Vísir - 17.05.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1916, Blaðsíða 2
k VISIR A f g r e J ð s I a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aöalstr. — Ritstjórinn til vlðtals frá kl. 3—4. Sími 400.— P. O. Box 367. % —O — Samúð með bandamönnum. ---- Nl. Aðaldeiluefnin eru oss nú löngu kunn. Málstaður Þjóöverja hefir verið sérstaklega vel útlistaður. Rit- færustu menn Þjóðveija hafa skýrt oss frá staöhæfingum Austurrfkis- manna og Þjóöverja. Fjölda þýzkra rita hefir verið stráð út um all land, og oft og tíðum hefir verið mikill undirróður hér i landi af háifu Þjóðverja. Bandaríkjamenn hafa kveðið upp dóm sinn að vel íhuguðu máli, og er hann bygður aðallega á ritum Þjóðverja sjálfra og því sem þeir halda fram að á milli beri. Þeir sem undir þetta skjal rita hafa ekki gleymt þeim mikla skerf sem Þýzkaland hefír lagt í sameigin- legan sjóð heimsmenningarinnar. Vér játum skuld vora við Þýzka- land. Margir af oss hafa nolið þýzkrar mentunar, og sumir eru af þýzkum ættum. En menningin, er Þjóðverjar hafa lagt svo mikið af mörkum tii, krefst þess,|að Austur- ríki og Þýzkaland verði undir í þessum ófriði. Vér væntum þess, og erum enda fullvissir um, að svo muni fara. Vér lítum svo á, að innrásin í Belgíu sé glæpur, sem aldrei veröi afmáður. Hún verður svartur blettur í sögu Norðurálfunnar. Bandaríkja- menn mótmæla því hvernig óvinir yðar hafa svívirt menninguna, og þeir mótmæla einnig bardagaaöferð þeirra sem brýtur bæði alþjóðalög og siðalögmál mannkynsins. Undir úrslitum þessa ófriðar er helgi þjóðarsamninga komin, réttur* smáþjóðanna og það, hvort her- valdið á áð drotna í heiminum. Ef friður verður saminn án þess að Belgir fái aftur sitt eigið Iand og eigin stjórn, og skaðabætur svo þeir geti eins og framast er unt, endurreist bygðir og borgir, sem lagðar hafa veriö í eyði, og án þess að rétti'smáþjóðanna sé borg- ið.' og án þess að skorður séu reist- ar við þvf að annað eins ófriðar- bál geti kviknað og það sem nú gengur, þá yrði slíkur friöur meira VlSIR til bölvunar en blessunar fyrir j Tyrkinn, »hafa stofi’að til als- herjar uppreistar og tekið hönd um saman við fjandmenn Hálf- mannkynið. Vér treystum því aö Belgía og Serbía rísi aftur úr rústum ef Bret- land, Frakkland, Ítalía og Rússland bera sigur úr býtum og að hern- aöarandinn verði kveöinn niöur. Þess vegna óskurn vér af heiluni hug að þessi lönd fái sigur. Undir því er framtíð menningarinnar kom- in. — Frakkar og • 1 Armeningar.! í sölum Sorbonneháskólans í Parísarborg var nýskeð fjölmenn samkoma og vegleg, en tilefnið var að votta Armeníu samúð sína, nú er Rússar höfðu losað landið úr þrælaklóm Tyjkja. Einn af tilstofnendum samkomunnar var rithöfundurinn frœgi, Anatole France, forseti félags þess, er styður að vinfengi Frakka við útlendinga. í ræðu sinni mintist A. Fr. á guðlausa grimd Tyrkj- ans og færði þar margt til, m.a. myrðingarnar alræmdu, er fyrir- skipaðar voru fyrir 20 árum. í lok ræðu sinnar fórust honum svo orð: ------Það er því ekki nema sjáifsagt, að Frakkar safnist sam- an til þess að votta þessari þjóð hátíðlega hollustu sína, einmitt nú á þessum erfiðu, en háleitu raunatímum. Vér innum nú hér af höndum þessa helgu kvöð. Vér færum Armeníu hér virðing- arvott, ekki að eins vegna rauna hennar, sem nú hafa að ágætum orðið, heldur um fram alt fyrir það frábæra þolgæði, er hún hefír sýnt í þeim. Vér dásömum hana fyrir þá öflugu ást er hún T i hefir fengið á menningu vorri— j því að Armenía er tengd oss ' skyldleikaböndum og hún er •frömuður latneska andans íAust- urlöndum, eins og armeniskur ættjarðarvinur hefir komist að orði. Saga hennar er í fám orð- um fþessi: eilíf viðleitni á að vernda þann fjársjóð, er hún hefir fengið að erfðum frá Orikkjum