Vísir - 16.06.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 16.06.1918, Blaðsíða 2
v i s i a einnig í brjósti þeirra er kunna að meta dugn- aðinn og hreystina, er þarf til þessa afreks. Þegar litið er nú á allar þessar áþreifan- legu reyndir, keniur aftur og aftur fram sú spurning, er fyrst vaknaði þegar Þjóðverjar réðust inn i Belgíu: hvað er og verður óleyfi- iegt, hvernig sem á stendur, jafnvel i „varnar- stríði"? Belgía — eg lala ekki um hin sérstöku hroðaverk (um þau vitum vér því miður aug- sýnilega betur en þér, kæri prófessor); yfir höfuð að tala ekki úm hið sérstaka tilfelli, Belgiu, þó að það með nokkrum hætli hafi orðið sú „böse Tat“, sem með bölvun sinni liefir leitt Þjóðverja lengra og lengra. En bak við tilfellið Beigíu, kemur einmitt hin mikla siðréttarspurning, er eg nefndi, fram: live langt má riki fara, þó i neyðarvörn með vopnum sé? Eigi siðrétlur þjóðanna, eins og eg held,/ að liafa sömu grundvallarreglur og siðréttur einstaklinganna, þá er ekki svarsins'mjög' langt að leita. Jafnvel þó um líf mitt og allra ást- vina minna væri að tefla, þá eru þó til þeir glæpir, er eg vildi ekki drýgja, enda þótt eg með því gæti séð þeim borgið. Og slikur glæp- ur virðist mér tilfellið Belgía — því að allar tilraunir Þjóðverja til að finna afsakanir, er jafnvel komast að þeirri niðurstöðu, að Belgía hafi—ráðist á Þýskaland—þær eru blátt áfram hlægilegar, og ókarlmanniegar að auki. Nei, jafnvel i sárustu neyðarvörn má þó, þegar öllu er á botninn hvolft, enginn maður, og engin þjóð heldur, gleyma gefnu orði og heiðri sjálfs sín. Og hvernig verðum vér friðsamir hlutleys- ingjar að dæma um sjóhernað Þýskalands frá þessu sjónarmiði? Sem gerir sér að viður- kendri reglu óþarfa grimd og jafnvel laun- morð á friðsömum, vopnlausum mönnum, er berjast fyrir lífi sinnar litlu þjóðar, og það án mikils gagns fyrir Þýskaland sjálft, þegar alt er komið í kring. Viljið þér í alvöru verja slíkt með þvi, að það sé' „nauðsyn“? Þvi trúi eg ekki, kæri prófessor; ekki vilduð þér heldur kaupa jafnvel líf ltonu yðar og hins hrausta sonar yðar fyrir þess háttar glæpi. Eg tala ekki um sprengjuinnflutning, brennur, eitur- byrlun og því um líkt í hlutlausum útlöndum. En öll dómgreind þýsku þjóðarinnar virð- ist mjög hafa dofnað af kenningu þeirrar stefnu, sem ráðið hefir síðasta áratuginn, og blindu fylgi við úrelt stjórnarkerfi, sem ósam- rýmanlegt er orðið við hugsanalíf vorrar tíðar. Eg dæmi af orðum sjálfs yðar um lofthern- aðinn. Þar ætlum vér Norðmenn, sem liingað til höfum okkert verið við hann riðnir, að hafa nokkurn veginn „hlutlausa" skoðun. Þér virð- ist æl!a, að Zeppelínar ykkar ráðist aðeins á vígi og hergagnasmiðjur, þar sem flugmenn óvinanna — og þeir einir — kasti sprengj- um í friðsama, opna bæi. Og þér spyrjið, hvers vegna vér verðum ekki æstir af þessu. Kæri prófessor, háldið þér í alvöru, að vér yrðiun ekki uppvægir af slíkum mun? Þá skját'last yður mjög. En spurningin cr aftur: hvað er sannleikurinn, livernig er modus practicandi þýska kerfisins? Gerum ráð fyrir, að tilgangurinn væri i raun og veru sá einn að kasta sprengjum í vígi og hergagnasmiðjur, en hlifa öðru sem mest. En hve langan tíma þarf þýska ])jóðin