Vísir - 14.02.1918, Síða 4

Vísir - 14.02.1918, Síða 4
yf sir Bresk brynbifreið í Berlin. Um fátt var meira tal- að nm eitt skeið, en hinar bryn- vörðu bifreiðar Breta, sem þeir bafa notað á vígvellinum síðustu mánuðitia cg kallaðareru „Tanks“ á útlendum málum. Nú orðið er lítið um þær talað, og mörg- um, sem lítið þekkja til, finst þær bafa komið að litlu gagni. I?ó litur út fyrir að Þjóðverjum þyki þessi bernaðartæki alimeiki- leg enn þá, því að þ. 27. des. héldu þeir sýningu í Berlin á „tank“, sem þeir höfðu náð af Bretum. En það var sá fyrsti, sem þeim hafði tekist að ná á sitt vald í sæmilegu standi, og var honum ekið um götur Ber- línarborgar og síðan sýndur al- menningi í dýragarðinum. l Bæjarfréttir. Afmæli á morgun. Margrét Þóröardóttir, ungfrú. Arnór Guömundsson, stud. art. Þorkell Magnússon, skraddari. Jarðaríör móður okkar sál. Sig- riðar Jónsdóttur, fer fram frá heim ili hennar Spítalastíg 7, 15. þ. m. kl. 117*.. Einar Pétursson, trésm. Þorkell Pétursson, hóndí Litla-Botni. öskudagurinn var miklu ærslaminni núna en undanfarin ár, og hefir það vafa- laust stafað af því, aö hellirigning var mikinn hluta dagsins. — Það er annars gömul kenning, að dag- urinn eigi að eiga átján sína líka á föstunni (átján bræður) hvað veðráttu snertir og væri betur að það rættist. „Willemoes‘‘ losnaði úr ísnum á Siglufirði í gær. Barst skeyti um það hingað1 um kl. 5 síðd. Mun skipið hafa lagt af stað austur um í gærkveldi eða í morgun. Fyrsti viðkomustaður' þess er Þórshöfn. „Borg“ er komin til Leith. Um það barst símskeyti til Eimskipafélagsins í gær. „Island“ er komið til Halifax. Hannes Hafstein. í nýl. komnum fréttum af H. Hafstein bankastjóra er látið ekki illa yfir heilbrigði hans, og gert ráð fyrir fullkomnum bata, er hann hafi notið góðs næðis og hvíldar nógu lengi. í Berl.tíðindum frá 15. jan. er sagt, að hann sé þá á Frið- riksbergsspítala, taugasjúkdóma- deildinni, og verði þar um tíma, eftir ráðstöfun dr. D. E. Jacobsens, en á sjúkrastofu hans fór H. H., er hann kom til Hafnar, og dr. D. E. Jac. býst viö að hann fari þangað aftur af spítalanum. í viðtali við blaðið segir dr. D. E. Jac. að sér virðist heilsa H. H. heldur á bata- vegi, en býst við langri sjúkdóms- legu. ,Þetta er maður, sem mjög hefir slitið kröftum sínum,“ segir hann, „af því að hann hefir viljað voga miklú og vinna mikið i líf- inu. Þannig getur það skýrst, að þessi maður, sem ber með sér eitt- hvað ólympskt, stórfengilegt og kraftmikið, hefur getað farið svo.“ (,,Lögr.“) „Lagarfoss“ á að fara héðan eftir nokkra daga til Vestfjarða. Gullfoss kom til Halifax í gær. Veðrið í dag. Veðrið kólnaði aftur í gærkveldi og frysti lítið eitt hér í nótt. Þó var frostið hér ekki talið meira en 0,3 st. í morgun, o,i á ísafirði og 2 á Grímsstöðum. Á Akureyri var 2,5 st. hiti, 4,1 á Seyðisfirði og 1,8 í Vestmannaeyjum. Sunnan og suðvestan átt um alt land. — í Færeyjum s.s.a. og 3,3 st. hiti. Loftvog hærri þar en hér. „Sterling“ liggur nú i Kaupmannahöfn til aðgerðar, og er ekki búist við því að aðgerðinni verði lokið fyr en í næsta mánuði. Dýravemdunarfélagið hélt aðalfund í gærkveldi. í stjórn voru kosnir: Jón Þórarins- son- formaður í stað Tryggva sál. Gunnarssonar (var .