Vísir - 20.06.1918, Blaðsíða 2
Til minnis.
Baðhúsið: Mvd. og lí. »i. 8—8.
Borgaratjðr&skrifnt.: kl, 10—12 og 1—8.
Bæjarfðgotaskrifstofan: kl.,1—B
Bæjargjaldkoraskrifst. kl 10—19 og 1—S
Húsaleigunofnd: þriðjud., föstud. ki 6 sd.
íslandBbacki kl. 10—4.
K. F. U. M. Alm. lamk. gannud: 8 ad,
L. F. K. K. Útl. md. kl. 6—8.
Landakotespít. Heimsðknart kl. 11—1.
Landsbankinn kl. 10—3.
Landsbðkasafn Útl. 1—3.
LándBBjóður, 10—2 og 4—5.
Landssíminn, v. d. 8—9, helgid. 10—6.
N&ttúrugripasafn eunnad. I1/*—21/,.
Pðsthúsið 10—6, kelgid. 10—11.
Samábyrgðin 1—6.
Stjðrnarráðsskrifstofurnar 10—4.
Vífilsstaðahælið: Heimsðknir 12—1.
Þjððmenjasafnið, sunnud. 121/,—1‘/».
Þvottalanga-slysin
Hvenær á þeim að linna?
Sú var tíðin, að þvottakonur,
sem vinna áttu í laugunum iiér
fyrir innan bæinn, druknuðu
í Fúlutjarnarlæknum eða Rauðar-
ánni. Það þurfa menn eigi að
óttast lengur, því nú eru brýr
og vegir komnir á þeirri leið.
Á skólatímum minum heyrði
eg við og við talað um að fólk
b r e n d i sig í laugunum, bæði
þvottakonur og útlendingar, en
bærinn var þá svo fámennur, að
tala þeirra, sem urðu fyrir slík-
um slysum, varð aldrei sér-
lega há.
Þvi meiri sem þrengslin verða
þar innfrá og fólksmergð, þess
hættara er við slysum.
Læknarnir hljóta að taka eftir
þessu, því þeir taka á móti sjúk-
lingunum. En tilfinnanlegast
verður það auðvitað fyrir sjúk-
lingana sjálfa og vandamenn
þeirra.
Síðasta ift'unaslysið varð
í gærkveldi.
- Fimm vetra gömul, lagleg og
greindarleg telpa — P a 11 a
sagðist hún heita og vera K o n-
ráðsdóttir — datt ofan í
laugarnar og helbrendi sig, dó
eftir nokkrar klukkustundir. —
Móðir hepnar var að þvo inni í
húsi, en telpan lék sór úti með
öðrum börnum. Hún datt eða
var hrundið ofan af bakkanum
skamt fyrir neðan þvottaþróna.
Þar er lækurinn opinn, verjulaus.
Rennur kalda vatnið fyrir norð-
an þvottaþróna, en hveravatnið
kemur úr þrónni. Nú er sand-
©yri ofurlítil við neðri endann á
henni og verður því stærri, sem
minna vatn er í læknum, eine
og nú var, en hún skilur heita
og kalda vatnið að. I morgun,
þegar eg skoðaði laugina, var
brennandi heitt vatn við syðri
bakkann, þar sem Palla litla fóll
fram af.
Eg man eftir líku slysi fyrir
mörgum árum. Ung kona var
að þvo í þrónni. Hún datt of-
an í. Það fanst varla gómstór
blettur óbrunninn á hennar lík-
ama, Hún var öll í einu sári*)
og dó á sjötta degi eftir mikil
harmkvæli. Það var hörmuleg
sjón.
Þetta má ekki koma fyrir
oftar.
Síðan hefir að vísu verið gjört
við þvottaþróna — n o k k u ð,
en ekki nóg.
Síðan hefi eg, einn læknir af
mörgum, séð 2—3—4 sjúklinga
á ári hverju, sem hafa brent
sig í þvottaþrónni, vanalega á
fótum.
