Vísir - 20.06.1918, Blaðsíða 3

Vísir - 20.06.1918, Blaðsíða 3
ViSiR •átflutningsnefndina. Ef syo þess- ir örfáu menn, sem geta keypt, þegar alt er komið í kring, ekki skyldu yilja selja fiskinn, og stjórnin yrði að taka hann eign- arnámi, og borga hann hæsta verði (250 kr.) eða að fá mál á Mlsinn og tapa því, þá mætti ekki virðast tilgangsiaust, að menn, sem urðu að selja, voru jafnfrámt skyldaðir til að b j ó ð a fiskinn fyrir víst verð, þeir geta þá ekkert sagt, frá þeiin liggur þá fast tilboð, en alt bendir til, að stjórnin hafi ekki verið örugg í þessu efni, því annars hefði, eitir að menn hefðu skýrt frá hve miklar fískbirgðir þeir ættu, átt að vera nóg að tilkynna þeim hvenær útflutningsnefnd ætlaði að láta vigta fiskinn. Þetta hefði átt að vera nóg, þegar lögboðið er að selja hvort menn vilja eða ekki. Eg geri ráð fyrir, og það hefi eg heyrt þá sem um þetta hafa hugsað imynda sér likt, að við munum þrátt íýrir alt framleiða í ár minst 16000 tonn. Eftir því ætti meðalverð á fullverkuð- xim þorski nr. 1 að vera 190 kr. skp. Aðrar fiskitegundir tiltölu- lega lægra. Hér er verið að ræða um stærstu framleiðslu landsins og undir öllum kringumstæðum um meyðarsölu á afurðum þessa at- vinnuvegs, en er þá ekki æskilegt, að tap, sem hlýtst af því að vera neyddur til að selja þannig, komi sem jafnast og réttlátast niður? , Með því nú strax að setja meðalverð á fiskinn, sem svaraði 190 kr. á skp. af þorski nr. 1 og hlutfallslega lægra á aðrar fiskitegundir og hækkun frá því sem nú er að sömu hlutföllum á fisk úr salti (óþurkuðum) þá mundi hið háa alþingi, áður því verður slitið, gera hið mesta þarfaverk, án þess að stofna landinu í neina áhættu peningaiega. , 3. gr í reglugjörð stjórnar- ráðsins 10. þ. m. mælir svo fyr- ir, að enginn megi eftir 28. febr. 1919 hafa í vörslum sínum neinn fisk (utan til matar), nema um- boðsmaður bandamanna eða út- flutningsnefnd. Landsstjórnin má þannig hvort eð er alt af búast við að gerast fiskkaup- maður, og þótt bandamenn hætti að kaupa, eða hvenær sem þeir hætta því, þá hafa þeir undir slíkum kringumstæðum lofað að gefa versiunina frjálsa til stjórn- arinnar með sömu skilyrðum og við fengum að solja afurðir okk- ar undanfarin stríðsár, og er þá engm hætta á að sá fiskur seljist ekki allur með hærra verðinu; það væri hægt strax. Vitanlega yrði að ganga út frá því, að fiskurinn að öðru leyti yrði seldur á sama hátt og um getur í reglugjörð stjórnar- innar. Það er sjálfsagt að við stönd- um að öllu leyti við samninga, sem stjórnin hefir gert undir nú- verandi kringumstæðum, en þetta er eða yrði til þess að miklu fleiri með góðu geði sneru sér strax til úflutningsnefndar með afurðir sínar, og þyrfti að vera gert áður en þeir, sem lítinn fisk eiga og eru fátækastir, hafa selt afla sinn fyrir of lágt verð, um leið og það mundi hvetja menn til að halda áfram að afla, sem annars mundu leggja árar í bát; en það væri skaðlegt land- inu nú. Eg geri ráð fyrir, að hið háa alþingi muni horfa í það, að landið hafi ekki næga peninga til að kaupa fiskinn. En þótt að eins væri borgaðir s/4 hlutar eða jafnvel minna af fiskinum, og stjórnin gæfi út víxla með seljandanum fyrír afganginum, væri það strax betra. Slíkir víxlar ættu að vera seljanlegir í bönkunum og manna á milli, og ef striðið heldur áfram verða víst líkir pappírar hvort eð er að setjast í gang. Meðan banda- menn kaupa, fengi stjórnin pen- inga fyrir fiskinn þaðan og þyrfti samt ekki að borga seljanda að fullu, um leið og réttlæti væri að myndast í þessu efni. Eg vona að eiuhver þingmanna vilji hreyfa þessu máli sem fyrst, því þess þarf. Hafnarfirði 17. júní 1918. Virðingarfyllst Þórarinn Egilson. Loftskeytastöðin í Reykjavík. Með lögum um ritsíma og tal- símakerfi íslands frá 20. október 1913, var heimilað að byggja loftskeytastöð í nánd við Reykja- vík Átti aðal tilgangur stöðvar- innar að vera sá, að vinna við skip í hafi og annast varasam- band til útlanda. Vegna stríðsins og annara á- stæða seinkaði framkvæmd máls- ins þangað til sumarið 1916 að þeir Einar Arnórsson, þáverandi ráðherra, og landssímastjórinn fóru til Danmerkur og 1. júlí sama ár var gerður samningur við Marconifélagið um að byggja 5 kilowatta loftskeytastöð á Mel- unum við Reykjavík. Um haust- ið veitti breska stjórnin útflutn- ingsleyfi á tækjunum og í des- ember 1916 kom mest alt efni til stöðvarinnar hingað til Reykja- víkur. Bæjarstjórn Reykjavíkur lét af hendi 20.000 fermetra lóð á Mel- unum gegn 300 kr. árlegu lóð- argjaldi. Þá um haustið (1916)i var einnig byrjað að reisa hús fyrir stöðina. Einari Erlendssyni byggingameistara var falin yfir- umsjón við húsbygginguna og má telja að lokið hafi verið við smiði hússins um síðustu áramót. Húsið er einlyft með háum kjallara. 