Vísir - 04.02.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1918, Blaðsíða 3
o V . « 1 , Borðargjalds- hækknnin. Meöal afreksverka síöasta þings eru lögin um 100% hækkun á burö- argjaldi undir póstsendingar. j— Mun upphaflega liaía veriö til þess aetlast, aö hækkunin næði til allra póstsendinga, en nokkrir þingmenn er aö blööum standa, komu þvi til vegar aö breyting var ger á frum- varpinu, er fór i þá átt aö undan taka blöð og tímarit, sem flutt eru með póstunr samkvæmt sérstökum ákvæöum n. gr. póstlaganna. Og með þeirri breytingu voru lögin samþykt. Og nú eru þau komin til framkvæmda fyrir nokkrum mán- uðum síðan. Nauösyn burðargjaldshækkun- arinnar mun hafa verið rökstudd ' með tekjuþörf landsjóðs. — Mér dettur ekki í hug aö bera neinar brigöur á þá þörf, en hitt dylst mér ekki, að hækkun ]>essi er neyð- arúrræöi, og óvíst, aö hún auki tekjur landsjóös, svo að neinu verulegu nemi. — Það er hætt við að ahnennum bréfum fækki til niuna, og almenningur blátt áfrarn venjist af því aö nota póstana, en ] upp veröi tekin á ný gamla venjan — eöa óvenjan öllu heldur — að senda brjef með feröamönnum og á skotspónum alla vega. En því- líkar bréfasendingar hafa fyrr og síðar oröið mörgum manninum að baga, ]rví að oft eru skilin ill; svo sem von er til. — Eg fullyrði ekki aö gamla venjan komist í „móö“ á nýjan leik, en eg veit, að mönn- um blöskrar aö veröa aö borga 20 —60 aura undir bréf til næsta bæj- ar. — En sleppum þéssu. Það var ann- að, sem eg vildi benda á. — Viröu- legir þingmenn undanskildu blöö og tímarit, svo sem áöur er nefnt. Ekki getur nrér skilist að það hafi verið gert af umhyggju fyrir land- sjóöi. Það er vitanlegt hverjum manni, aö meginkostnaöur við póstferöir hér á landi er blöðunum að kenna. Til þess að flytja þau um landiö þarf urmul af hestum, og póstarnir þurfa sérstaka aðstoðar- menn á feröum sínum, einungis þeirra vegna. En tekjur landsjóös af blöðunum eru víst alveg hlægi- lega litlar. Eg man ekki hvað eg hefi heyrt að burðargjaldið sé, eitt- hvaö 10 aurar undir pundið, ætla eg. Aö minsta kosti er þaö ekki meira á sumrin, en vera má að það sé eitthvað hærra að vetrinum. Eg hefi heyrt því haldiö fram, að sum blöðin hlyti að lognast út af, ef þeim yrði íþyngt með burð- argjaldshækkun. Og' jafnframt hef- ir bólað á þeirri skoðun í laumi, að við það færi þjóðin á mis við mikil andleg auðæfi. Blöðin séu óþrotleg mentalind o. s. frv. — Og þaö er ekki alveg fortakandi, að jretta sé í raun og veru skoðun ein- hverra manna. — Skoðanirnar eru svo margvíslegar. — Og kátlegar líka. — En einhvernveginn er það nú svona samt, að mér finst sú blessaða blaðamenskulind nokkuð gruggug stundum. Og eg á bágt með að trúa því, að nokkur sál hafi verulega gott af að lauga sig í henni. Það er nú mín skoðun. En ein- hverir eru sjálfsagt á öðru máli, og ])á líklega helst þeir, sem eitthvað eru við blaðaútgáfu riðnir. Aukaþingið í vetur verður að hækka að miklu mun burðargjald undir blöð og tímarit. Það er ó- sanngjarnt og