Þessi brunaslys í laugunum
taka oft langan tíma og verða
því kostnaðarsöm, oft og einatt
vegna fáfræði fólksins.
í stað þess að setja fótinn í
kalt vatn eða hella köldu vatni
yfir hann s t r a x til þess að
kæla sokka og skó, eyðir það
tíma til þess að losa sjúklinginn
við skóna og fletta af honum
sokkunum og á meðan brenna
sokkarnir frá sér og blöðrurnar
rifna af, en óhreinindi komast í
sárin, að eg ekki tali um ef fólk
fiunur upp á slíku óheillaráði sem
að sletta þykku lagi af — k ú a-
m y k j u á brunann, eins og
gjört var við einn af mínum
brunasjúklingum.
Hvernig á að koma í veg
fyrir þessi brunaslys ?
1. Það, getur komið til mála
að b a n n a börnurn að koma
inn í þvottahúsin eða að
laugunum, þar sem bruna
hætta er.
2. Eins gæti komið til mála að
afgirða þetta brunahættu-
svæði, svo þangað gætu eigi
aðrir komist að en þeir sem
starfa þar.
Til þessa hvorttveggja þyrfti
að sjálf sögðu framkvæmda-
s a m t lögreglueftirlit.
8. Það þarf að -byrgja -þann
hluta lækjarins, sem bruna-
hætta stendur af og ekki er
unnið við.
4. Það þarf að útbúa betur
þvottaþróna, svo að eigi stafi
hætta af henni fyrir fólkið
sem starfar þar úti.
Yfir henni er járnteinahvelfing
vel traust, en á milli járntein-
anna er þvottinum stungið niður
í hveravatnið, þegar þvegið er.
Mér virðist þeir óþarflega gisnir,
svo gisnir að krakkar og grann-
vaxnir unglingar gætu dottið nið-
ur á miili þeirra, ef hvatvíslega
er að farið.
Á þróarkantinn eru festir tró-
bjálkar, orðnir slitnir og verða
glerhálir, þegar sápuleðjan er á
þeim. Það er að visu ætlast til
að þvottastúlkurnar liggi þar á
hnjánum meðan þær þvo í þrónni,
*) Svoieiðis sjúklingar eru í
erlendum spítölum látnir hvílast
i vatnsrúmi, þar sem jafn
hiti er. Þess konar er ekki til
hér; verður að b ða landsspítal-
ans, sem vonandi kemur um miðja
þessa öld, ef við di’ífum okkur
eins vel og bingað til.
en víst standa þær þar oft og
seilast upp eftir bogahliðunum,
en þá er hætta á, að þeim skriki
fótur í hálkunni og missi hann
V IS1R.
AígrðiBila bteðsiiaí i ÁBaistzœt
14, ppin íri ki. 8—8 á hTsrjtuu degi.
Skriístofa & sasaa sía#,
Simi 400. P. O. Box 367.
ofan í hveravatnið.
Það þýðir ekki að heimta af
fólki alment nóga varúð og
treysta á hana. Yæri það
fært, mundi óvíða þurfa nokkur
varúðar- eða verndartæki.
Þessi brunaslys eru bæði bæn-
um til skammar og skaða. For-
ráðamenn hafa bæði vit ogmátt
til þess að koma í veg fyrir þau,
á einhvern þann hátt sem hent-
ast er.
Okkar er að heimta, ef þess
þarf, en þeirra er að finna ráðin
og framkvæma þau.
Rvík 17. júní 1918.
Sæm. Bjarnhóðinsson.
RitstjörhiK til viStsJa frá kL 2—3.
Preutsœiðjan & Lsngaveg 4,
ðimi 133.
AnglýeiagsM veitt möttaka I
BtjömuBioi eftií kl. 8 6 kvöidin.
AuglfsingRvorð: 50 aur. hver am
dálke i itaoi ‘aogL 6 aura oxð« I
sœÁf.KgíýsIngnE* með öhiayttu letri.
Silki-
Golftpeyjur,
i
stórn úrvarll
EgiliJacohsenl
Opið bréf til
Alþingis.
