Vísir - 14.03.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 14.03.1916, Blaðsíða 2
V í SI R VISIR Afgreiðsla blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá W. 2—3. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 íslensk mannanöfn Iög, nefndarálit og nafnaskrár. Svo heitir ein hin furðulegasta bók, og er hún nú nýkomin í bókaverslanir hér. Svo stendur á henni, að hér á árunum fór löggjafarvaldið að skifta sér af nafnagiftum hér á landi. B^ru þeir Guðlaugur heit. Guðmundsson og Stefán Stefáns- son úr Fagraskógi fyrst fram frumvarp um þetta á Alþingi 1912, og skyldi það einkanlega varna mönnum þess, að villa heimildir á sér eða býlum sínum með nafnaglundroða. Mátti segja það um þessa þingmenn, að þeir ætl- uðu sér að gera gott, en skollinn sneri því til ills, því að upp af þessu spruttu lög um mannanöfn, nr. 41. 10. nóv. 1913, sem ó- heppileg eru að mörgu leyti. — Gera þau ráð fyrir því, að ís- lendingar fari að taka upp ættar- nöfn, og virðast helst til þess gerð að hlynna að þeim, en það hafa bæði margir áður sýnt og i sannað, og nú síðast Árni bóka- vörður Pálsson í skörulegu er- indi á sunnudaginn var, að ætt- arnöfn eru í fyrsta lagi alóþörf hér á landi og í öðru lagi ósam- kvæm eðli tungunnar og miða því drjúgum til málspillingar. — Nenni eg ekki að endurtaka hér rök fyrir því, og það því síður, sem eg vænti þess, að erindi það, er eg gat um áðan, verði birt á prenti. — En auk aðalgalJans, er nú var talinn, virðast mér og fleiri agnúar vera á lögum þessum, og væri full ástæða til þess, að þeim væri breytt hið bráðasta. En sleppum því. — það er eitt á- kvæði í lögum þessum, að „stjórn- arráðið skal láta semja og gefa út til leiðbeiningar: 1. Skrá yfir orð og heiti, sem fallin þykja til að hafa að ættarnöfnum. 2. Skrá yfir góð íslensk, forn og ný . eiginheiti karla og kvenna, er sér- staklega sýni, hvernig eigi að mynda konunafn af karlmanns- nafni og karlmannsnafn af konu- nafni. 3. Skrá yfir skammstaf- anir þær á eiginheitum manna, sem æskilegt þykir að nota“. — þessum fyrirmælum hefir nú stjórnarráðið að sjálfsögðu hlýtt, hefir það falið íslenskukennaran- um við lærða skólann, Pálma Pálssyni, og þeim rithöfundunum Einari Hjörleifssyni og Guðm. Finnbogasyni að gera skrár þess- ar, og hafa þeir orðið við því, en stjórnarráðið síðan hlutast til um útgáfu á þeim, og er það bókin, er eg nefndi í upphafi. Fremst í bókinni eru prentuð lögin um mannanöfn, er fyr var getið, en þá koma nefndarálit þeirra þrímenninganna og tillög- ur. Er það skemst af að segja, að þriðju skrána (yfir skammstaf- anir á eiginheitum) neita þeir að semja, telja það ekki æskilegt, að heitin séu skammstöfuð, né held- ur ástæðu til að setja reglur um þærskammstafanir frekar enaðrarí málinu, og virðist ekki verða annað sagt, en að þeim sé þetta fullkomin vorkunn. Aðra skrána (um eiginheitin og myndun þeirra hvers af öðru) hafa þeir samið . vel, sem vænta mátti, er góðir i íslensku menn höfðu gott verk- efni, alíslensk nöfn. En þá kemur loks að þeirri skránni, sem er fyrst í röðinni (yfir orð og heiti, sem þeim þykja fallin til að hafa að ættarnöfnum), og þá verínar. það er nærri aumkunar vert að sjá málfróða og smekkvísa menn springa svo hörmulega á óviðráðanlegu verk- efni. það er auðséð á nefndaráliti þeirra, hvar sem litið er í það, í hvílíkum vandræðum mennirnir eru. Hvarvetna reka þeir sig á þann órjúfanda múrvegg, sem eðli málsins er hinni útlendu nafnvenju, þetta eðli, sem heimt- ar fyrst og fremst að lifandi fólk sé annaðhvort karlkyns eða kven- kyns og beri heiti sín samkvæmt því, og auk þess heimtar margt annað, ef vel á að fara og ekki verða af skrípi. í þessum tor- færum eru þeir nefndarmenn sí- felt að sprikla, reyna að finna glufur, er þeir fái smogið út um, en vinna ekki annað á, en að misbjóða hvers manns málsmekk, þess, er hann hefir óspiltan, og sjálfra sín líklega fyrst og fremst, því að það játa þeir þó bæði, að íslendingar hafi ekki verið sér- staklega hagir á ættarnöfn, (furða var!) og eins hitt, að fieiri ætt- arnöfn hafi flotið með í riti þessu, en höfundunum sjálfum þyki fög- ur. Er eigi ólíklegt áð fleiri taki undir þetta með þeim. Fjóra þóttust þeir finna besta útvegina, er þeir hugðu sérfæra, til að fá ný ættarnöfn, sem sé: „1. að kenna sig við foreldri eitt. — 2. að kenna sig við staði. 