Vísir - 16.07.1916, Blaðsíða 4

Vísir - 16.07.1916, Blaðsíða 4
VlSIR BÆJARFRÉTTIR Frh. frá 1. síðu. Arinbjörn Hjálmarsson skólapiltur, er lézt á Vífilsstöö- um þ, 7. þ. m., var grafinn í gær. Báru viöstaddir bekkjarbræður hans — stúdentar og aörir skólapiltar, kistuna inn í kirkju og kirkjugarð, en kennarar Mentaskólans út úr kirkju. Arinbjörn sál. var fóstursonur síra Helga P. Hjálmarssonar á Grenj- aðarstaö, og var í efsta bekk skól- ans, en sýktist síðla vetrar og var þá fluttur að Vífilsstöðum. Hann var efnispiltur hinn mesti til sálar og líkama og að öllu hinn mann- vænlegasti. Bókafregn. »Berklaveikin og meöferð henn- ar«, eftir Sigurð Maguússon lækni á Vífilstöðum er nýkomin í bóka- verzlanirnar. Bók þessa ættu sem Hestir að lesa, því í baráttunni gegu berklaveikinni er mest undir því komið, að a 11 i r viti, hvernig hún hagar sér. Er þar sögö saga veik- innar frá fornöld, hvernig merki hennar sjást, t. d. í múmíum á Egyptalandi o. s. frv. og sýnt hve miklum framförum þekking manna og meöferð á veikinni hefir tekiö á síðari tímum. Páll Þorkelsson. Frönsk-íslenzk orðabók. Dictionnaire Francais- islandais. Rvik 1914. Bók þessi hefir legið lengi hjá blaðinu, en gleymst að geta hennar. Hún er í litlu broti (vasaútgáfa) 500 bls. Auðsjáanlega er hún fult eins mikið gerö fyrir Frakka eins og íslendinga, því að fyrir framan orðasafnið sjálft er á frönsku lýsing á íslenzka stafrófinu og fyrir aftan er íslenzkt málfræðiságrip, sömu- leiðis á frönsku. — Hér er ekki rúm né tækifæri til þess að dæma bókina á málfræðinga vísu, en hitt má segja, að bókin sýnist hand- hæg til notkunar við daglega mál- ið, jafnt fyrir Frakka sem íslend- inga og á Páll Þorkelsson þakkir skilið fyrir að hafa riðið á vaðið til að bæta úr tilfinnanlegum skorti, því að frönsk-íslenzk orðabók hef- ir ekki áöur verið til. H. Sigvaldi Stefánsson sem tónskáld. Það eru nýjir tímar að ganga um garð hinna ísl. lista; á öllum sviö- um lisíanna koma fram nýjir kraft- ar, sem veita straumum inn í landið; aðrir hafa verið svo sterkir Símskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 15. júlí. Af hendi Miðveidanna er vörn á öllum vígstöðv7 um, nema hjá Verdun. — Bretar hafa tekið aðrá varnariínu Þjóðverja. Nyir kaupendur V í s i s fá sögu Kvenhetjunnar frá Loos ókeypis fyrst um sinn k að þeir hafa náð til annara landa, j og hefir litur þessara strauma þó ávalt verið auðþektur, hvar sem þeir hafa runnið. Á tónskáldabrautinni höfum viö töluverðan vísir, einkum þar sem um smálög er að ræöa, við kvæði góðskálda okkar. Að reyna sig við stærri hlutverk hafa tónskáldin ekki gert — aö undanteknum Sv. Svein- björnssyni — og hamlar það aö mestu hve lítið viö fáum heyrt hér af stærri söngverkum, sohgleikjum eöa skáldskap í tónum (symfonic). Hinn fyrsta vísir í þessa átt hefir Sigvaldi Kaldalóns gert í tónsmíö sinni: Kaldalónsþankar, og er það skáldskapur í tónum um íslenzka náttúru; í I, þætti er ríðandi manns tilfinningu lýst, þegar hann í sól- skini sér fjöllin blá, og árnar og lækina kyssa farveg sinn, á leiö til sjávar. í II. þætti heyrir maður gleði náttúrunnar yfir því, aö velt- ast um himingeiminn, í III. og sterkasta hluta þessa verks kemur undrahiminn íslenzku náttúrunnar bezt í Ijós, þar sem fimbulbassinn drynur í gljúfrunum, eöa hljómar ógnandi