Vísir - 11.04.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 11.04.1916, Blaðsíða 4
v rsa n . ...... . 1 ■ ' -•—>* Jtafelwu s\6metvw 03 stártfcut — vanar fiskverkun — geta feng- ið atvinnu á Austfjörðum í sum- ar. Hátt kaup. Semjið við Jón Sveinsson, Amtmannsstíg 4. — Heima kl. 4—6 e. h. Bæjaifréttir, Frh. frá 1. síðu. Botnvörpungarntr komu margir inn í gær. Jón Forseti fullur af fiski, Apríl, þór, Skallagrímur og Snorri Sturlu- son, allir með ágætan afla. Til útlanda ætla margir héðan á Gullfossi, þar á meðal: Emil Nielsen fram- kvæmdastjóri Eimsk.fél., Guðm. Thorsteinsson listmálari, Loftur Guðmundsson organleikari, Ólaf- ur Björnsson ritstjóri, Ólafur Johnson konsúll, Trolle, Tofte bankastjóri, þórður Bjarnason kaupmaður, þorvarður þorvarðs- son prentsmiðjustjóri. Umsóknir um prestaköil. Umsóknarfrestur um Barð og Skútustaði er nýlega útrunninn. Um Barð sótti síra Jósep Jóns- son einn, hann hefir verið settur prestur þar. Um Skútustaði er einnig aðeins einn umsækjandi, Hermann Hjartarson aðstoðar- prestur í Sauðanesi. Bjarni Björnsson endurtekur kveldskemtun sína í síðasta sinn í kveld, og kosta aðgöngumiðaL50 aura. Af skemt- unum þeim sem hann hefir hald- ið hefir hann borgað yfir 100 kr._ í skatt til bæjarsjóðs. Vélbátur fórst í Vestmannaeyjum á sunnu- dagskveldið, rakst á Skarfatanga á Heimaey er hann var á heim- leið en hríðarbylur var á og veður allhvasst. þrír menn druknuðu, formaðurinn, Jón Stef- ánsson, vélstjórinn, Gunnar að nafni og einn háseti að nafni Gunnlaugur. En tveir menn komust af, syntu til lands og klifruðu upp klettana. Annar þeirra hafði áður verið háseti á vélbátnum Sæfara sem fórst fyr- ir skömmu í Vestmannaeyjum. Eigandi þessa báts, Haffara, er Jón Einarsson kaupmaður á Gjá- bakka í Vestmannaeyjum. Kristján Ó. Skagfjörð, umboðssali frá Hull kom hing- að á „Are“. Föstuguðsþjónusta / í Dómkirkjunni á morgun kl. 6 e. h., síra Bjarni Jónson pre- dikar. Þorfinnur Kristjánsson ritstjóri á Eyrarbakka er stadd- ur hér í bænuro. Til Dóru. í 151 tbl. Morgunblaðsins er höfundur nokkur er nefnir sig Dóru, að dæma um hljómleik þann er Loftur Guðmundsson og Emil Thoroddsen efndu til í Bárubúð 2. þ. m. Flestum mun hafa komið til hugar er þeir sáu þenna hljómleikadóm, ef dóm skyldi kalla að hörmulega hefði þeim mátt takast, Lofti og Emil, hafi hljómleikur þeirra verið jafn lélegur og ritsmíð Dóru. — Frá mínum bæjardyrum séð, tekst höfundi ófimlega að rita „over- legent“ um hljómleika, ekki síð- ur en Lofti að leika „overlegent“ á harmonium, eins og höfundur kemst að orði. Um Loft segir dómarinn: „Leit út fyrir að spilamaðurinn væri í vandræðum með að ná tökum á hljóðfærinu o. s. frv.“ þetta nægir til þess að sýna sanngirnina í Lofts garð, þar eð kunnugra er en frá þurfi að segja, að hið gagnstæða verð- ur sagt um hann. þá segir dóm- arinn um Emil: „Eg vil ráðleggja Emil Thoroddsen að æfa Pedal- studier eftir Chytte því hann hefir sannarlega þörf á því, enn- fremur segir dómarinn, „eg þótt- ist verða þess vör í leik Emil Thoroddsen að hann þekki list- reglur (Teknik) og sé gæddur hæfilegri röggsemi, en auðheyrt er að hann hefir lítið lært að leika og auðséð“. — Já, mikil er sú viska og dómgreind og málsnild. Ekki er móðurmálinu misboðið og lítt verða menn varir við sjálfsálit hjá dómaranum!!! . Enn segir dómarinn: „Hr. E. Thoroddsen ætti að leggja sig meira eftir solo- kritik áður en hann kemur næst fram á opinberum hljómleik“. Ekki mætti vísa þessu heilræði heim til sín með lítilsháttar breyt- ingu, eða hvað segir dómgreind dómarans um það ? Öllum sann- gjörnum mönnum er heyrðu Emil Thoroddsen mun hafa heyrst hon- um takast furðu vel. Scherzo eftir Grieg var t. d. snildarlega leikið og ekki er of- sagt að Emil hafi náð framúrskar- andi leikni þegar tekið er tillit til þess, að hann hefir aðeins num- ið hljóðfæraslátt í hjáverkum heima fyrir. Að svo stöddu vil eg ekki deila við Dóru um hin einstöku atriði sem drepið er á í hljómleikadóm hennar, en mun gera það síðar komi höfundur til dyra eins og siðuðum mönnum sæmir, en dæmi ekki af persónu- legri óvild því slíkt er vítavert og má ekki vera óátalið. Loks virðist sæmilegra að hnupla ekki annara nafni undir aðra eins rit- smíð og menn mega líta er þeir lesa þenna dæmalausa Dóru dóm í Morgunblaðinu. 