Vísir - 11.07.1918, Blaðsíða 2

Vísir - 11.07.1918, Blaðsíða 2
V iSi K FrnmUaupið. í>ess hefði mátt vænta, að und- anhalds og afsláttar-hræður þær, sem enn kynni að leynast manna á milli í iandi voru, léti sín ógetið meðan á samninga-tilraun- um stendur milli íslendinga og Dana um skifti landanna. En því er nú ekki að heilsa leng- ur. — Eins og sagt var frá í Vísi í fyrrad., þá hefir samninganefnd- unum borist skjal um málið frá nokkrum mönnum hér í bænum og í fyrradag var það birt í „Dagsbrún11 sem „Ályktun um sambandsmálið“, sem blaðið seg- ir, að „fulltrúafundur Alþýðu- flokksins, sem haldinn hafi verið hér í bænum 6. þ. m. hafi sam- þykt. í ályktun þessari er meðal annars samþykt, að „fæðingja- réttur sé sameiginlegur, sem frá sjónarmiði verkamanna verðnr að álita nndirstöðu undir sönnu þjóðasambandi“(!!) — Er því óspart otað, að þetta sé stefnuskrá Alþýðuflokksins. f>að v'æri ófagurt vitni um vitsmuni og hollustu íslenskra verkamanna, ef slíkar tillögur væri að þeirra ráði gerðar, en sem betur fer eru verkamenn og alþýðumenn alsaklausir af þessu. Alþýðufélögin hér í bænum hafa kosið menn nokkra í full- trúaráð til þess að starfa að hagsmunum sínum innanlands. Nú höfðu fáeinir af þessum mönn- um, al-heimildarlaust og án vit- undar og vilja félaganna, bor- ið þessa tillögu fram á mjög fá- mennum fundi og fengið hana samþ. með eins atkv. mun, gegn mótmælum annara sem á fund- ínum voru. Og svo á þetta að vera stbfnuskrá flokksins í mál- inu! Ekki er í grafgötur farið um það, undan hverjum rifjum frum- hlaup þetta er runnið. Fiugan er komin sunnan um haf og hefir gylta vængi. Sem betur fer er afsláttartil- raun þessara umboðslausu for- hleypismanna fordæmd jafnt af verkamönnum sem öðrum, enda er þess öll von, að saklausum mönnum sviði, er nafn flokks þeirra er misbrúkað svo hrapal- lega, og munu þeir ekki láta slikt viðgangast þegjandi. Að svo stöddu verður frum- hlaup þetta ekki frekar gert að umræðuefni hér. Það má gera ráð fyrir því, að tækifæri gefist til þess síðar. Það er nóg að geta þess, að það er vitanlegt, að ályktunin er fram komin bein- línis til stuðnings Dönum í samningum þeim, sem nú standa yfir, gegn fulltrúum íslendinga. í>að er vegið aftan að þeim af ásettu ráði. Skemtifer Mb. „Sigurðnr I.“ og JBifrðst fara skemtiferð inn í Hvalfjörð eða Kollafjðrð unum. Nú sést ekki uokkursál þar um það leyti. Veitingasaln- um er lokað um kl. 10. „Við vorurn nærri því búnir að gleyma því“, segir bréfritar- inn, „að einu sinni voru þeir tímar, að það þótti yndið mesta, að gera nóttina að degi með glaum og gleði. Eg er ekki viss um að breytÍDgin sé til þess lakara". snnaadagiun 14. þ. m. kl. 8 árdegis ef veður leyfir og nægir farþegar fást. Nánar auglýst á morgun. „Ályktun um sambandsmáiíð<(. Tilboð óskast í 2 falleg tivít tóínskinn. Leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir vikulok, merkt „Tófuskinn“. Blll fer til Ægissíðu laugardaginn 13. þ. m. Nokkrir menn geta fengið far. Gunnar Ólafssoo, simi 391. iampartar í loíindsrs móíora. Allskonar varaparta í Uolin<lei*s mótora hefi eg nú fyrirliggjandi. JÞeir eigendur Bolinders mótora, er þurfa að fá varahluta í vélar