Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 31.08.1916, Blaðsíða 3
VISIR Islands Kontor i Köbenhavn ved C. Schjöth, Willemoesgade 11 Umsóknir um styrk úr ellistyrktarsjóði Reykjavíkur skal senda borgarstjóra fyrir lok septembermánaðar. Rita skal umsóknirnar á eyðublöð sem til þess eru gerð og fást á skrifstofu borgarstjóra, hjá fátækrafulltrúunum og prestunum. Styrknum verður úthlutað í októbermánuði. Borgarstjórinn í Reykjavík 25. ágúst 1916. K. Zimsen. annast alskonar viðskifti fyrir íslendinga, bæði í Danmörku og öðr- um löndum jafnt fyrir kaupmenn sem aðra. Upplýsingar og eftir- grenslanir ókeypis ef sent er frímerki undir svarbréf. Annast inn- kaup ókeypis og sendir vörur gegn póstkröfu. Annast sölu fyrir mjög lítil ómakslaun. Endurnýjar happdrættismiða og geymir þá, gegn tryggingu. Með því að leita til skrifstofunnar þá er menn þurfa að selja eitthvað, eða kaupa, hafa menn þann hagnað að fá vörur með sanngjörnu veröi og sanngjamt verð fyrir vöiur sínar Barnaskólinn. Peir sem viija koma börnum, yngri en 10 ára, í barnaskóla Reykjavíkur á momandi vetri, sendi umsóknir til skólanefndar fyrir 10. seftember. Skólagjaldið er kr. 20,oo fyrir hvert barn, en þeir sem óska að fá ókeyis kenslu fyrir börn sfn, taki það fram í umsóknum sínum. Eyðublöð undir umsóknir fást á skrifstofu borgarstjóra og hjá skólastjóra. Reykjavík 21. ágúst 1916. F. h. skólanefndar K. Z i m s e n. Einfalt Grler yhr myndir með tækiíærisverði Jón Hj. Sigurðsson héraðslæknir er kominn heim. LÖGMENN ► ◄ Oddur Gíslasort yflrréttarm&laflutnlnssmaður Laufásvegi 22. Venjulega heima kl. 11-12 og 4-5 Simi. 26 Bogl Brynjólfsson yflrréttarmálaflutnlngsmaður, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppij. Til viðtals til 3. sept. að eins frá kl. 3V3-5Vr- ________— Talsimi 250 —_____ Pétur Magnússon. yfirdómslögmaður, Hverfísgötu 30. Simi 533 — Heima kl 5—6 . *ND\su, Ost kgl. ootr. Brandassurance Comp. "Vátryggir: Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skriístofutími8-12 og 2-8. Austurstræíi 1. N. B. Nlelsen. Hið öfluga og velþekta brunabótafél. Mr WOLGA (Stofnað 1871) tekur að sér alskonar brunatrygglngar Aðalumboðsmaður fyrir fsland Halldór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunatryggingar, sæ- og stríösvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — Talsími 254 x -0 ö y. Viötalstími kl. 2-3 og kl. 7V3 e. h. Veltusund 3 B (uppi). Sími 179. Dóttir snælandsins. Eftir Jack London. 54 ---- Frh. Hann hristi hana góðlátlega. Var það vottur um að nú væri hann að komast í gott skap aftur. Og svo sagði hann: — En nú hefi eg í hyggju að selja alt saman, námurnar og alt sem þar til heyrir og fara að lesa Browning. — Altaf sama bardagalöngunin. Þaö kippir altaf í kynið. — Þvf í skollanum gaztu ekki verið strákur? spurði hann alt í einu. Þú hefðir verið fyrirtaks strákur. En sem kona, sköpuð til að verða einhverjum til ánægju hlýturðu að yfirgefa mig — strax á morgun, hinn daginn eöa þá aö ári. Eg veit að þetta er óhjákvæmi- legt og rétt. En maðurinn, Frona mín, hver veröur hann? — Viö skulnm ekki tala um þetta. Segðu mér heldur af föður þínnm