Vísir - 04.02.1918, Blaðsíða 2
Ví STR
Hlutabréf
Eimskipafól. íslands.
Aðvörun til hluthafa.
Oss hefir borist vitneskja um það, að maður einn hér
í bænum, sem auglýsir að hann kaupi hlutabréf í félagi
voru, bjóði fyrir þau einungis 65 til 80 af hundraði af
ákvæðisverði hlutabréfanna, og hafi jafnvel náð kaupum á
einhverjum bréfum fyrir þetta verð.
Út af þessu leyfum vér oss að leiða athygli hluthaf-
anna að því, að eftir því sem hagur félags vors stendur, þá
getum vér ekki talið ástæðu fyrir neinn hluthafa til að selja
hlutabréf sín undir nafnverði. Jafnframt skal og athygli
hluthafa leidd að því, að samkvæmt félagslögunum þarf
samþykki félagsstjórnarinnar til þess að sala á hlutabréfurh
félagsins sé gild.
Til þess að gera þeim hluthöfum hægra fyrir, sem
kynnu að vilja koma bréfum sínum í peninga, hefir samist
svo'um, að skrifstofa Verslunarráðs íslands taki að sér, frá
því i dag, að vera milliliður milli seljenda og kaupenda að
hlutabréfum vorum, og að útvega samþykki félagsstjórnariim-
ar til sölunnar. Ráðum vér því þeim, sem vilja selja bréf
sín, að snúa sér til nefndrar skrifstofu, og sömuleiðis ættu
þeir, sem vilja kaupa hlutabréf félagsins, að snúa sér þangað.
Skrifstofa Yerslunarráösins er í
Kirkjustræti 8 B, opin kl. 10—12 og
2—4 hvern virkan dag.
Reykjavík, 3. fehr. 1918.
Til minnxs.
Baðhfisið: Mvd. og Id. H. 9—9.
Barnalesstofan: Md., mvd., föd. kl. 4—8.
Borgarstjðraskrifst.: kl. 10—12 og 1—3,
Bæjarfógetaskrifstofan: kl. 10—12 og 1—6
Bæjargjaldkoraskrifst. kl 10—12 og l—5
Hfisaleigunefnd: jiriðjud., föstnd. ki 6 sd.
Islandsbanki kl. 10—4.
K. F. U. M. Alm. samk. snnnnd. 8 sd,
K. F. K. B. Útl. md„ mvd., fstd. al, ti—8.
Landakotsspít. Heimsðknart. kl. 11—1.
Landsbankinn kl. 10—3.
Landsbókasafn Útl. 1—3.
Lándssjðður, 10—2 og 4—5.
Landssíminn, v. d. 8—9, kelgid. 10—8.
Náttfirngripasafn snnnnd. I1/,—21/,.
Pðsthfisið 10-6, lielgid. 10—11.
Samábyrgðin 1—5.
StjórnarráðsBkrifstofurnar 10—4.
Vífilsstaðahælið: Heimsóknir 12—1.
Þjóðmenjasafnið, sunnnd. 12l/,—l1/,.
Nýtt blað í Danmörku.
■ Öllum íslenskum blööum mun
hafa borist brjef frá dönskum
manni, S. Lange aö nafni, meö síö-
ustu póstferö. Bréfiö er þess efnis,
aö tilkynna að maöur þessi hafi í
hyggju aö stofna nýtt blaö í Dan-
mörku meö þeim aöaltilgangi aö
styrkja sambandiö milli „ríkis-
landsins“ og hinna fjarlægari rík-
ishluta. — Hér fer á eftir útdrátt-
ur úr bréfinu í lauslegri þýöingu:
„Eins og yöur vafalaust er kunn-
ugt, hefir ekkert blaö hér i Dan-
mörku veriö gefiö út sérstaklega
í þeim tilgangi, aö tengja „ríkis-
landiö“ og hina fjarlægari hluta
ríkisins sem fastast saman. Það
hefir þráfaldlega komiö í ljós, aö
dönsku þjóöinni er alt annaö en
vel kunnugt um sambandiö við
„nýlendurnar“. Baráttan um Vest-
urheimseyjarnar haustiö 1916 sýn-
ir þaö best. Til þess aö ráöa bót
á þessu hefir undirritaður ákveöiö
aö stofna slikt blað. Tilgangur vor
er aö fá menn úr öllum flokkum,
bæöi hér í landi og í hinum fjar-
lægari ríkishlutum, til þess að
skrifa í blaöið ....
