Vísir


Vísir - 14.03.1918, Qupperneq 3

Vísir - 14.03.1918, Qupperneq 3
V 1SI ? 'Ertfr %Lr *X* -slr yJt* .jsíii—5dá—iiö—aLi—s&LJt Afmæli í dag. SumarliSi Gíslason, sjómaður. Kristóíer Magnússon, verkam. Margrét Jónsdóttir, húsfrú. Jens Waage, bankabókari. Ólafur Hvanndal, kaupm. Anna Sigurjónsdóttir, húsfrú. Bjarni Matthíasson, hringjari. Kristján A. Möller, málari. Siguröur Björnsson, kaupm. Guðm. Loftsson, bankaritari. Siguröur Ólafsson, sýslumaöur. Siguröur Grímsson, prentari. Elin Jónsdóttir. Guörún Magnúsdóttir, ungfrú. í vetur, en nú er aö sögn i ráöi aö fariö veröi aö gefa hann út hér í Reykjavík. Dánarfregn. Bergljót Jónsdóttir, móðir Sig- uröar Kristjánssonar bóksala and- aðist hér i bænum í gær. Landsbankaútibú er nú ákveðið aö setja á stofn i Árnessýslu, samkvæmt fyrirmæl- um síöasta þings. Sagt er að úti- búið eigi aö veröa á Seljossi. Lausn frá embætti er nú veitt Indriöa Einarssyni skrifstofustjóra frá i. april og sira Valdimar Briem á Stóra-Núpi frá fardögum. Páskamaturinn verður bæði góður og ódýr ef þér kaupið í hann í Matvöruversl Grettisg, i. Eon eitt Harmonram (með tvöföldum hijóðum) t i 1 s ö 1 u. Verð 450 krónur. Loftur Guðmundsson. navagnar Rafmagnsstöð til áburöarframleiðslu vilja sam- vinnufélög danksra bænda fá að koma upp viö Lagarfoss eystra. Erindreki félaganna hér er Karl Sigvaldason bóndi í Syörivík í ,Vopnafirði, sem kom hingaö á dögunurn, og er hann að leita samninga við stjórnina, en prest- | setrið Kirkjubær i Hróarstungu, •sem er landssjóöseign, á landið aö fossinum annars vegar. Hinu meg- in er Stora-Steinvaö, eign Tungu- hrepps, og he'fir hreppsnefndin þegar veitt sitt samþykki. — Vænt- anlega lætur landsstjórnin máliö bíöa þingsins. Prestskosningin á ísafirði. Atkvæöin, sem greidd voru viö prestskosninguna á ísafirði, sem fram fór i vetur,.voru talin hér í fyrradag. Alls vorn greidd 690 at- kvæöi, og kosningin því gild. Sira Sigurgeir Sigurösson, settur prest- ur á ísafirði, hlaut 630 atkv., en 25 voru ómerkt og 5 ógild. „ÞjóÖólfur“ hætti aö koma út á Eyrarbakka Jarðarför Hjartar sál. Hjartarsonar fór fram í gær. Stjórn Iönaöarmannafélags- ins bar kistuna inn í kirkjuna, en félagar úr Oddfellow-félaginn út og trésmiðir inn í kirkjugaröinn. ±étsrt él Skólavörðnstíg 6 8 Samskot. G. F. sendi Vísi 10 kr. í gær handa maninum, sem misti fæt- urna. „Geysir“ á aö fara héöan í dag áleiðis til útlanda (Bergen), og tekur póst til Englands. „Lagarfoss“ fer héðan ekki fyr en á morgun. „Sterling“ fór frá Kauplnanhahöfn á þriöjudaginn. „Borg“ er farin frá Leith. Verktræðingaíélag íslanðs. fyrir mælingamenn. Að öllu forfallalausu verður að tilhlutUn Verkfræðingafélags íslands haldið 2 mánaða námsskeið í einfaldri landmælingu i april —júní mánuðum næstkomandi. 10—12 ungir menn, vel að sér i reikningi, geta þar fengið að læra yfirborðsmælingu, hallamælingu og ef til vill dýptarmælingu, bóklega og með verklegum æfingum. í»eir, sem óska að taka þátt í námsskeiðinu, sendi eiginhand- ar, skriflegar umsóknir til stjórnar Verkfræðingafólags íslands fyrir 1. apríl. Nánari upplýsingar á vitamálaskrifstofunni, daglega kl. 3—4„ XSLensian er olsLeyKHíS. 360 359 nafn sitt, en Donna Crúz haföi gengið inn á eftir honum. „Hvaða erindi eigiö þér hingaö ?