Vísir


Vísir - 22.07.1918, Qupperneq 3

Vísir - 22.07.1918, Qupperneq 3
y i ^ i s Aftsaða rússEeskra hermaniia. Rússneskir hermenn, sem verið hafa í skotgröfunum i síðastliðin þrjú ár eða rúmt það, eru engu síður undrandi en aðrir yfir hinni einkennilegu rás viðburðanna á Rússlandi í seinn tíð; játa hrein- skilnislega að þeir botni ekki upp né niður í þessu neinu, þekki ekki lengur vini frá óvinum og séu von- lausir um að verulegt skipulag komist á i landi þeirra í nálægri framtið. Afstaða rússneskra hermanna kemur í ljós í eftirfylgjandi bráfi, sem er skrifað fyrir nokkrum mán- uðum síðan fráeinu hersvæðiþeirra, til enskrar hjúkrunarkonu Rauða- kross félagsins, sem hafði stundað bréfritarann særðan og eftir að hann hafði orðið fyrir gasi í ein- um slagnum, með þeirri alúð og umhyggjusemi að honum fanst hann eiga henni lífið að launa. „t skotgröfunum er alt frekar kyrlátt. Eg fer daglega í njósn- arferðir gegn Þjóðverjum og geri mitt besta að leita þá uppi — á okkar svæði hafa þeir liopað aft- ur á bak um fimtán mílur. En hvað okkur snertir, er nú ljós allr- ar sigurvonar eins og útsloknað. Við erum hungurmorða, illa fat- aðir |[og margir af okkur ganga alveg bertættir. Fyrir löngu siðan höfum við orðið að vera nærri því brauðlausir og eini kjötmatur okk- ar rer “hrossakjöt. Nú erum við að verða alveg heylausir fyrir hesta okkar og verðum því að lik- indum [að slátra þeim, Engin hjálp er sjáanleg. Örlög okkar virðast þau, að vera fleygt til hlið- ar og gleymt af umheiminum, unz við látum lífið af hungri og kulda. „Kæra systir! *! (svo eru hjúkr- unarkonur Rauða krossins oft ávarpaðar) „Þegar eg skrifa þess- ar línur, er eg að brjóta heilann um það, hvort þú munir nokkurn tíma lesa þær, þar sem rússnesku hermennirnir' munu nú af flestum skoðaðir landráðamenn og svikar- ar og þeim kent um alt, sem skeð hefir. En ekki get eg þó, kæra systir, skilið í hverju okkar sök er fólgin. Rússneski hermaðurinn, yfir höfuð að tala, er sami her- maðurinn nú og hann var árið l!)14. í flestum tilfellum hefir hann ott verið særður, margsinn- is orðið fyrir eiturgasi, hefir þol- að og er enn að þola allar þján- ingar og hörmungar striðsins — og þó er honum kent um ófarir allar. Hvers vegna? Sökuiu þess að allir, sem við stjórn okk- ar nú eru riðnir, eru föðurlands- svikarar. Fyrrum skaul rússneski her- maðurinn óvinum sínum skelk í bringu, en nú hefir hann verið yfirgefinn og með öllu gleymt. Fyrrum reyndu rússneskir herfor- ingjar að orsaka óvinunum alt það mannfall, er þeir frekast gátu, og að bjarga sem flestum af sínum eigin mönnum — en nú er mann- fallið alt á þeirra hlið og engu líkara en þeim sé hugleikið að fórna þannig sem mestu af liði sinu, að þeir geri óvinunum sem minstan skaða. Tökum Riga til dæmis. Hver einasti rússneskur hermaður, sem eg þekki, hefði verið viljugur að úthella blóði sínu til varnar þess- ari merku hafnarborg, og mörg tár höfum við felt yfir henni. Þó var hún yfirgéfin án nokkurrar tilraun- ar til að verja hana — og hermönn- um var kent um alt saman. En um það vissi umheimurinn ekki, að undanhald þetta var fyr- irskipað af herforingjunum og öll- um hermönnum, sem