og Rómverjum. Meðan Armenía var máttug, verndaði hún þann arf með vopnum og lögum, en eftir að hún var undirokuð og þrœlkuð, dýrkar hún hann og verndar í hjarta sínu. Það er vfst óhætt að segja, að nú á þessum síðustu tímum hafi freklega fimm hundruð þúsunda Armeninga mist lífið vegna vors málstaðar og með nafn vort á vörunum. »Þessir kristnu náungar« segir mánans (Tyrkja)«. En varla myndú morðvargarnir geta réttlætt glœp sinn með annari eins staðhæfingu. Hitt er satt, að Armenipgar hafa beðið þess heitt og innilega, að Frakkar og ’bandamenn þeirra mættu öðlast sigur. Armenia eyðist, en hún end- urfæðist! Sólin kveykir í. í fyrrad, var Visi færð brunnin hárgreiða í bréfi og var saga henn- ar sögð á þessa leið: Greiðar/ var keypt nýlega í Sápuhúsinu. í fyrrad. um miöjan daginn hafði eigand- inn lagt greiðuna frá sér í eldhús- glugga og gengið frá. En þegar aftur var komið að, var greiðan brunnin til ösku og kviknað í gluggakistunni. Óhugsandi er að eldur hafi komist að greiðunni, en sólin skein á hana og af sólarhit- anum hefir kviknað í henni. Ef tjöld hefðu verið fyrir glngganum, má gera ráð fyrir að alvarlegur eldsvoði hefði getaö oröið úr þessu. í greiðunni er sagt að hafi verið »celluloid«, en óvenjulega eldfimt hlýtur það að hafa verið. Greiðan, eða askan af henni er til sýnis í Visisglugga. — Ætti atvik þetta aö verða til þess að menn færu var- lega með slíka muni, eða keyplu þá öllu heldur alls ekki. Landar erlendis • Pétur læknir Bogason er orð- inn aðsloðarlæknir á heilsuhælinu í Vejle. Hann var áöur í Boserup- heilsuhælinu. Verkfallinu lokið. »Hossir þú heimskum gikk, hann gengur lagið á, og ótal asnastikki af honum muntu fá». Þessi gamli vísupartur datt mér í hug, er eg las í gærmorgun grein þá í Morgunblaðinu, sem heilir «VerkfalIinu lokið«. Það víröist eins og náungi sá, sem þar veður fram á ritvöllinn, hafi þurft að létta á sér, en ekki þorað það fyr en hann vissi hver veröa myndi ofan á. Eg hefi altaf beyrt, að það væri ó- tvírætt lítilmenskumerki, að hælast um eftir á, þegar deilt hefir veriö, við þann, sem borið hefir lægri hlut. Eða hvernig skyldi verða litið á það, ef ófriðarþjóöirnar T l’L|M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifát. í brunastðð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á miö- ^ vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir|kL 10—2 og 5—6. nt* \ heimsækir st. Einingin nr. 14 í kveld (17. maí) kl. 9 síðdegis. Meðlimir st. fjölmenni. gerðu slíkt að ófriðnum Ioknum ? Og stundum hefir það orðið svo, « að skamma stund hefir hönd orðiö höggi fegin. Auk þess er umrædd grein auövitað full af ósannindum og illkvitni í garð háseta, eins og við var að búast úr þeirri átt. Eða er þaö satt, að hásetar hafi tapað miklu ? Nei, þeir hafa talsvert unnið. Fyrst hafa þeir unnlð sam- úö allra þeirra, sem þekkja rétt frá röngu, þeir hafa fengið 60 kr. fyrir Iifrartunnuna í sfað 35 kr., þeir hafa sýnt lofsveröa samheldni og gengið með prúðmensku og still- ingu að öllum samningatilraunum, og það sem mest er um vert, að félag þeirra stendur enn á föstum grundvelli, og þeir sem enn ekki eru ráðnir á togara, geta baft nóga atvinnu og kæia sig ekkert um að ráða sig á togara aftur. En útgerð- armenn hafa mist marga góða há- seta, sem búnir eru að afla þeim margra króna og leggja líf og heilsu f söiurnar fyrir. 15. maí 1916 H r a f n. Aths. Vísir getur ekki látiö hjá Iíða að geta þess, að hann fær ekki betur séð, en aö hásetar hefðu get- að fengið 60 kr. fyrir litrartunnuna án verkfalls. Og þó að Vísir sé sömu skoð- unar og greinarhöf. um að deilan um þetta mál ætti nú að falla nið- ur, þá hefir hann ekki viljað neita þessum línum um upptöku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.