Vísir - 11.04.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 11.04.1916, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin irá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórínn til viðtals frá W. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Morgunkjólar. Svuntur. Kvenn & Telpukápur. Barnakjólar. Álnavara. Cheviot.Silki. Slifsi o.fl Saumastofan á Laugavegi 24 Eg veit ekki hvort það á að vera útrætt mál, úr því búið er að samþykkja kaupin í bæjar- stjórninni. En eg get þó ekki látið hjá líða að segja um þau nokkur orð. Það er mikið látið af því af þeim mönnum, sem kaupunum fylgja að verðið sé lágt, 38 þús. krónur. En það held eg þó að orki tvímælis. Húsið er bygt 1902—3 og til byggingarinnar var notaður viður úr gömlu frönsku húsunum og þessháttar efni, tínt úr öllum átt- um. Enda er það mál þeirra manna, sem til þekkja, að húsið hafi verið illa bygt í upphafi. Til brunabóta var það virt árið 1903 á kr. 37693. Kunnugur maður, sem átt hefir húsið um tíma, hefir sagt mér að þegar hann seldi það hafi öll eldfœri í því verið ónýt, og hélt hannað lítið hefði verið úr því bætt síðan. Húsið hefir gengið kaupum og sölum undanfarin ár fyrir 25—30 þús. krónur, og virðist svo sem eig- endurnir hafi orðið fegnir að sleppa við það sem fyrst. Því má hver trúa sem vill og getur að nauðsynlegar aðgerðir á húsinu kosti ekki meira en 4—5 þúsund krónur, er það hefir staðið svo að segja óum- hirt í 14 ár, þarf að endurnýja ðll eldfæri í því, steypa gólf í kjallarann og breyta stigum, auk als annars sem gera þarf við. En látum svo vera. Það skiftir minstu hvort aðgerðin kostar 5 eða 8 þús. krónur, ef hægt væri að gera húsið að góðu húsi fyrir það verð, — En eg tel litla von til þess að húsið geti »rentað.« sig og borgað viðhald þegar það er keypt fyrir 43 þús. kr., úr því að það var ekki eigandi fyrir fá- um árum fyrir 30 þúsundir. Það géfur af sér 10 %, segir bæjarstjórnin. t>á hlýtur öllu að vera borgið! En hugsum okk- ur húshjall sem fyrirsjáanlegt er að ekki getur staðið Iengur 2—3 ár. — Hver mundi vilja kaupa hann fyrir 40 þús. krónur, þó að hægt vœri. að hafa upp úr honum 4000 kr. á ári í þessi 2—3 ár með okur leigu ?J — Nei, 10 % leiga sannar ekkert gæði kaupanna, alt er undir því komið í hvaða ástandi húsið er. En þó undarlegt sé, þá hefir bæjarstjórnin samþykt kaupin án þess að hægt sé að segja að hún hafi hugmynd um í hvaða , ástandi húsið er. Bæjarfulltrú- arnir giskuðu á að aðgerðir á því myndu kosta 3—8 þús. krónur, en þeir v i s s u ekkert um það. Og því síður vissu þeir hvernig ásigkomulag hússins er, hvað líklegt er að þurfi að kosta til árlegs viðhalds á því — hvort húsið er meira eða minna fúið, eða aðrir slíkir gallar á því. Bæjarstjórnin hefir sem sé af- ráðið að kaupa húsið án þess að láta fara fram nokkra nákvæma skoðun á því. Enginn einstakur maður mundi láta sér detta í hug að kaupa þannig í blindni. Og vafalaust hefði enginn bæjarfúlltrúanna gert kaup fyrir sjálfan sig á þann hátt. Eg var einu sinni að hugsa um að kaupa hús eitt hér í bœn- um, sem var upphaflega all-vel bygt, en hafði verið vanhirt í nokkur ár. Eg reiknaði út hvað það mætti kosta og tók til greina þær aðgerðir sem sjáanlega þurfti og lagði niður fyrir mér hve há- ar procentur eg þyrfti að hafa upp úr húsinu. Eg fékk smið til að skoða það fyrir mig og hann benti mér á hvað gera þyrfti við og hvað það mundi kosta. — »En svo getur verið fúi hérna í suðurhliðinni og vesturstafnin- um, þó að það sjáist ekki«, sagði hann. — Það varð ekkert úr því að eg keypti þetta hús, en sá sem keypti komst vð raun um að suðurhliðin og vesturstafninn voru fúin. Húsið var alt járn- klœtt, en vegna þess að illa var búið um glngga hafði það fúnað. Hefir bæjarstjórnin Iátið rann- saka vesturhliðina á Bjarnaborg? Eru líkur til þess að fúi sé í henni? Af umræðum þeim frá bœjar- stjórnarfundinum sem birtar voru í Vísi verður ekki séð að neinn bæjarfulltrúanna hafi dottið þessi möguleiki í hug, og því síður að það hafi verið