óhæfilegt að kita þann hluta póstsendinga, sem bak- ar landsjóði mest útgjöld, sitja við sörnu kjörin og áður, ])egar alt annað burðargjald er tvöfaldað. — í raun réttri hefði að eins átt að hækka burðargjald undir blöð og böggulsendingar, en láta alt annað halda sér. Vona eg að þér, herra ritstjóri, ljáið línum þessum rúm í heiðruðu blaði yðar og beitist síðan fyrir því, að aukaþingiö i vetur breyti burðargjaldshækkunar-lögunum i þá átt, sem að ofan getur. J. G. A t h s. Þó að Vísir geti ekki fengið af sér að neita að birta þessa grein, þá fer því fjarri, að hann vilji styðja að því að burðargjald undir | blöð og tímarit verði hækkaö. Óþægindi. Opinberar stofnanir, sem mikil skifti hafa við almenning gera sór oftast far um að auka sem minst þægindi í viðskiftum. Kem- ur þetta oft af athugunarleysi eða ímyndaðri sparsemi og virð- ist því ekki úr vegi að benda á það sem betur má fara. Eitt af því sem veldur mörg- um óþæginda, sem mikil við- skifti hafa við pósthúsið íRvík, er að dyravörðurinn skuli engan síma hafa. Gæti það oft komið sór vel að geta náð sambandi viþ pósthúsið, eftir að lokað hefir verið, um ýmsar upplýsingar við víkjandi póstum og öðru. Þetta mundi ekki mikið kosta en vrði til stórþæginda fyrir bæj- armenn. Er því meiri ástæða til að gera þetta þar sem póst- húsinu er nú lokað kl. 6 og ekk^ V ISI R. Aígraiðsla blaðsina i 'Aðalatngfii 14, opin fr& ki. 8—8 & hverjnm degi. Skrifsíofa & sama stað. Suni 400. P. O. Box 867. Ritstjörinn til viðtala frá kl. 2—8. Prentsmiðjan & Langaveg 4, simi 188. Anglýiingnm veitt möttaka i Landa- stjömunni eftir kl. 8 á kvöidin. Anglýsiagaverð: 40 anr. hver em. d&lki í etserri angl. 4 anra orðið sa&raglýsingnni með öbreyttn letri. hægt að ná sambandi við það eftir þann ^tima. En mönnum getur oft legið á að fá ýmsar upplýsingar þar sem öll póst- sambönd eru nú í hinni mestu óreiðu af óviðráðanlegum ástæð- um. Auðvitað mundi þetta verða til þess að auka að miklom mun starf dy'ravarðarins, sem hefir /ærið fyrir, en það er almennings- þörfin sem heimtar þetta ogvon- andi sér póststjórnin sér skylt að kippa þessu í lag.; X. Stríðshestar. Fram að 1. jan. 1917 höfðu 611,000 hestar verið fluttir frá Bandaríkjunum. til ófriðarstöðv- anna. Þessir hestar með reið- og ak-týgjum, kostuðu 200milj- ónir dollara. Þúsund dýralækn- ar eru í her stríðsþjóðanna til að líta eftir hestunum. Meðal- aldur hesta eftir að þeir koma á vigvöllinn, er sagður að eins fimm dagar; samt eru þúsundir af hestum, sem fluttir voru yfir um þegar stríðið byrjaði, enn á lífi og notaðir daglega. 246 247 „Vegna ])ess að skaparinn blés íttér ])ví í brjóst, göfuga frú — en annars er þetta langt mál, sem þér skuluð fá betur útskýrt seinna. Eg barðist nieð hinum rétta eiginmanni yöar, heyrði hans síðustu orð og eg forðaði dótt- nr yðar undan — er Jietta alt saman ekki nægilegt til þess, að þér trúið mér og treyst- ið ?