Vísir - 03.05.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 03.05.1916, Blaðsíða 3
V l S’I R Sturla Jónsson. Mölunarkvarnir, , 82 eg miög Þar”'8 fiskiurgangs og beinaki/amir fyrir þá sem hænsni hafa eöa önnur alidýr, svo og handhægar heimiliskvarnir er ættu að vera á hverju einasta eldhúsboröi til sjós og sveita. Með þeim geta menn malað gróft eða fínt (á örfáum mínútum daglega) alls- konar korn, brauðskorpur og fl. til daglegrar matreiðslu, og trygt sér með því nýtt, ómengað og heilnæmt mjöl af öllum sottum til daglegrar fæðu. Menn æltu að kynnast þessu einkarþaifa heimiiisáhaldi og panta sér það í tíma. $UJát\ JB* 3ów$sot\. Duglegir hásetar geta komist að á s|s Braga. Væntanlegt kaup með lifrarhlut um kr. 300 — um mánuðinn. Lægsta kaup háseta þessa skips var kr, 340 — síðasta mánuð. Fi&kiveiðaMutafélagið Bragi, Stórt úrval af Linoleumdúkum í Bankastræti 7. Bæjarins ódýrasta Yeggfóður (Betræk) í Bankastræti 7* Prentsmiöja Þ. Þ. Cleinenlz, 1916. VANDAÐAR og ÓDÝRASTAR Líkkistur seljum vlö undlrrltaðir. Kisturnar má panta hjá hvorum okkar sem er. ^ Steingr. GuRmundsson, Amtm.st. 4. Tryggvi Arnason, Njálsg. 9. Líkkistur. Miklar birgðir fyrirliggjandi. Séð um jarðarfarir ef óskað er Sími 93. Hverfisg. 40. Helgi Helgason LÖGMENN VATRYGGINGAR •<■■■■■ ■■■B mna Vátryggið tafarlaust gegn eldi vörur og húsmuni hjá The Brit- ish Dominion General lnsu rance Co. Ltd. Aðalumboðsm. G. Gfslason Pétur Magnússon, yfirdómslðgmaður, Orundarstíg 4. Sími 533 — Heima kl. 5—6 Oddur Gfslason yfirréttarmálaflutnlngsmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi 26 Det kgl. octr. Brandassurance Comp Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skrifstofutími8-12 og -28. Austurstræti 1. N. B. Nielsen. Bogi Efrynjólfsson yflrréttarmálaflutningsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Srifstofutími frá kl. 12—1 og 4—6 e. — Talsími 250 — rrT:---:;:!-;::'!-.:-::.:...::-"—:™":':". : "vraaag Barátta hjartnanna Eftir E. A. Rowlands. 17 ---- Frh. Þótt honum þætti mjög vænt um móður sína, þá varsambandiðmilli þeirra eins innilegt og milli Ruperts og frú Chestermere. Frú Chestermere heilsaði unga manninum mjög innilega. — En hvað það er fallega gert af þér, Rupert, að yfirgefa sólskin- ið úti og vini þína til þess að koma og vera mér fil skemtunar. Við verðum ein því að Margot fór til Windsor til þess að heimsækja frænkur sínar, en Filipp skrapp til Castleburg til þess að finna Katínu. Eg vona að þau haldi tiú bráðlega brúðkaup sitt. — Eg kom til að heimsækja þig en ekki hin, sagði Rupert. — Eg vona að guð gefi, að hann setjist nú um kyrt. E{f vildi óska að hann færi nú ekki að taka upp á því, að fara að þeytast aftur fram og aftur um veröldina, sagði greifafrúin. Eg yrði ákaflega glöð, Rupert, ef þau Katrín færu að gifta sig. En segðu mér nú um danz- leikinn í nótt. Skemtirðu þér vel? Margot kom dauðþreytt heim, en hún hafði skemt sér ágætlega. Eftir því sem henni sjálfri kegist frá, hefir ungfrú Rósabella verið feg- ursta stúlkan eins og venjulega. Frú Chestermere bætti þessu við