Vísir - 29.07.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 29.07.1916, Blaðsíða 2
VISIR VISIR Afgrelösla blaflslns á Hótel Island er opin frá kK 8—8 á hverj- um degl, Inngangur frá Vallarstrœtl. Sicrifstofa á sama stafl, inng. frá Aðalstr. — Rftstjórlnn tll vlfltals frá kl. 3—4. Síml 400.— P. O. Box 367, Best að versla i FATABÚÐINNI! Þarfást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og böm, og allur fatn- aður á eldrl sem yngrí. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Simi 269 Hestarnir í Grullfossi Borin tll baka ósannindi og misskllningur Jóh. Ögm. Odds- sonar. Hvatir manna til ritsmíöa eru ýmiskonar. Sumir skrifa í gróöa- skyni. Aörir skrifa fyrir fordildar- sakir, eða, eins og komist hefir ver- iö aö oröi, til þess að sjá nafn sitt á prenti, Og aftur eru enn aðrir, sem skrifa af áhuga fyrir góöu mál- efni. Þessi tegund ritsmíöa er vit- anlega sú rétthæsta og jafnframtsú, sem mest mark er tekið á. Það er því jafnan leitt þegar menn vinna góðu máli ógagn með því aö rita um þaö með óáreiöanleik og fljót- færni, án þess aö hafa kynt sér málavöxtu. Eg hefi um undanfarin ár rekist á allmargar greinar um dýravernd- un, hér og hvar í blöðum og tíma- ritum, eftir Jóh. Ögm. Oddsson. Aö vísu hefi eg ekki veitt greinum þessum neina sérstaka eftirtekt, en það hefi eg þó getaö iesið út úr þeim, að höf. skrifaöi af áhuga á málefninu. Sama kemur og fram í grein, er birtist í 200. tbl. Vísis, og höf, nefnir »Hestarnir í GuII- fossi*. Þess vegna get eg núfyrir mitt leyti afsakað hnýfilyrði þau, sem greinin hefir aö geyma til þeirra, sem áttu hesta þá er Gull- foss fór með, en það voru hr. H. Zöllner og eg. En hins vegar er greinin þess eðlis, að rangt væri að bera hana ekki til baka, enda er það afarauðvelt, því allar aðfinslur og aðdróttanir höf. til eigenda hestanna, er ýmist tvímælalaus ósann- indi eða misskilningur. Aöalatriöið, sem mótmæla þarf i greininni er þessi klausa: »T. d. má nefna hvað fyrir- hyggjuleysi þeirra er mikið og ósvffnin gengur langt gagnvart skepnunum, að í gær voru um 400 hestar, sem í upphafi áttu aö sigla, en þegar rúmur fjórði partur af þeim var kominn um borð, þá var það sýnilegt, að hey mundi vanta, þá fyrst vai farið að síma og senda í aliar áttir eftir heyi í viðbót, og mun það að lokum hafa fengist nægi- legt*. Við þessu nægir aö vísa til vott- orðs framkv.stj. Eimskipafél., sem fer á eftir grein þessari. Þaö sætir undrun að bera fram jafn slaðlaus ósannindi og gera sér ekki einu- sinni svo mikið ómak aö tala við afgreiðslumanninn. Mundi ekki oröiö »ósvífni« eiga hér betur við en hjá greinarhöf. Að fyrst hafi verið farið að síma og senda í allar áttir eftir heyviöbót þegar farið var að skipa hestunum út, eru vitanlega tilhæfulaus ósannindi. Hvað mig snertir þá hefi eg ávalt síðati eg fór að fiytja út hesta, haft samn- inga viö hr. Eggett Briem frá Viö- ey, um hey handa hestunum, og svo var einnig nú. Frá Viöey voru flutt aö skipshlið um 16 þús. pd. af heyi, en nokkuö af því heyi var nýtt, og því ekki þurt. Það var því haft á þilfari, en það er stað- reynd. að hestar eta bezt nýtt hey, sem ekki er alþurt. Ekki ber skylda til að láta fara nema 120 pd. með hverjum hesti og var mér því ekki skylt að lála nema 15000 pd. meö míuum hestum (125 að tölu), en sökum þess að nýja heyið frá Við- ey var ekki vel þurt, lét eg flytja um 9000 pd. af heyi niður á bfyggju til þess aö vera þess full- viss að hestarnir fengju nóg fóður. Af þessum 9000 pd. voru c. 1500 pd. ekki gott hey og var þaö sett sér, og sagði eg afgreiöslumanni frá því, gat þess aö það væri aiveg umfram, máttu þeir því gera hvort þeir vildu, taka þaö eöa ekki, en svo fór aö þaö fór einnig á skips- fjöl. Af þessu er því sýnilegt, að það hey, sem fór með mínum hestum, var ekkí aöeins nóg, heldur var mikið umfram. Að því er snertir hey hr. H. Zöllners, þá var það bæöi gott hey og talsvert umfram, En flugufótur sá, sem greinarhöf. mun hafa fyrir sögusögn sinni, ef nokkur er, mun vera sá, aö umboösmaður hr. H. Zöllnes, hr. bæjarfógetafulltrui Vig- fús Einarsson var svikinn um lítin hluta af heyi því er hann hafði pautað til fararinnar og varð því að útvega sér það annarsstaðar. Greinarhöf. talar um vont hey frá Lækjarbotnum (Lögbergi), sem hann gizkar á að muni hafa verið ódýrt, en vitanlega veit hann ekk- ert um það, frerour en annaö sem hann skrifar um. Ef höf. langar til að heyra sögu þess, þá er hún sú, að sökum þess að alómögulegt var að fá hey hér í bænum þegar hestar þeir, er danski herinn keypti í vor fóru héöan, bað eg bóndann á Lögbergi aö lána mér tvo vagna