Vísir - 04.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 04.06.1916, Blaðsíða 2
V! SIR V ISI R ' A f g r e 1 ð s 1 a blaðsins á Hótel Island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi. Inngangur Irá Vallarstræti. Skrífstoía á sama stað, iung. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals írá U. 3-4. Sími 400.— P. O. Box 367. Kaffismýglar. Enn hefir Stórk^upmannafélagið í Khöfn sektað tvo menn fyrir að selja Þjóöverjum kaffi og brjóta með því samninga sem gerðir hafa verið við Breta. Th. Chlausen Gad, um- boðssali var dæmdur í 188,750 kr. sekt fyrir aö senda 1375 sekki tíl Þýzkalands. En hann hafði áður skuldbundið sig til að senda kaffið ekki til landa, sem í ófriði ættu við England. Annar maöur hefir verið sektaður um 1,532 kr. fyrir að senda 90 sekki. Bretar á vígveilinum ---- Frh. Vegunum er haldið prýöilega við og altaf er verið að leggja nýja vegi. Að ófriðnum Ioknum verða tíu sinnum fleiri fluiningabrautir á Norður-Frakklandi en áður. Á vegamótum hafa verið settar til bráðabirgða smiðjur og aðgerða- stöðvar fyrir bifreiðar. Til eru líka smiðjur á hjólum, sem auvelt er að flytja þangað sem vagn kann að hafa bilað, á jafnskömmum tíma og þarf til að ná í slökkvitækin t London, þegar eldsvoða ber að höndum þar. Þegar dimt er orð- iö veröa vagnarnir að vera Ijós- keraiausir. og kemur það því oft i fyrir, að stórir vagnar velta út af | veginum. Þess vegna eiu öílugar ' lyftivélar þar hér og hvar, einnig j á hjólum, og má aka þeim þangað sem vagninn hefir oltið og rétta hann við á fáum mínútum. Utan j á hverju húsi er auglýsing um hve ; margir menn hafi fengið þar gist- : ingu. Hér og hvar eru auglýsing- ar um, hvar fóður fáist handa hest- um og benzín handa bifreiðunum, í hverjum bæ er túlkur, sem leyst getur úr öllum vandræðum, sem stafa af því að íbúarnir skilja ekki hver annan, en þar ægir saman Bretnm, Frökkum, Indverjum og Marokkómönnum. { aðalherbúðum Breta í St. Ower er liðsforingjaskóli. Þegar ófriðn- um lýkur verður einnig lokiö yfir- ráðum aðalsmanna í hernum. Ó- breyttir iíösnienn hækka nú í tign svo að þeir ná þar æðstu metorð- um. Einn af æðstu mönnum hers- ins gekk í hann á sínum tíma sem leigudáti. Hagsýni Englendinga segir til sín á herstöðvunum. Á hverjum morgni er öllum æðri foringjum sent prentað blaö, frá upplýsinga- deildinni, og er þar skýrt frá öllu, sem vitneskja hefir fengist um frá Þjóðveijum síðasta sólarhring, her- flutningum þeirra. skotgr.gerö, breyt- ingum á afstöðu falibyssanna, ásig- komulagi vega á baki þeirra, vatns- gang o. s. frv. T. d. tek eg þetta : Kl. 5 í fyrramáliö tekui 47. deild Bæheimshersins við stöðvum prúss- nesku varösveitarinnar nr. . . sunn- an við Ypres. Upplýsingar þessar koma úr ýms- um áttum, frá flugmönnunum, sem fara rannsóknarleiðangra yfir þýzku herstöðvarnar, frá njósnar- mönnum og þó einkum frá frönsk- um mönnum, sem heiroa eiga í þeim héruðum, sem Þjóðverjar hafa Iagt undir sig, og eru þeir ótrú- lega fundvísir á ráð til að koma upplýsingum til Englendinga, en oft verða þeir að leggja líf sitt í sölurnar. Hinar stóru herbúðir sem Eng- lendingar hafa í Calai, Havre Bou - logne og Roueri, eru fyrirmyndir að öllu skipulagi og hreintæti. Heilar borgir af húsum, sern má flyfja úr stað hafa risiö þar upp milli sand- hólanna, þar eru rafmagnsleiðslur, skolpræsi, talsímar og asfaltgötur, og hefir þetta alt verið flutt þang- að frá Englatidi. Spítalar eru þar líka, margvísleg forðabúr og póst- hús. Póstgöngurnar eru orðnar svo greiðar og áreiðanlegar, að hvert bréf sem mæðurnar heima á Eng- landi leggja þar i póstkassana, er að 48 stundum liðnunt komiö í hendur syninum í yztu skotgröfun- um. Fimta hvert bréf, sem sent er af ' vígvellinum er opnað og Iesið af eítirlitsmanni. En til eru umslög græn að lit, sem mikið dálæti er á, og fá þeir menn að nota þau, sem njóta sérlega mikils trausts. Það er nokkurnvegínn óhætt að reiöa sig á þaö, að bréf sem send eru í þeim umslögum verða ekki rifin upp og lesin. Böggulsend- ingum er einnig ágætlega fyrir