8,—4.—’16. Santigjarn áheyrandi. Brauð og kol. Brauðverðið hefir hækkað aftur um 10°/0. Ekki mun það stafa af hækkun á rúgi eða hveiti, því hvorugt hefir hækkað í verði. En kolin hafa hækkað. — Hvort kolin hafa hækkað svo mikið, að réttmætt sé þess- vegna að hækka brauðverðið um 10%» skal eg láta ósagt. Eg veit ekki hve mikill hluti brauðverðsins stafar frá kolunum, en skil þó vatla að svo miklu nemi. í útlendum blöðum má sjá að brauðverð hefir verið að lækka síðustu mánuðina og kann mörg- um að þykja undarlegt þetta öfug- streymi sem hér ásér stað. það má vel vera, að bakarar hér í bænum hafi lækkað brauðverðið of mik- ið í vetur af umhyggju fyrir fá- tapklingunum um harðasta tím- ann. En þó að margir bæjarbú- ar hafi nú gnótt fjár til að kaupa fyrir brauð og aðrar nauðsynjar, þá eru þeir margir sem eiga við ill kjör að búa. Og nú um þess- ar mundir t. d. lifir fjöldi fólks á brauði og- kaffi eingöngu. það væri því vel til fallið, ef hækk- un brauðverðsins stafaði af kola- vei'ðinu einu, að bökurum bæj- arins væri gefinn kostur á að fá kol af birgðum landsjóðs. það yrði ef til vill til þess að enn fleiri fátæklingar nytu góðs af. þeim kolum en sem notið geta kaupa á þeim í kaupfélagi verka- manna. Páll Passíusálmar fundnir. A. v. á. [138 Tapast hefir brjóstnál frá Grettis- götu og upp á Njálsgötu 39. Skil- ist gegn fundarlaunum á Njálsgötu 39. [139 Divan eða beddi óskast til leigu þangað til í vor. A. v. á. [134 Divan eða beddi óskast til leigu þangað til í vor. A. v. á. [134 | FÆOI | 1 Fæöi fæst í Ingólfsstr. 4. [8 Herbergi með húsgögnum fást leigð frá 1.—14. maí á Bergstaða- stræti 29. [76 Þrjú herbergi ásamt eldhúsi og geymslu óskast frá 14. maí. Áreið- anleg borgun. Tilboð merkt »25« leggist inn á afgr. Vísis. [126 Herbergi meö húsgögnum ósk- ast li! leigu strax. Fyrirframborgun ef óskað er. A. v. á. [135 Til leigu 14. maí 2 loftherbergi samliggjandi, fyrir 1 eða 2 einhleypa menn. Ingólfsstræti 21. [147 1 stofu eða 2 herbergi vantar ungan eiuhleypan mann frá 14. maí, nálægt miðbænum. Tilboð merkt »58« sendist afgr. blaðsins. [149 Herbergi, 1 eða 2 (annað má vera minna) óskast til leigu 14. maí, helzt sem næst miðbænum, handa einhleypum karlmanni. Afgr. v. á. [150 2 —3 herbergi móti suðri hefi eg til leigu frá 14. maí. Fyrir ein- hleypa eða barnlausa fjölskyldu. Gísli J. Ólafsson [151 Morgunkjólar smekklegastir, vænst- ir og ódýrastir, sömuleiðislangsjöl og þríhyrnur eruávalt til solu í Garöa- stræti 4 uppi. (Gengið upp frá Mjóstræti 4). [1 Komið og skoðið svuntur og morgunkjólana í Doktorshúsinu Vest- urgötu. [68 Morgunkjólar úr góðu vaskataui fást á Vesturgötu 38 niðri. [97 1 kvenhjól og 1 karlm. eru til sölu. A. v. á. [136 Fermingarkjóll til sölu í Tjarnar- götu 24. [137 Hestur til sölu. Getur verið hvort sem vill vagnhestur eöa til reiðar. Uppl. á Bergstaðastr. 6 E. [146 Tvær kaupakonur óskast á góð sveitaheimili. Uppl. á Vesturgötu 35. [140 Kaupakona óskast á gott sveita- heimili. Uppl. á Lindargötu 19 (niðri). [141 Unglingsstúlka óskast nú þegar til 14. maí eða lengur. A. v. á. [142 Slúlka óskast í vist hálfan dag- inn. A. v. á. [143 F i s k v i n n a. Maður sem séð hefir um fiskverkun í mörg undan- farin ár, óskar eftir slíkri atvinnu. A. v. á. [144 Áreiðanlegur maður óskar eftir að komast að sem vaktari eða í sendi- ferðir. A. v. á. [145

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.