3. að taka upp heiti úr málinu. 4. að taka upp nöfn nokkurra fornmanna". Alt verð- ur þetta að vegleysu. Við foreldri sitt vilja þeir láta menn kenna sig á þann hátf, þá er því verður við komið, að nota eignarfallið af föðurnafninu ó- breytt. Hefði þá t. d. Ingólfur heitinn Arnarson og alt hans af- kvæmi átt að bera ættarnafnið Arnar. Pað er sannast að segja, að þessi tillaga þeirra er þó sýnu skárst. En nú er sá þverbrestur á þessu, að ekkert nafn þykir þeim meiga enda á hljóðstaf, en það gera eignarföll af ýmsum nöfnum kvenna og karla, eins og allir vita. Taka þeir þá það ráð að slefta endingunum an og on aftan á nöfnin, þá er svo er á- statt, og er eigi trútt um að þá verði sumt afkárt: Atlan og Agl- on, Eddon og Helgan, Bárðan og Birnon, Bjarnan og Dóron, Bersan og Bogan, Búan og Daðon, Fjólon og Flosan, Fríð- on og Hremdan, Gerðon og Guðnan, Gyðon og Nannon, Huldon og Högnon, Hlífan og Katlon, Ráfnan og Rútan, Ragn- on og Snjólfan, Steinan og Stíg- on, Sturlon og Sölvan. — Petta ætti nú að vera nóg. Langflest heitin hafa þeir dreg- ið af staðanöfnum, og gera þeir það á ýmsan hátt. Sum nöfnin taka þeir óbreytt, og verða þau þá helst að vera hvorugkyns. Af sumum hafa þeir eignarfallið, og verður það ekki verst, þegar það fær að standa óbreytt, t. d. Ketill Grundar, Snorri Fells o. s. frv. — Pá taka þeir nöfnin i þágufalli eintölu og fleirtölu, t. d. Jón Naustum, Pálmi Tjörnum, og verja það með því, að svo sé skrifað á og ylir bréf vana- lega. Ekki get eg að því gert, að þetta minnir mig á vísuna, sem kveðin var um bögumælið, sem maðurinn setti í bréfið til prestsins á Höskuldsstöðum: Set eg það í seðilinn — sfst vér þetta Ijúgum — Höskuldsstaða húsbóndinn heitir séra »Bjúgum«. Svo er auðvitað, að alþýðu manna dettur ekki annað í hug en að beygja slík nöfn, að minsta kosti í eignarfalli. Menn segja ekki »bók Kamban«, heldur »bók T ! L MINNIS: Baðhúsið opið d. 8-8, ld.kv. til 1! Borgarstskrifát. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7. sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. 1 kl. 12—1. I Eyrna-, nef- og hálsiækningar á föstud. kl. 2—3. i Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Kambans«, og eins mundi ekki verða sagt »hús Naustum*, held- ur »hús Naustums«, en heldur er það bágborið í munni manns. I Enn eru þeir með endingarnar »on« og »an« í þessum flokki ættarnafnanna. Segja að ending- in »an« tákni meðal annars hreyf- ingu frá eðaupptöká einhverjum stað. Sú regla nœr nú ekki langt. Enginn skilur það, að Reykja- víkan eigi t. d. að tákna mann úr Reykjavík. Og af þeim orð- um, sem til eru með þessari endingu og merkingu, hafa þeir ekki tekið nema fáein, t.d. Sunn- an og Norðan. (Svo hafa þeir einnig Sunnar og Norðar o. s. frv.) En svo er nú ætlast til að aðrir auki við, og verða þá von- andi einhverjir til að halda svo áfram stefnunni með það, sem næst liggur, t. d. Utan og Innan (eða Utar og Innar), Ofan og Neðan, Aftan og Framan. »On« taka þeir aftan úr forneskju, þá enduðu svó kvenkyns orð, er nú enda á a. Frh. Njósnir f Sviss. ---- Nl. Hvernlg upp komst. Það var óvarkár hjólreiöarmaður úr hernum, sem varð til að koma upp um samsæriö. Hann var að gorta af því f kaffisöluhúsi einu, sem fult var af fólki, að hann með- al annars hefði þaö starf á hendi að flytja skjöl á milll herstjórnar- ráösins og hermálaumboðsmanns Þjóðverja í Berne. Þessi ummæli bárust út og rannsókn var hafin. Um sama leyti barst sendiherra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.