Vísir - 21.06.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1916, Blaðsíða 2
VfSIR VISIR A f g r e i ð s 1 a blaðsins á Hótel island er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangur irá Valiarstræti, Skrífstofa á sama stað, inng. frá Aðaistr. — Ritstjórínn tii vlðtals frá kl. 3—4. Sími 400,— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 ^utvsfe\$a$e^ag\<L Hlutafjársöfnun. — Farmgjöld. ---- Nl. I Reykjavík eru ýmsir þeir nienn er best hafa stutt félagið, og við fyrri hlutafjársöfnunina var Rvík hæst, eins og vera bar, en nú leggur hún fram kr. 1,35 fyrir nef hvert en Akureyri og Odd- eyri kr. 6,44 og N. Þingeyjarsýsla kr. 6,29. Vitnisburður sá er tölui^þess- ar gefa höfuðstaðnum er alt annað en fagur. Ekki er hægt að segja Reykjavík það til af- sökunar að hún á nokkurn hátt standi ver að vígi nú en hún gerði við fyrri hlutafjársöfnunina, borin saman við Akureyri þá og nú, og er varla hægt að kenna þetta öðru en úíhaldsleysi því er víða þykir einkenna íbúa stór- borganna, en nú vitum við að Reykjavík er ekki stórborg í orðs- ins fylsta skilningi, og ef hún líkist ekki stórborgunum í öðru en því sem miður fer »þá svei því«, eins og maðurinn sagði. Árnesingar ætla sér að byggja höfn í Þorlákshöfn og skyldi maður því ætla að svo stórhuga mönnum vœri umhugað að fá gufuskip, þó ekki væri nú til annars en að prýða höfnina, þeg- ar hún væri komin, og þegar þess er ennfremur gætt að marg- ir Árnesingar telja hérað sitt hjart- að úr skákinni á þessu Iandi og að síðastliðin tvö ár hafa ekki síður verið veltiár fyrir þetta hér- að en önnur 'héruð landsins, þá skyldi maður ætla að Árnesing- ar hefðu ekki orðið tillagaminni til Eimskipafélagsins, en t. d. A. Skaftafellssýsla sem er með kr. 1,81 á nef hvert, eða Snæfells- nessýsla, seni er með kr. 1,50, en hvað segir Guðm. Hannes- son í ísafold? — Doktorinn er maður óljúgfróður og verður því að taka orð hans trúanleg þó ó- trúleg sé, en það sem hann seg- ir er það, að Árnessýsla leggi í félagið við þessa síðari hlutafjár- söfnum 94 aura fyrir hvern mann, það er meira en s e x sinnum minna en N. Þingeyjarsýsla. Að endingu skal þess getið að Dalasýsla er með 64 aura á mann og Hafnarfjörður með 28 og tala þœr tölur svo skýrt að ekki þarf néinu orði þar við að bæta. Óskandi væri að blöðin öll vildu nú taka þetta mál að sér °g eggja þjóðina lögeggjan að kaupa hluti í Eimskipafélaginu, og stjórnmálamenn þeir sem á- líta sig, og eru álitnir, leiðtogar lýðsins, ættu ekki heldur að liggja á liði sínu, heldur hvetja menn, bæði í ræðuogriti, til aðbregð- ast drengilega við þessu nauð- synjamáli og sjá hag sinn í að efla félagið. X. Ofriðurinn. ---- Frh. Meira en hvellur virðist sókn Ausiurríkismanna gegn ftölum hafa verið. — Ekki svo að skilja, að árangurinn nafi orðið svo mikill að hann hafi nokkur úrslitaáhrif. — En þar mun þó hurð hafa skollið nærri hælum. ítalir hafa fá afreksverk unnið í ófriði þessum, enda hafa þeir átt við mikla öröugleika að stríða, að sækja Ausíurríkismenn í þeirra landi, fjallalandi, þar sem þeir voru bún- ir að búa ágætlega um sig. Og þó hafa ítalir unnið bandamönnum sínum mikið gagn méð því að halda þarna föstum allstórum her óvinanna. Sóknin hefir altaf verjð Italamegin þangað til nú síðast f maí. En þeir hafa aðallega sókt á við Isonzo í áttina til Triest — en hugurinn hefir þó ekki getað borið þá hálfa Ieið. Aftur á móti virð- ist svo sem þeir hafi einblínt svo á þetta mark, að þeir hafi ekki gætt þess að vera viöbúnir árás fjandmanna sínna úr öðrum áttum. Italir hafa aldrei haft orð á sér fyrir hreysti eða herkænsku. Her- ferð þeirra gegn smáþjóðinni i Abyssiniu og ósigurinn við Aduna 1896 er enn í fersku minni. Og engin afburöa hreystiverk þóttu þeir vinna í