sínar, eru beðnir að snúa sér til mín hið fyrsta. Gr. IESÍ:r±S3Lg*»* heildsali. Lækjartorg 2. Frá Alþingi. Síldarmálið. v Síldarmálið kom til 1. umræðu í neðri deild í gær og var því vísað til annarar umræðu, um- ræðulaust eða lítið. Dýrtíðarhjálparírnmyárpið. Það var til einnar umræðu i n. d. og voru enn gerðar nokkr- ar breytingar á því og það sýð- an endursent efri deild. Frá Lnndfumm. í Lundúnabréfi i Daily Mail, er sagt svo frá: Menn, sem eru í Lundúnum að staðaldri, taka ekki eftir þeim breytiugum, sem orðið hafa á daglegu lífi manna síðustu tvö árin. Matur er nægur, en bann er mikið breyttur frá því sem áður var og því taka þeir eftir, sem að eins koma til borgarinn- ar við og við. Bréfntarinn seg- ist nýlega hafa hitt tvo Ame- rikumenn, sem voru nýkomnir til borgarinnar. Annar þoirra, Canadamaður, hafði ekki komið til Englands síðan ófriðurinn hófst. „Skömmu eftir að hann kom, mætti eg honum“, segir hann, „og eg sá að eitthvað amaði að honum“. „Hvað er að?“ spurði eg. „Æ, það er þessi matur ykkar“, sagði hann. „Nú, hvað er að matn- um?“ spurði eg. „Fáið þér ekki nóg að borða?“ „Jú, -en eg fæ ekkert ætilegt: ekkert hveiti- brauð, ofurlitla hUngurliis af smjöri og of lítið af sykri“. Hinn Ameríkumaðurinn, sem býr í gistihúsi við eina af fjöl- förnustu götunum, serist aldrei hafa getað sofnað á kyöídin, þeg- ar hann var í Lnndúnum árið 1916, fyrir hávaða á götunum, einkum voru það bifreiðarnar, sem héldu vöku fyrir honum. En nú verður bann þeirra aldrei var. Fyrir tveim árum síðan þyrptust skartklæddir menn og konur inn í veitingahúsið á liverju kvöldi, einni stundu fyrir miðnætti, á leiðinni úr leikhús- Á fundi Hins íslenska prent- arafélags miðvikudaginn 10. júli var samþykt með 27 atkv. gegn 5 svohljóðandi tillaga: „Hið islenska prentarafólag lýsir hór með yfir því, að gefnu tilefni, að það á enga hlut- t ö k u í stefnuskrá í sambands- málinu, sem birt er í blaðinu „Dagsbrún“ 9. júlí 1918, undir nafninu „Ályktun um sambands- málið“, eða öðrum greinum um það etni, og hefir hver félags- maður óbundnar hendur í því máli. Ennfremur skorar fundurinn á stjórn félagsins að birta þessa fundarsamþykt í einhverju dag- blaði bæjarins svo fljótt sem unt er“. í stjórn Hins ísl. prentarafélags 11. júlí 1918. Hallbjörn Halldórsson formaður. Gunnar Einarsson rilari. Jón Sigurjónsson gjaldkeri. Fjöibygðusju göturnar. Samkvæmt manntalinu i haust eru þessar götur fjölbygðastar í bæuum: Laugavegur með 1663 íbúa. Ilverfisgata — 1217 — Grettisgata — 987 — Vesturgata — 852 — Bergstaðastr. — 835 — Njálsgata — 668 — Lindargata — 645 — Skólavörðust. — 538 — Laufásvegur — 518 — Bræðraborgarst. — 457 — Þingholtsstræti — 360 — í þessum 11 götum hafa þá búið 8740 rnanus eða 1230 bet- ur en helmingur allra bæjarbúa, en als eru göturnar í bænum milli 70 og 80. Fámennasta gatan er Kolasund, því þar var enginn maður talinn búsettur er manntalið fór fram en árið áður 2. Þar næst Vallarstræti og Hellusund, hvor með 10 manns Mest -hefir ibúum fjölgað á árinu á Laufásvegi (um 154) og Grett- isgötu (um 92).' En als hefir fólkinu í bænum fjölgað um 343-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.