Vísir - 08.05.1918, Side 2
V í S IR
Fryst diikakjöt
fæst daglega i
í verzl. Von
Liaugavegi 55.
MOTORAR
2 nýir og ógallaðfr hráolíu-skipamótorar,
„V Ö L U N D“ — 60 hk. og 40 hk. —
til sölu hjá
0. Johnson & Kaaber.
„Radiumsjóðnr Islands"
stofnaður.
Nægilegt fé fengið til þess að koiua á fót Radinm-
Lækningastofnun liér i Reykjavík.
Þau tíðindi gerðust á laugar-
daginn var, að stofnaður var hér
sjóður, er nefnist „Radiumsjóður
íslands“.
Á stofnfundinum skýrði Jón
Laxdal kaupmaður frá því fyrir
hönd nefndar þeirrar, sem Odd-
fellow-félagið haíði kosið til að
safna fé til radiumstofnunar-
innar, að þegar hefðu safnast
kr. 150000,00 í innborguðu og
lofuðu fé. Af þeirri upphæð
höfðu safnast 27 þús. kr. áður
en Oddfellowar tóku málið að
sér, og var skýrt ftá þeim gjöf-
um í blöðuuum. Meðal Odd-
fellowa hafa safnast síðan eða
verið lofað um 40 þús. kr. og
88 þús. kr, verða lagðar fram af
einstökum mönnum öðrum og
fólögum.
Stærsta gjöfin, sem fram hefir
verið lögð til sjóðsins er frá Thor
Jensen stórkaupmanni, 20 þús.
kr. að upphæð. En fyrstu gjöf-
ina (10 þús. krónur) gaf fiski-
veiðafélagið „Haukur“ og næstir
urðu Ludvig Xaaber (5 þús.) og
Geo. Copland (10 þús.t Aðrir
hæstu gefendur utan Oddfellow-
félagsins eru: hlutafélagið Bragi
meS 3000 kr. og Elías Stefáns-
son útgerðarmaður meó 2500 kr.
og ýmsir með 500—1000 krónur.
Stjórnir í nokkrum félögum hafa
lofað álitlegum fjárhæðum að
áskildu samþykki oðalfunda, sem
ekki þarf að efa að veitt verði.
Á stofnfundi Radiumsjóðsins
voru samþykt lög fyrir hann, en
samkvæmt þeim getur hver sá
orðið fólagi í honum sem leggur
fram 100 kr. tillag og allir f'ó-
lagar hafa jafnau atkvæðisrétt.
í stjórn sjóðsins voru kosnir:
Thor Jensen (formaður), Halldór
Daníelsson yfirdómari (varaform.)
Sveinn Björnsson yfirdómslögm.
(ritari), Jón Laxdal (gjaldkeri)
og Sæmundur BjarnHéðinsson
prófessor, og varamaður Eggert
Claessen yfirr.málafl.maður. —
Endurskoðendur Jón Pálsson
bankagjaldkeri og Morten Han-
sen skólastjóri og til vara Matth.
Einarsson læknir.
Radiumstofnuninni verður kom-
ið á fót svo fljótt sem unt verð-
ur og getur hún væntanlega tek-
ið til starfa á þessu ári.
KYNDARI
Vamir kyndari óskast nú þegar á
botnvörpunginn Snorra Goöa
Upplýsingar hjá
Hf. Kveldúlfi.
Nokkrar stúlkur
geta fengið atvinnu á Garðskaga hálfsmánaðartíma við niðursáningu
kartaflna. — Semjið við
Einar Helgason
í Gróðrarstöðinni, kl. 4—5 síðdegis.
lolumbia Brammofonplötur
Mikið úrval nýkomið.
Pór. B. PorláKsson
Bankastræti 11.
Ms. Mevenklint
fœst leigö til flutninga innanlands.
Fermir um UO tons þungavöru. Sanngjörn ieiga.
Samiö sé viö Ó. BeDjamínssou
(hús Nathan & Olsen). «*imi 166.
Síldartunnur.
800 síldartunnur, þar af tæpur helmingur
saltfyltar, eru til sölu á Siglufirði.
Lysthafendur sendi tilboð sín f lokuðum bréf-
um merktum:
,Síldartunnur‘
á afgreiðslu þessa bláðs
fyrir 15. þ. máo.
Heyvinna.
12 stúlkur og 8 karlmenn geta fengið vinnu á Lágafelli yfir
næstkomandi heyvinnutíma, e£ .samið er við undirritaðan fynr
20. þessa mánaðar.
Bogi A. J. Þórðarson.