Vísir - 25.08.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 25.08.1916, Blaðsíða 2
VI5IR ViSIR Afgrefösla blaösíns á Hótel Island er opin frá kl. 8- 7 i hverj- uni degl, Inngangur frá Vallaistræti. Skrlfstofa á sama stað, fnng. frá Aðalstr. — RIt8tjórfnn tll viðtaU frá kl. 3-4. Sími 400,— P. O. Box 367. Best að versla í FATABÚBINNI! Þar fást Regnkápur, Rykfrakkar fyrlr herra, dömur og börn, og allur fatn- aðurá eldrl sem yngrl. Hvergi betra að versla en i FATABUÐINNI, Hafnarstr. 18. Síml 269 Frá Görtz. Einhver allra merkasti viöburö- urinn, sem skeð hefir í ófriönum nú um Janga hríð, var þaö, er ítalir tóku Görlz af Austurríkismönnum. í enska blaöinu »The Daily MaiU er komist svo aö oröi: »ítalski berinn hefir unnið einn hinn stórkostlegasta sigur í ófriön- um, er hann tók Gðrtz, hiö ramm- eflda vígi hjá Isonzo, sem í mafga mánuöi hefir bannað þeim lelöina til Triest og óvinirnir hafa taliö ó- vinnandi. Um erfiöleikana sam varö að yfirstíga gela þeir einir gert sér hugmynd, sem þar eru kunn- ugir. Þaö nægir að skýra frá því, aö Görfz er frá náttúrunnar hendi eins óvinnandi vígi og Gibraltar, og Austurríkismenn höfðu þar við bætt öllum vörnum sem verkfræöis- vísindin þekkja«. Og óvinnandi hefir borgin reynst Itölum á annaö ár, þó aö langt sé orðiö síöan aö sagt var aö ekki stæöi steinn yfir steini í borginni sjálfri. Aö ítölum hefir nú tekist þaö, sem þeim áöur var um megn, get- ur stafað af ýmsum áslæöum. — En miklu mun það hafa valdið, að Austurríkismenn hafa verið fáliðaðri þar nú en áöur, vegna fram- sóknar Rússa. Enda er svo sagt í blööum, aö úrslita-áhlaup ítala á vígin hafi komiö Austurríkismönn- um á óvart. Höfðu ítalir fyrst gert ákaft áhlaup hjá Duino, suður á Adriahafsströndinni fyrir suöaustan Monfalcone. Hófu þeir þar snarpa stórskotahríð og gerðu síöan svo öflugt fótgönguliösáhlaup, aö þeir náöu þar þýðingarmiklum stöövum af óvinunum. En um kvöldið fengu Ansturríkismenn liösauka og hörf- uöu ítalir þá undan. — En þessi árás var gerö aðeins í því skyni aö neyða Austurríkismenn til aö flytja liö frá Görtz. Og daginn effir hófu ftalir einhverja þá ægilegustu orra- hríö hjá Görfz, sem sögur fara af. Fyrst var stórskotahríöinni beint gegn stöövum yfirherstjórnar Aust- urríkismanna og virkjum þeim sem orustunni var stjórnaö frá. Síma- þræðir allir sem þaðan lágu voru tættir í sundur, svo að varnarliöiö varö höfuölaus her, og barðist í blindni. Ííalir áttu yfir Isonzofljót aö sækja og uröu að taka mörg rambyggi- leg vígi á Ieiðinni, og þar á meðal vígið Sabotino, sem stendur á 2000 feta háu fjalli. En sóknin var svo áköf, að Austurríkismenn höfðu ekki tíma til að sprengja brýrnar á fljótinu í loft upp. En meðan ítalsKi herinn var aö fara yfir fijót- iö, létu Austurríkismenn sprengi- kúlunum rigna yfir þá frá hæöun- um aö austanverðu. Eins og áður er sagt, má gera ráð fyrir því, að liðsskortur Austurríkis- manna hafi að nokkru leyti valdið ósigri þeirra. En aöallega er þó taliö að fallbyssur ítala hafi ráöiö úrslitunum. Þeir hafa í fyrri á- hlaupum sínum ekki haft nógu stórvirkar fallbyssur og því ekkert unniö á víggirðingum Austurríkis- manna. En í þessum orustum hafa þeir notað samskonar fallbyssubákn og bandamenu þeirra hafa á hinum vígstöðvunum. Fyrsta frásögnin af fallí Görtz- borgar í þýzkum og austurríakum blööum höföu verið mjög varlega ritaöar, sagt aö ítalir heföu komist með nokkrurn her inn í borgina, og unnið ekki óverulegan sigur. En meðan ítalir ekki gátu náð Görtz, komust þeir enga leiö inn í Austnrríki, því frá vígjunum um- hverfis borgina mátti einnig varna þeim þess að komast yfir Carso- sléttuna, sem liggur suður frá borg- inni alla Ieið aö Adriahafsströnd. — Sigur þessi er því afar þýöing- armikill, þó að ítölum gefi að vísu þrátt fyrir hann, reynst leiðin aust- ur til Triest seinfarin. Þrisvar sinnum hafa Italir áður reynt aö vinna Görlz með áhlaupi sfðan þeir sögðu Austurríkismönn- um stríð á hendur 24. maí 1915. Fyrst í byrjun janúarmánaðar 1915, en þá bagaði þeim ill verörátta. Aftur reyndu þeir þaö í júlí; þá höföu þeir ekki nógu öflugt stór- skotalið, en börðust af fádæma hreysti, í þriðja sinn geröu þeir áhlaup á borgina í nóvembermánuöi, og er talið aö þá hafi lítiö vantað á að þeim tækist að vinna hana. Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Þegar eg hefi komið yður til Westward Ho! tek eg mann með mér til baka til þess að halda vörð hérna. Síðan fer eg með Sir Hector Armstrong til lands og tek með mér til baka annan mann sem einnig á að halda vörð. »Á meðan gœtuð þér séð fyr- ir að fallbyssubátur verði send- ur hingað til þess að taka fang- ana sem við þegar höfum tekið. Ef báturinn kemur hingað áður en höfuðþrjótarnir koma, þá gæti skeð að maður gæti notað hann til þess að koma þeim í »stein- inn« líka. Hvað segið þér við þessu ?« Ráðherrann kveikti sér í síg- arettu og sagði svo: »Mér líkar þetta alt ágætlega. Eg held við höfum engu við að bæta, Hvað segir þú Armstrong?« »Eg er þessu alveg samþykk- ur«, svaraði hann. »Eg treysti Bleik til þess að sjá fyrir því öllu«. Ef þér eruð að öllu leyti sam- þykkur þessu«, sagði Bleik og sneri sér að ráðherranum, »þá skulum við komast strax af stað. Hver stund er mikils virð, svo eru líka ailir Lundúnabúar undr- andi yfir fjarveru yðar«. Hergagnaráðherrann stóð upp og brósti um leið. »Það verður sagt að eg hafi staðið lítið eitt lengur við í Westward Ho! en eg ætlaði í fyrstu*, sagði hann. »Jæja, þetta er nú alt gott og blessað og eg get þó glatt mig við það, að eg gaf þræln- um, sem á mig réðist, ósvikið högg«. »Já, það var þungt högg« sagði Bleik um leið og hann stóð upp. »Kylfan brotnaði svo hreinlega að það var eins og hún væri höggin í sundur*. Ráðherrann sneri sér að Bleik og horfði undrandi á hann. — »Hvernig stendur á að þér vitið þetta?« sagði hann. Bleik Brosti og svaraði: »Það er mjög einfalt«. Og án þess að ræða þetta nánar gekk hann út. Þeir héldu síðan allir út úr húsinu og í áttina til flugvélar- innar. Bleik fór að hita upp vél- ina og ráðherrann steig upp í en á meðan héldu þeir Tinker og Armstrong flugvélinni. Ráð- herra kvaddi þá og lofaði Tin- ker að hann skyldi þakka hon- um hjálpina þegar hann kæmi til London. T I L MINNIS: BaChúsið opið v. d. 8-8, Id.kv. tii 11 Borgarst.skrlfst. i brunastöð opín v. d 11-3 Bæjarfóg.skrifst. Hverfisg. op. v. d. 10-2 og 4-7 Bæjargjaldk, Laufásv. kl. 12-3 og 5-7 v.d Islandsbankl opinn 10-4. K, F. U. M. Alm. samk, sunnd. 81/, siðd Landakotsspít. Sjúkravitj.tímt kl, 11-1. Landsbanklnn 10-3, Bar.kastjórn til vlð- tals 10-12 Landsbökasafn 12-3 og 5-8. Utlán 1-3 Land8sirainn opinn v. d, daglangt (8-9) Helga daga 10-12 og 4-7 Náttúrugrlpasafnið opið T'/,-2*/, síðd, Pósthúsið opið v. d. 9-7, sunnd. 9-1 Samábyrgðin 12-2 og 4-0. Stjórnarráðsskrifstofurnar opn. 10-4 v. d. Vifilsstaðahællð. Hcimsóknartími 12-1 Þjóðmenjasafnið opið sd. þd, fmd. 12-2 Ókeypls lækning háskólans Klrkjustrætf 121 Alm. lækningar á þriðjud. og fðstud, kl. 12—1. Eyrna-, nef- og hálslæknlngar á föstud. kl. 2-3. Tannlækningar á þriðjud. kl. 2—3. Augnlækningar i Lækjargötu 2 á mlð- vikud, kl. 2-3. andsféhirðlr kl. 10—2 og 5—6. Síðan sleftu þeir flugvélinni og hún rann af stað og lyfti sér til flugs. Þegar þeir voru komnir þús- und fet í loft upp sneri Bleik flugvélinni til suðurs. — Þannig héldu þeir áfram og fóru áttatíu mílur á klukkustund áleiðis til Westward Ho! Loks sáu þeir ströndina og Bleik lækkaði flug- ið. Þeir náðu góðri lendingu al- veg á sama stað og Tinker hafði lent kveldið áður. Morrison og nokkrir menn með honum komu þegar til þeirra og þóttust ráðherrann úr helju heimt hafa, er þeir sáu að hann var þar kominn. Það voru þegar gerðar ráðstaf- anir til þess að fá tvo menn frá næstu strandvarnarstöð, til þess að fara til eyjarinnar. Bleik tók annan þeirra með sér en lét hinn bíða þangað til hann kœmi með Sir Hector Armstrong. Bleik sneri aftur til eyjarinnar og lét varðmanninn fara úr flug- vélinni en tók Hector í staðinn. Þeir komust heilu og höldnu til lands. Bleik tók síðan hinn varð- manninn og flutti hann til eyjar- innar. — Hann gaf mönnunum nákvœmar skipanir um hvað þeir ættu að gera og sneri síðan til lands með Tinker. Þegar þeir komu til Westward Ho! voru þeir Hector Armstrong og ráðherrann búnir til brottt- ferðar og ætluðu beina leið til London. Áður en þeir lögðu af stað talaði ráðherrann hljótt við Bleik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.