af heyi, gegn því aö borga í heyi aftur í sumar, það er því ósatt að heyið væri keypt. Heyið hafði eg ekki skoðað, en var sagt að það væri allgott. Þaö kom upp erheyiö kom niður í bæ, aö þaö var ekki svo gott sem skyldi, en eg lét þó í samráði við dýralæknir það fara, sem ekið hafði verið niður á bryggju og stóð aldrei til aö meira færi af því, svo það eru einnig staðiaus ósannindi að nokkuð af heyinu hafi verið rekiö til baka, eins og grein- arhöf. segir. Annars er þaö eftirtektavert að höf, gengur að þvi vísu, að hesta- útflytjendur vilji senda sem verst og ódýrast hey með hestunum. Það er nú að vísu ekki svo mikil furða þegargætt er að stöðu inannsins. Þeir þekkja það matvælakaupmenn hér, aö hafa ekki æfinlega 1. flokks vör- ur á boðstólum. Væri nú fjarri sanni, aö höf. liti nær sér og semdi nokkrar blaðagreinar til þess að sporna við því að kaupmenn hefðu leyfi til að selja lélegar og skemdar matvörur svo sem t. d. mygiað mjöl og maurugt bygg. Það ber eitt meö ööru með sér að hr. Jóh. Ögm. Oddsson ber ekki skyn á þaö, sem hann er að skrifa um, aö hann telur þaö á- h ugamál vor útflytjenda að heyið, sem sent er með hestunum, sésem minst og verst. Þetta er vitanlega gagnstætt því rétta. Við höfum vitanlega mestan peningalegan hag af því að hestunum líöi sem bezt á útleiö og líti sem bezt út er þeir koma til sölustaöarins. Ósannindi eru það ennfremur hjá greinarhöf. að hestarnir hafi staðið á »planinu« frá morgni til kvelds. Hestar hr. H. Zöllners komu þang- að flestir um kl. 11 og var búið að skipa þeim út kl. 3 en mínir hestar komu þar um kl. 1 og var búið aö skipa þeim út kl. rúml. 8. Án þess aö hér sé rúm til að fara nákvæmlega út í athugasemdir höf. á útskipun hestanna þá skal bent á að sumar þeirra lýsa van- hyggju og misskilningi. í slaöinn fyrir aö hafa púöa viö skipshliðina eins og hann leggur til, til að varna því aö hestarnir snertu hana væri t. d, hentugra aö hafa taug á hest- unum úr bátnum. Misskilningur er það aö hestunum sé rent viöstöðu- laust niður í lestina, þeir eru ávalt stöövaðir meðan þeir eru að fóta sig. Gerð hefir verið tilraun með aö hafa álíka púða undij hestun- um og hann slingur upp á, en það strandaði vitanlega á því að hross- in tættu púðana í sundur, enda T I L MINNIS; Baðhúsið opifl v. d. 8-8, ld.kv. til 11 Borgarst.skriljt. i brunastöð opin v. d 11-3 Bæjarfóg.skrítst. Hverfisg. op, v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4. K. F. U. M. Alm. samk, sunnd. 8l/« siðd Landakotsspit. Sjúkravitj.tími kl, 11-1. Laudsbankinn 10-3. Bankastjórn til við- tals 10-12 Landsbókasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Landssimlnn oplnn v. d. daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og4-7 Náttúrugripasafnið opið U/,-21/, siðd. Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunud. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-6; Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahælifl. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ökeypis lækning háskólans Klrkjustrætl 12: Alm. læknlngar á þriðjud, og fðstud. kl. 12-1. Eyrna-, nef- og hálslækningar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mið- vikud. kl, 2—3. andsféhirðir kl. 10—2 og 5—6. Skemtivagnar meö ágætishestum til leigu í lengri og skemri ferðir. Sími 341. mundi ekkert endast til þess, nema leður eöa togleður. Trépallur mundi hentugastur þar sera járn er í lest- argólfi. Aö lokum vil eg minna greinar- höf. á þaö, að fylgja þelrri reglu í næstu skrifum sínum (sem allir vitr- ir og vandaöir menn eru vanir að fylgja), aö hugsa . og rannsaka rit- smíöaefnin, áöur en hann skrifar um þau, Hætt er við því að menn hætti að bera tilhlýðilega virðingu fyrir dýraverndarstarfseminni ef marg ar greinar af slíku tagi birtast frá forgöngumönnunum. Takmarkalaus geta þau gönuskeið verið sem slík félög geta tekið þegar heimskan og öfgarnar ná að skipa þar öndvegi. T. d. hefir Jensen-Bjerg kaupm. sagt mér frá því að dýraverndunarfélag í Kaupmannahöfn kæröi yfir því að hann hafði hesta úli á grasi grón- um flötum um hásumarið. Félagið óttaöist aö hestunnm mundi verða kalt. Dýralæknirinn kom loks í það sinn vitinu fyrir félagið. Annars lælur oft hæst í þeim um dýraverndun, sem engar skepnur umgangast né eiga, og sannast þar sem oftar málshátturinn : «Tómir vagnar skrölta mest«, Veit eg og af manni, sem verið hefir meðlim- ur dýraverndunarfélagsins, sem hafði tækifæri á því, að sýna áhuga sinn á málefninu, er hann bjó í sveit, með því aö horfella árlega. Eg mundi geta aflað mér vott-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.