til að skilja, að þetta varð fúá upphafi vega eikki annað en imyndun ein, að- aðalárangur Zeppciínaferðanna varð ein- mitt morð á varnarlausum borgurum, og sprengjukastið þess vegna að eins einn iiður í ódáðafestinni, og að þýska kerfið bersýnilega reynir að ná hernaðarmarki sínu með hlóðug- um hryðjuverkum. En í stað þess að játa þetta, vorkenna þeim sem fyrir því verða og ef til vill hætta þessum blóðsiithellingum, er yfir- leitt koma að sáralitlu haldi, þjá lætur þýska þjóðin sér nægja ]>œr jesúíta-páfjaðrir, sem kerfið skreytir hin sífeldu afrek með — afrek, sem því sjálfu er eflaust ljóst að eru aðallega hryðjuverk: vcr köstum sprengjum vorum i „vígið London", „vígið París'* og hvað það nú lieitir. IJáttvirti herra prófessor, hafið þér áður vitað um „vígið London“, með fimm miljónum íbúa? Eg ekki fremur en t. d. um „vígið Giessen". Þegar þýska stjórnin á sin- um tíma setti landi voru tvo’kosti, með þeim hætti og á þeim grundvclli, er vér aldrei skul- um gleyma, vorum vér því undir það búnir hérna að sjá Zeppelina yfir liöfðum vorum ein- hvern góðan veðurdag, í þeim tilgangi að kasta sprengjum í „vigið Kristianiu". Þér bros- ið? Nú, jæja, þér þekkið lika sjálfur Kristianiu- vígin. Eg hefi aldrei séð þau. Futlar 3—4 mítur suðurfrá er firðinum lokað með tundur- dufium og varnarbyssum. En vinir minir meðal Jiðsforingjanna gátu samt frætt oss um það, að eftir þeim reglum, er þýska kerfið fylgir í þessu stríði, er þetta, og þótt miklu minna væri, nóg til þess að 'hafa það að yfirvarpi, er þýska þjóðin fellist á, til þess að kasta sprengjum á Kristianiu, sem er algerlega berskjölduð. Þér skuluð þó ekki ætla, að eg fallist á að svarað sé ,með þvi að kasta sprengjum í opna þýska bæi. Her er, þvert á móti, einmitt til- felli þar sem eg fyrir mitt leyti mundi segja: heldur þola alt sjátfur, en gera slikt. En þér inegið ekki gleyma, kæri prófessor, hvernig málum er komið. Hvað eftir annað hefir al- menningsátjtið í Englandi heimtað, að kastað væri á sama hátt sprengjum á opna varnar- lausa bæi, til hefnda fyrir þessa Zeppelina- leiðangra, sem eru óþarfir frá hernaðarlegu sjónarmiði og þvi heimskulcga grimmúðugir. Leiðtogar Englands hafa þorað að .hafna því; þeir vilja ekki heyja strið með þeim liætti. Hefir nú Þýskaland skilið þá hygni og dreng- skap, er kom fram í ])ví að hafna þessu, og hætt við loftárásirnar á opna bæi og sveitir Englands? Þvert á móti, það lieldur áfram, altaf 'lengra og lengra. Geta þá Þjóðverjar, sem sjálfir bregða „nauðsyninni“ svo ákaft fyrir sig sem skildi, furðað sig á því, þó að óvinina bresti þolinmæðina, er þeir rcka sig á svo dýrslegan sljófeik? Því að þér munuð þó eflaust ekki neita þvi, að í þessu efni liafa landar yðar hinn ömurlega forgöngurétt — eins og í svo rnörg- um öðrum skelfingum stríðsins, lofteitrun og hvað það liefir nú alt saman verið. Jafnvel í liinum ægilega sveltuhernaði hefir, því mið- ur, að þvi er virðist, þýskt fordæmi og kenn- ing þýskra stjórnvilringa visað veginn. — Frirgpfið mér þessi ýtarlegu ummæii um sprengjukastið; eg vildi að eins svara nokkrum athugasemdum i bréfi yðar; en það er ekki mitt hlutverk að flytja mál fyrir annan stríðsaðilann. Mér er breytni þýsku