Tripolisófriðnum um árið. — En þeir hafa lært; í þess- um ófriði hafa þeir sýnt af sér mikla hreysti, og sókn þeirra við Isonzo hefir oft og einatt verið við- brugðið. ^ ftalir skoða þenna ófrlð að nokkru leyti sem frelsisstríð. í þeim héruðum Austurríkis, sem næst Iiggja Ítalíu bæði að norðan og austan búa ítalir, og þeir hafa Iengi haft fullan hug á því að ná þeim héruðum undir sig. Fyrir austan Iandamærin er Istria og borgin Triest, stærsta hafnarborg Ausíurríkis og eiginlega sú eina. — Þangað var för ítala heitið fyrst og fremst, en örðugleikarnir á þeirri leið hafa reynst þeim óvinnandi, og manntjón hafa þeir beðið afskaplegt. Fyrir nokkrum mánuðum síðan höfðu þeir mist 600 þúsundir manns. Landslagi er svo háttað, að ómöguiegt er að grafa skotgrafir. Ef herinn ætlar að grafa sig í jörð, verður hann að sprengja í sundur kletta og grafa jarðgöng gegnum fjöllin. — Norðan aö Ítalíu liggur Trentino. Þar búa einnig ítalir og þangað sendu þeir arinan her. En engu minni eru örðugleikarnir á þeirri ieið. Þar er baiist í 3000 metra hæð yfir sjávarfiöt. Liggur það í augum uppi, að miklir örðugleikar eru á því aö flytja hersveitirnar um slík reginfjöll og þó er enn örðugra um alla aðdrætti. En úr þessari átt hófu Austurríkismenn sóknina, er ítalir höfðu allan hug- ann við Isonzo. Sú sókn hefir verið afbragðs vel undirbúin og hefir vafalaust komið ítölum á óvart. Frh. Brimabótafélag Islands Það er nú svo ákveðið að «Bruna- bótafélag íslands* takl til starfa !. janúar 1917. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 54, 3. nóvember 1915, er s k y 11 að vátryggja hjá félaginu allar húseignir í kaupstöðum utan Reykjavikur og í kauptúnum með 300 íbúum eða fleirum. Samkvæmt skýrslum Hagstofunnar ná ákvæði þessi til eftirtaldra staða: Hafnar- fjörður, fsafjörður, Akureyri, Seyðis- fjörður, Vestmannaeyjar, Stokkseyri, I Eyrarbakki, Keflavík, Akranes, Hjalla- I sandur, Ólafsvík, Stykkishólmur, ! Vatneyri, Geirseyri, Suðureyri við | Súgandafjörð, Bolungarvík, Sauöár- j krókur, Siglufjörður, Húsavík, Nes j í Norðfirði, Eskifjörður og Búðir f j Fáskrúðsfirði. Öllum húseigendum á ofangreindum stöðum er því hér- með gert aðvart um að frá 1. janúar 1917 berþeimað tryggja hússín hjáBruna- bótafélagi Islands. Jafnframt mun félagið frá sama tíma taka að sér tryggingu húsa í öðrum kauptúnum, ef eigi eru tryggingarskyldar í brunabótasjóði, T I L M I N N I S: Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. i brunastöö opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssiminn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugripasafnið opið F/,-21/, síðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Saniábyrgöin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd. fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustrætí 12: Alm. lækningar á þriðjud. og föstud, kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3. landsféhirðir kl. 10-2 og 5—6. Sonur okkar elskulegur, Edvard Jóhann Jentoft Olsen, sem andaðist hinn 14. þ. mán., verður jarðaður á fimtudaginn 22. þ. m. frá heim- ili okkar, kl, 12 á hád. Þormóðsstöðum 17. júní 1916. Ingiríður Olsen. Jentoft Olsen. K. F. U M. Knattspyrnufél. »VALUR«. Æfing * Kveld kl. 87* ^á$tvu\$atsta$atv á Hótel ísland ræður fólktilalls- konar vinnu — hefur altaf fdlk e boðstólum. '^CaupÆ "\3\5u Saumasto$a Vöruhússins. Karlm.fatnaðir best saumaðir! Best efni! ssss« Fljótust afgreiðsla! sssss er hreppur hefir stofnaö, svo og tryggingu á lausafé, bæði í Reykja- vík og á þeim stöðum, sem félagið tekurhús í eldsvoðaábyrgð, alt sam- kvæmt ákvæðum laga 3. nóvem- ber 1915, væntanlegri reglugjörð og flokkunarreglum. Reykjavík, 13. júní 1916. Sveinn Bförnsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.