3?að er 56X33 fet, bygt úr steinsteypu og hið vandaðasta í alla staði. í kjallaranum er þriggja herbergja íbúð fyrir dyra- vörð stöðvarinnar, auk eldhússj þvottahúss, miðstöðvarhitavélar og geymslu fyrir olíu og eldivið. Uppi eru þrjú herbergi fyrir loft- skeytatækin: eitt fyrir sendivél- arnar, annað fyrir rafmagnsgeym- irinn og hið þriðja fyrir mót- tökuvélarnar. Auk þess eru þar tvö herbergi fyrir símritunar- og loftskeytaskólana og tvö her- bergi fyrir forstjóra stöðvarinnar. Húsið, ásamtraflýsingu, hitaleiðsl- 201 gætur á því. Og meöan þér voruö á valdi óvina yðar, þá áttuð þér þó vini á næstu grös- um, því aö Mordacq er alstaðar nálægur. Og hann sér alt, þvi að hann er yíirmaöur leyni- lögreglunnar og verður ])ví að hafa trygga umboðsmcnn alstaðar. Keisarinn ber ótak- markað traust til hans. Og okkar á milli sagt, Vesey læknir, þá er hann hinn huldi kraftur að baki hásætisinS." „Og verndari yðar?“ „Hann verndar mig aí fremsta megni,“ sagði hún lágt og vafði loðkraganum fastar að hálsinum, því vindurinn var orðinn nap- ur. „Jeg las frásögn blaðanna um rannsóknina á þessu voðalega máli og þar á rneðal vitnis- burð yðar. Eg er yður þakklát fyrir, að þér nefnduð mig ekki og sögðuð ekki frá heim- sókn minui." „Hafði eg ekki lofað yður að halda því leyndu, prinsessa?“ spurði eg. „Jú, aö vísu, en var ekki full ástæða fyrir yður til þess að skýra lögreglunni frá ]»vi, þegar þér funduð dauðan mann i húsinu yð- *r?" „Hver var þaö?“ spurði eg. „Segið mér þaö.“ „Ekki núna,“ sagði hún lágt. „Það er nóg, að þér vitið að það var óvinur minn, og að " llann elti mig héim til yðar i illu skvni.“ /William le Queux: Leynifélagið. 202 „í illu skyni?“ endurtók eg. „Hvað hafði hann i hyggju?“ „Hann ætlaði að drepa mig — að binda fyrir munninn á mér,“ sagði hún og brá fyrir hörku í röddirini. „Og æsingin varö honum að baná?“ „Já — eða svo er að sjá, af þvi sem þér báruð fram fyrir dómaranum,“ sagði hún í dálitið einkennilegum róm. „Hvað eigið þér við?“ spurði eg mjög undr- andi. „Dó hann ekki eðlilegum dauðdaga?" „Hvernig ætti eg Nað vita þaö, læknir?“ „Mér skilst, aö þér takiö ekki framburð minn trúanlegan,“ sagði eg og starði á hana i myrkrinu. „Eg liefi ekþi sagt, að eg rengdi hann! Hann er dauður — og þaö er mér nóg. En sjáið þér þarna. Er þetta ekki aftúr-ljóskeriö á bifreiðinni ?“ Eg horfði fram á veginn og sá einhverja rauða glætu. „En meðal annara oröa, þér komust heldur en ekki i hann krappan, þegar þér genguð í giklru Chiquards, dr. Vesey,“ hélt hún á- fram. „Mér þykir það mjög leitt,' en eg var langt i burtu og gat hvorki varað yður við né neitt annað gert.“ „Mig furðar mest á því, að þeir skyldu ekki drepa mig þegjandi og hljóðalaust,“ sagði eg,- „Þeir hafa haft einhvern beig af því, að 203 eg mundi þá grípa til örþrifaráöa. Þeir munu þykjast hafa fulla ástæðu til að drcpa yður, yegna þess að þér vitið of mikið. En þeir hafa ótta af mér, af þvi aö ....“. „Af því að ?“ Hún hikaði við, en svaraði svo: „Af því að þeir þora ekki aö treysta því, að þar geti ekki komiö, aö eg dirfist að bjóða almenningsálitinu byrginn og vekja alþjóðar- hneyksli með þvi að láta Mordacq varpa þeím í dýflissuna." Við vorum nú komin þangað sem bifreiöin var. Það var stór, opinn vagn með sterkri vél. Vagnstjórinn var grannvaxinn og alrakaður, eid eg sá ógerla andlit hans, en förunautur minn kannaðist þegar viö hann. „Eruð þaö þér,Vautel,“ sagöi hún á frönsku. „Viö ætlum fyrst til Bologna.. Þér ratið víst þangaö.“ „Vissulega, yöar hátign," svaraði Frans- maöurinn og þegar hún settist i vagninn, breiddi hann úr stórum bjarndýrsfeldum, sem hún svo vaföi utan um sig í skyndi og hld glaðlega um leið eins og hún hlakkaði til ferðalagsins. Eg stóö kyr hjá vagninum, er liún ávarp- aði mig á ensku: „Þér ætlið þó ekki að skilja víð mig hérna? Hvers vegna hikiö þér? Eruð þér hræddur um að þér fremjið eitthvert voöalegt afbrot

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.