“ spuröi furstafrúin og horföi undrandi bæöi á sjálfan hann og föt hans, sem öll voru óhrein og útötuð. „Eg kom til þess að biðja ungfrú Nevers afsökunar, og um leið til þess aö færa henni orðsendingu," sagöi greifinn. „Frá hverjum er sú orösending?" spuröi frúin og hnyklaöi brýrnar, en Áróra brá lit- um og titraöi öll. Rendi hún þegar grun í hvaöan orösendingin mundi vera. „Orðsendingin er frá riddaranum Hinrik Lagardere.“ Um leiö og hann rnælti þetta, þreif hann vasaklút Hinriks upp úr vasa sínum. Áróra ætlaöi aö standa upp, en var þess ekki megnug. „Er þetta orösendingin?" spuröi frúin og horföi á þetta einkennilega „skjal". „Hann er þá lifandi," hrópaöi Áróra frá ser nuniin af fögnuöi, og greip um báöar hendur greifans. Hún reyndi aö staulast fram úr því, sem krotaö var á klútinn, en þaö gekk ekki greiðlega, enda var það bæöi, að augu hennar fyltust tárum og að þessi fáu orö a klútnum voru ill-læsileg og næstum útmáð. Ætluöu þau öll að hjálpa henni, fursta- frúin, Donna Crúz og Chaverny, en hun kvaöst Paul Feval: Kroppinbakur. vilja lesa þetta sjálf og færöi sig nær glugg- anum og gat þá greint þessi orð: „Til furstafrúarinnar Gonzagua. Leyfið mér að líta Áróru einu sinni enn, áöur en eg dey.“ Áróra stóö sem steini lostin og studdi móðir hennar hana. „Hvar er hann?“ spuröi hún. „1 Chatelet-fangelsinu.“ „Þaö er þá búiö að dæma hann.“ „Ekki veit eg þaö. Eg veit að eins, aö hann hefir veriö tekinn fastur.“ „Eg vil fá að sjá hann, en hvernig á eg fara að því?“ sagöi Áróra og sleit sig af móöur sinni. „Hvers vegna gleymirðu móöur þinni, sem stendur hér við hlið þér?“ sagði frúin. „Eg skal fylgja þér til Chatelet-fangelsisins.“ „Er þér það alvara?“ spuröi Áróra. „Eg skoða eiginmann dóttur minnar sem rninn eigin son,“ svaraði móöir hennar, „og nuindi eg verða fyrst allra til að harma það, ef honum hlektist á, enda skal eg forða lífi hans, ef nokkur tök eru til þess.“ Hún gekk fram aö dyrunum, en Áróra greip hendur hennar og laugaði þær meö tárum sínum. „Guö blessi þig, móðir mín!“ sagði hún. Það hafði teygst furðanlega úr morgun- verði ættarfundarins, enda var fundarmönn- um þeini öllum tamara og kærara að sitja undir borðum en að sitja x dómarasæti. Haföi 361 þessi annar fundur þeirra þá einnig oröiö sýnu styttri en hinn fyrri. Þaö var nú komið upp úr lcafinu, að tvö vitnin voru horfin, þeir Cocordasse og Passepoil, en þriöja vitnið var eftir, sem sé Peyrolles. Haföi hann veriö yfir- heyröur og framburöur hans verið svo ljós og skilmerkilegur, að hann greiddi mjög gang málsins. Annars var lítiö um þægindi handa dómur- unum og einhver lausamenskub'ragur á allri réttarathöfninni. Fangarnir uröu meðal ann- ars að ganga gegnum einkaherbergi dómstjór- ans, þegar þeir voru sóttir i fangelsið og flutt- ir í það aftur. Klukkan var nú orðin tvö. „Hamingjunni sé lof fyrir, að viö náöum í þetta vitni, þennan Peyrolles,“ hvíslaði einn meðdómarinn að sessunaut sínum. „Annars heföi þetta réttarhald staðið til klukkan þrjú eða lengur.“ Dómstjórinn var aö fara í embættisskrúöa sinn og laga á sér hárkolluna inni í herbergi sínu. Var lionum þá sagt, að tveir kvenmenn vildu ná tali af honum. „Hvernig líta þær út?“ spuröi hann önugur. „Þær eru báðar dökk-klæddar og hafa blæju fyrir andliti, en þær komu hingað í vagni Gonzagua fursta.“ „Þaö eru þá líkRga einhverjar drósir frá leikhúsinu. Eg held aö þær geti beðiö!“

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.