Vísir - 28.06.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1918, Blaðsíða 2
 ÓfriðnrinH. Ummæli Kuhlmanns. í>að var merkileg fregn, sem birtist í símskeytum. blaðanna hér í fyrrv. Það er þar haft eftir Kuhlmann utanríkisráðherra Þjóð- verja, að ófriðurinn verði ekki útkljáður mað vopnum. Einmitt þessa dagana er búist við því, að Þjóðverjar hefji enn hin ham- römustu áhlaup á vesturvigstöðv- unum, en þá kemur þessi full- yrðing utanríkisráðherrans eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þjóðverjar hafa unnið allmikið á á vesturvígstöðvunum í vor. En vitanlegt er, að þeir hafa engan bug getað unnið á her- sveitum bandamanna. í fyrstu hríðinni virtust bandamenn ekki hafa verið viðbúnir, en síðan hafa þeir farið undan í íiæmingi þar sem sóknin hefir verið áköf- ust. Þjóðverjar hafa getað skot- ið fieyg inn í fylkingar þeirra, en virðast litlu bættari fyrir það. Og nú ættu þeir því að vera komnir að þeirri niðurstöðu, að sóknin af þeirra hálfu liafi verið unnin fyrir gig. En þá er þess varla að vænta, að þeir vinni mikið á, þótt þeir hefji áhlaup á ný, því að ekki mun þessi staðhæfing utanrikisráðherrans verða til þess að auka bardaga- þrek hermannanna Það er nú næsta ólíklegt, að skoðanir utanrikisráðherrans og þýsku heíBtjórnarinnar fari sam- an í þessu. Herstjórnin virðist alt af hafa haft trú á því, að Þjóðverjar gætu brotið banda- menn á bak aftur mað vopnum og hefir altaf verið mótfallin samkomulagsfriði og andvígKuhl- mann, sem hefir verið talinn of linur i landvinningakröfum. Er því ekki óliklegt að hernaðar- sinnar reyni nú að steypa hon- um frá vöidum. En vera má lika, að Þjóðverjar séu nú al- ment komnir að sömu niðurstöðu og utanríkisráðherrann og það er ólíklegt, að hann í þeirri stöðu sem hann er, hefði látið slík ummæli frá sér fara, hvað sem hvað sem hans eigin skoðun leið, ef hann hefði ekki vitað að sú væri einnig skoðun her- stjórnarinnar. Ef rétt hefir verið skýrt frá þessum ummælum Kuhlmanns, þá ætti að mega álykta það af þeim, að Þjóðverjar ætii úr þessu að hætta sókninni á vestur- vígstöðvunum, og að þessi um- mæli hafi einmitt átt að búa þjóðina undir það. Ef til vill verður gerð ein atrennan enn, en ef hún ber ekkí meiri árang- ur en hinar fyrri, þá lagðar ár- ar í bát og búist til varnar eins Ágætar, valdar Kartöflur íást hjá Johs. Hansens Enke. Duglegur karlmaður getnr fengið góða atvinnn. Upplýsingar gefur Sigurjón Pótursson. ManiJla í heildsölu og smásölu hjá, Sig urjóni Hufnarstrœti 18, SILDARVI Nokkrar stnlknr 'geta fengið atvinnn við sild. Góð kjör í boði. Upplýsikgar gefur Kristinn Magnússon hjð H. P. Dnns. Atvinna. Ökumenn vantar mig til þess að aka heim ca. 130 tonnum af þurrum mó í sumar. — Semjið sem fyrst við Böðvar Jönsson Laugaveg 73, Kvenþjóðmui er sigur vís ef hún notar tækifærið og heim- sækir verslun Árna Eiríhsonar Austnrstræti 6 og velur sér eða tekur af handahófi eitt fallega Kvenslipsið frá París. Úrvalið er mikið. Verðið nærri því ekkert! Kr. 2.75 ódýrast Komið! Sjáið! Kanpið! Sigrið! og Þjóðverjar ráðgerðu að gera eftir Verdunsóknina. Þá var herstjórnin þeirrar skoðunar eins og sakir þá stóðu, að Þjóðverj- ar ættu ekki um annað að hugsa en að verjast, af þvi að engar líkur væru til þess að þeir gætu unnið úrslitasigur með vopnum. Þegar Rússar féllu úr sögunni, vaknaði ný von hjá þeim um að fá unnið sigur, en það var hvort- tveggja, aS fnðurinn að austan er hvergi nærri tryggur og Þjóð- verjar verða altaf að hafa þar taísverðan her og jafnframt fara aðrir örðugleikar sívaxandi eins og ástandið í Austurríkí ber vott um. Þar á ofan bætast ófarir Austurríkismanna fyrir Itölum og er jafnvel ekki annað sýnna en að Þjóðverjar verði að senda hjálparlið þangað austur. En þrátt fyrir þetta eru litlar líkur til þess að friður verði saminn á næstunni, enda munu friðarskilmálar þeir, sem sagt er að Kuhlmann hafi nú á prjón- unum, varla vera svo aðgengi- legir fyrir bandamenn, að þeir að svo stöddu vilji ganga að þeim. Enda munu þeir telja líkurnar til þess að þeir geti unnið úrslitasigur því meiri sem Þjóðverjar gera sér minni vonir. Nýlátin er frú Guðrfin Ólafs- dóttir, kona séra Björns Stefáns- sonar á Bergstöðum í Svartár- dal en dóttir Ólafs prófasts Ólafssonar í Hjarðarholti. Hún varð að eins 27 ára að aldri og lætur eftir sig 4 börn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.