Vísir - 05.06.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 05.06.1918, Blaðsíða 2
VÍSIR. Algraiðila bkðiius i Aiaíitrwi 14, opin frá k!. 8—8 á imrjum d»gi, Skrifstoia & sama st&ð. Simi 400. P. 0. Box 867. RitetjðricB tii viðtali fr& ki. ii—3. Preulsmiðjan & Langiveg i eimi 138. Anglýiiagnn voitt mðttaks i Liuás. stjörnnnai aftir kl. 8 & kvölðin. Angifsingaverð: 5) aur. hver ern d&iks í itanri aagl. 5 anra orS. í SMftíinglfsingum með óbrsyttn ietri. Fertugs afmæli. Þann 5. júní 1878 stó á land á Borðeyri útlendur 14 ára gam- all unglingspiltur félaus og um- komulaus. Hann kom hingað með seglskipi til verslunarinnar og átti að vinna fyrir sér hér. Pilturinn er nú fulltíða maður, sem öllum mönnum er kunnur. í>að er stórkaupmaður Thor Jen- sen. í dag hefir hann verið 40 ár á Islandi. Honum mun hafa þótt dauf vistin á Borðeyri. — Sagan seg- ir, að hann hafi næsta vor farið fótgangandi suður yfir heiði og til Borgarness. Þar varð hann brátt verslunarstjóri og stórbóndi. Þaðan fór hann ti-1 Akraness og setti þar á fót útgerð og versl- un. En engín kaupsýslan er áhættulaus, og fyrirtækið mis- hepnaðist, Þaðan fór hann til Hafnarfjarðar, og meðan hann var þar setti hann á fót verslun í Reykjavík, verslaði þar virka daga og fór heim um helgar. — Verslunin í Eeykjavík blómgað- ist brátt, og hann flutti sig al- geríega hingað árið 1900, og hefir verið hér upp irá því. Thor Jensen er fæddur í Dan- mörku. Hann er giftur íslenskri hefðarkonu, og börn þeirra eru alíslensk. Hann hefir svo sam- lagast því sem íslenskt er, að sumir hafa álitið að hann væri Norðmaður, þangað tii þeim var ságt hið rétta. Hann er stór- huga fremur nokkrum öðrum manni hóríendum. Hann er án efa einhver af vorum bjartsýn- ustu mönnum. Hermálaráðherra Bandaríkjanna sagði fyrir skemstu að Bandaríkin ættu bjartsýninni að þakka hina dæmalausu vel- gengni sem þar er. Þar er trúin á bjartsýnið. Hér á landi hefir sú trú sjaldan verið sterk, trúin á G-rýlu gömlu hefir verið þess ríkari. Fyrir nokkru var ungur prestur prófdómari við barna- ekólapróf í reikningi, og vildi láta barnið sem uppi var lesa úr hárri tölu, en barnið gat það ekki. Kennarinn greip fram í: „Hér í hreppnum reikna menn aldrei með hærri tölu en þúsundi, þess vegna er ekki til neins að fara hærra“. Það er ekki að furða þótt Thor Jensen flyttist hingað til Reykja- víkur, því í sliku hreppalofti getur enginn maður með hans hugsunarhætti, dregið andann. Þessi fertugi landi vor er stórgjöfull með afbrygðum. Oft vill hann ekki láta það vitnast að hann hann sé gefandinn. En það er að líkindum fyrir- tækið, sem honum hepnast Iak- ast af öllum slnum fyrirtækjum. Ef einhverstaðar rignir nafn- laust hundraðkróna seðlum, þá segja menn: „Það þarf ekki að spyrja að því' hver það hefur sent, — eg veit svo sem hver það hefur gjört“, — Eins er það, að hafi hér einhverntíma andað kalt á móti honum, þá er ástæðan sú, að hann er mikilfengari en aðrir menn. Hann hugsar í miljónum og mun þess vegna eignast þær- Enginn maður hefur svo stórt útsýni yfir framfarir íslands, sem hann. En sá er munurinn á honum og öðrum hugsjónamönnum hór, að hann sér og getur sagt, hvernig