áður varafor- maður), Jóhann Ögm. Oddsson-, Satnúel Ólafsson, Emil Rokstad og Flosi Sigurðsson. Rætt var um kaup á Tungu-eigninni, og eru lík- ur til þess að kaup takist. Guðfræðisprófi eru fimm stúdentar að ljúka við háskólann þessa dagana, og hefir Vísir hlerað það, að þeir muni all- ir hljóta góða einkunn. Þeir eru: Eiríkur Helgason, SigurðurÓ.Lár- usson, Sveinn Sigurðsson, Tryggvi H. Kvaran og Þorsteinn Ástráðs- son. Prófprédikanir sínar áttu þeir að flytja í dág í dómkirkjunni, Sigurður, Tryggvi og Þorsteinn kl. 10—12, en Eiríkur og Sveinn kl. 5—6. Hljómleikar verða í Iðnó x kvöld. Er það lúðrafélagið „Harpa“, sem þá ætl- ar að láta heyra til sín af nýju, undir stjórn herra Reynis Gísla- sonar, Hefir flokkurinn æft sig af lcappi undanfarið og tekiö stór- miklum framförum. Er það furðu- legt, hve mikið stjórnandanum hef- ir þegar tekist að gera úr flokki þessum, svo erfitt sent hann á að- stöðu á marga lund. -A_-T">-fundur íj kvöld kl. 81/,. Félagar fjölmennið! Allir nngir menn velkomnir. Söngæfing á eftir [fnndi. Aðgöngumiðar að kaffikvöldi jarðræktarinnar, sem verður á laugardaginn, fást á eftir fundi. Nýkomið stórt úrval af mjög fallegum röndóttum buxnaefnum Sömuleiðis blátt Cheviot og fl. ágætis fataefni. VöruHúsiö Símanúmer íshússins „Herðubreið“ við Frikirkjuveg er O 7 O. Tækifærisverð. Næstu daga verður selt með mjög sanngjörnu verði, lítið notaður fatnaður svo sem: Tvenn jakkaföt, diplomatföt, 1 kjólföt, 2 frakkar og 1 smokingföt alt á meðalmann. A. v. á. St. Skjaldbreið nr. 117. Fundur í kvöld kl. 9. Innsetning embættismanna. Kosnir fulltrúar til Umdæmis- þingsins o. fl. Áríðandi að félagar st. mæti. Æ. T. Brunatryggingar, sæ- og stríösvátryggingar. A. V. T u 1 i n i u s, Miðstræti. — Talsími 254. Skrifstofutími kl. 10— n og 12—2. TAPAÐ-FUNDIÐ Brjóstnál, með rauðum steini béfir tapast. Skiligt að Gimli. (103 Fundist befir græn telpuhúfa. Vitjist til Einars Ólafssonar gulls. (190 Keðjur, akkerisspil, vírar o. fl. til skipa selur Hjörtur A. Fjeld-* sted. Sími 674. Bakka við Bakka-i stíg. (1 Sjóstígvél, mikið úrvaL Vilbj. Kr. Jakobsson, Austurstr. 6 (148 Lítið fjögramannafar til sölu Uppl. gefur Guðmundur Gríms- son. (177 Nýr silkikjóll til sölu mjög ódýr, til sýnis í Tjarnargötu 4. (183 Morgunkjólar úrafargóðu tvist- taui fást í Lækjargötu 12 A. (28 Orgelstóll og stóll sem breyta má í legubekk óskast strax. Á. v. á. (168 Gott bús óskast til kaups fyr en seinna. Tilboð leggist inn á. afgreiðsluna merkt „Gott bús“. (188 Næstum nýr regnfrakki á 15 —18 ára pilt, til sölu. A. v. á. (189 Svartir ballskór til sölu. Templ- arasundi 3. (192 I VINNA 1 Roskin og ráðsett stúlka ósk- ast i vist 1 eða 2 mánuði. Uppl. Mýrargötu 3 (uppi) (178 Stúlka óskast í vist núþegar. A.v.á (181 Roskinn kvenmaður óskast til að vera bjá veikri konu, þarf ekki að gera annað. A.v.á. (163 Dugleg stúlka óskast á gott eimili í Borgarfirði til vors eða mgur, eftirþví sem um semur. >arf að fara með Ingólfi til Borg- rness 25. þ m. A.v.á. (187 Atvinna, við birðing heys og gripa beima við, getur kaupvæg- ur maður fengið nú þegar. A. y. á. (191 Til leigu herbergi með rúmum fyrir ferðafólk á Hverfisgötu 32. [20 Tvö samliggjandi kvistherbergi með húsgögnum tilleigu'áSpítala- stíg_9.________________________ m Stofa með, forstofuinngangi er til ieigu nú þegar á Klapparstíg 20 niðri. '186 1 lítið herbergi óskast til leigu helst á Lindargötu. Uppl.Lauga- veg 74 niðri. (18& Félagsprentsmið j an.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.