Vísir - 21.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1916, Blaðsíða 2
• VtSIR VISSR A f g r e i ö s 1 a blaðsins á Hótei ísland er opin frá kl. 8—8 á hverj- um degi, Inngangnr Frá Vallarstrætl. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr, — Ritstjórinn f!I viðtals frá ?<I. 3—4. Sími 400,— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚÐINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrir herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngri. Hvergi betra að versla en i FATABÚÐINNI, Hafnarstr. 18. Sími 269 Mjólkurverðið. Þeir hafa tveir orðið til þess, mjólkurframleiðendurnir, að skrifa á móti grein þeirri, sem eg skrif- aði í Vísi á dögunum. Annar í Vísi, hinn í Moigunblaðinu. Mjólkurframleiðandi, sem skrifar í Vísi er hreinskilinn mjög, og spyr, hvers vegna þeir sem fram- leiði mjólk megi ekki eins hækka sína vöru í verði og aðrir fram- Ieiöendur og jafnvel bæjarfélagið sjálft. — Og í því hefir hann fals- vert til síns máls. En spurningin er bara þessi: Var ekki mjólk ó- hæfilega dýr hér, áður en ófriður- inn hófst, og hvað á mönnum að haldast uppi að hækka verðið mikið? Um Hestar aðrar afurðir er öðru máli að gegna, því að markaðurinn fyrir þær er stærri, og verðið hér hlýtur að fara eftir því hvað boðið er annarsstaðar. — Vitanlega gela mjólkurframleiðendur líka notað sér erl, markaðinn með þvf að búa til smjör úr mjólkinni, — en veröur það betra ? Það skal fúslega játað, að þaö gengur hneyksli næst að bærinn skuii hækka verö á áburði, eins og nú er ástatt. En það er mál, sem koma ætti til kasta bæjarstjórnar- innar, og ef til vill fengist leiðrétt þar. Eg ætla ekkert að þræta við mjólkurframleiðanda um framleiðslu- kostnaðinn. Það mál ætti bæjar- stjórnin að láta rannsaka nákvæm- lega af sérfróöum mönnum. Það ætti að vera hægöarleikur. — En hitt tekst honum illa, þegar hann ætlar að fara að sýna fram á hvers vegna kýrverðiö hefir • hækkað og byggir það á miskunnarleysi selj- endanna, sem miði söluverðið við niðurlagsverð kúnna. En þegar kaup fara fram, eru altaf tveir um þau, seliandi og kaupandi. Vitan- lega getur seljandi miðað söluverð- ið við hvern þremilinn sem hann vill, en kaupandinn verður að miða við arðinn sem hann býst við að hafa af því keypia, og ef hann kaupir kýr til lífs fyrir helmingi hærra verð nú en áður, þá hlýtur hann aö telja sér það arðvænlegt. Miskunsemi seljanda kemur því máli ekkert viö, því enginn er neyddur til að kaupa kýr til aö tapa fé á mjólkurframleiðslu. Spekingurinn H. í Mbl. segir að kýrveröið hafi ekki hækkað um helm- ing, því að 1913 hafi 20 kýrverið seldar á 300 kr. hver, upp í Kjós. — Fyrst og fremst er þetta til- hæfulaust. En í öðru lagi væri það engin sönnun fyrir því að verð- iö hafi ekki hækkað. Alment gang- verð á kúm var 150—200 kr. hér á landi fyir ófriðinn, og þó það kunni aö hafa komiö fyrir að hærra verð hafi verið boðið á stöku stað> þá dettur engum óvitlausum manni í hug að telja það gangverð, frem- ur en t. d. aö telja 72 kr. gang- verð á ám nú, af því að það verð var boðið í nokkrar ær í Bjarnar- höfn í vor. Mjólkurþurfi. Nýju mennirnir og Þjóðstefna. —o — Sumir talsmenn nýja flokksins sem kallaður er »oháöir bændur«, hafa tekið upp þá bardagaaöferö að nfða þá menn, sem setið hafa á undanförnum þingum. Einkum hefir þetta viljað brenna við i Suð- urlandi, og fyrir nokkru síðan birt- ist einstaklega lubbaleg ritsmíð í því blaði eftir einhvern «Vestfirðing». — Eg fann þá hvöt hjá'mér til þess að vekja athygli manna á þessu stóryrðagaspri málsvaia þessara «nýju manna». Gesíur á Hæli hefir hingað til verið talinn aðalforvígis- maður þessa nýja fiokks og honum hefir verið eignað margt af Suður- landsgasprinu, en þesja Vestfirð- ingsgrein vill hann ekki kannast við, enda gat hún engum orðið til sóma. Það er því furðulegt, að nú tekur »Þjóðstefna« þenna froðu- snakk upp á sína arma. Það er skiljanlegt, aö »Þjóö- sfefna« fyrirverði sig fyrir að hafa hleypt þessum »Vestfiröingi« að í dálkum sínum, enda var grein sú, sem hún fluttí fyrir hann, ennþá tuddalegri en Suðurlandsgreinin, sem Geslur sór fyrir, samanhnoð- aðar ærumeiðingar um »gömlu mennina*. — Að vfsu er Þjóö- stefna að reyna að klóra í bakkann og bjarga sér með því að halda því fram, aö eg hafi viljandi mis- skilið grein Vestfiröings, og vilji »láta sýnast svo að hinum gömlu mönnum sjálfum hafi verið lýst í bréfin með þeim orðum, sem höfð voru um aðgerðir þeirra á þinginu«, og bætir því við, að hafi eg ekki gert þessa rangfærslu viljandi, þá sé eg »sannarlegt fífl«.