Vísir - 22.07.1918, Side 2

Vísir - 22.07.1918, Side 2
V iSiR Hentug Barnaleikföng eru Hjólbörur er seljast nú fyrir 2.65 og 3.65. [EgillJacobsen! verður samkvæmt ályktuu bæjarstjórnarinnar fyrst um sinn seldur fyrir 45 krónur tonnið, lieimfiutt til kaupenda í bænum og fyrir 38 krónur tonnið í mýrinni. Verðið er bundið því skilyrði, y að tekið verði strax á máti mdnum Á flngi. og ekki verður fiutt minna en einn vagn, 350 kílógrömm, til hvers einstaks. Seðlaskrifstofan í Hegningarhúsinu (sími 693) tekur á móti pöntunum, enda fylgi greiðsla. Borgarstjórinn í Reykjavík, 20. júií 1918. K. Zimsen. Atvinna býðst manni sem tekið getur að sér að stýra mótorvaltara vegagerða landssjóðs. Þarf helst að hafa leyst af hendi bifreiðarstjórapróf. Upplýsingar á vegamálaskrifstofunni, Túngötu 20. G.s. BOTNIA fer til Kaupmanöahafnar miövikudag 24, júlí. Farþegar ls.oro.1 i|d.etgr aö sækja farseöla og undirskrifa. Laugardagskvöld eitt í byrjun júlímánaðar flugu belgisku kon- ungshjónin frá Frakklandi til Englads. Þetta þótti nokkrum tíðindum sæta, þó að flugvélarn- ar séu orðnar fullkomnar, því að alveg hættulausar eru slíkar ferðir þó ekki taldar enn. En fyrir fáum árum síðan hefði eng- inn lagt trúnað á slíka sögu. „Þessir menn gætu eins vel reynt að fljúga eins og að hugsa“, sagði maður einn fyrir ekki löngu síðan, og lengra varð ekki til jafnað. Þannig gæti hann ekki tekið til orða nú, því að nú geta vafalaust margir flogið, sem hann * mundi telja ófæra til að hugsa. Að ófriðnum loknum eiga flug- mennirnir glæsilega framtíð fyr- ir höndum. Þá munu allir spjátr- ungar heimsins, sem nokkur aura- ráð hafa, þykjast of góðir til að ferðast landa á milli á venju- legum skipum. Allir auðmenn kaupa sér einkaflugvélar, til þess að geta brugðið sér milli heims- álfanna án þess að vera bundn- ír við ferðaáætlanir, og æfðir fiugmenn geta sett upp hvaða kaup sem þeim sýnist. Eða þá að þeir fljúga frjálsir og óháðir í eigin flugvélum og taka ákveðna (eða óákveðna) borgun fyrir ferð- ina; fara „spekulantstúra" í loft- inu. — Ef þar verða þá ekki settar einhverjar landhelgisregl- ur og löggæsla. Og það verður ó- hjákvæmilegt fyr eða BÍðar. Það hefir nýlega komið fyrir, að spjátrungur einn, sem var að leika sér að því að steypa sér koilhnís í loftinu, misti sandpoka útbyrðis. Maður varð undir pok- anum, þegar hann kom til jarð- ar og varð það hans bani. Ann- ar poki. féll á húsþak, fór í gegn um það og alla leið niður úr og ofan í kjallara. Þetta eru fyrirboðar, en þeir tímar munu koma, að það verða daglegir við- burðir, að allskonar bögglum, tómum'flöskum og öðru þvílíku rignir yfir mann úr loftinu. Það eru framfarir og hjá þeim verður ekki komist. En það verður ekki komÍ9t hjá því, að koma á fót sérstakri loftlögreglu og þar fá löghlýðnu flugmenn- irnir atvinnu við að eltast við lögbrjótana, Þegar svo einhvers hinna alræmdu loftspjátrunga verður vart einhversstaðar uppi í skýjunum, og hann tekur að leika sér að því að kasta flösk- um til jarðar, þá verður að senda nokkrar lögregluflugvélar upp til hans til þess að reyna að „ná númerinu11 og „notera“ hann, eins og bifreið eða hjólreiðamann, sem brýtur í bág við ökureglum- ar niðri á jörðinni. — Svona verður það 1 friði. En hvernig það verður í ófriði, næsta ófriðnum, geta menn gert sér hugmynd um af reynslunni. En flugið er framför og ekki tjáir að banna það. (Lausl. þýtt). Hvor vinnnr? Það er sagt í enskum blöðum, að Hindenborg hershöfðingi hafi nýlega fullvissað keisarann um, að þýski herinn mundi verða heim kominn fyrir veturnætur að unnum sigri. Gegn þeirri staðhæfingu er sagt að Kuhl- mann, utanríkisráðherra Þjóð- verja, hafi komið fram með full- yrðingu sína um að Þjóverjar myndu aldrei vinna sigur með vopnum. — Keisarinn og þeir aðrir sem ráðin hafa í JÞýskalandi vildu . heldur trúa Hmdenburg og Kuhl- mann var látinn leggja niður embætti. Nýlega komst varaformaður prússnesku stjórnarinnar svo að orði á þingi, að ekki kæmi til BaOMs Rííloir Frá þessum tíma, 22. þ. m., verður Baðhúsið aðeins opið á Laugardögum til á- gústloka. k--------------------- mála, að nokkur meðlimur ráðu- neytisins efaðist um það að Þjóð- verjar myndu vinna sigur að lok- um: „Og það er líka föst sann- færing meiri hluta þýsku þjóð- arinnar11, sagði hann, „að leng- ur muni ekki takast að hrifsa sigurinn úr höndum vorum. Vér unnum sigur að austanverðu og vér skulum einnig sigra að vest- an. Vér erum sannfærðir um að sigurinn er í nánd“. í annan stað eru bandamenn þess fullvissir, að þeir muni vinna sigur, „ekki aðeins vegna þess að nokkur hundruð þúsunda am- erískra hermanna eru komnir til vígvallarins11, heldur líka vegna þess að Lloyd George hefir ný- lega sagt: „Eg ber hið besta traust til framtíðarinnar af sérstökum á- stæðum, sem eg get ekki skýrt frá að svo stöddu11 og hann tók það fram að hann ætti þar ekki við hjálp Bandaríkjanna. Könnun andrúmss!oftsins« Mannlausir loftbátar og flug- drekar með hitamælum, loftvog- um og öðrum áhöldum hafa komist alt að 30 kílómetra upp í loftið, en þar er það orðið svo þunt, að ekkert hljóð getur eftir því borist. Að svo miklu leyti sem nú þekkist má skifta loftinu í þrjú lög. Neðsta lagið þekkjum við best, þvl í því 'erum og hrær- umst vér. Það er 4000 metra á þykt. Það er á stöðugri hreyf- ingu af vindum. Ofanvið það eða efst í því er venjulega hvorki heitt né kalt, heldur um 0°. Annað lagið, sem þar tekur við, er kaldara og þurrara og kóln- ar upp eftir, niður að 60—70° C. Þar drotna stöðugt austanvind- ar, sem koma af hreyfingu hnatt- arins (þetta á við hér á norður- hveli jarðar). Stormurinn verður ákafari, eftir því sem ofar dreg- ur. Lagið er talið mjög þykt, eða um 10000 metra. Þá tekur við þriðja lagið. Þar hitnaraft- ur en kemst þó ekki upp úr 0°. Vindar blása þar einnig, en óregluar ogloftið er feykilegaþurt. Flugmenn eru vanir að halda sér nokkuð hátt uppi i neðsta laginu. Veðráttan er þar nokk- uð reglubundin.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.