Til þess aö fyrirtækið veröi reist
á traustum fjárhagsleguni grund-
velli, sjáum vér oss knúða til þess
aö bjóöa opinberlega út hluti i því
hér heima fyrir, og ef þér haldiö,
að þaö mundi bera nokkurn árang-
ur í yðar landi, þá biðjum vér yður
vinsamlegast aö tilkynna oss þaö.
il %
Vísir gerir nú ekki ráö fýrir því,
aö þetta fyrirtæki geti átt rnikils
stuðnings aö vænta frá íslending-
um, því aö þeim mun flestum virö-
ast svo sem dönsku blöðin, sem
fyrir eru, séu sæmilega samtaka
um að tryggja ríkiseininguna. Aö-
ð.l markmiö blaðsins yröi ])vi helst
aö vera eitthvað annaö, t. d. að
opna augu Dana fyrir ]jvj, aö allar
tilraunir þeirra til ])ess aö tengja
Danmörku og „hina fjarlægari rík-
ishluta“ sem fastast saman, verður
óumflýjanlega þvert á móti til-
ganginum.
Dtigangsbrossin.
Eftirfarandi grein hefxr útlend-
ingur einn búsettur hér í bæn-
um beðið Vísi að birta:
Hr. Otto Þorláksson skrifaði á
dögunura vel rökstuddar greinar
í Visi um veslings hestaná, sem
eru að ráfa hérna um göturnar,
og í frosthörkunum hafa vafa-
laust kvalist bæði af sulti og
kulda.
I stað þess að taka þessum
mannúðlegu athugasemdum hr.
O. Þ. með velvild og samúð
hafa tveir menn notað tækifærið
til að ráðast á höfundinn með
skömmum og*illyrðum og haldið
fram skoðunum, sem ríkjandi
voru fyrir mörgum öldum, þeg-
ar dýrin áttu ekki meiri rétt á
sér en dauðir hlutir.
Eg hefi í mörg ár dvalið í
öðrum löndum, og finn mig
knúðan til þess að skýra frá því,
að eg hefi hvergi orðið þess var,
að hestar væru látnir ganga
lausir um göturnar og afia sór
næringar í öskukössum eða með
því að naga götuauglýsingar af
húsveggjum, án þess að lögregl-
an skifti sér af því. Manni hlýt-
Vísir er elsta o? besta
dagblað iandsins.
400
Axlabönd
seljast fyrir
kr. 1,45 stk.
Eí?i!l Jacobsen
ur að blöskra það, að slíkt skuli
geta átt sér stað í sjálfri höfuð-
borg lands, þar sem menningin
er þó komin á eins hátt stig og
hér.
Það er furðulegt, að nokkur
maður skuli geta fengið af sér
að verja slíkt. Og auðvitað er,
að greinarhöfundurinn Þ. A.,
sem ræðst á hr. O. Þ., talar um
sina eigin hesta, sem ganga hór
húsa á milli og mæna bænar-
augum á menn í von um að fá
hjá þeim brauðskorpur eða hey-
tuggu.
Menn, sem eiga hesta hér í
bænum og láta þá ganga úti í
18—20 stiga frosti og bjarga
sér sjálfa, ættu að dæmast í háar
sektir og missa rétt til þess að
eiga hesta. Það gæti ef til vill
kent þessum eftirlegukindum
fornaldarinnar að skilja það, að
á vorum tímum er mannúðin
komin á það stig, að „húsdýrin“
eiga lika rótt á sér.
Eg hefi ekki orðið þess var,
að Dýraverndunarfélagið hafi
látið þetta mál til sín taka. Það
hefir engan stuðning veitt hr.
O. Þ. Er félagið þá ekki nema
nafnið tómt ? Eða heldur það
lika, að hestarnir iklæðist ein-
hverjum bjarndýrsham undir vet-
urinn, svo að þeir geti sór að
skaðlausu rölt hér um göturnar
nótt og dag til sívaxandi for-
undrunar öllum útlendingum,
sem hór búa? En þó að nátt-
úran láti 30—40 cm. löng hár
vaxa út úr húðinni á hestunum,
svo að þeir líkjast mest risa-
vöxnum broddgöltum í frostinu,
þá er hún á hínn bóginn ekki
svo umhyggjusöm, að hún láti
gras spretta upp úr snjó og ís
í 20 stiga frosti.
Auðvitað ætti lögreglan að
handsama alla hesta, sem lausir
ganga um görurnar, eins og
hunda sem enginn hirðir um, og
binda þannig enda á þessa mið-
aldakrossgöngu hestanna um göt-
ur höfuðstaðarins.
A. H.