mjög góðlátlega, en hún gerði það í ákveðnum tilgangi. Feaíherstone stokkroðnaði eins og venjulega, ef hann heyrðl ungfrú Grant nefnda á nafn. Frú Chestermere var ekkert mótfallin Rósabellu, en hún þekti hana ekkert sem ekki var heldur von, þvf að Rósabella hafði and- stygö á öllum sjúkum mönnum, og heimsótti því ekki frú Chester- mere nema örsjaldan. Það var frem- ur af ímyndun en þekkingu, sem frúin efaðist um að Rupert væri hamingjusamur, en hún sagði eng- um frá efasemdum sínum. Þegar hann hafði staðið Iengi við, kvaddi hann frú Chestermere. Hann reik- aði svo fram og aftur um göturnar þangað til hann fór heim til sín til að hátta. Heima hjá sér fann hann bréf frá Filipp. Það hljóðaði þannig: »Óskaðu mér til hamingju, Fram- tíð mín er ákveöin. Katrín ætlar að verða konan mín svo fljótt sem unt er að koma því í framkvæmd. Eg veit að þú munir gleöjast yfir gæfu minni, og ef eg dæmi eftir öllum merkjum sem eg tek mark á, þá er líklegt að við verðum gæfusömustu hjónin undir sólinni. Katrín treystir mér og elskar mig, og eg elska hana og virði meira en nokkra aðra konu í veröldinni sem eg hefi kynst. Eg sé þig snemma á morgun. Eg kem þá til borgarinnar, en eg vildi ekki dr-aga það augnablik að láta þig vita um gæfu mína. Þinn einlægur Filipp.« Rupert fór ekki að hátta, fyr en hann hafði ritað vini sínum hjart- anlega hamingjuósk. Eti sjálfur komst hann í sjöunda himin af gleði þegar hann morguninn eftir fékk símskeyti með undirskriftínni: »Rósabella«. — Þú mátt koma og heimsækja mig ef þig langar til, sjóð þar. Þaö er óþarfi að taka það fram, að Rupert beið ekki boðanna með að heimsækja hana. Ungfrú Grant hafði breyzt frá því sem hún var fyrir nokkrum dögum síðan. Hún var nú ekki lengur meðrykugu svunt- una og sópinn, og hún var ekki heldur með málarakústinn í hend- inni, heldur gekk hún fram og aft- ur og leit yfir sín fyrri málverk. — Já, það er dálítið sem þú getur gert fyrir mig, sagði hún. Þú getur skrifað Agnesj frænku og sagt henni, að eg sé lifandi. Hún hefir sent mér tvö símskeyti og virðist efast um það. — Það verður að síma til henn- ar tafarlaust, sagði Rupert sem ætíö tók svo mikið tillit til annara og gat vel kkilið hvað ylli óróleikafrú Tempest. Eg skal senda henni það tafarlaust, bætti hann við og tók hatt sinn. — Alveg sem þú vilt, sagði Rósabella án þess að hún virtist hirða hið minsta um þetta. Bréf og símskeyti er það sama, bætti hún við. En flýttu þér eins og þt! getur því að mér leiðist og laugar til að fá þig til að vera mér til skemtunar, Rupert þótti nú heldur en ekki vænkast ráð sitt og flýtti sét* sem mest hann mátti að reka erindið. Rósabella sýndi honum meiri samúð en hún hafði nokkurn tíma gert áður. Rupert mintist þess ekki að hann hefði nokkurn tíma séð hana svo blautgeðja. — Eg er svo þreytt, sagði hún við hann. Eg býst við að eg hafi reynt of mikiö á mig með því að koma öllu í lag hér inni. Mér finst eg vera of þreytt til að vinna eða jafnvel hugsa. Hún hallaði sér aft- ur á bak í hægindastólinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.