ekki vildu hlýða, hótað lífláti. Stórskotaliðið hafði verið tekið burt á þeim stað, þar Þjóðverjar fengu bortist í gegn, og herdeildir skildar eftir til varn- ar, sem i voru aðeins gamlir menn og unglingar, sem enga reynslu höfðu. Fyrrum var hérað þetta varið af æfðustu og bestu herdeildum með nægu stórskotaliði, en rétt á undan áhlaupi Þjóðverja voru her- deildir þessar sendar aftur á bak pg stórskotaliðið fært. Grunsam- legt, finst þér ekki? Viðkomandi lygaorðrómi þeim, sem sífelt er að berast út um Rúss- nesku hermennina, — að þeir strjúki úr skotgröfunum til þess að ræna og rupla o. s. frv., — er ekki annað að segja en það, að þetta orsakast aðallega af því, að hver einasti þorpari nú á dögum klæðir sig i hermannaföt áður en hann íremur rán sín og spelivirki. Hermennirnir eru saklausir af þessu í flestum tilfellum. Okkur er líka brugðið um heigulshátt og borið það á brýn, að við þorum ekki lengur að berjast. Er sá orðrómur berst þér til eyrna, vona eg þú minnist þess, að við höfum verið í skotgröfunum í meira en þrjú ár og þolað þar allar þraut- ir. — En þrátt fyrir þelta stöndum við nú uppi allslausir og ráða- lausir, af því að við höfum verið yfirgefnir og sviknir, og hver ein- asta sigurvon okkar í stríðinu horfin. Myndu ekki flestir her- menn í okkar sporum ófúsir á að berjast mikið lengur?“. Alþjóðabaiidalag. Svo mikið er talað um alþjóða- bandalag nú á dögum, að mörg- um mun þykja fróðlegt að heyra hvað Lloyd George, forsætisráð- herra á Englandi, hefir um það að segja. Hann hélt ný- lega ræðu fyrir fjölda manns í Lundúnaborg og gerði þetta margumrædda bandaiag þjóðanna að aðalumræðuefni sínu.. Kvaðst hann, í byrjun ræðu sinnar, hafa orðið þess var, að meðlimir ráðu- neytisins hefðu orðið fyrir megn- ustu aðfinslum sökum þess, að þeir legðu ekki nóga áherslu á, að stofnað væri alþjóðabandalag undir eins að stríðinu loknu. Sagði hann slíkar aðfinslur lítt réttlætanlegar, þar sem Maxi- listar stjórnin hefði nú sýnt og sannað með ljósum rökum, að aldjóðabandalag kæmist aldrei á með því einu móti, að talað væri um það. Knginn hefði þó talað með meiri mælsku og andagift um slíkt bandalag þjóðanna en keis- ari Þýskalands. Svar hans til páfans forðum hefði verið þrung- ið af mannást og bróðurkærleik — en í þetta sinn mintist hann þó ekki með einu orði á örlög Belgíu. En viðkomandi alþjóða- bandalagi virtust skoðanir hans heilbrigðar og einlægar — og þjóðin þýska átti að stjórna öllu saman! Brotin til mergjar væru orð hans því þrungin drambi og drotnunargirni, þau væru éins og eitrað sverð, sem vafið væri innan í fjallræðu Krists! Ræðumaður lagði svo alla á- 276 annað aö sjá, en slátrarávágninn og snotran léttivagn fyrir framan einhvern læknisbústaö- inn. Þar sjást að eins örfáar hræöur á gangi. Framhliöarnar á gömlu húsunum eru 01-önar svartar af kolareyk og trén i göröunum fyrir framan hnsin sótug"og k’ýrkingsleg. t hverju liúsi, svo aö segja, er einhver aö glamra á fortepianó og þar fyrir utan heyrist ekkert annaö en ómurinn og kliöurinn af mótor- vagnaskarkalanum í Hástræti. Eg var aö viröa þetta fyrir mér út um gluggann á borðstofunniminni einn fúlviöris- dag