“ Furstafrúin virti hann fyrir sér. „Þér eruð ráðvandlegur á svip,“ sagöi hún lágt, „en samt sem áður get eg ekki-------eg hefi orðið fyrir svo mörgum blekkingum." Lagardere var hinn rólegasti, en það lá við -að honum gremdust ]iessi orð hennar. Það Iieföi verið langeðlilegast og æskilegast, að þessi bjargvættur og þessi móðir hefðu getað talað einlæglega og innilega hvort við annað, en samtal þeirra byrjaði eins og einhver undir- kyggjustæla, sem viðbúið var að endaði með fullum fjandskap. Og vegna hvers? Vegna þess, að hugur begg-ja beindist að sama hnossinu, sem bæði girntust að eiga. Vegna þess, að bjargvætturinn stóð á sín- um 1 ettindum og móðirin á sínum. „Hvar er dóttir mín?“ spurði furstafrúin. „Þér verðið fyrst og fremst að láta svo lítiö aö hlusta á mál mitt, áður en lengra er farið,“ svaraði Hinrik. Paul Feval: Kroppinbakur. V „Já, eg skil yður — en eg hefi þegar sagt yður-------“ „Nei, þér skiljið mig ekki,“ sagði Hinrik alvarlega, „og eg fer að verða hræddur um, að þér hafið ekki það til að bera, sem út- heimtist til þess, aö þér getið skilið mig.“ „Við hvað eigið þér?“ „Dóttir yðar er hér ekki, frú mín góö.“ „Fylgið mér til dóttur minnar. Eg er reiðu- búin til að. fara með yður.“ „En eg er ekki reiðubúinn,“ sagði Lagar- dere. Frúin kipti að sér hendinni, sem hún hafði leitt hann með. „Jæja þá!“ sagði hún og horfði á hann í einhvers konar ofboði. ^.Hætturnar umkringja okkur á allar hlið- ar,“ sagði hann. „Og dóttur mína líka? Ef svo er, þá er eg hér til staðar og mun hafa einhver ráð með að verja hana.“ „Þér!“ sagöi Lagardere meí) hálfgerðri fyr- irlitningu. „Þér, frú mín góð! En hafið* þér aldrei spurt sjálfa yður einnar spumingar, sem hverri móður er eiginleg?“ sagði hann ennfremur og leit niður fyrir sig — „þeirrar spurningar, hvers vegna eg eða þessi maður liafi dregiö svona lengi að færa yður dóttur- ina ?“ „Jú, ])að hefi eg gert.“ „En þér hafið samt ekki spurt mig þeirrar spurningar.“ „Gæfa mín er á yðar valdi.“ „Og þér eruð hrædd viö mig?“ Frúin svaraöi þessu engu, en Hinrik brosti dauflega. „Ef þér hefðuð nokkurn tíma spurt mig þessarar spurningar,“ sagði hann einarðlega, „þá mundi eg hafa svarað yður í einlægni — svo einlæglega, sem sjálfsögð lotning og kurteisi hefði framast leyft.“ „Jæja, ])á spyr eg yður hennar nú og svar- ið þér mér nú án þess áð taka nokkurt sér- stakt tillit til lotningar og kurteisi, ef yður sýnist.“ „Göfuga frú!“ svaraöi Lagardere. „Að eg hefi dregið það árum saman að færa yður dóttur yöar, á rót sína aö rekja til þess, að í útlegð minni barst mér fregn ein — undar- leg fregn, sem eg í fyrstu ekki vildi leggja trúnáð á, enda var í alla staöi ótrúleg. Fregnin var sú, að ekkja Nevers hefði tekið sér nýtt nafn og nefndist nú furstafrú Gonzagua!“ Frúin drap höfði og stokkroðnaði. „Þegar mér barst þessi fregn, spurði eg sjálfan mig ennfremur annarar. spurningar, með því að mér er kunnugra umvþað en yður, hversu mikið fjandmenn dóttur yðar ættu und- ir sér, og spurningin ^ar eitthvað á þessa leið; „Hvernig í ósköpunum ætti hún að geta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.