í svörtum litum fjallanna. Tónskáldiö hefir ennþá ekki get- að fengið það útfært á annað en Harmoníum. en efalaust mundi þaö taka sig bezt út á mörg hljóðfæri. Sigvaldi Kaldalóns er einn þeirra ekki fáu listamanna, sem vinna í kyrþey, hann býr þetta og önnur lög sín til í tómstundum sínum, á hestbaKi, á leið sinni til og frá sjúklingum sínum; en þrátt fyrir þeita, kemur fram í tónsmíðum hans djúp skáldskapargáfa og hreinn og innilegur blær; lyftandi kraft vantar heldur ekki í lög hans; með köflum eru tilfingabylgjurnar svo sterkar, að þær taka mann með sér einsog sogalda; kemur þetta bezt fram í tveimur lögum hans — Þótt þú langförull legðir — og — Ásareiðin — hans seln- asta lagsmíði. Þessi tvö lög munu vafalaust verða þjóðareign. Það er mikið gleðiefni öllum þeim, sem óhlutdrægir unna nýjum ís- lenzkum listum að þessi vísir bæt- ist við á tónsmíöabrautinni, við höfum svo lengi lifað við það sama, að það er gott aö eitthvað nýtt bætist við, einkum þar sem þessi æð er djúp, hrein og íslenzk. ísafirði í júlí 1916. T. t. (Ni>) Einkennileg samviskusemi. »Landið« hélt því óhikað fram að »samningarnir« bresku vær,u skuldbinding frá íslendinga hálfu um að senda eða selja engar vörur til Norðurlanda, Hollands eða Pýskalands. I síðasta blaði er því enn haldið fram, að af- leiðingarnar af þessu samkomu- lagi séu »augljóst margra miljóna tjón, sem skellur á þjóðinni«, vegna þess að Norðurlandamark- aðurinn lokist. — En bíðum nú við, síðar í sama blaði gerir það þá fyrirspurn til landsstjórnarinn- ar, hvort samkomulags- samningarnir (Lands-mál) haf i ekki nei tt það inni aðhalda, sembeint eða óbeint, hljóti að hafa þá afleiðing, að áður- nefndum viðskiftum verði að vera lokið. — Er það nú ekki einkennileg sanv viskusemi, sem lýsir sér í þess- ari fýrirspurn blaðsins? Pað er sem sé að spyrjast fyrir um það hvort það sé nú alveg víst að það sjálft (Landið) hafi farið með stað- Iausa villeysu! — Jæja, það kann þó betur við að vita það!! Eg veit ekki hvort að lands- stjórnin hefir fyrir því að svara þessari gáfulegu fyrirspurn, lík- lega ekki, — En fyrirspurninni ér svarað áður, af landsstjórninni sjálfri, í reglugerðinni sem hún gafút ítilefni af þessum »sam- komulagssamningum«. — Ef nokkuð slíkt væri f þeim satnningum«, þá hlyti það að sjást í reglugerðinni, ef lands- stjórnin hefði undirgengist nokkr- ar skuldbindingar þar að iúíandi gagnvart Bretum, þá hefði hún orðið að sjá um að landsmenn uppfyltu þœr, en það eina sem hún hefir fytirskipað í þessu efni er: að skip sem flytja héð- an vörur skuliJ<oma við í breskri höfn, eins og þau hafa flestgert undanfarið, nauðug eða viljug. A. B. I KAUPSKAPUR I Egg kaupir Lauganesspítali. [171 Ánamaðkur til sölu. A. v. á. [187 Gömul eða ný vigtarlóð vil eg kaupa. Þorst. S. Manberg Lauga- veg 22. [188 I — VI N N A I Drengur óskast. Upplýsingar á Vitastíg 7 [18^ Undirritaður vélritar bréf og samninga, og semur bréf ef þess er óskað. Heima kl. 10—11 og 3—4 Grettisgötu 46. Guðmundur M. Björnsson. [192 r TAPAÐ —FUNDIfl 1 Vindlakassi fundinn. A. v. á. [190 Pakki með grænu ullartaui tap- aðist þ. 13. þ. m., hefir ef til vill verið skilin eftir í búð. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum á Laugav. 8 (bak. ríið). [191

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.