Vísir - 01.09.1916, Page 4

Vísir - 01.09.1916, Page 4
V I S I R Þeir fóru til herbergis síns.— Bleik lokaði dyrunum og rann- sakaði herbergið. Að því loknu sagði hann við Tinker: »Jæja, talaðu nú drengur minn«. Tinker stóð fast hjá húsbónda sínum og mælti lágt: »Eg sá San hér f borginni í morgun«. Bleik leit fast á hann. »Ertu viss um það«, mælti hann fljótlega, »Eins og eg er hér iifandi«, svaraði Tinker. »Þegar eg fór héðan í morgun hélt eg niður að Skipakvíunum. Eg sá yður oftar en einu sinni í morgun en eg gaf mig ekki fram. Eg fór síðan til þess hluta bórgarinnar sem Kínverjar búa í og var eg í för með nokkrum hálffullum sjómönnum. Vér fórum úr einu veitingahúsinu í annað. Sjómenn- irnir héldu að eg væri vikadreng- ur á einhverju skipí. Þegar við ætluðum að fara inn í eitt veit- ingahúsið voru dyrnar alt í einu opnaðar og út kom Kínverji. — Andlit hans og háls var mest- alt í reifum, en eg þekti strax að þetta var San. Eg fýlgdi hon- um eftir. Hann gekk niður að höfninni og gekk þar frain og aftur dálitla stund og fór svo til sama hússins sem hann hafði komið úr«. «Hvaða hús er það sem þú átt við?« spurði Bleik. Eg á við húsið sem þér sögð- uð einu sinnj að væri versta ópíumsreykingarholan í allri borg- inni«. »Eg kannast við húsið, sagði Bleik við sjálfan sig, það er löng og lág bygging og ætíð hlerar fyrir öllum gluggum. Já, San er þar, og og það sannar að Wu Ling er ekki langt í burtu. Frh. Hækkun gasyerðsins. —o— Eins og áður hefir veriö skýrt frá hér í blaðinu, og öllutn bæjar- búum er kunnug, samþykti bæjar- stjórnin á sínum tíma aö hækka gasverðið frá 1, ágúst, og ákvað það frá þeim tíma þannig: Ljósagas 40 a. ten.m Suðu- og véiagas 30 a. ten.m. Sjálfsalagas 35 a. ten.m. Þeir sem kaupa gas eftir mæli, reikningsgas, til suðu eða Ijósa, þurftu því ekki að ganga að því gruflandi, að þar meö var gasiö hækkað í veröi um 100% frá því sem þaö var upphaílega: aö fyrir i jafnmikið gas og upphaflega kost- I 4K Simskeyti frá fréttaritara Vísis Khöfn 31. ágúst Tyrkir hafa sagt Rúmenum stríö á hendur en Búigarar láta þá afskiftaiausa. Rússar og Rúmenar þrengja áð Ungverjalandi að norðan og sunnan, Ef Grikkjastjórn grípur ekki tii vopna með banda- mönnum er stjórnarbylting óumflýjanleg í iandinu. — Orðasveimur er um það að konungurinn sé flúinn. aði eina krónu, ættu þeir framveg- is að greiða tvær; því upphaflega kostaði: Ljósagas 20 a. ten.m. og suöugas 15 a. ten.m. eftir mæli. Verðiö hefir verið tvö- faldað. En um veröið á sjálfsalagasinu gegnir ööru raáli. — Þeir sem sjálfsala nota, hafa sumir hverjir ekki gert sér ljóst hve mikil hækk- unin vat. Margir standa í þeirri skoðun, að sjálfsalagasiö hafi ekki átt að hækka nema um 10 aura ten.m., samkvæmt ákvörðun bæjar- stjörnarinnar: úr 25 aurum upp í 35 aura, þ. e. krónuvirðið um 40 aura. — En nú um mánaðamótin koma innheimtuménii gasstöðvar- innar og heimta 75 aura borgun með hverri krónu, sem í sjálfsalan- um er, þ. e. 35 aurum meira en menn bjuggust við. — Og þeir, sem eru færir í reikningi segja, aö þá kosti ten.m. 43% au> eða sem næst 9 aurum meira en bæjarstjórn- in ákvað. En sá misskilningur er sprottinn af því, að menn halda að sjálfsala- gasið hafi upphaflega kostað 25 au. ten.m. í stað þess aö það kostað. 