nokkuð hefði mátt marka ummæli þjónanna, þá hefðu hinir farþegarnir haft fulla ástæðu til umkvörtunar. Að Ioknu þessu mútu- og siðspillingarstarfi fór Browne að leita kvennanna. Þær voru þá komnar upp á þilfar og stóðu við dyrnar á reykinga- salnum. — Eg vona að ykkur geðjist vel að klefunum, sagði hann, og brytinn hefir lofað mér því, að ekkert skuli látið ógert til að gera ykkur vist- ina sem þægilegasta á skipinu. — Hvað þú ert góður, hvíslaði Katrín og þrýsti hönd hans blíö- lega. En frú Bernstein sagði, að ef nokkuð gæti sætt sig við sjóinn, þá væri það umhyggja Browne’s. Rétt í því var gefið merki um, að allir, sem ekki færu með skipinu, ættu að fara í land. Frú Bernstein flýtti sér að kveðja Browne og yf- irgaf svo elskhugana. Augu Katrínar voru full af tárum og hún fölnaði. Nú þegar hún átti að skilja við manninn, sem hún elskaði, sá hún fyrst hve mjög hún unni honum. — Katrín, sagði Browne rámur af geðshræringu, veistu hve heitt eg elska þig? — Þú elskar mig meira en eg á skilið, sagði liún, eg get aldrei launað þér það sem þú hefir gert fyrir mig. — Eg vil engin laun önnur en ást þína, ansaði hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.