Vísir - 14.02.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1918, Blaðsíða 3
V i $ * Nýit blað á Akureyri. í fyrradag byrjaði nýtt blað að koma út á Akureyri. Það heitir „Dagur“ og er Ingimar Eydal, sem áður var meðritstjóri íslendings, ritstjóri þess. Þetta nýja blað er s t j ó r n- arblað og mun gefið út af j,Tíma“-klíkunni. Byrjar það með því að lofa stjórnina fyrir öll hennar afrek, en álasar dag- blöðunum báðum hér í íteykja- vík, ísafold og Norðurlandi fyrir að þau gangi erindi Björns Kristjánssonar og Jóns Þorláks- sonar. Blaðið kvað vera að stærð eins og hálfur Vísir samanbrot- inn. Er það nú eina stjórnar- blaðið utan Eeykjavíkur. — Er það eftirtektarvert, að öll bíöðin úti u in landið skuli vera orðin fráhverf stjórninni. eítir óíriðinn. Það helir vakið afar mikla ■eftirtekt í heiminum, hvernig Bonar Law foringi íhaldsmanna í Bretlandi, svaraði áskorun, sem stjórnin hafði fengið um að leggja nú þegar á eignaskatt. Hann svaraði á þá leið, að eignaskatti væri ómöguelgt að koma á, meðan á ófriðnum stæði, ■og ef vinna ætti upp skuldir H.f. Eimskipafélag Islands. fer héðan innan skamms til Ísaíjarðar, ef hægt verður að komast þangað fyrir ís. Skipið kemur við á I Dýrafirði og Patreksíirði, ef hæfilega mikill fiutningur fæst þangað. 3E»eir sem hafa vörur til þessara staða, eru beðnir að tilkynna oss það skriflega sem fyrst, og þá hversu mikið. M.f. Eimskipafélag íslands. Búðarstúlka óskast í vefnaðarvörubúð. Tilboð 1 lokuðu umslagi, merktu 6 62 afhendist á afgreiðslu Vísis. Norðlenskt saitkjöt i heiium tnnnnm fæst með góðu verði hjá Páli ÁrnasyDÍ, Skólavörðustíg 8. iem ðiga að birtast i VÍSI, verðsr að aífzesða í siðasfa lagi M. 8 f. ft. át&oiHn-dagiKffi. ríkisins með sköttum í framtíð- inni, þá yrði það of mikil byrði fyrir iðnaðinn. Það yrði að koma þessu þannig fyrir, að herkostnaðurinn yrði greiddur af þeim auði einstakra manna, sem aflað hefir verið meðan á ófriðnum stóð og sem enn verð- ur í einstakra manna höndum í ófriðarlok. 'Það verði að forð- ast sem mest, að leggja skatt á þá menn sem vinna fyrir föstu kaupi, en leggja hann í þess stað á stóreignamennina, til þess að koma í veg fyrir það, að menn haldi því áfram eftir ófriðinn að draga að sér ógrynni auðæfa. „Það er sannfæring mín“, sagði Bonar Law, „að það yrði happadrýgst, bæðifyrirefnamenn- ina og ríkisheildina, að eignír einstakra manna yrðu teknar til þess að borga ríkisskuldirnar“. Blaðið „Daily' Chronicle“ er samþykt þvi, að ekki megi í- þyngja iðnaðnum með sköttum, en óttast það, að eignanám myndi leiða til þess að menn hættu að spara, en það mundi verða skað- legt þjóðinni. Vill blaðið helst láta framkvæma þetta eignanám með því að hækka tollana, því að það mundi ekki draga- úr sparseminni. (Pramanritað er tekið úr danska blaðinu „Politiken11, og ef rétt er þar frá skýrt, þá er hér um afarmerkilega kenningu að ræða og enn merkiíegri er hún fyrir það, að henni er haldið fram a£ einhverjum helsta foringja breskra íhaldsmanna). 275 varðarkompuna, en hárin risu á höföi Gonza- gua af skelfingu. „Kannske þaö sé einn af okkar raönnum,“ sagöi Peyrolles titrandi. „Nei,“ sagöi Gonzagua. „Eg kannaöist viö veiniö.“ 1 sömu andránni sáu þeir fimm mönnum bregöa fyrir niöri hjá Díönu-musterinu. „Hver er foringinn?