komið. Broddhjálmar (þýzkir) eru sendir í þúsundatali heim af víg- vellinum sem minningargjafir. Og konu þekki eg í Devonhéiaði, sem sendi syni sínum nýjar asparg- ers úr garðinum sínum á föstudegi, og hann gæddi sér og vinum sín- um á þeim á sunnudegi. Napoleon sagöi að »herinn gengi á maganum*, og þau orö eru ekki síður sönn nú en tyrir hundrað árum síðan, Sá hluti hersins, sem j kallaður er »Army Service Corps«, : sér um að brezku hermennirnir þurfi aldrei að »ganga á tómum i maga». Af öllum þeim, sem eig- ast við á vígvellinum, er Tommy Atkins birgastur af matvælum, eink um að sultutaui, marmaladi og búðingum og öðru sætmeti, sem styrkir vöðvana. Áfengissala er ; haröbönnuð a vígvellinum; en þeir ^ sem standa á verði í skotgröfunum um nætur fá að morgni ákveðinn skamt af roromi. *\) 0 * \ í . Vorið er komið með sumar og sól °g syngjandi vorfuglakvæði, | það flytur oss unað um bygðir og ból og blessunarríkustu gæði. — J. H. /ðnsson. Bygging borgari n nar. Það eru farnar að heyrast radd- ir um það, að Reykjavíkurborg sé illa bygð. Lítur svo út, sem menn vakni nú af vondum draumi — Smekkvísin og hagsýnin virð- ist nú vera nýfluttar tilbæjarins. Reykjavíkurbær er mjög ung- ur. Mikill hluti hans bygður á síðastl. 20 árum. Allflestir þeirra manna, sem mestu hafa ráðið um byggingu hans, hafa oft og mörgum sinnum ferðast erlendis j og sumir dvalið þar langvistum, * og því haft nóg tök á að kynna sér erlenda bæi og hvernig bygg- ingu þeirra væri háttað. Þarhef- ir blasað við þeim smekkvísi og hagsýni. En íslenski sérgæðings- hátturinn og sjálfsþótfinn hefir verið altof mikill til þess, að þeir ' hafi getað flutt það nytsama og fagra heim með sér. Ósmekk- vísi og óhagsýni hafa ráðið hér öllu um byggingu bœjarins, o g ræður enn. Menn hafa eftir eigin geðþótta fengið að hrófa upp nauðaljótum járnslegnum tré- kössum á víð og dreif út um öll holt, og svo hefir verið mokað upp moldarstígum, svo hægt væri að komast að húsunum, — það sem á »fínu« Reykjavíkurtnáli eru kallaðar »götur< og »stræti« en eru raunar alloftast lélegri og verri yfirferðar en illa hirt sveita- hlöð. — Svona hefir ráðdeildin T I L MINNIS: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv, til 1 i Borgarst.skrifst. í brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrífst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. L.iufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankmn 10-3, Bankastjórn lil við- tals 10-12 Landsbókasaín 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d, daglangt (S-Vj Heiga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasaínið opið F/,-21/, síöd. Pósthúsiö opið v. d. 9-7-, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahælið. Hcimsóknartimi 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætl 12 i Alm. lækuingar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrua-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. 7'auulækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á ir.ið- vikud. kl. 2—3. Landsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Kirseber nýkomin til Hans Petersen. Bankastrœti 4. verið, í stað þess, að gera mönn- um að skyldu, þegar í upphafi, er það var bersýnilegt, að hér var að myndast allstór bær, að byggja í félagi áfastar byggingar með eldvarnarvegg á milli, rneð- an tréhús væru bygð. Hafa á- kveðna hœð og stærð og lög- un húsa við hverja götu. Svo var óframsýnin mikil t. d. þegar Hverfisgatan fyrst myndaðist, að þá sáu þeir herrar ekki svo langt fram í tímann, að hún myndi verða aðalgata, er lægi frá Lækn- um alla leið inn’ á Laugaveg. Nei, þarna létu þeir moka upp smá-stíg og létu byggja við hann. En eins og við var að búast, kom það upp úr kafinu, svo sem 4—5 árum seinna, að þarna hefði þá háu herra brostið framsýni og því er ni( Hverfisgatan óbrot- gjarn vitnisburður um hyggni og smekkvísi bæjarstjórnar og bygg- ingarnefndar. Og það úir og grúir af slíkum minnismerkjum um alla borgina. [Frá á 4. bls.]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.