Vísir - 26.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 26.07.1916, Blaðsíða 2
VlSIR VISIR A f g r e I ð s 1 a blaðslns ð Hótel Island er opin irá kl. 8—8 á hverj- uiu degi, Inngangur frá Vallarstræti. Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðaistr. - Rltstjðrinn tll vlðtals frá ki. 3-4. Símf 400.— P. O. Boz 367. Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aður á eldri sem yngrl. Hvergi betra að vcrsla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 íernd Norflnrlida. Síðasta »Landið« segir að vöru- flutningar frá íslandi til Norður- anda hafi fyrir þá sök ekki ver- ið stöðvaðir fýr en nú, að Eng- lendingar hafi verið svo mikið upp á Norðurl. komnir. England hafi þar mœtt því stórveldi, Noróur- löndum sem það gat ekki, eða sá sér skaða i, að reyna að yfirbuga, »Samningurinn hefir því svift ís- lendinga þeirri vernd, sem felst í því að Norðurlönd þurftu á vörum vorum að halda og að þau höfðu máttinn til þess að kaupa þær hér og flytja þær til sín, án allrar ábyrgðar fyrir íslendinga«, segir blaðið, og »það gerir leyndin ein fyrfr útlendum verslunarhúsum, hvernig svo sem samningarnir eru« — bætir það við til að gera þessa furðu- legu staðhæfingu — ja, ekki skilj- anlega. Undir þessa ritsmíð er sett nafnið Hrafn og dettur manni ó- sjálfrátt í hug: »Krummi krunk- ar úti í for, kominn að bjargar- þroti*! Eins og margsinnis hefir verið tekið fram, leggja »samningarnir« ekkert haft á vöruflutningana ann- að en viðkomuna í breskri höfn. Hverjum manni er frjálst að selja og flytja vörur hvert sem vera skal þeirra vegna. — Ef vér því höfum notið þeirrar vernar, að Norðurlönd hafa þurft afurða vorra með og gátu flutt þær til sín hvort sem Bretum líkaði bet- ur éða ver (af því þeir þorðu ekki að styggja þau), þá hlýtur sú vernd að standa oss enn til boða. Væntanlega neitar Landið því ekki, að Norðurlönd hafi sömu þörf fyrir afurðir vorar og. áður. — Vœntanlega neitar það því ekki heldur nú að íslendingum sé frjálst að selia og Norður- landabúum að kaupa jafnt og áð- ur. Væntanlega neitar það ekki heldur því, að Norðurlandabúum sé jafn frjálst og áður, að flytja til sín varning, sem þeir hafa keypt hér, jafnfrjálst vegna ís- lenskra stjórnarráðstafana. — Að svo er, sést ótvírætt á því, að hér liggur nú skip sem er verið að hlaða með fiski sem á að fara til ^Svíþjóðar og að Goðafoss, Fióra, Botnía og Gullfoss höfðu öll meðferöis vörur sem áttu að fara til Norðurlanda. Um Flóru, t. d., er svo ástatt að hún hefir meðferðis vörur, sem eru eign Norðuriandabúa, og skipið er sjálft eign Norðmanna. — Úr því henni var slept héðan með farminn, skuldbindingalaust að öðru leyti en því, að hún skyldi koma við í breskri höfn, þá liggur í augum uppi að farm- urinn er algerlega kominn und- öðrum ákvæðum »samninganna*, hver sem þau kynnu að vera, um leið og hún fer frá landinu. Eftir það eiga Bretar eingöngu við eigendur farmsins. Hvernig getur þá »samning- urinn*, jafnvel þó hann væri hinn óttalegi legi leyndardómur, sem enginn skildi«, sviftfarm þennan vernd Norðurlanda? Eins mundi fara um hvern farm sem Norðurlandabúar keyptu hér, um leið oghann er kominn út fyrir landhelgi íslands er hann orðinn »samningum« vorum við Breta algerlega óviðkomandi, eign Norðmanna, Svía eða Dana og stendur algerlega undir þeirra vernd. Og það liggur í augum uppi, að íslenskir samningar geta ekki svift erlenda borgara rétti yfir löglegri eign þeirra í þeirra eigin skipum eða vernd. þeirra eigin landa. — Pað frekasta sem þeir geta gert í þá átt er að svifta þá vernd íslands. Pað stendur því ómótmælan- legt, að þrátt fyrir þessa »samn- inga« hafa Norðurlandabúar sama rétt og áður til að kaupa hér og flytja til sín afurðir vorar og ef þeir fá ekki að flytja þær heim til sín, þá er Bretum einum um að kenna. — Og flutningabann- ið hefðu Bretar lagt á, hvort sem Islendingar sömdu eða ekki. Eða heldur »Landið« e.t.v.að Island sé eina ríkið á Norður- löndum sem Bretar þora ekki að ganga í berhögg við? — Hrafn hefir þá sennilega ætlað að segja, að með samningunum hafi Norð- urlönd verið svift vernd Islands, þar hafi Bretar átt að mæta því stórveldi sem þeir hafi ekki séð sér fært að yfirbuga! A. B. