Vísir - 02.10.1916, Blaðsíða 2

Vísir - 02.10.1916, Blaðsíða 2
YISIR * 1 1 v T I ¥ ¥ IKKKMMMMMKW* Jc. Afgreiðsla blaðsins á,Hótel ísland er opin frá, kl, 8—8 á hverjum degi. Inngangur frá YaHarsfræf'- Skrifstofa á sama stað, inng. frá Aðalstr. — Ritstjórinn til viðtals frá kl. 3—4. Sími 400. P.O. Box 367. Prentsmiðjan á Lauga- veg 4. Simi 133. 1 IKK tKKKKKK^ Tvær tillögur. Lesendur Vísis munu minnast þess, að hann heflr sýnt fram á það með skýrnm rökum, hve rang- látlega gjöldunum til landssjóðs er jafnað niður á landsmenn. Með því að leggja aðflutningstoll á flestar aðfluttar nauðsynjar og þannig afla landssjóði tekna, er það lagt til grundvallar fyrir skattaálögunum, hve miklar þarf- i r manna eru, en ekki t e k j- n r n a r. Afleiðingin verður því éinatt 8Ú, að fátæklingurinn, sem hefir þungt heimili borgar marg- falt meira til Iandssjóðsþarfa en efnamaðurinn, sem hefir fyrir fá- um að sjá. Þeir sem eru fylgjandi tollun- um, halda því fram, að í skatta- álögum beri ekkert tillit að taka til annars en þess, á hvern hátt innheimta skattanna sé auðveld- ust og tryggust. — Ekkert tillit til þess, hvernig skattarnir komi niður. — Sú stefna er réttnefnd blóðsugustefnan, því hún neyðir fátæklingana til þess að klípa af matnnm harnauna, spara við þau íatnað, Ijós og hita, vegna þess að skattinum til landssjóðs er beint bætt við verð lífsnauðsynjanna. Þetta er alment viðurkent; vart sá maður til, að hann viðurkenni ekki að þetta ástand sé óþolandi. En, beinu skattarnir eru svo óvin- sælir, segja menn. Menn finna mikla meira til þeirra. — Þann draug verður sjálfsagt örðugt að kveða niður, þó sýna mogi það með tölum, að tollskattarnir ern þjóðinni dýrari en beinir skattar. Á kjósendafundi Sjálfstæðis- manna, sem haldinn var hér í bænum í fyrradag vakti Magnús Blöndahl máls á tveim tillögum, sem ekki eru nýjar að vísu, en lítill gaumur hefir verið gefinn hingað til. TiIIögur þessar myndu ráða bót á þessu hróplega rang- læti, sem átt hefir sér stað hér á landi í skattamálunum, án þess þó að fara fram á, að hinir óvin- sælu beinu skattar verði Iagðir á f menn. Önnur tillagan stefnir að því, að leggja allmikinn Bkatt á út- lendinga þá, sem ansa upp miljón- nm við strendur laudsins, þ. e. hækba útflutningstollinn ásíldinni að mun, að minsta kosti þeim hluta veiðinnar, sem útlendÍDgar flytja héðan. Sendisvein vantar Félagsprentsmiðjuna. Það er engÍDn efi á því, að útlendingar græða oftjár á þess- nm atvinnurekstri, án þess þó að greiða til landssjóðs tiltölulegan skatt við innlenda atvinnurekend- ur. Þeim er sumum gert að greiða hlægilega lágt aukaútsvar í sveit- um þeim, sem veiðarnar eru rekn- ar frá, en margir sleppa algerlega við það. Og til landssjóðs greiða þeir ekki annað en 50 aura af hverri síldartunnu, sem út er flutt — og þess ber vel að gæta, að af miklum hluta veiðinnar greiða þeir engan toll, því altaf er innflutt síld frá íslandi til Noregs tahvert meiri en það sem íslenskar tollskýrslur sýna. Það dylst engnm, að öll sann- girni mælir með því, að þessir menn, sem nota sér auðsupp- sprettu Iandsins, beri sinn hluta af skattabyrðinni. Hin tillagan var um að lands- sjóður tæki að sér einkasölu á steinolín. Jafnvel þeir, sem ern mótfallnir allri einkasölu, hljóta að viður- kenna, að einkasala Iandssjóðs á steinolíu getnr ekki verið nema til bóta. — Sem stendur h e f i r útlent stórgróðafélag einkasölu á henni, og beitir kúgun við menn til þess að skifta við sig. Allur ágóði af steinoh'usölunni rennur til útlanda, þvi sölnlaun þau, sem kaupmenn fá, eru svo hlægilega lítil (ein króna fyrir tunimua?) að stór fnrða er að nokkur máður skuli líta við þvi. Og óhætt er að fullyrða, að landssjóður gæti selt olíuna mun ódýrari og þó haft álitlegan gróSa. Þessar tvær tillögnr þurfa að komast i framkvæmd á næsta þingi, Kjósendur i öllum kjör- dæmnm landsins ættu að skora á j þingmenn sína, hverjir sem þeir verða, að fylgja þeim fram og fylgja því svo einbeittlega eftir, að þeir verði ekki búnir að gleyma þeim er á þing kemnr. A landsjóðs kostnað. Það sætir litlum tíðindum nú orðið og þykir ekki gaumur að gefandi, þótt út komi ómcrbar bækur, sem landssjóður leggur eiuhvern styrk til. Nú er ein slík bók ný-útkomÍD. Það er al- manak Þjóðvinafélagsins fyrir ár- ið 1917. Eins og mönnum er kunnugt kemur það út á hverju ári og nýtur styrks úr landssjóði. Bók þessi er svo