rannsakað. — | Er nú »forsvaran!egt< af bæj- stjórninni að samþykkja og full- i gera kaup á þessu húsi, sem vitanlega hefir verið í megnustu vanhirðu um fleiri ár, án þess að láta fara fram nákvæma skóð- un á því og láta gera nákvæma áætlun um nauðsynlegar aðgerðir. O r. Draumur, NiðurJ. Nú fór eg að horfa um húsið og sá eg þá aö inn við gaflinn voru allir í hvítum klæðum. Ljósbirta var mikil og fögur, sem lýsti mjög vel upp húsið, einkum inst, en smádofn- aði eftir því sem nær dyrunum dró. Og þar sem eg og þeir sem sátu næst mér, vorum i hálfgerðu myrkri. Þar var heldur ekkert á boröum, ut- an brauðskorpur og vatn að mér sýndist. En ínnar á borðinu sá eg að var alskyns sælgæti af ýmsum réttum og blómum. Nú fór eg aö lita á seðla þá er menn höfðu í höndunum. Fyrst hjá þeim með hattinn, því hann hélt sínum seöli á bak við síg, svo eg sá vel á hann. Á honum sá eg að stóð: »Þú varst settur í hátt embætti og áttir að gera tnikið gott, hafðir bæði góða andlega hæfileika og veraldar auð. En varst drykkfeldur og breyttir illa, Haföir af öllum, sérstaklega fá- T I L MINNIS: Baöhúsið opiö v. d. 8-8, Id.kv. íi) II Borgarst.skrif.jt. í brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnd. 81/, síðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl. 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landsslminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vífilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-l.H Eyrn'a-, nef- og hálsiækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- yikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5-6. Brjóstsykurinn og sœtindin hans Blöndahls, áreiðanlega Ijúfengust og best. Sjálfs sín vegna heimta allir sœtindavinir af kaupmanni sinum brjöstsykur úr verksmlðjunni í Lækjargötu 6 Pvík. Menihol best gegn hœsi og brjóstkvefi No. 77 (brendur), hinn þjóðarfrægr tækum, en þegar þú varst ungling- ur, þá hjálpaðirðu barni munaöar- lausu, og fyrir það færðu að korna inn. Líkt þessu sá eg á mörgum öðrum seðlum, sem kringum mig voru. En á meðan eg var úti, sá eg ekkert hvað á seðlunum var, þó eg liti á þá, og þess vegna leit eg ekki á minn. Nú fór eg að líla eftir hvað á honum stóð. Þaö var þetta: »Þú varst altaf fátækur, en þú gast gert fátækum meira gott en þú gerðir. Samt færðu að fara ■ inn.« Um þetta leyti sá eg stúlKu um 10—12 ára gamla koma inn, mjög háa. Hún var illa til fara og veikluleg og hún hélt seðl- inum yfir öxlinni. Á honum stóð: »Þý varst fátæk og veik, en gerðir öllum gott sem þú gast, og fyrir það áttu að fara inn að háborðinu«. Eg sá að hún var að leifa að ein- hverju innan um fólkið, þar til hún fann aldraða konu, sem eg þóttist vita að væri móðir hennar. Á henn- ar seðli var hér um bil hið sama. Að lítilli stundu liðinni sá eg þær báðar við háborðið í hvítum skrúða. Því þótt langt væri inn að gaflin- um, gat eg eins yel greint andlit manna sem þar voru, og þeirra sem nær mér voru. En engan gat eg reglulega þekt. Enda hefi eg alla tíð verið ómannglöggur. Allir virt- ust mér vera fremur unglegir til að sjá. Maður var á gangi um salinn til og frá, og virtist mér hann vera að líta eftir að alt væri í röð og reglu. Eg spurði hann um ýmislegt, og meðal annars hvort frændfólk mitt eða systkini væri hér ekki. Og sagði hann þau vera hér. »Því sé eg þau ekki?« sagði eg. »Þér er ekki leyft það«, segir hann. »En hvað þýðir þetta alt?« segi eg. »Þu ættir að skilja það«, segir hann. Nú datt mér í hug að líta út. Eg stóð upp og ætl- aði út. En dyravörðurinn sagði að eg fengi ekki aö fara út, þvi það væri svo dimt úti að eg rataði ekki inn aftur. Eg gerði mig ánægðan með þaö og settisl aflur niöur, því mér fanst fara vel um mig, og þótti mjög skemtilegt að hlíða á manna- mál og söng innan úr húsinu og alskyns glaðværð. Þá heyrði0' eg dyravörðinn kalla: »Það koma inn stórir hópar af fólki*. Þá varanz- að innan frá háboröinu með hljóm- fagurri og þýðri rödd: »Láttu þá koma inn. Húsiö rúmaralla*. En

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.