Vísir - 16.04.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 16.04.1918, Blaðsíða 3
V l b J rt ■sjálfgefið, að þeir mættu ekki setiast í þingsæti þegar svo stæði á sem nú. Stjórnarskráin væri í ýmsum greinum ekki tæmandi, t. d. væri svo fyrir mælt í henni að kostnað við ferðir ráðherra á konungsfund skuli greiða úr landssjóði, en af því væri ekki dregin sú ályktun, að hann aetti sjálfur að greiða kostnað af öðrum embættisutanferðum Þegar svo stendur á, að stjórnar- skráin eða önnur lög eru ekki - tæmandi, taldi hann rétt að skýra þau á þann hátt, sem skyn- samlegast væri. Samkvæmt áskorun Bjarna -Jónssonar tók forsætisráðherra til máls, til að svara fyrirspurn tun það, hvorb nokkurt þingsæti væri autt. Kvað hann þá spurn- ingu út í hött og utan við það mái sem um væri að ræða. Bjarni væri að vísu iagamaður mikill, en allgamlaður orðinn í ölium lögskýringum. Sæti kvaðst liann hafa átt í stjórnarskrár- nefndinni 1913, en ekkert muna ©ftir því að nefndin hefði ætlað að slá varnagla þann sem B. J. hefði talað um. Sig. Eggerz minti á, að hann hefði eitt sinn (á þingi 1912, er Kr. Jónsson var ráðherra?) stutt að því að andstæðingur sinn tæki sæti á þingi. Varð nokkurt frekara þvarg um þetta, og vildi Bjarni Jóns- son, að menn tæki það trúanlegt, að hann myndi hvað rætt hefði verið í stjórnarskrárnefndinni 1913, þó að þeir forsætisráðherra og P. J. myndu það ekki. En líklega hafa menn ekki þorað að treysta minni hans, því að lok- um, þegar borin var upp til- Jaga um að verða við beiðni fyrsta landskjörins þingmanns um að varamanni hans yrðileyft að taka sæti á þiuginu, þá var hún samþ. að viðhöfðu nafnakalli með 20 atkvæðum gegn 16. Já sögðu: Björn Stefánsson, Eggert Pálsson, Einar Arnórsson, Einar Árnason, Einar Jónsson, Gísli Sveinsson, Guðjón Guð- laugsson, Guðm. Björnson, Jóh. Jóhannesson, Jón Jónsson frá Hvanná, Jón Magnússon, Magn- ús Guðmundsson, Magnús Krist- jánsson, Magnús Pétursson, Pét- ur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Sig. Stefánsson, St. Stefánsson, Þór- arinn Jónsson og samkvæmt úr- skurði forseta, um að honum bæri að greiða atkvæði, Sigurjón Frið- jónsson. Nei sögðu: Bened. Sveinsson, Bjarni Jónsson, Guðm. Olafsson, BLákon Kristófersson, Hjörtur Snorrason, Jörundur Brynjólfss., Karl Einarsson, Kr. Daníelsson, M. Torfason, Pétur Ottesen, Pét- ur Þórðarson, Sig. Eggerz, Sv. Ólafsson, Þorl. Jónsson, Þorst. M. Jónsson og Ólafur Briem. Sigurður Jónsson ráðherra og Björn Kristjánsson greiddu ekki atkvæði. Kosnir embættismenn þingsins, Var siðan gengið til kosninga embættismanna þingsins. Forseti sameinaðs þings var kosinn Jóhannes Jóhannesson með 19 atkv., en Kr. Danielsson hlaut 18, V a r a f o r s e t i varð Magnús Torfason með hlutkesti milii hans og Einars Arnórssonar en báðir hlutu þeir (við þriðju kosningu) 18 atkv. Kaupafólk 6 stúlkur og 2 karlmenn, vant heyvinnu, geta fengið kaupa- vinnu á næst komandi sumri á góðu og stóru heimili í Húna- vatnssýslu. Gott kaup. A. v. á. Skrifarar voru kosnir Sig- uröur Stefánsson og Þorl. Jóns- son að viðhafðri hlutfallskosningu. Loks var kosin kjörbrjefanefnd og fundi síðan slitið. Embættismenn deildanna. Siðan voru fundir settir í deild- unum og gengið til kosninga á embættismönnum. Aðalforsetar deildanna urðu þeir sömu og í fyrra. Guðmundur Björnson í Ed. og Ó 1 a f u r B r i e m i Nd. 1. varaforseti Ed. varð Guðm. J Ó 1 a f s s o n, en 2. Karl Einars- son. Skrifarar i Ed. urðu þeir sömu og i fyrra: Eggert Pálsson og Hjörtur Snorrason. 1. varaforseti í Nd. varð M a g n- ús Guðmundsson með hlut- kesti milli þeirra Bened. Sveins- sonar, en 2. varaforseti varð Bjarni Jónsson. Við þá kosningu skiluðu 13. þm. auðum seðlum, en 5 atkv. féllu á ýmsa þingmenn, en Bjarni hlaut 7. Þá var loks, samkvæmt kröfu, hlutast um sæti þingmanna í Nd. en í Ed. sitja allir í sömu sætum og á síðasta þingi. Mótor til 3s.aups Sterkur, vel hirtur 8 hesta mótor (Hoffmann) með öllu tilheyrandi fæst keyptur með góðu verði riú þegar. Upplýsingar í Bíma 736. ierslunarmaðr sem er vanur og áreiðanlegur og hefir góð meðmæli, óskar eftir atvinnu við verslun nú þegar eða frá 1. maí. Tilboð merkt : „Áreiðanlegur" leggist inn á afgr. þessa blaös fyrir 20. apríl. liumpasipz nýkomið í Ireiiisbúð. Athugið! Ef einhvern, sem ætlar að gera út gott vélskip á síldveiðar i sumar, kynni að vanta skipstjóra, sem líka getur verið nótabassi, getur hann lagt tilboð í lokuðu umslagi merkt „Á hreinu" inn á afgr. Vís« is sem fyrst. fæst allan daginn i bakaríinu á Hverfisgötn 72. 