Dauðaómerkileg, að mér finst eg ekki geta gengið þegjandi fram hjá henni, og er það því leiðara, sem almanakið hefir frá fyrstu tíð verið vel séð af landsmönnum. En hvergi í heiminnm mundi þeim fáfræðinga- vísdómi, sem það nú er fylt með, vera tekið með þögn og þolinmæði, nema hér á landi. í öðrum löndum er fjöldi af slíkum árbókum gefinn út, en þessi íslenska árbók er alls ekkert svip- uð þeim. Hún minnir helst á dönsk almanök frá miðri öldinni j sem leið, en er þó ölln ólæsi- legri. Aímanakið er orðið meira en hálfa öld á eftir tímanum. Það er aunaðhvort að mennirnir sem að því standa fylgjast ekki vel með, eða að þeim er óljóst, hvað þeir eru að gera. Þeir fylla það hugsunarlaust af ýmsum slitrótt- um fróðleik, bamasögum og þýddu glópagamni og láta það svo arka að anðnu. Þeir góðu menn ganga drjúgt fram í dul og ætla, að slíkt verði öðrum mönnum tiluppbygg- ingar. Til gaman* ætla eg að draga sumt af fáviskunni fram í dags- Ijósið, svo að alllr geti séð hvern- ig efnið er, sem fyllir þriðjnng bókarinnar. Fyrst skal nefna kveðskapinn, sem lítur út í almanakinu eins og hvít bót á dökku fati. Það er mest gamlar vísur sem fólk hefir heyrt frá barnæsku og hefir lítið gaman af að sjá á prenti, enda eru þær ekki allar svo vel kveðnar, að þeim sé á loft hald- andi. Svo komá prédibanir eða dæmi- sögur, sem eru svo andstyggileg- ar, að maður svitnar af að lesa þær. Aftan við snmar sögurnar er svo skeytt margtugðum kenn- ingum, sem hvert barn hefir heyrt hundrað sinnum. Svo koma kaflar sem nefnast „Samtíningnr“, „Smælki“ og „Skrítlur". Fyrst er „Samtíningur“. Þar er til dæmis talað um „Syefninn“: „Enginn er svo vitur né lærður, að hann geti svarað þeirri spnrn- ingu: „Hvað er svefninn? En allir vita af reynslunni, að hann endurnærir alla menn og allar skepnur, sem hans njóta. En þær og þeir njóta svefnsins á ýmsan hátt. Mennirnir liggja flestir á hliðinni og beygja fæturna um hnéð"!. o. s. frv. Hafa mennnokk- urn tima heyrt hlægilegri víedóm en þetta? Svo er „Smælki“, og byrjar það á þessu: „Hvað er nýfætt barn? (Svar): „Nýútsprungið blóm á lífsins tré. Foreldranna gleði. Föðursins meðbiðill til ástar móð- Til minnis. Baðhúsið opið kl. 8—8, ld.kv. til 11. Borgarstjðraskrifstofan kl. 10—12 og 1—3. Bæjarfðgetaskrifstofan kl. 10— 12ogl—5 Bæjargjaldkeraskrifstofan kl. 10—12 og 1—5. íelandsbanki k!. 10—4. K. F. U. M. Alm. samk. sunnud. 8V2 síðd. Landakotsspít. Heimsóknartími kl. 11—1. Landsbankinn kl. 10—3. Landsbðkasafn 12—3 og 5—8. Útlán 1— £ Landssjóður, afgr. 10—2 og 5—6. Landssiminn, v.d. 8—10. Helga daga 10—12 og 4—7.. Náttúrugripasafn V/2—2l/2. Pósthúsið 9—7, sunnud. 9—1. amábyrgðiu 12—2 og 4—6. Stjórnarróðsskrifstofurnar opnar 10—4. Vífilsstaðahælið : heimsðknir 12—1. Þjóðmenjasafnið, sd., þd., fimtd. 12—2.. urinnar(H) Yera, sem framleiðir það besta sem móðirin á til — blíðu, ást og uppoffrun(!)“ o. s. frv. Heimskan ríður hér ekki við einteyming. Það þarf meira en meðal þrek til þeBs að snúa þessu á íslensku og birta almenningi, eins og þetta er gersneitt öllo. viti og almennri smekkvísi. Að síðustu kemur sá kaflinn, sem nefndnr er „Skrítlur" og er hann verstur. Hitt léttmetið er hátíðabrauð hjá þeirri reginvit- leysu, sem safnað er saman í þessnm kafla. Mest af því er stórfurða að nokkur maður skuli hafa getað lagt hönd til að koma því á prent. Danir ern drengir góðir og vinfastir, en þeim hefir aldrei verið það til Iista lagt að vera findnir, að minsta kosti ekki á prenti. Hér skal sett ein af skrítlnm þessum, svo menn geti gert sér hngmynd nm þær. „Símskeyti: Af því að ekki er leyft að flytja svín með hrað- lestinni get ég ekki komið fyr en á morgun“. Geta menn hlegið? — Þa5 er óþarfi að telja npp fleiri af skrítl- um þessnm, því þær eru hver annari lélegri. Fleira er og vítavert í alman- akiuu, sem ég nenni ekki að taka npp. Þar á meðal er til dæmis það, að koma nú með langa grein um Panamaskurðinn, þrem- ur árum eftir að hann var full- gerður og fjórum árum eftir að öll blöð hafa rakið ýtarlega sögu haDS. Sýnir þettá sem annað hversu Iítil rækt er lögð við að almanakið sé vol úr garði gert og Iæsilegt. Þjóðvinafélaginu er almanakið til stórskammar og hverjum hugs- andi manni til skapraunar. Er ekki tími til kominn að rýma burtn dæmisögnnnm, skrýtlunum og annari heimskn sem almanak- ið er fylt með ár hvert? Eða

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.