á að koma þeim í verk, því hann er praktiskur maður, en er þeim oftast nær ofvaxið. Allir, sem framförum unna, óska afmælisbarninu til ham- ingju og landinu með slíkum ættleiðsluson. I. E. yiáiií UPPBOÐ verður haldið fimtuda ginn ö. þ. mán. lzl. 1 síðdegis fyrir norðan salthús „Kol og Salt“. Yerður þar selt um 200 pokar, sem komu með skonnort „Juno“ frá Kaupm.höfn. Uppboðsskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. E. Strand skipamiðlari. Káðskonu vantar að Vífxlsstöðum. I íjarveru minni, frá 1. ágúst og í ár, vantar ráðs- konu að Vífilsstaðahæli. Umsækjendur snúi sér hið allra fyrsta til mín. V. Steinsen. ..............—.—.—---------- Vélamaður. Duglegur vélamaður, vanur að fara með Alpha-mótora, getur fengið góða og varanlega stöðu á stórum mótorbát með 48 hesta vél. Umsóknir með tilgreindri launakröfu, auðkendar „Vélamaður", afhendist afgreiðslu Yísis fyrir 6. júní. Piltur, sem hefir verið við verslun hér í bænum, óskar eftir atvinnu, helst við verslun, nú þegar. Afgr. vísar á. Grasfræ. Þeir, sem hafa pantað hjá mér grasfræ, eru vinsamlega beðnir að vitja þess strax. — Ennþá er talsvert eftir af grasfræi, sömu- leiðis útsæðiskartöflum (spíruðum) og harðgerðum tegundum. ottesen Silki- Golftreyjur, i stóru úrvarli lEgillJacobsen! Inuflnttar vörur. Síðan vörutollurinn komst á eru flestar vörur tollskyldar, sem til landsins flytjast, og af yfir- liti yfir innfluttar tollvörur af ár- inu 1917, sem birt er í síðustu „Hagtíðindum“, má gera sér grein fyris, hve miklu vöruflutningar til landsins hafa numið í heild sinni, og fer hér á eftir saman- burður á innflutningi þess árs og næstu ára á undan. Innflutningur á kornvörum má heita að hafi staðið í stað. Hann var tæpar 14485 smál. árið 1917, 14001 smál. 1916, en 14888 smál. 1915. Af öðrum vörum, sem heyra undir 1. fl. vörutollsins, svo sem steinollu, sementi, kalki, tjöru o, fl. hefir innflutningurinn orðið miklu minni en næstu ár á und- an. Hann var tæpar 8739 smál. 1917, en 12164 árið á undan. Af vörum 2. flokks, svo sem skepnufóðri, veiðarfærum, tómum tnnnnm, ýmsum járnvönim o. fl. hefir verið fiutt inn árið 1917 að eins 3778 smál,, en 10976 smál. 1916. Af vefnaðarvöru, fatnaði o. þ. b. hafa verið fluttar inn 375 smál. 1917, en 860 smál. árið á undan. Af salti og kolum fluttust inn samtals 41270 emál. árið 1917, en 112 þús. smálestir 1916, 135 þús. smál. 1915 og 163 þús. 1914. Af allskonar trjáviði fiuttust inn 325.456 teningsfét 1917, en 643.000 ten.fet árið á undan. Af öðrum vörutolisvörum (6. fl ) fluttust inn 3318 smál. 1917, en 5650 smál, 1916. Alls er talið að fluttst hafi inn á síðasta ári 78473 smálestir af vörutollsvörum en 167793 smál. árið á undan, en 1914 var inn- ílutningurinn 210377 smál. At öðrum tollvörum heíir iun- flutningur, eftir þunga, orðið um 1250 smál. m e i r i en árið áður, eða 4917 smál. og stafar sú hækk- un af því, að árið 1917 var flutt rúmlega 1400 smál. meira inn af sykri en árið á undan og rúml. 100 smálestir af kaffi. Innflutn- ingur á tóbaki hefir minkað um r/4 og á vindlum um x/3. Af öli og öðrum óáfengum drykkjum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.