20 aura, eöa réftara sagt 15 aura, eins og mælisgasið, en ieigan af áhöldunum 5 aura; fyrir hvern 25 eyring sem látinn er í sjáltsalann, segir gasstööin að maður fái 1 7« ten.m. af gasi og kostar það 18% au,, en leigan af áhöldunum, með- an það er notaö, 67« au- Af krónunni veröa því 25 aurar leiga, en 75 au. gasverð, og vegna þess að gasveröiö tvöfaldast (verður 30 í stað 15) en leigan helzt óbreytt (5 au.) verða sjálfsalanotendnr aö borga 75 aura raeð hverri krónu, sem í mælirinn er látin, Verð- hækkunin á sjálfsalagasinu er því nákvæmlega sú sama og á mælis- gási. En það er annað mál, hvort gasið veröur með þessu dýrara en annað eldsneyti. — Og það er Iíka annað máí, hvort bæjarstjórnin hefði ekki getað látið sér nægja minni hækkun á gasinu, eða aö minsta kosti á sjálfsalagasi, eða Iálið feig- una falla niður, því hún virðist vera att of há. « Bæjaríréttir l£5i aiægSSðE Afmceli í dag: Steinunn Vilhjálmsdóttir, ungfru. Afinæii á morgun: Árni Eiríksson, bankagjaldkeri á Akureyri. Bjarni Bjarnason, sjóm. Guöm. Helgason, prófastur. Ingibjörg Sigurðardóltir, ekkja, Jóh. C. Thomsen, ekkja. Linnæus Östlund, stud. art. Afmcaliskort með íslenzk- um erindum og margar nýjar tegundir korta, fást hjá Helga Arnasynl í Safnahúsinu. Veðrið ( dag: Vm. loftv. 743 n. sn. v. “ 7,2 Rv. “ 746 nna.st. kaldito 8,2 Isaf. « « Ak. „ 741 n.n.v.st.gola “ 5,5 Gr. « 707 n.n.v.st. gola« 3,0 Sf. " 738 n.a. gola “ 7,1 Þh. „ 740 s. sn.vindur » 11,6 Erlend mynt. Kaupmhöfn 30. ágúst. Sterlingspund kr. 17,39 100 frankar — 62,00 Doliar — 3,68 R e y k j a v í k Bankar Pósthús SterLpd. 17,55 17,55 100 fr. 63,00 63,00 100 mr. 64.75 64,75 1 florin 1,53 1,53 Doltar 3,75 3,75 »Lauritz«, seglskip, kom með cementsfarm í gær til Hallgríms Benediktssonar, Kari Nikulásson framkvæmdarstjóri á Akureyri er orðinn franskur konsúlsumboðsmað- ur á Akureyri. »Firda« kom í gær með kol til >Kol og Salt«. »Gullfoss« er á Akureyri. »Island« fór í gærmorgnn frá Leith. . Landskosningarnar. Fréttir eu nú komnar af kosn- ingunum í öllum kjördæmum, nema Barðastrandasýslu og Skaftafellssýsl- um,. og hafa kosiö samtals 5335 kjósendur. Má því gera ráð fyrir að alls hafi kosið samtals 6 þús. manns og verður þátttakan þá ná- lægt 25% á öllu landinu. H. Hafstein bankasljóra hefir verið eignað kvæði, sem birt var í Dagsbrún 22. f. m. meö fyiirsögninni *Þjóðstefn- an nýja* og undirskrifað «Horna- gyllir«, en Hafslein hefir látið Lög- réltu bera það af sér. HÚSNÆSI Búðin í kjallaranum í Aöal- slræti 18 fæst til leigu. [161 Lítið h e r b e r g i í góðu húsi óskast til leigu. A. v. á. [1 2—3 herbergi og eldhús ósk- ast. Uppl. gefur. Ól. Orímsson, Lindarg. 23. [2 KAUPSKAPUR Lítið brúkaðir ofnar til sölu á Hverfisg. 46. Einnig nokkrar iunnur af sementi. [172 Brúkaður dívan óskast til kaups Uppl. á Kárastíg 13 B. [3 Barnavagga tii sölu á Ránarg. 29 A uppi. [4 Stór og faliegur hestur til sölu á Klapparst. 1 A. [5 Kommóða óskast til kaups. A. v. á. [6 Kommóða óskast keypt. Uppl. á afgr. [7 Bókabúðin á Laugavegi 4 selur brúkaðar bækur. Lágt verð. [3 Dugleg og þrifin stúlka óskar eftir vist, sem fyrst. A. v. á, [166 Stúlkur vantar að Vífilsstaða- hæli. Uppl. hjá yfirhjúkrunarkon- unni. [8 Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.