“ spuröi Gonzagua. „Gendry,“ svaraöi Peyrolles. Gendry þessi var stæröar rumur og jötunn aö aíli. Hafði hann áöur verið undirforingi í lifveröinum. „Þá er nú þetta búis!“ sagöi hann, „og nú förum viö aö sækja kauöann." „Vi'ö lýsum allir víginu á hendur okkar, meö því aö viö eigum allir hlut aö máli.“ En nú varö aö hafa hraöan við, ef ske kynni að menn ríkisstjórans bæri aö, þótt ekki væru þeir vanir aö vera þar á ferö. „Hann er glóðvolgur enn,“ sagöi foringinn. Þeir komu nú aö sumarskálanum, en heyröu, eitthvert þrusk um leiö og þeir gengu hjá. Kroppinbakur haföi farið í liumátt á eftir þeim, en virtist eiga bágt með að halda sér nppréttum. Gonzagua veitti því litla eftirtekt, en hnipti í öxlina á honum um leið og hann benti á börur, sem þar voru, og sem foring- inn vai aö breiöa yfir. Lá þá viö sjálft, að K' oppinbakur misti jafnvægið. Paul Feval: Kroppinbakur. ^ 276 „Hann er blindfullur,“ sagði einn af vinum Gonzagua. I’eir báru líkið ifin í garöinn og þaðan út á götuna. Þaö var komið undir morgun, og klukkan oröin fjögur, en götuljóskerin voru farin aö loga dauft, og báru enga birtu. Gengu þeir nú sinn í hverja áttina, en Gonzagua hélt heim til hallar sinnar og Peyrolles með honum. Hafði þeirn Óríal, Montaubert og Gendry ver- iö falið að fleygja likinu í fljótið, en þegar til kom haföi enginn þeirra kjarlc í sér til þéss. Skildu þeir þá börurnar eftir i afskektri götu og fóru leiðar sinnar. En seinna um morguninn brölti Barbauchois garnli þarna á fætur á þessum sama staö, enda þótt Cocordasse og Passepoil heföu skilið við hann liggjandi endi- langan inni í garöinum, þvi að h a n n og enginn annar var líkið, sem borið var út þaðan. „Þetta er nú heldur grátt gaman fyrir ann- an eins mann og mig,“ nöldraði hann og skundaði heim til konu sinnar, enda bjóst hann við, að hún væri farin að undrast um sig. Kroppinbakur gekk síðastur út úr garðinum og varð að hvíla sig hvað eftir annað og styöj- ast við múrvegginn, en ekki var hann ölvað- ur, eins og kunningjar Gonzagua héldu. Mundi Gonzagua, þótt hann vera orðinn breyttur í • 277 útliti, hefði haym gefið sér tíma til að athuga það. Ekki var nema stuttur spölur heim að húsi Hinriks, en samt var Kroppinbakur óratíma að komast þá leið, og varð stundum að skríða á höndum og fótum. Allar dyr voru þar opn- ar upp á gátt, jafnvel dyrnar að insta herberg- inu, sem engum leyfðist annars að koma inn í. Það fór að korra í honum, en hann gat ekki kallað á neinn til hjálpar sér. Skrínið, sem skjölin voru geymd í, hafði verið brotið upp með exi og skjölin öll á burtu. Hann hné þarna niður eins og hann væri að bana komin. Klukkan var nú oröin fimm og farið að lýsa af degi. Kroppinbakur staulaðist á fætur og tók hvítar silki-umbúðir, allar blóðugar og rennblautar, frá vinstri öxlinni Var hann á- kaflega óstyrkur og stundi þungan. Loksins gat hann náð sér í léreft og vatn, og fór nú að þvo djúpt og mikið sár, sem var á öxl- inni, en silki-umbúðirnar voru rifnar af föt- um Hinriks Lagardere, þótt sárið væri áí kryplingnum. Virtist honum nú létta við þettá,- „Þeir hafa svift mig öllu, vopnum mínum og ást minni,“ sagði hann um leið og hann reis á fætur. „Á þínar náðir flý eg, skapari minn, og ákalla þig, því að nú hefi eg að eins einn sólarhring til að vinna aftur átján ára verk!“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.