og baráttu hans, hinni miklu, einmana baráttu hans við Treasure City. Þar voru tíu á móti einum, og hann stóð sig vel. Segðu mér frá því. — Nei, Frona! Skilurðu þá ekki — að þetla er í fyrsta sinn, sem við tölum saman um alvörumál, eins og faðir og dóttir, — já, í fyrsta sinn. Þú hefir hvorki haft móöur né fööur til að leiðbeina þér, en eg reiddi mig á ætternið, — og það meö réttu, — og lét þig sjálfráða, En þeir límar koma að þöif er á móðurlegum ráðlegg- ingum, og þú hefir aldrei haft af neinni móður að segja. Frona þagði. Hún vissi að hverju hann myndi ætla að víkja talinu. Og hún þrýsti sér fastar að honum. __ Þessi maður, — þessi Vin- cent — hvernig er það ykkar á milli. — Eg — eg veit það ekki. En hvaö áttu við? — Mundu þaö altaf, Fróna, að þér er frjálst að velja, og aö það ert þú ein, sem ræður í þeim sök- um. En samt vildi eg svo gjarnan að eg gæti skiliö þig, Eg gæti — máske — eg gæti máske ráðlagt þér. Annaö ekki. En máske gæti eg ráölagt þér eitlhvað — — Henni fundust þessi augnablik heilög, og þó fann hún að henni vafðist tunga um tönn. Og þegar öllu var á botninn hvolft — myndi hann þá skilja hana? Voru þau ekki svo ólík, aö hann ekki myndi telja þau rök fullnægj- andi, sem voru algild í hennar augum? — Þaö er ekki neitt okkar á milli, faöir minn, sagði hún með áherzlu. Vincent hefir ekki sagt eitt orð í þá átt. Ekki vitund. Við er- um góðir vinir og fellur vel sam- an. Við erum mjög góöir vinir. En eg held líka að það sé nú alt og sumt. — Já. En ykkur fellur vel sam- an. Er það á þann hátt, sem konu þarf að falla við mann, sem hún í sannleika getur lofað að búa með alla æfi? Eru tilfinningar þínar þannig að þú, þegar þar að kem- ur, getir sagt eins og Rut forðum: »Þitt fólk er mitt fólk, þinn guð er minn guð.« — Ne-i! Og þó — eg veit ekki! Eg þori ekki aö svara þeirri spurningu — ekki nú. Þessi mikla játning — hún kemur þegar hún á að koma, — eins og þruma úr heiðskíru lofti, eins og opinberun, enginn veit hvaðan. Að minsta kosti hefi eg hugsað mér að þann- ig hljóti það að vera. Jakob Welse hneigði höfuðið, hægt og hugsandi, eins og sá, sem að vísu skilur umtalsefnið en þarf að hugsa það og velta því ræki- lega fyrir sér. — En hvers vegna spyr þú um þetta, faðir minn? Hvers vegna gerir þú Vincent að umtalsefni? Eg hefi líka komist í kunnings- skap við fleiri karlmenn. — Já. En tilfinningar mínar gagnvart Vincent eru alt öðruvísi en gagnvait öðrum mönnum. Við þurfum að segja hvert öðru sann- leikann, afdráttarlaust, og fyrirgefa hvort öðru ef þaö veldur sársauka, Mitt álit er ekki meira vert en hvers annars sem vera skal og skeikulleiki er sameiginleg eign og ágalli allra manna. Og ekki get eg heldur gert grein fyrir þessum til- finningum mínum, sem í einu orði eru þær að mér geðjast alls ekki að Vincent. — Það sama munu flestir karl- menn segja, sagði Frona, sem nú fanst að hún þyrfti að taka mál- stað Vincents. — Slíkt einróma áiit staöfestir enn betur mína skoðun á honum, svaraði hann stillilega. En vita- skuld verð eg að muna það að eg dæmi um hann eins og karlmenn dæma. »

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.