Eg ætla hér með að skrifa
niður nokkrar hugleiðingar við-
víkjandi hinum svokölluðu „ensku
samningum“.
Reglugerðir háfa verið gefnar
út um útflutning á ull og lýsi,
og þar er að eins talað um eitt
verð á vörunni, og ætla eg því
ekki að gera það að umtalsefni
nú.
I reglugerð um útflutning á
saltfiski, frá 10. þ. m., útgefinni
af stjómarráðinu, er aftur lofað
eða gefin full von um tvenns-
konar verð, hærra og lægra, eða
eftír að Bandamenn hafa íengið
12000 tonn er gefin full von um
hærra verð á því sem yrði af-
skipað fram yfir það. — Ætlast
er til, samkvæmt 11. grein í
reglum útgefnum af útflutnings-
nefndinni dags. 11. þ. m., að verð
fyrir þann fisk, sem seldur verð-
ur umfram tilgreindar 12000
smálestir, verði að lokum lagt
við verðið fyrir ofannefndar smá-
lestir, þannig, að eitt jafnaðar-
verð fáist að kostnaði frádregn-
um, en þessu hagar þannig til
til, að það ©r afar óheppilegt frá
sjónarmiði alira sem ©g hefi heyrt
tala um það.
Eftir að við höfum selt allan
fisk sem verður framleiddur á
landinu 1 ár, er þannig ætlast til
að við fáum uppbót, en sam-
kvæmt því eem að framan er
sagt, lendir þessi uppbót eingöngu
hjá einstöku mönnum, og einmitt
þeim er síst skyldi, eða þeim
sem geta keypt upp fiskinn af
hinum, sem ekki geta haldið
honum, og sem þeir munu gera
með lægra verði en lágtakstinn
ákveður, auk þess sem þeir halda
þar með hinni væntanlegu upp-
bót. Þetta er þegar farið að
sýna sig.
í 3. grein í reglum útflutningsn.
r
stendur sem hér segir: „Ut-
flutningsnefndin sinnir ekki fram-
boðum nema frá kaupmönnums
er kaupa fisk fyrir eigin reikn-
ing til heildsölu innanlands eða
útflutnings, ellegar frá félögum
sem útflutningsnefndin viður-
kennir, svo og frá útgerðarmönn*
um, er hafa talsverða fram*
leiðslu".
Með þessari grein er öllum
smærri útgerðarmönnum, svo
sem mótorbátseigendum, bægt
frá að njóta væntanlegrar upp-
bótar á afla sínum, og ekki nóg
með það, heldur verða þeir að
selja afla sinn meó lægra verðí
en hið fastlofaða lægra verð
ákveður.
Þetta gildir einnig fyrir það,
þó að nokkrir bændur, jafnvel
heilt fiskihverfl, taki sig saman
og bjóði sameiginlega afla sinn,
enn fremur undirgangist að flytja
fiskinn á þann stað sem áskilið
er, ef útflutningsnefndin ekki
viðurkennir slíkt fólag sem f é-
1 a g, eins og hún kemst að orði.
Þeir smærri framleiðendur sem
samkvæmt reglum þessum ná þvi
að geta verslað milliliðalaust við
útflutningsnefndina, og hafa gefið
henni upp hve mikið þeir eiga
af fiski, eru fyrst skyldaðir sam-
kvæmt 1. gr. í reglugerð stjórn*
arráðsins 10. þ. m. til þess að
b j ó ð a nefndinni fiskinn fy1*
ákveðið verð, mikið lægra en
kostar að framleiða hann, sem
þeir hafa víst fæstir löngun til.
annað hvað þeir neyðast til að
gera vegna peningaleysis. Þessir
menn eiga að eins tiltölulega 111*
inn fisk, en mestur fiskurinn
mundi komast í hendur örfárra
stóreignamanna, sem gætu keypt
af þeim mörgu, sem ekki geta
haldið afla sinum, og sem einu
sinni ekki geta verslað beint við