leiðtog- anna, þýska kerfisins, við oss hlutleysingja, fyrst og fremst við minn litla Noreg, nóg og meira en nóg, til að kveða upp harðan dóm. Mörgum af oss virðist í raun og veru sem þýska þjóðin síðasta áratuginn hafi verið alt of lirifin af mikilleik sjálfrar sín, og því orðið þverbrestur á dómgreihd hennar og siðgæðistilfinningu. Hún er í vorurn augum ekki verulega friðsöm þjóð, verulega fús til að fórna neinu friðarins vegna — það er að segja, neijiu af sínu, af síniini eigin kröfum. Þvert á móti, hún liefir verið a'lt of ófús á að reyna að bætta herbúnaði, alt a.f glamrað gunnhlifum, ef dæma skal eftir leitogunum, eftir „kerfinu“ Og nú, eftir þau mcðul og meðferðir, sem hið herjandi Þýskaland hefir haft í þessu striði. Þjóðin mun að lokuin standa hötuð, og fyrirlitin í tilbót, ef hún heldur áfrain að fylgja öðrum eins leiðtogum og hingað til— hve fúslega sem menn kannast við fórnfýsina, hreystina og allar góðu hliðarnar. Ekld að Þýskaland eigi sök á allri eymd þessara tíma, fjarri því. Eða að mér detti i hug að gera of mikið úr héiminum að öðru leyti. Mitt hlutverk er hér að eins að benda á það, sem eg finn Þýskalandi sérstaldega til foráttu. En framkoma Þýskalands hefir í mín- um augum sannað það, að þjóðin skilur ekki t vorn tíma. Þér verðið víst var við það sjáifur, kæri prófessor, að þrátt fyrir aila aðdáun á þýskri og þó sérstaklega prússneskri skipu- lægni og þeim verkleguin framförum, er henni fylgja ■— atriði sem allur heimur mun taka sér til fyrirmyndar — þá er öðru nær en að hug- takið „þýskur“ sé orðið vinsælt. Þjóðverjar virðast oft ælla, að þetta sé ekki annað en öf- und, 'sem hraustum hermönnuin muni takast að berja úr fólki. Það er ákaflega barnaleg hugs- un. Nei, hin þýska „kultur“ frá síðasta ára- tuginum þjáist að minni hyggju af ófmetnaði, af dómgreindarleysi, hún sér ekki sinar veiku hliðar, meðal annars, að hugsjónir liennar eru að nokkru leyti r.uddalegar, að minsta kosti úreltar. Gætið þér að: hefir Þjóðverjum t. d. tokist að gera hina fáu, og því alveg óskað- vænu, IJani i Norður-Slésvík ánægða? Þesga vesalings raenn, sem mér er isagt að játi það hreinskilnislega, að þeir eigi cngan annan úr- kosl en þann, að flytja úr iandi feðra sinna, verði ekki með stríðinu gjörl)reyting á stjórn- arfarsstöðu þeirra; því að þeir geti ekki lengur þolað 'þau kjör, er þeir nú búa við_ Og eftir það sem gerst hefir í styrjöldinni móti vini og óvini, gætuð þér eflaust í miJjón- um friðsamra sálna lesið þessa hugsun: Guð forði oss frá þvi að verða þegnskyldir, eða á nokkurn liátt háðir hinum þýsku herrum. Ilið lierskáa blóð-, járn- og ógirakerfi þeirra lil svo nefndrar eða sannrar sjálfsvarnar, sein ætíð er reiðubúið til að ráðast inn í livaða grannland sem ;er og heimta eýtir á betri „hermæri" eða „hagmæri“ og svo herkostn- að, og telur sér þar að auki rétt að beita óvini og vini miskunnarlaust öl'lum brögð- um, hve andstyggileg sem þau eru, og aug- Ijósustu glæpum, þetta iker.fi finst ekki að eins þeim; sem nú standa á öndverðum meið, heldur svo ^möjrgum öðrum, vera martröð, er rnenn vona að losna við. Fyrir svo marga af oss er stríðið við Þýskaland nútímans orðið að bairáttu fyrir lireinni siðalögmálum. Það