Alþýðublaðið - 21.04.1928, Side 4
HtLÞffÐUBEASIS
ernissinnar hafið sókn gegin Norð-
urhernum. Útlendir sérfræðingar
ætla, að 750 000 h rmanr.a taki
þátt í bardaganuni. Bardaga-
svæðið átta hundruð kílómetra
langt.
Feng vinnur sigur.
Frá Peking er simað: Kristni
hershöfðinginn Feng hefir alger-
fega tvístrað her Sun-chuan-fangs.
Passíusálmarnir á
kínversku.
Nú er búið að þýða útdrát't
úr Passíusálmum Hallgrfms Pét-
urssonar á kínverska tungu. Býzt
ég víð, að öllum Islendingum
þyki það góðar fréttir. — Kín-
verskan er mál fjórða hluta
mannkynsins. Engum mun óvið-
eigandi þykja, að passíusálmarn-
ir verði fyrsta íslenzka ritið, sem
snúið er á kínversku. Þarf ekki
að færa ástæður fyrir því..
Þýðingu þessa hefir amerískur
maður, prófessor Harry Price,
annast að mestu leyti fyrir til-
stilli undirritaðs. Treysti ég Mr.
Price manna bezt til að inna þetta
vandasama verk viðunanlega af
hendi Hann hefir unnið að þýð-
ingum í Kína í fjölmörg ár, og
hefir marga mjög vel færa, kín-
verska samverkamenn. Þarf ekki
að efast um, að þýðing hans á
Passíusálmunum er ágæt. Mun ég
segja nánara frá henni seinna. —
Mr. Price hefir að mestu leyti
fylgt hinni ágætu ensku-þýðingu
prófessors Pilchers. Stuttur for-
máii og all útlarleg æfisaga
sálmaskáldsins á að fylgja kín-
versku útgáfunni.
Nú er ekkert annað eftir en að
koma kínverskii pýðingu Passíu-
sáimanna út. —
Ábyggilegur maður í Hankow
hefir tekið að sér að sjá um út-
gáfuna í fjarveru undirritaðs. En
ég hefi lofað að kosta hana að
öllu leyti. Það hefi ég gert í því
trausti, að landar mínir myndu
ekki skorast undan að hlaupa
undir bagga með mér og styrkja
útgáfuna fjárhagslega.
Ég hefi hugsað mér að gefa
sálmana út í litlu broti, og selja
þá svo eins ódýrt og unt er, á
meðan menn eru að kynnast þeim,
en stækka svo útgáfuna, auka
hana og vanda seinna, eftir getu.
Hr. bankaritari Árni Jóhanns-
son, Bragagötu 31, Reykjavik, hef-
ir lofað að taka á móti fégjöfum
til þessa fyrirtækis. — Fyrsta út-
gáfan hefi ég hugsað mér að yrði
tvö þúsund eintök; mun hún
kosta h. u. b. eitt þúsund krónur.
Gefins langar mig til að geta sent
mörgum kristniboðum í Kína 1
eintak. Þeim hér á landi, sem
bregðast nú fljótt við og leggja
eitthvað að mörkum til útgáf-
unnar, lofa ég að senda 1 eintak
ókeypis. En þá v.róa mtin að
láta nams síns oj ár'tanav g tið.
St ,d iur í Þrándh umi,
2. apr'l 1928.
ólafur óhf&son
Krisíniboði.
Um daginn og veginn.
Næturlæknir
er í «g£>tt Kjartan Ólafsson,
Lækjargötu 6, sími 614 — og
aðfaranótt mánudags Katrin Thor-
oddsen, Vonarstræti 12, s:mi 1786.
Til Strandarkirkju
aíhentar Alþbl. frá R. kr. 2,00
og frá R. F. 1 kr.
St. Danielsher
í Hafnarfirði hsldur kvöld-
skemtun á morgun. Sjá augl. í
blaðinu í dag.
„Eimreiðin44
Fyrsta heftið af þessum árgangi
er komið út. Er það afarfjöltoreytt
að eíni. Meðal annars eru þar
sögur eftir þá nafnana, Einar H.
Kvaran og Einar Þorkellsson. —
Heftisins verður nánar getið
bráðlega.
Hnéfaieikamótið
verður í Gamla Bió á morgun
kl. 21/2.
Eggert Levi
bóndi á Ósum í Húnavatns-
sýslu, ætlar að flytja erindi í
Nýja Bíó á morgun kl. 4. Nefnir
hann erindið „Árásir á kristindóm-
inn“. Annað kvöld kl. 8V2 verð-
ur erindið flutt í bæjarþingstof-
unni í Hafnarfirði, Eggert Leví
er ihaidsmaður mikill í stjórn-
málum og trúmálum.
Saga Fordvagnsins nýja
Svo heitir bæklingur, sem Ford-
félagið hefir gefið út á íslenzku.
Er þar lýst Ford-vögnUnum og
frá sagt kostum þeirra. Hver, sem
vill, getur fengið bækling þennan
ókeypis hjá Sveini Egilssyni, um-
boðsmanni félagsins.
Einviginu
um skákkonungstignina lauk
þannig, að Einar Þorvaldsson bar
sigur úr býtum.
S.s. „Colombía“
kom í gærkveldi með steinolíu
til hf. Olíuverzlunar Islands. Farm-
urinn fer í land hér og í Vest-
mannaeyjum.
Hjónaefni
Á sumardaginn fyrsta oþinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Ingt
Eiríksdóttir, Norðurstíg 4, og Jón
Kr. Jónsson bifreiðarstjóri, Norð-
urstíg 5.
