Vísir - 13.04.1918, Síða 3
V 1S1 R
áður vikið að, hvort sem það nú
®r af því, að þeim finnist það
svo lítils vert, eða af öðrum
ástæðum. En það er vátrygg-
ingamálið, sem gert var að um-
talsefni hér í blaðinu á dögun-
am. Hvers vegna hefir stjórnin
aldrei reynt að fá ódýrari striðs-
vátryggingu á skipum og förm-
am frá Englandi, en hún hefir
átt kost á hjá félagi því, eem
hún virðist helst hafa gefið einka-
•Tótt á þeim vátryggingum? Það
©r þó ekki einkisvert fyrir lands-
menn, hvort þeir fá vörusmá-
lestina 100 krónum dýrari eða
ódýrari.
Fyrirspurn.
Herra ritstjóri.
Eg leyfi mér hérmeð að senda
yður fyrirspurn, sem eg bið yður
“vinsamlega að svara eða beina
til réttra hlutaðeigenda.
Það er ekki að eins mín
reynsla, heldur hef eg heyrt
allmarga kaupmenn aðra hér í
bænum kvarta um það, að sím-
akeyti sem þeim berast, séu oft
og einatt svo illa skrifuð. að
mjög erfitt sé að komast fram
úr þeim, já stundum nær ólæsi-
leg, svo ekki veitti af að fá að-
stoð lærðra „grafologa“ til að
lesa þau. Eg fyrir mitt leyti
hefi fengið símskeyti, sem voru
svo ilia skrifuð, að sá sem þau
hefir skrifað mundi talinn óhæf-
ur til skrifstofustarfa, ef hann
gæti ekki skrifað betur, og mér
skilst það ekki, að haun hljóti
móto
evei
t
fæst leigt uin lengri eða skeinmri tíma
haína á milli innanlands.
Permir nm 110 tons þungavöru.
Nánar hjá
Hús Nathan & Olsen.
Fyrsta fl. Orgel-Harmonium og Piano
eru nú fyrirliggjandi.
Fleiri þúsund nótur nýkomnar.
Spiladósir, Nótnamöppur, Taktmælar, Nótnapappír, Gnitarar o. fl.
Nýkomið:
Waterproofskápur
Eykfrakkar
Alfatnaðir
Peysur og Treflar
Manehöttskyrfur
misl. og hvítar.
Hálstau
linir flibbar.
Nærföt og
Höfuðföt m. m.
Best að versla í
Fatabúðinni
Hafnarstræti 16. Sími 269.
Hljóðfærahú s Reykjavíkur.
þá' ekki að vera enn óhæfari á
símastöð. Því minna má það
þó ekki vera, en að símskeyti
séu sæmilega skrifuð.
Þegar þess er gætt, hve þýð-
ingarmikið hvert orð í skeytum
kaupsýslumanna eru, ogþáeink-
um á þessum erfiðu tímum, er
símskeytin svo að segja hafa
algerlega komið í stað bréfavið-
skifta, og hvert orð hefirmikils-
varðandi þýðingu, þá verður
sérstaklega að krefjast þess, að
skeytin séu svo vel og greini-
lega skrifuð, að aldrei geti nokk-
ur vaíi leikið á þvij hvernig
lesa beri einstök orð.
Er ekki tími tilkominn, að
breyting verði á þessu gerð og
að símamálastjórnin reyndi að
„tolla svo í tískunni11, að hún
tæki upp þann sið að láta af-
rita skeytin með skrifvél, svo
að menn þyrftu ekki framar að
frá „grá hár í höfuðið11 af því
að stafa sig fram úr ólæsilegum
símskeytum?
Virðingarfylst
Kaupmaður,
Fyrirspurninni er hérmeð beint
til réttra hlutaðeigenda.
nl/ %L* »Lv
Bæjarfréttir.
fc-
Afmæli í dag.
Guöni. H. Guömundssonnbeykir.
Jón Vilhjálmsson, skósmiöur.
Björg Arnþórsdóttir, húsfru.
Ólína Hafliöadóttir, húsfrú.
Þorbjörg Sigurðardóttir, hfr.
Jes Zimsen, kaupmaöur.
Ögm. Sigurösson, klæöskeri.
Björn Jakobsson, kennari.
Nýtt vélskip,
um 500 smálestir, er „Njáll‘£
heitir, er nýkomiö hingað frá Dan-
mörku. Magnús Magnússon út-
geröarmaöur, Jón Ólafsson o. fl.
létu byggja skipiö, en hafa nú selt
þaö ööru félagi.
* 24
hann meö vatni og náð honum burtu aö rnestu
leyti.
„Mér líður nú svo miklu betur,“ sagði hún
brosandi um leið og hún kom inn í stofuna.
