Vísir - 23.09.1916, Blaðsíða 3

Vísir - 23.09.1916, Blaðsíða 3
V IS1 R Gula dýrið. Leynilögreglusaga. ---- Frh. Þegar klukkan var hálf níu fór hann niður til þess að snæöa kvöld- verð. En hann haföi enga matar- lyst og stóð hann upp frá borðum eftir að hafa borðað nokkrar brauð- sneiðar. Hann fór upp í herbergi sitt og gekk þar um gólf eirðar- laus. Klukkan sló níu og ckki gerði Bleik vart við sig. Tinker varð því i óþolinmóðari sem íengur leið og að síðustu fanst honum óþolandi að vera inni svo hann náöi í húfu sína og fór út. Hann reikaði um göturnar hugsjúkur útaf Bleik. Hann var að hugsa um hvort hann gæti ekki réttlætt það á einhvern hátt aö brjóta í bág við fyrirskipanir hans. En þegar hann var aö hugsa um þetta faust honum eins og Bíeik horföi kuldalega á sig og hann fann að hann varð að hlýða. Hann hætti því aö hugsa um þetta og gekk niður að höfninni. Hann gekk hugsunarlaus fremst fram á hafnar- virkin og starði út á sjóinn. Hann gaf erigan gaum að því sem í kring- um hann var. Hann vissi ekkert af að maður haíði fyigt honum alt- af síðan hann fór fiá gistihúsinu og nú skreið hann aö honum í di mmunni svo hann varð ekki var við. Wu Ling var eldri en tvævet- ur. Þegar hann hafði komist að því hvernig Bleik haföi duibúiö sig, varð honum Ijóst að pilturinn sem fylgdi honum út úr gistihúsinu hlaut að vera í ráðuni með houum. Hann gaf því skipun um að hafa gætur á piltinum og ráða hann af dögum ef kostur væri. Svartur skuggi nálgaðist Tinker meir og meir. Ekfcert heyrðist fyrirskvamp- inu í öldunum. Tinker horföi á eimskip skamt fram undan, sem var að búa sig til brottferðar. Alt í einu var eins og hann fyndi að einhver yfirvofandi hætta ógnaöi honum. Hann rétti úr sér og bjóst til að fara heimleiöis. En um leið og hann snéri sér viö stökk eitt- hvaö á hann í dimmunui. Hann sá að þaö var Kínverji með blikandi hníf í hendi. Hann bar af sér lagið án þess að vita hvernig hann getöi það og í sömu svifum rak hann Kínverjanum rokna högg á andlit- ið. Kínverjinn rak upp hljóð um leiö og hann fékk höggið en lin- aði ekki á takinu sem hann hafði náð á Tinker heldur herli á því. Tinker brauzt um og reyndi að losa hendurnar en Kínverjinn hélt hon- um og reyndi að bregöa hnífnum á háls honum. Ljósgeisla utan af höfninni bar yfir þá og Tinker sá glatnpa á blikandi stáiið fyrir fram- an sig. Hann sá hnífinn nálgast og Kín- verjinn glotti djöfullega. En þegar hann fann að oddurinn stakst inn úr [skinninu þá tók hann gríðar viðbragð svo bæði hann og Kín- verjinn féíl af bryggjunni og ísjó- inn. Kínverjinn iosaði um tökin er þeir féllu og hið fyrsta sem Tin- ker gerði er hann flauf upp aftur var að gá að Kínverjanum. Hann kom auga á hann fast hjá sér og þegar hann ætlaði að synda aftur að bryggjunni sá hann að Kín- verjinn synti í veginn fyrir sig. Frh. Kjöíverðið. Norska stjórnin hefir að sögn fengið leyfi til að flytja eitt- hvað af saltkjöti héðan til Noregs og samið við Sláturfélagið um kaup á eitthvað 7000 tunnum fyrir um 130 krónur tunnuua,— Hefir Sláturfélagið nú ákveðið kjötverðið 55 aura fyrir pundið hér á Jandi og gera því sýnilega ráð fyrir því að geta selt miklu meira en þessar 7000 tunnur til Norðurlanda, því fullyrt er að verð það sem Bretar vilja gefa sé töluvert lægra. En varla má ætla félaginu, að það selji fslend- ingum kjötið hærra verði en það getur fengið erlendis. Jörundur Brynjólfsson, bæjar- fulltrúi, gerði fyrirspurn til dýr- tíðarnefndarinnar á bæjarstjórn- arfundinum á fimtudaginn, um það, hvað hún hefði gert til þess að tryggja bœnum kjöt til vetr- arins. Áleit hann að ekki yrði hjá því komist að bærinn keypti 5—600 tunnur af kjöti, annars mundi fara svo, að alt kjöt yrði flutt út úr landiuu, því fæstir ein- staklingar hefðu peninga til að byrgja sig upp til vetrarins. — Borgarstj. og dýrtíðarnefnd kváðu ógerlegt og óráðlegt að gera nokkuð í því máli sem stœði. Kjötverðið væri ákveðið 55—48 au. en óvíst að útflutningsleyfi fengist fyrir nokkru kjöti nema til Englands og yrði þá veiðið miklu lægra. En þó leyft yrði að flytja 7—12 þús. jtunnur af kjöti til Noregs, þá yrði þó nóg eftir, og næði engri átt að það yrði selt hér hærra verði en unt væri að fá erlendis. STÚLKA óskast í Yist Uppl, á Vesturgötu 54. vöyuy. vöyuy, VEFNAÐARVARA aSsk. Nærfatnaður, karla og kvenna. Fatatau Regnkápur Regnhlífar Gólfteppi |persl. Hjörn f||ristjánsson. Verslun Laugaveg 2. Nýmóðins Dömukápur, Káputau. Regnkápur, Morgunkjólatau Leggingarbönd m. fl. Johs, Hansens Enke (Laura Nielsen) Kvenkápur Kvenhattar Skraut Regnkápur Silkiefni og margt fleira er nýkomið. Lva VATRYGGtNGAR Hið öfiuga og alþekta brunabótaféiag mr wolga Tn (Stofnaö 1871) tekur að sór alskonar brunatrygglngar Aðalumboðsmaður fyrir ísland Halldór Eirfksson (Bókari Eimskipafélagsins) Brunairyggingar, sæ- og stríðsvátryggingar A. V. Tulinius, Miðstræti 6 — TaIsími-254 Dot kgL octr* Brandassurance Comp. Vátryggir; Hús, húsgögn, vöru- alskonar. Skri{stofutími8-12 og 2-8. AMsíurstræti 1. N. B. Nielsen. Qvú aB au^sa \ *>3 \s\. Péfur ^agnússon, yfirdómslögmaður, Hverfisgðtu 30. Sími 533 — Heima ki 5— 6 . Oddur Gfsíason yfirróttarmólaftutnínssmaður Laufáavegi 22. Venjulega heima kl. 13-12 og 4-5 Siml 26 Bögi Brynjólfsscm yflrróttarmálaflutnlngsmaOur, Skrifstofa í Aðalstræti 6 [uppi]. Skrifstofutími frá kl. 12—1 og 4--6 e.m — Xalsími 250 - LAIJKTJE og alskonar EEYDD fæst í Nýhöfn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.