33 mp, hafði hann aldrei gengið að neinni strit- vinnu. Tennurnar voru óskemdar, en þó tók eg eftir því, að ein tönn í efri tanngarðinum hægra megin var eftir tannlækni. Á litla fingri vinstri handar var fornlegur signets- hringur og grafin fljúgandi svala á plötuna. Kannaðist eg við það úr skjaldamerkjafræð- inni, að jætta var merki Arundelættarinnar — á frönsku Hiróndeele — og leiddi eg athygli lögreglustjórans að því. „Eg hefi leitað í vösum hans,“ sagði liann, ,,og ekkerrt annað fundið en nokkra peninga, rúm ellefu pund, fáeina franka og einhvern eldgamlan pening, en við erum jaf.nnær fyrir þvi, hver hann er.“ „En hvað kom yður til að halda, að ekki væri alt með feldu, þegar þér komuð inn í borðstofuna — annað en það, að rafljósin voru kveikt ?“ spurði eg gömlu konuna, er kvaðst heita Orrock. „Já, sjáið þér til — það er best fyrir yður að ganga ofan og líta á það,“ svaraði hún. „Kann ske að lögreglustjórirflr vilji fylgja yð- ur ofan.“ >Já, eg' fer þangaö nú undir eins,“ sagði eg og fór nú að grannskoða herbergið, sem ó- kunni maðurinn lá í. Husið var alt nauðahkt minu eig'in húsi að eins voru stofugögnin öll nýtískulegri og smekklegri. William le Queux: Leynifélagið. 34 Okkur var sagt, að frú Kynston væri ung kona og hefði verið gift víxlakaupmanni, en orSið ekkja fyrir einu ári og fariö nú til Indlands til aö heimsækja systur sína, er þar var gift liðsforingja í Cawnpore. Á heimili þeirra hjóna hafði verið mjög gestkvæmt, meðan rnaður hennar var á lifi, en eftir lát hans hafði hún ekki dvalið þar nema tæpan mánuð. Herbergið, sem eg var nú staddur í, hafði auðsjáanlega verið málstofa hennar, þvi að alstaðar sáust merki kvenlegrar smekkvísi og nostursemi. Birtan var ekki rétt góð, en þó duldíst mér ekki, að allur útbúnaður var bæði skrautlegur og ríkmannlegur. Orrock gamla hafði verið hjá Kynstonhjónunum frá þvi þau giftust og heyrðist mér á henni, að hún hefði líka þekt frænku rnína gömlu mætavel i sjón að minsta kosti. Eg aðgætti skrifborðið, er var lítill en mjög vandaður gripur, og sömuleiðis aðra muni, sem þar voru inni, en þorði ekki að snerta á nokkrum hlut, þvi að hugsast gat, áð eg kynni þá að skemma fyrir rannsóknum leyni- lögregluþjónanna. En þegar eg stóð hjá hin- uin dauða manni og athugaði hvernig hann lá á gólfinu, þá virtist mér að hann hlyti að hafa verið stunginn að aftan, þegar hann gekk inn í herbergið af einhverjum, sem hefði leynst bak við hið þykka og stóra dyratjald ur rós- 35 litu flaueli, sem nú hafði verið dregið til hlið- ar, þegar vængjahurðirnar voru opnaðar, enda var þar nægilegt leyni handa einhverjum launmoi'ðingjanum. Eg hafði þó ekki orð á þessu, því aö eg ætlaöi mér aö heyra hverrar skoðunar leyni- lögregluþjónarnir yrðu um þetta. Þurftum viö ekki aö bíöa þeirra Jengi og komu þeir þrír saman. Meöan þeir fóru fram rannsóknum sínum, gafst mér færi á að spyrja gömlu konuna betur út i þetta, enda var nú öllum óviðkom- andi visað burtu, að undanskildum granna manninum háa. „Þetta er alt saman hreinasta ráðgáta, herra læknir,“ sagði gamla konan. „Eg sé þess al- staðar merki, að hér hafa einhverjir hafst viö nokkurn tíma, en eg hefi ekki komið liér sein- ustu þrjár vikurnar., og geta þeir hafa verið hér allan þann tíma. En hverjir hafa Jiaö, verið og hver hefir ráðið unga manninum bana? Þér haldiö, herra læknir, að hann hafi veriö myrtur núna í kvöld?“ „Já, áreiðanlega — núna fyrir fáum klukku- tímum. Morðinginn hefir auðsjáanlega leitaö í vösum hans og tekið úr þeim alt, sem ga* bent til þess, hver hann væri. Þetta er hrein og bein ráðgáta og mjög undarlegur atburð- ur,“ sagði eg. „Lögregluþjónninn, sem haft hefir varð-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.