— Eg hafði notað oröiö fífl um höfund um- rædds bréfs og eg er fús til þess að sæma ritstjóra Þjóðstefnunnar þeirri nafnbót, ef hann langar til og er það alvara aö reyna að telja mönnum trú um, að Iýsing á aðgerð- um manna á þingi og annarsstaðar.sé ekki um leið lýsing á þeim sjálfum. Eg hélt því fram, að það væri skylda forvígismanna þessa nýja flokks, óháöra bænda, sem svo margt finna gömlu fiokkunum til foráttu og bregöa þeim um stefnu- leysi o. s. frv„ að marka stefnu sína í aðallandsmálum óg þá fyrst og fremst í málum þeim, »sem eg kalla skattamálin® — en láta ekki alt lenda í slagorðum um nýjar stefnur út í bláin. — Þjóðstefnu finst þetta vera aö »aga nokkuö mörgu saman -og ekki laust við bjánaskap«. — O-jæja, tólfkónga- vitsvefari! Eg skal játa það, að mér var ókunnugt um að Þjóðstefna væri aöalmálgagn »óháðra bænda«, og (' þvi líka um það, að stefna hennar í «gjaldamálum«, sem hún kallar svo, væri flokksstefna öháðra bænda. Og enn hefir engin yfirlýsing heyrst um það frá nýju mönnunum, enda efast eg mjög mikiö um að bændur þori að kannast við Þjóð- stefnu sem sitt blað. En þar sem eg var nú að tala um flokk óháöra bænda og stefnu hans, en ekki um Þjóðstefnu, þá finst mér það vera eins og »utan af þekju«, «alt annar handleggur« og »ekki laust við bjánaskap«, þegar Þjóðstefna segir að það sé rétt eins og eg »hafi ekki vitað eða skilið, að mjög ákveðin skoöun hafi verið látin hér uppi um það, að gerbreyta öllu fyrirkomulagi um gjöld og skatta á íslandi, þannig, að þjóðar- valdið léti ýms fyrirtæki bera öll almenn gjöld og kostnað við stjórn þessa herskyldulausa lands, sen, er fultaf náttúrlegumauöæfum o. s. frv.« Jú, þetta var mér tullkunnugt um; eg hafði séð þessa »mjög á- kveðnu skoðun® látna uppi í Vísi í fyrra sumar i ritstjórnargrein sem mig minnir að kölluð væri »Pólib'k« og síðar í Þjóöstefnu, og ef til vill er hún ennþá eldri hér á landi. — En eg hefi hvergi &éð «óháöa bændur» bendlaða við þessa skoð- un. — Eg get því ómögulega talið þeim þá skoðun til lofs eöa lasts, T ! L IVi I N N ISs Baðhúsið opið v. d. 8-8, Id.kv, lil 11 Borgarst.skrifát. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkraviij.timi kl, 11-1. Landsbankinn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssímfnn opinn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Sainábyrgðin 12-2 og 4-6. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælið. Hcimsóknarlími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækning háskólans Kirkjustræti 121 Aim. lækningar á þriðjud. og föstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á fösiud. kl. 2—3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar í Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl. 2—3, anclsféliiröir kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. fremur en Þjóðstefna mundi vera fáanleg til þess t. d. að telja Sig- urði Eggerz það til ágætis sem hún kynni aö gefa sagt gott um ritstjóra Þjóðstefnu. — En ef svo fer, að Þjóöstefna og »óháðir bændur« taki saman þá vona eg að Vísir segi á sínum tíma frá trúlofuninni. Reykvíkingur. Aths. Að gefnu tilefni í Þjóðstefnu skal þaö tekiö fram, að Vísir telur sig algerlega hiutlausan í flokkamálum þó hann birti þessa grein og aðrar líkar. Og ef þeir sem að jötunni vilja komast þykjast þurfa að bera hönd fyrir höfuð sér, mun þeim ekki verða úthýst og enginn munur gerður é þeim og hinum, sem við hana eru. Ritstj. Pressens Magazin heitir hálfsmánaöarrit sem blaða- mannafélagið danska er farið aö gefa út. — Vísir hefir séð fyrsta heftið, og er það fjölbreytt að efni, fróðlegt og skemtilegt aflestrar, 116 bls. að stærð. Ritstjóri er Sten Drewsen en margir aðrir, þektir blaðamenn Dana skrifa í það.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.