Vísir - 01.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 01.07.1918, Blaðsíða 2
V i 8 J K VÍ31R. Aigríiíí. la blaiiiaa i Áðalítrssf 14, opia M kl. 8—8 á kverjujn degi. Skrifsíoífe á s&um stai. Sími 400 P. 0. Box 887. RitstjóriuB tii viitais írá kl. 2—8, Prenlsmiðj&n & LRngavag 4 simi 133. Anglýiiagua vsitt möitaka i Laué':, stjðrnnEsi eftir kl. 8 á hvöldin. Auglýsingaverí: 53 &ur. kvar om. dálks i stærri [angl, 5 aura orSi i smár.uglýsinguui raei ðbrsytta letri. Aukalundur verður haldmn í K.alKfélasinu i ReyisJ avili. 1. jtili 1018 (i dag) i Bárubúð uppi, kl. 8 síðd. Áríðandi mál á dagskrá! Stjornin, Sammngarnir við Dani. II. Nú er sendinefnd Dana komin hingað. í því liggur ótviræð viðurkenning á því frá Dana hálfu, að ísland sé jafnrétthár samningsaðili um sambandið milli landanna eins og Daumörk, og um leið yiðurkenuing á fullveld- isrétti þess. Það er því full ástæða til að bjóða nefndina vel- komna til landsins. En ef Dan- ir vilja ekki viðurkenna þetta í orði og verki, þá er ekki nein von um árangur af för þessari. Og það er heldur enginn vafi á því, að et þctta fæst ekki viður- kent nú, þá rekur að því fyr eða síðar að til fullkomins skiln- aðar dragi milli landanna. Þetta vonum vér að öllum sé nú Ijóst orðið. Það hefir verið slegið mjög á þann strenginn í dönskum blöð- um, og raunar fleiri Norðurlanda- blöðum, að Bretar mundu sölsa landið undir sig, ef það losnaði úr ríkistengslum við Danmörku, öllum Norðurlöndum til óbætan- legs tjóns. Það er ekki alveg óhugsandi, að danskir stjórn- málamenn geri sér vonir um, að þeir spádómar hafi slegið þeim felmtri á íslendinga, að þeir þori ekki þess vegna að halda kröf- um sínum til streytu. En það er hinn mesti misskilningur. — Fyrst og fremst vita menn það, að Bretar geta farið allra sinna ferða hér fyrir Dönum, og um það er sjón sögu ríkari. Eu í ánnan stað yerður ekki séð, að íslendingar væru neitt ver farnir fyrir það, þó að landið, sem full- valda ríki, kæmist í eitthvert samband við Breta. En ef það skiftir öll Norðurlönd svo miklu, að sambandi Islands við Dan- mörku verði ekki slitið, þá er hægurinn nærri fyrir Dani að koma í veg fyrir það, með því að ganga að þeim samningum, sem vér getum unað og þeim er algerlega meinfangalaust að ganga að. Það væri öruggasta ráðið til þess að tryggja sem best sam- band íslands við Norðurlönd. Kvartað hefir verið yfir því af hálfa Dana og málfærslumanna þeirra í nágrannalöndunum, að Haadfæra-önglar, 2 stærðir Lóðar-önglar, nr. 8 Stálvir, og l‘|2“ er nú komið til Sigurjóns Péturssonar Tilboð óskast í að skaffa kjallara 10X7,6 metra hlaðinn úr grásteini. Tilboð ið komi í lokuðu umslagi á skrifstofu (xunnars Sigurðssonar lög- fræðings merkt „kjallariK fyrir 5. júlí næstk. Nánari upplýsingar hjá Einari Einarssyni trésmið Hverfisgötu 32 B. — Heima kl. 12—1 og 7—8 e. m. V erkamenn. Nokkrir duglegir verkamenn geta enn fengið atvinuu við kolagröft í Stálfjalli. Talið í dag milli kl. 6 — 8 síðdegis við Ó. Benjaminsson. (Hús Nathau & Olsen). E.s. „Gullfoss“ fermir í New-York nálægt 22. jóií. Skriflegar pantanir á farmrúmi óskast, en fylgja veröur skriflegt leyfi um innflutning á vörunum frá innflutningsnefndinni, sem einnig skiitir farmrúmi skips- ins milli pantendanna. Þeir, sem panta íármrúm fyrir vörur, eru beðnir, vegna skipaeklunnar, að biðja ekki nm meira rúm en fyrir þær vörur, sem útflutningsleyfi er fengið fyrir í Ameríku. • .f. limskipafélag Islands. Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir 365 og 3.65. ( lEgiilJacobsen! íslendingar hafi komið fram með kröfur sínar á óhentugum tíma ■ fyrir þá. Þar til er því að svara, að Danir hafa ekki áður tekið þaunig í málaleitanir vorar, að oss beri nein skylda til að híða eftir tækifæri, sem þeim sé sem hentugast. íslendingar hafa beðið nógu lengi. Ef Danir hefðu fyr orðið við réttmætum kröfum vorum, í stað þess að spilla sam- búðinni með þvergirðingshættí sínum, þá hefði samkomulagið nú getað verið hið ákjósanleg- asta. Síðan stríðið hófst, hafa ís- lendingar orðið að spila á eigin spýtur að miklu leyti. Þeir hafa sjálfir orðið að semja við ófriðar- þjóðirnar um aðflutniuga og sigi- ingar til landsins. Það var því eðlilegt, að krafan um viður- kenning á íslenskum siglingafána fengi nýjan byr. Sú krafa var fyllilega tímabær, enda kemur ekki til mála, að frá henni verði hopað, þó að sú meinloka hafi hlaupið þversum í haus sumra stjórnmálaafglapa Dana eins og Knuds Berlín, að hún sé ósam- rýmanleg einingu ríkisins. Danir hafa sjálfir æskt þess, að samningar yrðu uú teknir upp um alt samband landanna. Hve hentugur tíminn er til þeirra samninga, mega þeir sjálfir best vita. En þó að ófriðarástandið í heiminum kreppi að oss að utan og óstjórn innanlands, þá ruunum vér þó ekki vinna það til að fá fánann einann, að við- urkenna á nokkurn hátt þessa „einingu rikisins“, og heldur kjósa að láta skeika að sköpuðu um sambandið milli íslands og Danmerkur en að falla frá rétt- mætum kröfum vorum um viður- kenningu á fullveldisrétti lands- ins. Enda erum vér þess full- trúa, að þegar svo væri komið, mundi þjóðin öli standa sem einn maður og verða samtaka um að fela færustu mönnum forystuna. En ef Dönum og öðrum Norð- _ urlandabúum er það alvara, að það só öllum Norðurlöndum til tjóns, að sambandi íslands við þau verði með öllu slitið, þá mætti eftir sem áður með aðstoð og góðum vilja bræðraþjóð- a n n a varðveita það samband, þvi að hvergi myndu íslending- ar fremur vilja leita v e r n d a r, ef á þyrfti að halda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.