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ----- Frh. Hinn maðurinn var dökkur yfir- litum. AUar hreyfingar hans voru léttar og liðugar eins og hjá ketti, Hann hét Gonzalez, spænskur aö ætt, og var fiugmaður i flokki »hinna ellefu«. Báðir þessir menn fylgdu Bóre- mong út á veggsvalirnar og tóku þátt í ráöagerðunum. Um aftureld- ingu stóðu þeir upp. Þá var búiö að fastráða um allar framkvæmd- irnar. Þeir snæddu morgunverð í flýti, og héldu svo til skýlisins, sem flug- vélin var geymd í. Gonzalez og Bóremong drógu hana út ogspán- verjinn var í nokkrar mínútur aö koma vélinni í hreyfingu. Svo gaf hann baróninum merki um að alt væri tilbúið, Baróninn sneri sér til Wu Ling. »Hér erum við ferðbúnir, prins, eigum við aö halda af stað ?« Wu Ling hneigði sig til sam- þykkis og Bóremong gekk á undan inn í kofa þar rétt hjá. Þar skiftu þeir um föt og settu flughettur á böfuð sér. Að því loknu kleifbar- óninn upp í flugvélina og hinn á eftir. Þegar þeir voru sesfir, þaut flogvélin af stað með vóðalegum hvin. Wu Ling sat hreyfingarlaus í sæti sínu og leit út eins og gulurforn- aldar steingerfingur. Hann horfði beint fram fyrir sig með krosslagð- ar hendur. Það hefði mátt halda að hann væri fremur á gangi í hægðum sínum um Picadilly í Lond- on, heldur en hann væri á ferð í loftinu meö 70 mílna hraða á kl,- stund. Flugvélin haföi farið alveg í hring. Nú stefndi hún í austur. Hún var komin tvö þúsund fet í loft upp og undir var Bristol-fló- inn, sem glitraði af morgunsólinni. Það leit út fyrir að gott veður mundi verða um daginn. Ekkert ský sást á lofti, og golan var þægi- lega svalandi. Þegar þeir voru komnir þrjú þúsund fet í loft upp, sneri Bóre- mong flugvélinni til suöurs. Hún hækkaði stöðugt flugið og þegar komiö var fjögur þúsund fet upp, hélt hún beint í suður með 80 mílna hraða á klukkustund. Alt f einu sást svartur depill langt, langt fyrir neðan. Þessi litli blettur leit út eins og hefilspónn, fljótandi f himinblámanum. Þegar þeir voru komnir alveg yfir blett þenna, hallaði Wu Ling sér yfir borðstokkinn og sagði; »Þarna er Lundeyja*. T I L M I N N I S: Baðhúsiö opið v. d. 8-8, Id.kv. til 11 Borgarst.skrifat. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk. Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbanki opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Landsbankínn 10-3, Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimfnn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið P/,-21/, siðd. Pósthúslð oplð v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaöahælið. Hcirnsóknartímt 12-1 Þjéðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypis lækníng háskölans Kirkjustræti 12: Alm. læknlngar á þriðjud. og fóstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlæknlngar á þrlðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mlð- vikud. kl. 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar með ágætishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. Pylsur! Cervelat og Spegepylsur Bóreraong hneigði höfuðið til samþykkis, sneri flugvélinni til aust- urs og lækkaði flugið. Wu Ling laut áfram og benti niöur. »Þarna«, kallaöi hann. Bóremong leit til hliðar. Weis- ströndin var enn í svo mikilli fjar- lægð að hún leit út eins og dökk lína. Flugvélin lækkaði meira og meira í loftmu. Ströndin fór að verða skýrari og skýrari. Eftir litla stund var flugvélin komin heilu og höldnu á iand. í nokkrar mínútur eftir að vélin var stönzuð sátu þeir kyrrir í sæt- um sínum Bóretnong og Wu Ling. Þeir bjuggust við að sjá einhverja forvitna fiskikarla koma niöur í fjöruna og aðgæta þetta und- arlega ferlíki, sem kom ofan úr skýjunum Þeir biðu í fjórðung stundar, en ekki bar á að nokkur hefði orðið var við komu þeirra, svo þeir stigu út úr flugvélinni. Framh.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.