13. Víðavangshlaup í. R.
var háð fyrsta sumardag, eins
og til stóð. Keppendur voru 12,
frá „Ármann“ og „K. R.“. Úrslit
ufðu þa.u. að „K. R.“ vann, með
16 stigum (átti 1., 2., 3., 4. og 6
imnn). „Árm:tnn“ fékk 44 stig
(átti 5., 7., 9., 11. og 12. mmn).
Fyrstur á milli marka var Geiv
Kr. Gígja kennari, á 13 mín. 3
sek. Annar Jón Þórðarson, var um
80 stikur á eftir honum, og þriðji
Þorsteinn Jósefsson. Eru þetta alt
vel þektir hlaupagarpar, sem áð-
ur hafa hlotið verðlaun í víða-
vangshlaupi. Kept var um Hreins-
bikarinn, og þar sein „K. R.“ vann
hann nú í þriðja skiftið í röð
hlaut félagið bikarinn til fullrar
eignar. Mikill mannfjöldi horfð'
á hlaupið, og var þröng mikil í
Austurstræti, þegar hlaupararnir
komu að markinu. — Það á vel
við, að íþróttamenn fagni sumr-
inu á þenna fagi’a hátt, að þreyta
víðavangshlaup fyrsta sumardag,
og er þess að vænta, að fleiri fé-
lög en nú sendi hlaupagarpa sína
á mótið, svo það geti orðið fjöl-
mennasta hlaupamót ársins.
Drengjahlaupið
á að fara fram á morgun kl'.
1044 f. m. Taka þátt í því 28
drengir frá Ármann, Fram og K. R.
Kept verður um bikar, sem Ár-
mann hefir gefið; hefir K. R. unn-
ið hann einu sinni og Ármainn
einnig í eitt skifti. Hlaupið hefst
í Austurstræti og endar eins og
vant er, nyrst í Lækjargötu.
Stjörnufélagið
Fundur annað kvöld kl. 844.
Togararnir.
1 gær kom inn „Njörður“ með
107 tn. og „Karlsefni" með svip-
aðan afla. 1 nótt kom „Geir“ með
110 tn. og geysimikinn öaðgerðan
afla á þilfari. I morgun kom
„Skallagrimur“ eftir 10 daga með
146 tn. Hafa hásetar á honumi,
eins og í síöustu veiðiför, haft 8
tíma hvíld á sólarhring. Ekki hef-
ir heyrst, að „Kveldúlfur" hafi
sagt skipstjóra upp stöðunni —
og má þó ætla, ef dæma skal
eftir ræðum Ólafs Thors á þingi,
að athæfi skipstjórans leiði mjög
bráðlega til gjaldþrots „Kveld-
úlfs“.
i
Leikfélag Stúdenta
lék „Flautaþyrilinn" eftir Hol-
berg í gærkveldi fyrir fullu húsij
Leikurinn er bráðskemtilegur og
viðfeldinn viðvaningsblær á sýn-
ingunni, enda skemtu áhorfendur
sér afburðavel. Hlátrar og lófa-
klöpp kváðu við hvað eftir ann-
að. Holberg eldist ekki.
Unglingast. Unnur
I
hefir skemtifund á morgun kl.
10.
Bannlagabrot.
Þá er „ísland“ kom nú síðast
frá útlöndum, fundu tollþjónar 50
flöskur af spiritus í skipinu. Tveir
hásetar könnuðust við að eiga
áfengið og játuðu enn feemur að
ha,fa ætlað að selja það. Hefir
Hólaprentsmiðjan, Hafnarstræti
18, prentar smekklegast og ódýr-
ast kranzaborða, erfiljóð og alla
smáprentun, sími 2170.
Notuð relðhjól tekin til sölu
og seld. Vðrusnlinn Klappar-
stíg 27.
Gerið svo vel og athugið
vðrurraar og verðið. Guðm.
B. Vikar, Laugavegi 2i,sfmi
6SS.
Mjólk fæst allan daginn í Al-
þýðubrauðgerðinni.
Lesið Aipýðnfelaðið.
dómur fallið í máli þeirra. Fékk
hvor um sig 500 kr. sekt og 30
daga fangelsi.
Hjálpræðisherinn.
Samkoma kl. 11 árd. og kl. 8
sd. Sunnudagaskóli kl. 2.
Veðrið.
Hiti 3—6 stig. Hægviðri i dag,
suðaustanvindur með kvöldinu á
Suðvesturlandi og við Faxaflóa.
Hægviðri á Vestur- og Austur-
landi. Norðlæg átt á Norðurlandi.
Messur á morgun
1 dómkirkjunni kl. 11 séra Frið-
rik Hallgrinisson (ferming). Eng-
in messa síðd. 1 fríkirkjuhni kl.
5 séra Árni Sigurðsson. 1 Landa-
kotskirkju hámessa kl. 9 f. h.
kl. P e. h. guðsþjónusta með pre-
dikun. 1 aðventkirkjunni kl. 8
síðd. O. J. Olsen. GuðsþjónuSta í
sjómannast. kl. 6. Allir velkomnir.
ttst 1P . I, f* i_: li-j j
A sumardaginn fyrsta
opinberuðu trúlofun sina Regína
Magnúsdóttir frá Kirkjubóli og
Ragnar Guðmundssom kaupmaður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaðui
Haraldur Guðmimdsson.
Alþýðuprentsmiðjan.