er skoðun isvo margra, jafnvel me^al nánustu frændanna, að sönn vinátta verði ekki bundin nema við nýtt Þýskaland, þar sem þjóðin ræður sjálf með fullu lýðveldi, ber virðingu fyrir sjálfri sér og öðr.um og setur á fót hreinskilna stjórn, sem ber fulla ábyrgð fyrir þjóðinni og verður þar með L, sannleika friðsöm. Slíkt nýtt Þýskaland mundi® og í tilbót, og það án landaukahernaðar, finna rúm í sólskininu, hafið frjálst og allan heim opinn fyrir sinni duglegu þjóð. Hið gamla Þýskaland — naumast, og það þótt lierfor- ingjar þess og hinn hrausti her legði um stund undir sig allan gainla heiminn. í ofboði yfir glæpunum hrópa svo margir á hefnd. 4 Eg er sjálfúr 'enginn engill, og full oft stend eg sjálfan mig að því að óska ægilegra hefnda f.vrir illvirki Þjóðverja. En sikynsemin berst gegn slikum tilfinningum l„Hefndin“ ein mundi eklci stoða mikið — hún gæti, þegar best léti, að eins orðið til þess að vekja þýsku þjóðina. En með þeirri ])jóð blýtur sfi andans hræring að vakna, er mannkvninu skal verða tiil heilla, en það er skilningurinn á þvi, að stjórnbragðakerfi Þýskalands og siðferði þess er þröskuldur á vegi friðsamlegrar beimsþró- unar í samræmi við nýrri siðgœðishugsjónir. Betur að þessi vöknun kæmi .bráðlega. Er það missýning mín, að hennar sjái þegar merki? — Það mætti sikrifa svo mikið enn þá, en nú hefi eg ekki tíma lengur, og hefi þó orðið alt of Jangorður. Fyrirgefið þctta; og líka hitt, að hreinsjcilin orð mín ef til vill hér og þar særa yðar þýsku tilfinningar, geta að minsta kosti virst óhæversk. En samkvæmt ósk yðar, vildi eg um fram alt efjir mælti vera hrein- skilinn og opinskár við vin minn ,enda þótt eg þekki hann ekki persónulega. Ef þér fáið bréfið, þá getið þér farið með það eins og þér viljið. Óskið þér að liirta það á prenti, þá er yður það frjálst, sé það hægt án þess að ritskoðendur felli úr því neitt það, er tcljandi' sé. Það er ekki af þvi, að eg haldi að mín skoðun sé þung á metunum; eg er ekki annað en óhlutdeilinn sonur lands míns og gef >mig ekki meira við stjórnmálum en hver borgari verður að gera, eftir vorum hugmynd- um. Ekki er og heldur að ota fram skoðunum mínum svo sem væru þær alment viðurkendar i Noregi; þvi fer fjarri; þcr munuð líka finna þá Norðmenn, er verja þýska kerfið og jafn- vel dást að því, sem óðir væru. En bréf mitt getur verið skuggsjá þeirrar skoðunar, seni mjög margir leikmcnn meðal þjóðar vorrar hafa. Að þvi leyti gæti það ef til vill haft almennara gildi; — verið gæti lika að þér vilduð lirelcja slíkar heimskulegar skoðanir til fulls opinberlega. Þér getið þá farið með bréfið eins og þér viljið, ef þér að eins viljið gera mér þann gneiða að bæta þær syndir er eg sem útlendingur ikynni að liafa drýgt móti tungu yðar. Eg er líka sjálfur mikið að liugsa um að birta hér bréfaskifti okkar, og það þvi fremur sem eg af orðum yðar til prófessors G. liefi ráðið, að þér vilduð gjarnan að J skoðanir yðar kæmu fleirum fyrir sjónir. Ef til vill gerið þér líka við þetta bréf mitl nokkrar atbugasemdir, seni þér væruð fús á að setja á prent norður hér. Með beslu kveðjum. Yðar með Jotningu einlægur Olaf fíroch. Félagsprentsmiðjan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.