„Það er óneitanlega fallega gert af yður aö
láta fara svona vel um mig.“
Eg sagöi hanni, að eg hefði ætlaö mér aö
boröa í klúbbnum, en nú yröum við að fara
1 búriö hjá konu Filippusar, og gengum við
svo bæði fram i eldlnisið og skygndumst um
þar og í búrinu.
Viö fundum eitthvaö af köldu fleski reyktu
og þar að auki brauð og smjör. Breiddi hún
svo dúk á annan endann á borðstofuborðinu
Qg þar settumst við að snæðingi og voruni
hin kátustu.
Hún virtist fella sig vel við þessar óvenju-
legu kringumstæður, og var öll feimni farin
af henni, svo að hún virtist nú vera mjög við-
kynnilegur og skemtilegur félagi.
Eg reyndi hvaö eftir annað og á ýmsan
hátt, fá ag vjta ej(-t]lvag meira um hagi
hennar, en. það kom fyrir ekki. Þagði hún
vandlega um alt, sem henni sjálfri við kom.
Aö máltiðinni lokinni gengum við inn í dag-
Stofuna aftur og kveikti eg mér í vindlingi
og hélt áfram a.ð spjalla við hana.
Hún var fyrirtaks Vel greind og víðlesin.
Var hún vel lieima í frönsku og ítölsku og
hafði á hraöbergi ýmsar tilvitnanir úr þýskum
William le Queux: Leynifélagið.
25
heimspekisritum. Einnig hafði hún farið víða
um lönd, þótt ung væri, en hvernig sem eg
reyndi, þá var mér ómöguleg't að komast
fyrir hverrar þjóðar hún var. Eg spurði hana
um þaö, en fékk ekki annað svar en þetta:
„Það er alveg rétt athugað hjá yður, að
eg er ekki ensk nema að hálfu leyti.“
Eg var aö virða hana fyrir mér gegnum
tóbaksreykinn og velta þessu fyrir mér fram
og aftur, en þá hrukkum við skyndilega upp
við það, að dyrabjöllunni var hringt í ákafa.
„Hvað er þetta?“ hvíslaði hún og stóð ttpp
af stólnum.
„Ekki nokkur hlutur. Það er bara einhver
við dyrnar,“ svaraði eg, „en nú skal eg fara
og gæta að hver það er.“
„Minnist þér þess, Vesey læknir,“ sagði hún
og fölnaði upp af hræðslu, „að enginn má vita
að eg sé hér — ekki nokkur lifandi sál, að
undantekmun yðar gömlu og dyggu hjúum.
„Þér þurfið ekkert að óttast, ungfrú Xenía,“
sagði eg. „Yður er öldungis óhætt meðan þér
eruð undir mínu þaki."
Gekk eg svo út í forstofuna og opnaði dyrn-
ar. Þar varð fyrir mér maður óvenjulega hár
°S grannur, gráskeggjaður, yfirhafnarlaus
og berhöfðaður og var auðsjáanlega í ákafri
geðshræringu.
„Eg hélt, að þér væruð læknir, herra góð-
ur, eða eruö þér það ekki?“ sagði hann og
26
tók andköf. „Crawford læknir, sem býr hérna
neðar í götunni, er ekki heima til allrar ó-
gæfu og þess vegna sneri eg mér til yðar.“
„Jú, að vísu er eg læknir,“ svaraði eg, „en
fæst þó ekkert við þau störf nú sem stendur."
„Já, en þér komið samt með méf — ætlið
þér ekki að gera það?“ hélt hann áfram áfjáð-
ur mjög. Það er mjög áríðandi og eg bið yður
fyrir alla muni að koma.“ 1
„Hvert ?“
„Bara hérna þvert yfir götuna — í nr.
168. Þar hafa gerst undarlegir atburðir."
„Undarlegir atburðir!“ sagði eg með önd-
ina í hálsinum og glápti á manninn. „Hvaö
eigið þér við?“
>jEg veit það iiú varla enn þá,“ svaraði
hann í skyndi. „Það eitt veit eg, að við þurf-
um að ná til læknis undir eins.“
jjseja-þá,“ sagði eg. „Eg ætla að ná í hatt-
inn minn og svo skal eg koma.“
Eg skrapp inn í stofuna aftur til þess að
láta gest minn vita, að eg hefði skyndilega
verið kallaður burtu, en kom þá að henni
standandi uppréttri og yfirkominni af ótta og
skelfingu. Studdist hún við skrifborð mitt
og var náföl.
„Vesey læknir," hvíslaði hún í hásum rómi.
„Eg heyröi það alt saman — heyrði, að alt er
komiö upp og nú hafa þeir gert boð eftir
yður til allrar ógæfu! En þér segið þeim