Vísir - 13.03.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR
VISIR
Afgreiðsla blaðsins á Hótel
Island er opin frá kl. 8—8 á hverj-
um degi.
Inngangur frá Valiarstræti.
Skrífstofa á sama stað, inng. frá
Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá
kl. 2—3.
Sími 400.— P. O. Box 367.
6 &$\ast
Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn
& Telpukápur. Barnakjólar.
Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl
SaumastofaD á Laugavegi 24
Þjóðverjar
um orustuna hjá Verdun
—:o:—
Eins og alþjóð meðal banda-
manna hefir beðið þess með eftir-
væntingu að hafin yrði af þeirra
hálfu úrslitaáhlaup á óvinina á vest-
ur-herstöðvunum, eins heefir alþjóð
manna í MiðveJdunum vænst þess
sama af sínum mönnum. — Það
mun alment álitið að Þjóðverjar
hafi nú hafið þann heljarslag hjá
Verdun, sem þeir ætlist til að skeri
úr, en ekki verður það séð af blöð-
um þeirra. — Oft og einatt hefir
verið »flaggað« meira með árangri
af smáskærum, sem staðið hafa hér
og hvar, en því sem nú er að ger-
ast. — í »Morgenpost« var í einu
og sama blaði sagt frá því, að
Austurríkismenn hefðu tekið Du-
rasso, og að Þjóðverjar hefðu náð
Champneuville og Hardaumont (vígi
hjá Verdun) og var frásögnin um
Durasso prentuð með'miklu feitara
letri en hin — rétt eins og það
væri merkasti atburðuriun. Frétta-
ritari blaðsins hjá Verdun, Max
Osborn, skrifar um orustuna í
byrjun hennar, og vill sýnilega forð-
ast að vekja tálvoir. Hann segir:
Það er orusta, sem ekki á sinn líka
í veraldarsögunni. Hún er að
mannfjölda til ólík öllum orustum
sem háðar hafa verið, einnig stærstu
orustunum, sem háöar hafa verið f
þessum ófriði. Leiftursnör áhlaup
eru hér órnöguleg. Sá sem sækir
á, verður að vinna sig áfram fet
fyrir fet, ráöast á og vinna nýja og
nýja aðstöðu, berjast um hvert fót-
mál. Svæðið noröur af Verdun,
sem var í höndum óvinanna, er eitt
víggirðinganet. Þar getur alls ekki
verið um að ræða að ráðast skyndi-
lega á og yfirbuga óvinina. Altaf
verður að ryðja úr vegi nýjum og
nýjum hindrunum, sprengja víggirð-
ingar í loft upp, skjóta niður skóga
og taka þorp með áhlaupi, dengja
stórskotum á rambyggilega útbúnar
skotgrafir, til þess að hægt sé að
ráðast á þær með byssustyngjuuum.
Yerkamaniiastr aumur
og
v i n n u e k I a .
---- Nl.
Sama er að segja um alla þá,
er á einhvern hátt taka þátt í
skipa- eða bátagerð með fram
sjávarsíðunni, og nú sem stend-
ur meiga kjör sjómanna hér við *
flóann teljast viðunanleg, móti því
sem verið hefir undanfarin ár.
En þegar litið er á vinnulaun
verkamanna hér í bæ, er hverj-
um manni augljóst, að verkalaun
þeirra hafa svo lítið hækkað síð-
an dýrtíðin skall á, að hverfandi
er í samanburði við hækkun á
öllum nauösynjum, og sem þó
halda altaf áfram að stíga. það
er því brýn nauðsyn fyrirverka-
menn hér í bæ, að hefjast handa
og leýta uppi þær leiðir, sem
hugsanlegar og jafnframt fram-
kvæmanlegar væru í þá átt, að
verkamenn hefðu meiri tryggingu
fyrir að þeim yrði ekki eins til-
finnanlega bægt frá vinnu af að-
komulýð, eins og verið hefir und-
anfarin ár. >
Vera má að menn vilji segja
sem svo, að slíkt sé ekki auð-
gert, og má vel vera að svo sé,
að það sé erfitt fyrir verkamenn
%
eina aö koma því í lag, en mér «
finst þetta mál hafa það mikla j
þýbingu fyrir bæjarfélagið íheild '
sinni, að bæjarstjórn og borgar-
stjóra mundi það íjúft, að rétta
verkamönnum þar hjálparhönd,
svo langt sem valdsvið þeirra nær,
enda eiga verkamenn nú nýja
krafta í bæjarstjórninni sér til
stuðnings. Eg man ekki betur
en eg hafi séð þess getið, áð það
væri algengt að bæjarstjórnir í
bæjum ytra, aðstoði verkamanna-
félögin undir slíkum kringumstæð-
um, að stemma stigu fyrir því,
að ofmikið safnist til bæjanna af
óráðnu verkafólki í hlaupavinnu.
T IL M I N N I S:
Baðhúsið opið v. d. 8-8, ld.kv. til II
Borgarst. skrif.it. í brunastöð opín v. d
11-3
Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2
og 4-7
Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d
Islandsbanki opinn 10-4.
K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd
Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1.
Landsbankínn 10-3. Bankastjórn til við-
tals 10-12
Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3
Landssiminn opinn v. d, dagiangt (8-9)
Helga daga 10-12 og4-7
Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd.
Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1
Samábyrgöin 12-2 og 4-6.
StjórnarráðsskrifstÐfurnar opn. 10-4 v. d.
Vifilsstaðahælið. Hcimsóknart'mi 12-1
Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2
Ókeypis lækning háskólans
Kirkjustræti 12:
Alm. lækningar á þriðjud. og föstud.
kl. 12—1.
Eyma-, nef- og hálslækningar á föstud.
kl. 2—3.
Tannlækningar á þriöjud. kl. 2—3.
Augnlækningar í Lækjargötu 2 á rr.ið-
vikud. kl. 2—3.
Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6.
Hér er því þannig varið, að
menn geta dvalið hér í bænum
vikur og mánuði við vinnu, —
eg veit til að sumir menn hafa
unnið sér hér inn á þenna hátt
svo hundruðum króna skiftir, —
án þess að bæjarfélagið hafi haft
annað en beinan og óbeinan skaða
af veru þeirra hér, en eg vil
spyrja: Er það lögum gagnstætt
að leggja á þessa menn einhver
gjöld eða því um líkt til bæjar-
þarfa? það er sárt fyrir verka-
menn bæjarins að sjá vjnnuna
tekna frá þeim af aðkomumönn-
um sem ekkert leggja til bæjar-
þarfa, en verða sjálfir að ganga
iðjulausir, og hafa meira en nóga
Kvennhetjan
frá Loos.
--- NI.
af henni áður en eg færi heim
til Sosnay.
Henni leið vel að öðru lejjti
en að hún gat ekki brúkað hend-
ina. Allir voru henni mjög góð-
ir og hún fékk nóg að borða og
nægan svefn, svo batinn var viss.
Á þessum spítala lágu tvö önnur
börn, sem höfðu slasast af sprengi-
kúlum og mér er minnistætt hvað
mér féll illa að sjá þessa aum-
ingja með höfuðin öll vafin.
Húsið hafði hrunið yfir alla fjöl-
skylduna, og af sjö manns náð-
ust einungis þessi tvö börn lif-
andi úr rústunum.
Nokkrum dögum síðar var eg
úti í garðinum þegar frænka mín
kaliaða á mig og sagði: „Emili-
enne, hér er Englendingur sem
vill finna þig“.
Boðberi fékk mér bréf og set
eg það hér orðrétt:
Headquarters st. army
British Expeditionnary
Force.
7th October 1915.
»Eg hefi þá ánægju að láta yð-
ur vita að frásögn um þá hjálp,
„sem þér veittuð herlækninum
við 9. herfylki af Black-Watch
í Loos25. og 26. sept. 1915, sem
og um hina einbeittu aðstoð yð-
ar, þegar ráðist var á óvinina,
hefír komið til eyrna yfírhers-
höiðingja brezka hersins.
Sir Douglas Haig hershöfðingi
hefír falið mér að tjá yður hvað
mikið hann dáist að hugrekki
yðar og ættjarðarást, og að segja
yður að honum hafi verið ánægja
að láta hermálastjórn Frakka fá
vitneskju um framkomu yðar við
ofangreind tækifæri*.
Eg er yðar
P. E. T. Hobbs,
major general, deputy adjutant
and quartermaster general,
fírst army.
„Guð minn góður, þetta er
mér skrifað", kallaði eg ogstökk
til að sýna móður minni bréfíð.
Á eg að segja frá því, að eg gerði
ekki annað allan daginn en að
lesa og lesa bréf þetta.
Nokkrum dögum eftir fórum
við burt frá Gosnay og ætluðum
að setjast að í Hersin Coupigny
rétt hjá Bethune, en þá var mér
gert aðvart um að koma til Versail-
les, því Sir Douglas Haig hafði
efnt loforð sitt og hermálastjórn-
in frakkneska lét ekki sitt eftir
•iggja-
það er mér ógleymanlegur dag-
ur, þegar eg í Versailles var lát-
in raða mér við hlið hetjanna,
sem eg dáist að, við hlið þeirra,
sem af mikilli hreysti hafa bar-
ist fyrir ættjörðina og nú með
tóku orðu í viðurkenningarskyni.
þegar krossinn var festur á
brjóstið á mér, fanst mér eg ó-
verðug svo mikils sóma, því eg
hafði ekki gert annað en hjúkra
og verja þá, sem úthelt höfðu
blóði.sínu fyrir oss; enmérfanst
líka þessi viðurkenning afmá
allar þjáningar.
því miður getur hún ekki af-
máð sorgina yfir föður og bróð-
urmissirnum.
Hér endar frásaga kvenhetj-
unnar frá Loos. þessi unga,
gáfaða stúlka býst við að fara
aftur til heimkynna sinna og ger-
ast kenslukona til þess að hafa
ofan af fyrir sér og sínum.
þýtt hefir
Thora Friðriksson.
Brjósisykurinn og sœtindin
hans Blöndahls, áreiðanlega
Ijúfengust og best.
Sjálfs sín vegna heimta allir
sœtindavinir af kaupmanni sinum
brjóstsykur úr verksmiðjunni í
Lækjargötu 6 Pvík.
Menthol best gegn
hœsi og brjóstkvefi
No. 77 (brendur),
hinn þjóðarfrægi.