í febrúarmánuöi klukkan eitthvaö þrjú Þá sá eg alt í einu mann, sem eg kannaðist undir eins viö. Þaö var vel búinn maöur meö pípuhatt á höföinu í dökkleitum yfirfrakka. Eg hrökk frá glugganum i skyndi og þaö alveg' mátulega, ]rví aö hann gekk rétt fyrir utan gluggann á leiö sinni frá Hástræti. Eg ætlaði varla aö trúa mínmn eigin augum — en þetta var enginn annar en Mikael Chi- quard í eigin persómt. Eg faldi mig bak viö gluggatjaldiö og haföi gætur á honum. Sá eg þá, aö hann nam alt í einu staöar og gekk aö húsinu hinum megin götunnar og upp forstofutröppurnar. Þá fyrst tók eg eftir því, aö gluggatjöldin þar ltöfött veriö dregin frá. Var einhver þar inni fyrir, því aö jafnskjótt sem niaöurinn 2 77 hringdi dyrabjöllunni, var komiö til dyra og hvarf hann svo inn í húsið. Dyrunum var þegar lokaö á hæla honunr og staröi eg undrandi á þetta. Hvaö skyldt nú véra þar á seiöi? Þaö var auöséð á öllu, aö maöur þessi var hvergi smeykur, þar sem hann gekk eftir miöri götunni um hábjartan daginn og rak- leiðis inn í húsiö, þar sem glæpurinn haföi verið fráminn. Eg beið kyr bak viö gluggatjaldiö og var aö gæta að því, hvort hann kæmi ekki út aftur, en eitthvað klukkutíma síðar sá eg hvar Gallíni, uppstrokinn og stásslegur mjög. kom frá hinum enda götunnar, skimaði alt í kring um sig, gekk síöan einnig upp tröpp- umar, liringdi bjöllunni — 0g var þegar hleypt inn. Rétt í því aö veriö var að loka huröinni á eftir honum, sá eg hvar leiguvagn kom, og var þá farið aö skyggja. Vagninn ók upp aö húsinu, staönæmdist þar, og út úr hbnum sté stúlka nokkur óg borgaði vagnstjóranum akstúrinn. Um leiö og hún sneri sér viö, kannaöist eg viö. aö þar var komin unga Gyöingastúlk- an. sem veriö haföi á gægjum eftir mér i Genúa -— satna stulkan, að því er virtist, sem flntt hafði brefið, er varö þess valdandi, aö prinsessan livarf á burt. 278 Eg rauk í símatóliö og reyudi aö ná sam- bandi viö Millman, þvi að eg þóttist vita, að hér væri um einhver ný klækjabrögð aö ræða, en hann var ]iá því miöur ekki viö- staddur á lögreglustöðinni. Mér var svaraö ]iví, aö hajin væri einhverstaðar úti í bæ að fást viö einhverja rannsókn. Mér kom fyrst i hug aö spyrja eftir öörum lögreglumanni, en meö þvi aö eg var ekki óhræddur um, aö jietta kynni þá aö fara í handaskolum, þá afréð -eg að athuga þetta sjálfur og senda síðan skýrslu um þaö, sem eg kynni aö fá vitneskju um, til þess staðar í Vínarborg, sem mér hafði veriö bent á. Vagnstjórinn hafði kveikt sér í vindlingi í mestu makindum og sá eg, að hann var að búast til aö leggja af stað þegar eg kom út aö gluggíinum aftur. Gætti eg þess vel, að ekki yröi komið auga á mig, því aö vel sást til glugganna á mínu húsi úr gluggunum á húsinu hinu megin. Það var enginn efi á því, að þessir kurapán- ar mundu vita, að eö væri kominn heim aftur og mundu því athuga gluggana hjá mér til þess að forvitnast um, livort eg heföi nokkr- ar gætur á þeim. En bíræfni þeirra' gekk alveg fram af mér. Þarna réðust þeir inn í ókunnugi hús um al- bjartan daginn og lögðu þaö undir sig eins og ekkert væri, og máttu ]jó vita, að einmitt

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.